Morgunblaðið - 09.12.1951, Síða 8
t 8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. des. 1951
Skarphéðinn Jóhannsson:
S A M
1. AGUST.
KJÁ MARÍU í VIA
CELLOLESE NR. 12.
Fór frá Siena í morgun og kom
hingað urn hádegisbil. Skildi mest-
allan farangurinn eftir hjá sign-
oru Brizzi, burðast aðeins með það
nauðsynlegasta; það sem ég stend
J og „Maðurinn er alltaf einn“.
í>að er sólbjartur dagur í dag
eins og vant er, og allt límist við
mig. Skyrtuþvottur fyrirsjáan-
legur í kvöld. Ég er búinn að út-
vega mér herbergi og það er nú
það nauðsynlegasta. Ég leigi hjá
henni Maríu; ég veit ekki meira
um hana ennþá. Gistihús eru
skiljanlega hér í bænum, en þau
eru ýmist upptekin eða mér lík-
ar ekki verðið hjá þeim.
Fyrst fór ég í skósmið í Via
San Mattea og spurði hann um
hsrbergi. Ekkert herbergi hafði
hann, en hann á tvö börn, og sagð-
ist vera hamingjusamur.
Neðar í götunni leitaði eg aftur
fyrir mér hjá nokkrum vinaleg-
um sólbrenndum vínyrkjukörlum,
en enginn þeirra hafði herbergi
umfram. Einn þeirra bauðst til
að aðstoða mig. Hann fór með mig
til kaupmannsins hérna á horn-
inu. Þar var ekkert heldur. En
kaupmannskonan minntist á ein-
hverja Maríu. Við þangað. Leið-
sögumaður minn kallaði upp í
gluggann til Maríu frá götunni:
„Signora, góðan daginn signora".
Það svaraði enginn og því hrópaði
hann aftur: „María! María!“, og
þá kom hún út í opinn gluggann
sótug og ógreidd, og ekkert sér-
Staklega vinaleg að sjá. Hún hafði
víst verið að róta í kabyssunni.
„Þennan útlenda signor vantar
herbergi í vikutíma. Getur þú að-
stoði.ð hann“?
María athugaði mig gaumgæfi-
lega og svaraði óþægilega seint.
En já, sagði hún þó. Og nú er ég
hjá Maríu í Via Cellolese nr. 12.
Hún er fátæk kona, það er auð-
séð á öllu; líklega er hún ein eftir
orðin í hreiðrinu, bömin farin og
maðurinn dáinn. Ég 6ef í hjóna-
rúminu þeirra.
Gólfið er hér flísalagt, eða rétt-
ara sagt, lagt rauðum múrstein-
um og því sópað en ekki þvegið,
því annars mundi það eyðast um
of. Veggir eru rósamálaðir. En
heldur er allt farið að mást og
óhreinkast; víða eru veggirnir
þaktir ódýram helgimyndum, sem
Oagbókarblöð irá Ifialí
M*u*/ l- ^
San Gimignano, ágúst 1951:
Signora María.
sannarlega stinga í stúf við þá
dásamlegu fjársjóði, sem þjóðin á
í fórum sínum. Það er mér ráð-
gáta hvað þeir framleiða mikið
af ósmekklegum helgimyndum fyr-
ír almenning.
Glpgginn er þakinn blómum,
þau standa á syllu að untanverðu.
1 gluggann vantar eina rúðuna,
en það gerir nú minnst, því hér
er ekki veðrunum fyrir að fara.
Jlann jnun alltaf standa opinn.
WC er hér. Ég er búinn að spyrja
Maríu um það. Annars var ég
farinn að halda, að ég þyrfti að
ganga hér út fyrir borgarmúrinn;
ég hefi séð það á lauslegri skoð-
unarferð, að þeir gera það sumir
bæjarbúa.
Er það ekki undarlegt, já, er
það ekki magnað hvað þróunin
hefur verið hægfara hjá mann-
kyninu síðan á dögum Etrúskara,
hvað þá frá dögum Rómverja, sem
höfðu ágætustu salerni og baðhús,
sem við dáumst að og likjum eftir.
Etrúskarar héldu sig mest í
Toskana, byggðu bæi sina á hæð-
um, bæði til þess að betra væri
að verjast óvinum og án efa ekki
siður til þess að hægara væri um
allt hreinlæti. Þeir höfðu stein-
lagðar götur, vatnsleiðslur og
skolpleiðslur, og ýmiss önnur þæg-
indi ca. 500—600 árum f. Krist.
Ö!1 þeirra menning og list var
á mjög háu stigi. Menn vita ákaf-
lega lítið um þá, meira að segja
eru ekki á eitt sáttir um hvaðan
þeir hafa komið.
En hlutir þeir, sem eftir þá
liggja og fundist hafa í gröfum
og bæjarstæðum svo sem búsáhöld
og listmunir, úr terrakotta, bronzi,
gleri, gulli o. fl. eru svo skyldir
samskonar munum Grikkja, að
telja verður þá af Grikkjum
komna. — En sem sagt, það vant-
ar fleiri almennileg salerni enn
þá í heiminn og ýmislegt annað
smávegis.
3. ÁGÚST:
SAN GIMIGNANO er byggð-
ur á hæð, eins og flestir bæjanna
á þessum slóðum, og á uppruna
sinn að rekja til þessa merkilega
manningarfólks Etrúskara.
Allt er hér með meiri miðalda-
brag en víða annarsstaðar, bæði
útlit bæjarins og líf íbúanna, þeir
eru um 10 þúsund að tölu.
Það, sem mesta athygli vekur,
eru miðaldaturnarnir, sem stinga
kollinum upp úr húsaþyrpingunum
og gnæfa til himins sem skýja-
klúfar. Þeir eru menjar frá þeim
tíma, þegar menn töldu öruggast
að búa um sig í turnum vegna utan
aðkomandi árása.
Árið 1656 voru tumamir taldir
76. Nú eru aðeins 13 eftir. Allar
meiriháttar fjölskyldur áttu áður
fyrr turna. Veldi þeirra og álit
fór eftir því, hvað þær réðu yfir
mörgum turnum. Nú er þessu
á annan veg farið, turnarnir
hrundir og menn orðnir friðsam-
ari í heiminum ,er mér sagt.
Voldugur borgarmúr vefur sig
umhverf is bæinn; seinni alda menn
hafa víða bætt hann mismunandi
vel og smekklega.
Eftir götunum sníglast uxaæki,
alveg eins og var fyrr á öldum;
bílarnir eiga hér erfitt uppdrátt-
ar, göturnar eru ekki gerðar fyrir
þá. Stórir ferðamannabílar eiga
erfitt með að komast ferða sinna,
þótt þeir skríði innum borgar-
hliðin.
Álitlegar miðalabyggingar eru
hér margar, auk turnanna, en þeir
eru það langathyglisverðasta við
bæinn. Sterklegir, formfastir, ein-
föld smíði og fögur. Þeir höfðu
einfaldleikann, þetta óbrotna í sér,
karlarnir hér áður fyrr, eins og
víða sést í rómverksri bygging-
arlist. Þeir skýldu engu, aðalatrið-
in komu alls staðar fram, voru
augljós. Rökrétt hugsun. Og þegar
1 samfara fór samskonar hugsun og *
glöggskyggni í efnismeðferð, höf-* 1
um við ástæðu aðdáunar. Tum- J
J arnir eru þó uokkuð yngri, en af
sömu rót runnir; hlaðnir úr til-
^höggnu gráu grjóti. Og þannig
eru öll aðalhús bæjarins hlaðin.
.Vegna þess að bærinn er um-
Jkringdur múrunum, hafa menn
orðið að nota bæjarlandið vel og 1
Turnabærinn San Gimignáno.
sparlega. Húsin eru sambyggð
með fram öllum götum, þó þau
séu harla mismunandi útlits.
Tvö opin svæði eru í bænum,
Piazza del Dumo og Pizza della
Cisterna. Við það fyrrnefnda er
Dómkirkjan og Palazzo del Pod-
esta, sem nú er notað sem ráðhús
og listasafn. Söfn eru annars fá,
en í Dómkirkjunni og San Agos-
tino, eru möjg góðar freskur eftir
Gozzoli og Ghirlandaio o. fl.
SÍÐAR SAMA DAG
Það rætist ekkert úr Maríu.
Ég bjóst við að hún væri kát og
hressileg kerling við nánari kynn
ingu. En hún er aðeins hressileg.
Ég veit ekki nema hún tortryggi
mig, finnst víst undarlegt að ég
San Gimignano
skuli heldur vilja búa hér en í
gistihúsi.
Fyrsta daginn tók ég herberg-1
islykilinn með mér, er ég fór
út og fauk þá feikn í hana, þegar :
hún sá mig koma aftur síðar um
daginn. Líklega hefi ég ekki
skilið hana rétt, því að mér varð,
á að taka lykilinn aftur með
mér þegar ég fór út. Síðan nafa
öll lyklavöld verið tekin af mér.l
Hún geymir lykilinn inn á sér
og vill ætíð opna sjálf. Hún er
víst þó nokkur skapkona. Stund-
um hvín í öllu húsinu. Þetta
eru hvellir tónar og skerandi,
sem koma frá henni; þá er hún
að taka vagnsmiðina til bæna,
sem hafa verkstæði niðri.
Hún tekur auðvitað ekki til
í herberginu á móts við þá, sem
ég var hjá í Siena, hvað þá, að
hún pressi buxurnar mínar. Ef-
laust ekkert straujárn til í hús-
inu. Hér er allt svo frumstætt.
María eldar t. d. við opinn eld,
einskonar hlóðir. í göngunum eru
engin ljós og væri óþægilegt að
koma sér upp þrönga stigana og
að herberginu, ef Maríu nyti ekki
við. Hún situr utandyra í kvöld-
svalanum og spjallar við ná-
grannana.
Þegar hún sér mig koma labb-
andi eftir lítið lýstri götunni,
tekur hún fjörkipp, blessunin,
hendist upp stigana og kveikir
ljós í eldhúskompunni; birtuna
leggur fram og þá sé ég til að
ganga upp. Og svo opnar hún
herbergið fyrir mig virðulega.
Þetta er mesta sómakona. Mig
vantar bara glaðlegan svip henn-
ar. En vonandi kemur hann þeg-
ar ég borga henni fyrir herberg-
ið. —
Annað kvöld á að syngja „Rak-
arann frá Sevilla." Þeir eru bún-
ir að koma fyrir sætum á Dóm-
kirkjutorginu og senn í einni
hvelfingunni þar. Þetta er at-
burður sem endurtekur sig á
hverju sumri. Ýmsar óperur eru
sungnar í San Gimignano og
reyndar mörgum öðrum smá-
bæjum ítalíu. Söngflokkar eru
stöðugt á ferðinni um landið,
fólk vill og þarf hljómlist og
söng sérstaklega.
5. ÁGÚST
Sunnudagur að kvöldi kominn.
Hrein unun var að hlusta á þá
í gærkvöldi. Syngja geta ítalir
betur en nokkrir aðrir og helzt
vill fólkið taka undir. Það kann
þessar vinsælu óperur betur en
við Kverið og er þá mikið sagt.
Klukkan var orðin eitt áður
en óperunni lauk og þótti eng-
um seint, nema þá Maríu, sem
beið eftir mér með lykilinn.
Ég sat við hliðina á ungum
manni, sem yrti á mig, af því
að hann sá að ég var framandi.
Hann heitir Franscecso Ridolfi,
stúderandi arkitektur, sonur lyf-
salans á Piazza della Cisterna.
Hann er ákaflega almennilegur
og vill allt fyrir mig gera, sýnir
mér margt, sem mér annars
mundi reynast erfitt að nálg-
ast.
í dag hefi ég séð mörg heim-
ili, gömul ættarsetur efnaðra
borgara. Það hefur glatt mig að
sjá hvað öll búslóð hefur verið
látlaus og henni smekklega fyr-
ir komið í þessum gömlu húsum.
Víðast hafði fólkið mjög gamla
muni eingöngu, sem fylgt höfðu
ættinni lengi. Óvíða var annað
haft uppi við eða sýnilegt en
það nauðsynlegasta, til að gera
umhverfið vistlegt og viðkunn-
anlegt.
Þetta er hugsunarháttur, sem
er fjarskyldur flestum heima.
Því þar er allt haft fyrir augun-
um, sem matur þykir í, en einsk-
is virði er við nánari athugun.
í íbúðar- og heimilismenningu
stöndum við mjög að baki flest-
um öðrum þjóðum.
Við erum seigir í 100 metra
hlaupi og kúluvarpi, við þorsk-
veiðar og fara á jarðýtum um
Vatnajökul. — En heilbrigðan
smekk og fegurðartilfinningu
vantar okkur. Við erum smekk-
vana dugnaðarþjóð. En þetta
kemur auðvitað með síldinni
næst.
Þessi heimili, sem ég hefi séð,
eru yfirleitt þægindalítil, á borð
við þau sem við þekkjum t. d.
í Reykjavík. Á þessum efna-
mannaheimilum eru þó þvotta-
hús, gömul og frumstæð.
Hér fyrir utan og neðan borg-
armúrinn eru gamlar en merki-
legar þvottaþrær, „Porta alle
Fonte“ (1200—1400), elsti hluti
þeirra í rómverskum stíl en
yngsti í gottneskum.
í þessum þróm þvo alþýðukon-
ur bæjarins þvottinn sinn enn
þann dag í dag. Þær standa þarna
bograndi, klappa og nudda.
Maður sér þær líka koma nið-
ur bratta brekkuna með þvott-
inn á trébakka eða í körfu, á
höfðinu. Þær missa fljótt spengi-
lega vöxtinn, þessar alþýðukon-
ur, líf þeirra er þrældómur, meiri
en við, sem framandi erum, ger-
um okkur ljósan. Og svo ganga
þær aftur upp brekkuna, þreytt-
ar og þungstígar, með blautan
þvottinn á höfðinu.
Hægfara framfarir, er víst
hægt að segja.
8. ÁGÚST:
Húsvitjanirnar halda áfram. í
morgun höfum við Francesco
víða verið; séð heimili og vín-
kjallara, með feikna vínámum.
Vín er þeirra önnur fæða hér.
Þeir þurfa líka eitthvað til þess
Sm
-líar
San Gimignano 4./8. 1951:
Ung kona, sem liefur verið að
þvo þvott.
að bleyta í öllu hveitibrauðinu,
sem þeir láta í sig. —
Hálfvegis öfunda ég suma af
þessum gömlu fínu munum, sem
þeir hafa í kringum sig. — Þó
geri ég mér það ljóst, að þetta
eru hlutir, sem tilheyra þessu
fólki og eru af þess menningu í
heiminn komnir. Þeir eiga hér
heima en ekki hjá mér. Hér er
þeirra rétta umhverfi.
En til eru hlutir, sem geta all-
staðar verið og alltaf er hægt að
nota. Það eru hlutir, sem hvorki
eru tegndir stað né stund. Þeir
eru dásamlegir. Af þessum hlut-
um lærum við, sem lítið getum.
Þeii eru okkar leiðarljós og stöð-
Ug áminning. Hvort sem um er
að ræða stól eða bqrð, klæði eða
krukku, Þetta; getur eins verið
500 — 1000 — 2000 ára gamall
hlutur, eins og hlutur frá þess-
Framh. á bls. 11. j