Morgunblaðið - 20.12.1951, Side 1

Morgunblaðið - 20.12.1951, Side 1
24 síður 38. árgangor. 295. tbl. — Fimmtudagur 20. desember 1951. Prentsmiðja Margunblaðsins. | Rætt við A. Harrimait á leikvíknrfSugvelIi TYLFTARNEFNEHN HEFUR LOKID STÖRFUM Á FJÓRÐA TÍMANUM í gærdag kom til Keflavíkurflugvallar með farþegaflugvél Bandaríkjahers, Averill Harriman, yfirmaður hinnar gagnkvæmu öryggisáætlunar er leysa á Marshallhjálpina af hólmi og formaður tylftarnefndarinnar, sem að undanförnu hefur setið á rökstólum í París og fjallað um efnahagsvandamál og skiptingu kostnaðar vegna vígbúnaðar og öryggis aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins. Harriman og kona hans voru á leið til Bandaríkjanna frá París og höfðu aðeins stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli. í fylgd með þeim var m.a. McNarney hershöfðingi. 12 MANNA NEFNDIN LAUK STÖRFUM Haukur Claessen, flugvallar- stjóri og yfirmaður varnarliðsins McGaw hershöfðingi tóku á móti Harriman á flugvellinum. Tíðindamaður Morgunblaðsins náði tali af honum rétt í þann mund, er flugvél hans var að leggja af stað. Sagðist honum svo frá, að tylftarnefndin hefði nú lokið störfum að sinni og gengið frá skýrslu sinni, sem send yrði ríkisstjórnum aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins og Atlantshafsráðinu, sem kemur næst saman til- funda í Lissabon hin 2. febrúar n.k. Sagði hann að nefndin hefði kynnt’ sér eftir föngum styrk og getu hvers ein- Staks ríkis og hvað þau væru megnug að leggja fram til sam- eiginlegra varna og Öryggis. Taldi hann að Atlantshafsþjóðirnar settu að efla samvinnu sín á milli eftir fremsta megni, þá gætu þær vænzt þess að viðleitni þeirra bæri árangur. KYNNTIST PÉTRI BENEDIKTSSYNI í MOSKVU Stjórnarfundui1 um Parísarför LUNDÚNUM, 19. des. — Eftir komu sína til Lúndúna frá París hélt Churchill fund með ráðu- neyti sínu og stóð hann í 2 stund ir samfleytt. Talið er að þeir Churchill og Eden hafi þar skýrt frá árangrinum af viðræðum sín- um við Pleven forsætisráðherra og Schuman utanríkisráðherra. Fróðir menn álíta í Lundún- um, að hið hátíðlega loforð Churc hills um að Bretar muni hafa eins náið samband við Evrópu- herinn og framast sé unnt, sé mjög til þess fallið að greiða fyrir viðræðum og samkomulagi með þeim Truman og Churchill, er þeir hittast í Washington eft- ir áramótin. Bandaríkjamenn leggja, sem kunnugt er, mikla á- herzlu á, að hugmyndinni um Evrópuher verði hrundið í fram- kvæmd hið fyrsta. ■—Reuter-NTB. - *-----—* Averill Harriman á Keflavíkur- fiugvelli. (Ljósm. Mbl. Ó. K. M.). Samgöngur siöðvasi í Yesiur-Berlín BERLÍN, 19. des. — Um 20 þús. starfsmenn við sporvagna, strætis vagna og neðanjarðarbrautir Vest ur-Berlínar hafa boðað til verk- falls á fimmtudagsmorguninn. Krefjast þeir hærri launa. Staðið hafa samningar dögum saman, en ekkert hefir gengið. Þetta verður alvarlegasta umferð- arstöðvun, síðan farbann Rúss- anna. Enn hefir verið kallaður saman fundur til viðræðna á morgun, og verður allt gert, sem unnt er til að deilan verði leyst fyrir jólin. Handritin eru ísienzk- ir þjóðargripir KAUPMANNAHÖFN, 18. des. — í forystugrein í Berlingske Tid- ende er álit handritanefndarinnar dönsku og handritamálið gert að umtalsefni. Segir í greininni, að álitið sé merkilegt mjög, kunn- áttuhöndum sé farið um málið og það vel reifað. «------------------ Harriman minntist á það að hann hef ði átt nána samvinnu við Pétur Benediktsson sendiherra í sambandi við starf sitt, en sendi- herranum hefði hann raunar kynnzt áður, er hann var stadd- ur í Moskvu fyrir allmörgum ár- um. HEFUR KOMIÐ IIÉR ÁÐUR Að lokum sagði Harriman að hann hefði komið á Keflavíkur- flugvöll nokkrum sinnum að und- anförnu vegna starfs síns í Ev- róþu og Asíu, en hann var sem kunnugt er sérstakur sendimaður Trumans forseta og vann um skeið að sáttatilraunum í olíu- deilunni. Kvaðst hann jafnan hafa verið svo óheppinn, að koma hér að kvöldlagi eða næturþeli, þannig að hann hefði lítið eða ekkert af íslandi séð. Hins vegar hefði hann heyrt mikið um ísiand m.a. frá einkaritara sínum ungfrú Hildigarde Blanken, en hún starfaði um 2 ára skeið við sendi- ráð Bandaríkjanna á íslandi. Harriman færði varnarliðinu og íslendingum jóla- og árnað- aróskir. Kvaðst hann vera á leið til heimilis síns í Washington, þar sem hann hyggst að dvelja um hátíðarnar eftir 2 mánaða fjarveru í Evrópu. Enginn stuðningur veittur LONDON: — Ólympíunefnd Nýja-Sjálands hefur lýst yfir að hún muni ekki viðurkenna skíða- 'menn þá, sem fara til Oslóar, sem ' þátttakendur Nýja-Sjálands, vegna þess að þeir eru ekki nógu góðir. . ____ GREINARGOTT NEFNDARÁLIT „í fyrsta skipti gefst nú leik- mönnum kostur á að sjá, um hvað er að ræða. Ef álitið hefði legið fyrir, þegar er málinu var fyrst hreyft opinberlega, þá hefðum við sannarlega losnað við mikinn lítt rökstuddan vaðal þeirra Dana, sem hafa mælt með, að handritunum yrði skilað skilyrð- Islaust. MÁLIÐ EKKI ÚTKLJÁÐ I FLÝTI En lausn þessa máls er enn langt undan. Háskólinn verður að sam- þykkja afhendinguna, og er þó hæpið, að háskólinn geri það. — Auk þess þarfnast tillaga nefnd- arinnar, um að hluta handrit- anna verði skilað, nánari skýr- greiningar. Þá kemur og til kasta íslendinga, hvort þeir fallast á skilyrðin, sem sett eru, að lausn málsins sé endanleg, svo að engar nýjar kröfur verði nokkru sinni fram bornar seinna.“ LAGALEGI RÉTTURINN ER DANA Socialdemokraten segir svo um málið í dag: „Handritanefndin Framh. á bls. 12. Gröfin fundin RÓMABORG, 19. des.: — Forn- leifafræðingar í Vatikanríkinu í Rómaborg afhentu Píusi páfa í dag álitsgerð, þar sem þeir telja vísindalega sannað að gröf Pét- urs postula, sé undir háaltari Péturskirkjunnar. Fræðimennirnir hafa unnið að þessum rannsóknum um margra ára skeið og var skýrslu þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki sízt meðal kaþólskra manna. — NTB-Reuter. Engin miskunn PARÍS 19. des. — Vishinsky hélt ræðu í Stjórnmálanefndinni í dag og gaf þar í skyn, að bandarísku j flugmönnunum, sem neyddir voru til að lenda í Ungverjalandi mundi ekki verða hlíft og jafn- vel leiddir fyrir herrétt. Hélt hann því fram að flugvélin hefði verið í njósnaferð. Ennfremur sagði hann, að svo mundi séð fyrir þessum málum, að banda- rískir flugmenn misstu alla löngun til að hætta sér í slíkar ferðir. — NTB-Reuter. r >^| Urskurður Haag-dómsfðlsins fiefir áhrif víða um heim 'M iafnvei Brefar munu rýmka landhelgi sína NEW YORK, 19. des.: — Úrskurður alþjóðadómsins í landhelgis* þrætu Norðmanna og Breta hefir vakið mikla athygli í Bandaríkj- unum. Hefir utanríkisráðuneytið látið sendiherra Bandaríkjanna í Haag senda sérstakan sendiboða loftleiðis með dómskjölin. ^DEILT UM OLÍURÉTTINDI MESTA SÍLDARÁRIÐ í NORDUR-NOREGI OSLÓ, 19. des.: — Talið er að þetta ár verði metár í sögu síldveiða við Norður-Noreg. Vikuna 11.—18. desember s.l. veiddust samtals 53990 hl. og gizkað er á að heildarsíldar- magn ársins á þessum slóðum verði 2,1 milljón hl., en verð- mæti þess magns er um 20, 200,000 n. kr. — NTB. Kóreufangar senda jólakveðjur TÓDÍÓ, 19. des.: — Enginn ár- angur náðist á fundunum í Pan- munjom í dag. Samningamenn kommúnista lýstu óánægju sinni yfir því, að fangalisti S.Þ. hefði verið ófullkominn, þar sem ekki hefði verið getið mannvirðinga og herdeilda við nöfn hermann- anna. Fulltrúar S.Þ. hafa heitið, að gera nýjan lista fyrir jól. Kyrrt var að mestu á vígStöðv- unum í dag. Eina fréttin er greindi frá árekstrum var frá vestur-vígstöðvunum, þar sem 800 kínverskiru hermenn gerðu misheppnaða árás. Bandarískar flugvélar gerðu árangursríkar árásir á olíugeyma í Norður- Kóreu. Kínverskir blaðamenn hafa sagt frá því, að brezkum og bandarískum herföngum í Norð- ur-Kóreu verði leyft að senda jólakveðjur ’heim til sín úr fanga- búðunum. — NTB-Reuter. Ný afvopnunaritefnd PARÍS, 19. des.: — Stjórnmála- nefnd S.Þ. samþykkti í dag að setja á stofn nýja afvopnunar- nefnd, skipaða 12 mönnum. — í nefndinni eiga sæti fulltrúar þeirra landa, sem eru í Öryggis- ráðinu og fulltrúi frá Kanada að auki. Nefndin á að leitast við að finna sameiginlegan grundvöll undir allsherjar takmörkun og eftirlit með kjarnorkuvopnum og öðrum vígbúnaði. Er henni ætlað að skila skýrslu til S.Þ. fyrir 1. júní n.k. — NTB-Reuter. Þykir ekki ólíklegt, að þessi dómur geti haft áhrif á hina langvarandi deilu milli stjórnar- innar í Washington og ríkjanna Texas og Kaliforníu um eignar-. rétt að hinum miklu olíulindum, sem eru neðan sjávar úti fyrir, ströndinni. DÓMSINS BEÐIÐ Á ÍSLANDI Fregnritari New York Times í Haag telur, að úrslitin muni víða hafa áhrif, og þá fyrst og fremst á íslandi, þar sem frestað hafi verið að nokkru rýmkun land- helginnar, unz dómur gengi í Haag. I BRETAR MUNU RYMKA LANDHELGINA Þá er og ekki ólíklegt, að Bret- ar færi sér sjálfir dóminn í nyt með því að færa út landhelgi sína úti fyrir ströndum Skot- lands, segir fregnritari New Yorl? Times. 45 : 6 J PARÍS, 19. des.: — Stjórnmála- nefndin samþykkti í dag tillög- una um að skipa 5 manna rann- sóknarnefnd til að kynna sér möguleikana til frjálsra kosninga í öllu Þýzkalandi, skipaða full- trúum hlutlausra þjóða, þar á meðal frá íslandi. 45 fulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni, 6 voru á móti og 8 greiddu ekki atkvæði. Austur-þýzka stjórnin hefur þegar lýst því yfir, að slík nefnd fái ekki landvistarleyfi í Austur- Þýzkalandi til að gera athuganir sínar. i Pólski fulltrúinn hefur enn- fremur lýst því yfir að Pólland muni ekki skipa fulltrúa í nefnd- ina eins og ráð var fyrir gert í tillögu brezka fulltrúans. Nefndin á að skila skýrslu sinni um málið fyrir 1. sept. 1952, ef henni tekst að gegna hlutverki sínu, en það þykir ekki sennilegt nú eftir yfirlýsingar Austur- Þjóðverja og Pólverja. — NTB-Reuter. < Hákarl drepur kappa MELBOURNE. Úti fyrir strönd- um Ástralíu varð meistari lands- ins í sæskíðaíþróttinni hákarli að bráð. ÞEIR, sem ætla að fá birtar stórar auglýsingar í blaðinu á morgun, eru vinsamlega beðnir að skila handritum fyrir hádegi í dag, ef mögulegt er. ATH. — Síðasta blað fyrir jól KEMUR ÚT A SUNNUDAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.