Morgunblaðið - 20.12.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1951, Blaðsíða 8
MORGUTSBLAÐIÐ T S Fimmtudagur 20. des. 1951 Útg.: H.í. Árvakur, ReykjavQc. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlanðs. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Handritamálið í nýju stigi NEFND sú, sem danska kennslu- málaráðuneytið skipaði árið 1947 til þess að íhuga og gera tillögur um, hvernig taka skyldi kröfum íslendinga um endurheimt fornra íslenzkra handrita í Danmörku, hefur nú skilað áliti. Má segja að nefndin hafi klofnað í sjö hluta. Meirihluti hennar telur að næg- ar ástæður séu til þess, að hafna kröfum Islendinga. En þrátt fyrir það segist þessi hluti nefndarinn- ar skilja vel að íslendingum sárni að heiztu fornbókmenntir þeirra séu geymdar erendis. Þessvegna álíti hann að Danir eigi að af- henda Isiendingum sem gjöf, þau handrit, sem rituð hafa verið á fslandi og snerta eingöngu ís- lenzkmálefni og íslenzka menn- ing.u ★ Skilyrði fyrir því að hægt sé að afhenda þessi handrit úr Árnasafni telur meirihlutinn vera m. a. þau, að íslendingar viðurkenni, að þetta sé endan- leg lausn handritamálsins og að danskir fræðimpnn geti fengið þau að láni ef nauðsyn ber til. Annar hluti nefndarinnar telur eðlilegt að íslendingar fái sína fornu þjóðardýrgripi aftur. Færa þeir nefndarmenn rök fyrir því að handritin eigi bezt heima á íslandi, þar sem þau hafi verið skráð. máli. Lítil ástæða er til þess að hefja rökræður hér heima í til- efni af nefndarálitinu um rétt okkar til þessara íslenzku menn- ingarverðmæta. Skoðun íslend- inga á honum hefur ekkert breytzt. Við vitum alveg hvar við stöndum, hvers við höfum verið að krefjast og hversvegna. Handrit fornbókmennta okk ar, íslenzk bréf og skilríki, eru hluti af okkur sjálfum, grund- völlur íslenzkrar og samnor- rænnar menningar. Þennan íslenzka menningar- arf viljum við sjálfir geyma. Við höfum einnig fært gild rök fyrir því, að hér kemur hann menningarlífi norrænna þjóða að beztum notum. Þessi rök er óþarfi að endur taka. Danir þekkja þau Iíka. Um það þarf engum að bland- ast hugur, sem kynnir sér álit handritanefndarinnar. Það er ósk og von íslenzku þjóðarinnar að þessu mikla máli verði ráðið þannig til lykta að niðurstaðan skapi grundvöll vaxandi skipta og nánari vináttu við þá þjóð, sem um langan aldur hefur geymt þau menningarverð- mæti, sem henni eru hjart- fólgnust. íslenzku bændaefnin um borð í Tröllafossi. IMíu bændaefni komin heim úr 7 mánaða kynn- isför til Bandaríkjanna ÍSLENZKU bændaéfnin, sem s.l. vor fóru vestur til Bandaríkjanna á vegum Efnahagssamvinnustjórnarinnar í Washington, 9 talsins, komu aftur heim með m.s. „Tröllafoss" í gær, eftir sjö mánaða dvöl vestra. — Tilgangur þessarar farar var fyrst og fremst sá, að veita bændaefnum þessum tækifæri til þess að kynna sér búnaðar- hætti í Bandaríkjunum og þá einkum ýmsar nýjungar á því sviði, ef vera kynni að þær gætu orðið þeim að liði í starfi því, sem bíður þeirra við heimkomuna. Dvöl piltanna vestra var aðal- ir með val þeirra pilta, sem héð- lega fólgin í hagnýtu verknámi an fóru. og var þeim komið fyrir á býlum, I sem þykja vera til fyrirmyndar SÓTTU LANDBÚNAÐAR- í nýjustu búnaðarháttum þar í NÁMSKEIÐ landi. Einnig var leitast við, eftir | Búin, sem piltarnir dvöldu á fremsta megni, að velja hverjum og einum stað, þar sem aðstæður j til ræktunar og búreksturs eru ; ekki of einhliða og þannig að! , hann gæti kynnzt sem bezt þeim j þáttum landbúnaðarins, sem hann hefur hvað mestan áhuga ’ fyrir og sem bezt henta aðstæð- um hér á landi. voru auðvitað í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna, allt frá Maine í norðri til Oregon á Kyrrahags- ströndinni, en þar er kvikfjár- rækt mikið stunduð. — Aðrir dvöldu í Pennsylvaníu, Indiana, Minnesota og víðar. Að lokinni dvöl sinni á hinum ýmsu búum sóttu piltarnir allir sérstakt land- búnaðarnámskeið, sem stóð yfir í mánaðartíma. Piltarnir hafa yfirleitt látið mjög vel yfir dvöl sinni vestra, en þessir voru þátttakendur far- arinnar: Sigurður Erlendsson, Vatns- leysu; Arngrímur H. Guðjóns- son, Gufudal, Ölfusi; Jón Guð- mundsson, Fjalli, Skeiðum; Gunn ar Halldórsson, Skeggjastöðum, Flóa; Sæmundur Jónsson, Aust- vaðsholti, Landssveit; Björn Kristjánsson, Reykjavík; Hákon Kristinsson, Skarði, Landssveit; og bræðurnir Hörður og Jón Sig- urgrímssynir, Holti, Stokkseyri. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Enn aðrir nefndarmenn telja að Danir hafi bæði lagalegan og sið- ferðilegan rétt til þess að halda handritunum. Þau eigi þessvegna að vera þar, sem þau eru nú. Niðurstaðan af störfum nefndarinnar er í stuttu máli sú að meirihluti hennar ræðir óskir íslendinga um heimflutn ing handritanna af velvild og skilningi, en telur þó eklti unnt að fullnægja þeim, nema að takmörkuðu leyti. Þessi árangur af störfum hinn- ar stjórnskipuðu nefndar þarf ekki ap koma íslendingum á ó- vart. f henni áttu að vísu sæti bæði stjórnmáiamenn og fræði- menn. Vitað er að hinir dönsku fræðimenn hafa jafnan verið tregastir til að verða við kröfum okkar í þessu efni. Stjórnmála- mennirnir hafa tekið þeim af meira frjálslyndi og skilningi. Það er athyglisvert að fulltrúi stærsta stjórnmálaflokks Dan- merkur í nefndinni, Jafnaðar- manna, vill ganga hvað lengst í að verða við kröfum íslendinga. Einnig er vitað að í öðrum stjórn- málaflokkum danska þingsins eru til menn, sem svipaða afstöðu hafa. ★ Þetta nefndarálit gefur íslend- ingum enga ástæðu til þess að örvænta um, að þetta viðkvæma deilumál - við fyrrverandi sam- bandsþjóð okkar, verði leyst á viðunandi hátt. Handritamálið er nú komið á nýtt stig. Danska þjóðin hefur fengið glögga grein- argerð um eðli þess. Endanleg afgreiðsla þess kemur hinsvegar 1 hlut stjórnarinnar og ríkisþings ins. Ætla má að stjórnin muni innan skamms tíma leggja tillög- ó ur sínar fyrir þingið. Er ekki fit;. astæða til þess að ætla að hún bn tblji sig algerlega bundna af hug- o léiðingum hinnar sjöklofnu nefnd o-arv íslendingar munu enn bíða átekta og sjá hvað setur í þessu Démurinn í Haag DÓMUR alþjóðadómstólsins í Haag í landhelgismáli Norð- manna og Breta hefur eins og líkum lætur vakið mikla gleði hér á landi. Islendingar samfagna Norðmönnum með þann mikla sigur, sem málstaður þeirra hef- ur unnið í máli þessu. Hann er okkur ekki sízt gleðiefni vegna þess, að sjálfir eigum við ríkra hagsmuna að gæta í víkkun okk- ar eigin landhelgi. Að þessu sinni skal ekki rætt hér um afleiðingar þessa dóms- úrskurðar fyrir aðstöðu okkar í baráttunni fyrir verndun fiski- miða okkar og víkkaðri land- helgi. Áður en það er gert, er nauðsynlegt að kynnast betur forsendum dómsins. En telja má líklegt að sú viðurkenning, sem Norðmenn hafa fengið á rétti sínum til þess að ákveða land- helgi Noregs greiði götu annarra þjóða, sem svipaðra hagsmuna eiga að gæta. Þróunin I þessum málum mun hníga í þá átt, að skapa þeim þjóðum aukna vernd fiskimiða sinna, sem byggja afkomu sína að miklu leyti á sjávarútvegi og sjósókn. Það er ekki til neinn siðferðilegur grundvöllur fyrir því að smá- þjóðir, sem heyja verða harða baráttu fyrir tilveru sinni, séu sviptar afkomumöguleikum með takmarkalausri rányrkju stórþjóða við landsteina þeirra. Sú réttarmeðvitund, sem þolir slíkar aðgerðir til- lieyrir fortíðinni. Til þess er rík ástæða, að fagna málsmeðferð' Norðmanna- og Breta í landhelgisdeilu þeirra. Engum getur biandast hugur um að þar áttust við tvær þroskaðar lýðræðisþjóðir, sem báðar settu lög og rétt ofar öðru. Þannig út- kljá menningarþjóðir deilumál sín. ■ . .. ___ KYNNTU SÉR EINKUM KÚABÚIN Flestir þátttakendanna óskuðu eftir að kynna sér nýtízku kúabú og meðferð mjólkur, jafnframt því sem þeir vildu kynna sér kvikfjárrækt. Einnig lögðu flestir áherzlu á að kynnast meðferð nýjustu véla við jarðbrot og jarð- rækt. Sumir kynntu sér um leið ræktun grænmetis og kartaflna, í og enn aðrir lögðu áhezlu á rekst I ur hænsnabúa. Með aðstoð bændasamtakanna á þeim stöðum, þar sem hinir ungu Islendingar dvöldu, leitað- ist efnahagssamvinnustjórnin við að uppfylla þessar óskir svo sem frekast var kostur á. HÚSBÆNDUNUM LÍKAÐI VEL VIÐ ÞÁ Ætlunin var að hver piltur dveldi á tveimur búum, 3 mán- uði á hverju búi, en í nokkrum I tilf ellum var út af þessu brugðið * samkvæmt ósk þeirra pilta, sem í hlut áttu, og húsbænda þeirra. Slíkt er þó ekki venja um náms- dvalir sem þessar, en vegna þess hve húsbændum piltanna hafði líkað vel við þá sóttu þeir það ' all-fast að fá að hafa þá allan ,tímann á búi sínu. Jafnframt hef , ur skrifstofa efnahagssamvinnu- 1 stjórnarinnar í Washington látið þess getið við skrifstofu sína hér, að piltarnir hafi sýnt sérstakan átuga og dugnað og allsstaðar I komið sér með afbrigðum vel. ,Voru allir aðiljar, sem að för þessari stóðu vestra, mjög ánægð Aðild ílalíu rædd í Öryggisráðinu PARlSARBORG, 19. dcs. — 1 dag vaf lengi'tætt um það í Öryggis- jráðihu, hvort Italíu skyldi leyft að j ganga í bandalag S.' Þ. Fór svo, að málinu var frestað. * —Reuter-NTB. Merkisdagurinn 18. desember. ÞRIÐJUDAGURINN 18. desem- ber 1951 skal lengi í minnum hafður. Hann lét ekki mikið yfir sér, og menn höfðu svo sem eng- an viðbúnað til að taka á móti honum, en hann kom þó, eins og efni stóðu til, og hann kom fær- andi hendi. Þriðjudagurinn 18. var merkis- áfangi á sjálfstæðisbraut okkar, þegar heyrinkunn urðu úrslit í landhelgisþrætu Norðmanna og Breta og okkur var birt niður- staða þeirrar dönsku nefndar, er skipuð hafði verið til að gera til- lögur í handritamálinu. Önnur fréttin kemur einkum við efna- hag okkar, hin menningu og þjóð- erni, en bæði eru málin perlur á því talnabandi, sem við rjálum við í hinni eilífu sjálfstæðisbar- áttu. Staðan á taflborðinu. VID óskum frændum okkar, Norðmönnum, til hamingju með sigurinn, en við hugsum okk ur líka gott til glóðarinnar, og vonum, að oklcar landhelgismál standi nú betur én fyrr. Við sjá- um, hvað setur. Um handritamálið er það að segja, að okkar hlutur sýnist sízt hafa orðið verri en búast mátti við. Þeim málum er vitanlega hvergi nærri ráðið til lykta .Sjálf nefndin var a. m. k. sjöklofin,1 og skoðun margra okkur hreint ekki í óhag. Þess mun langt að bíða, að málið verði útkljáð. En sem sagt, veðurhorfur eru ekki sem verstar. . Ávaxtasafinn úr dósinni. GRÖMUM“ segist svo frá: „Ekki alls fyrir löngu fékk ég sendingu frá Ameríku. Hún var tollskoðuð eins og lög gera ráð fyrír, svo að víst væri, að ekkért óhreint væri í pokahorn- inu. En hvað heldurðu, að þeir hafi gert þeir góðu menn, sem skoð- uðu varninginn? Ekki nema það, að þeir stungu gat á ávaxtadós, sem í bögglinum var, svo að saf- inn seytlaði út, þó ekki allur. En það var nú ekki það versta, þó að safinn læki út og færi for- görðum. Engu munaði, að hann skemmdi ekki annað dót, sem 1 sending- unni var. — Mér sárnaði þetta, og spyr í blákaldri alvöru: Er þetta leyfilegt?" IISTUNNANDI skrifar: „Bók- i menntakynning útvarpsins s.l. laugardagskvöld var mjög á- nægjuleg. Sérstaklega var upp- lestur Magnúsar Jónssonar, pró- fessors, úr bókinni Góðum stund- um, athyglisverður, en hann las grein þá, sem hann ritar í bók- ina um að mála sér til skemmt- unar. Mér hefur allt af þótt Magnús prófessor, sérstaklega skemmtilegur, hvort sem hann fæst við uppfræðslu guðfræð- inga, þingmennsku eða fjárfest- ingaryfirstjórn. Síðan ég hlustaði á upplestur hans, hef ég lesið aðra grein í Góðum stundum, sem er mér einkum minnisstæð. Sú er eftir Guðmund Arnlaugsson um skák- ina., — Hún er líka Ijómandi skemmtileg. Mér þykir gaman að kynnast tómstundaiðju ýmissa þekktra manna, sem rita í bókina. Hún er í rauri og veru nýjung í bóka- útgáfu okkar.“ ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.