Morgunblaðið - 20.12.1951, Page 12

Morgunblaðið - 20.12.1951, Page 12
I f 12 MORGUNBLAÐIÐ Minnincf Boga Isakssonar F. 8. febr. 1905. D. 11. des. 1951 í DAG verður lagður til hinztu hvíldar Bogi Isaksson verzlunar- maður. Hann var fæddur á Eyrar bakka 8. febrúar 1905, sonur hjón anna Ólafar Ólafsdóttur og ísaks Jónssonar verzlunarmanns. A bernskuheimili sínu var hann umvafinn ástúð foreldra sinna, á meðan þeirra naut við, en ung- ur að árum fluttist hann norður að Melstað í Miðfirði til Ingi- bjargar systur sinnar og manns hennar, séra Jóhanns Kr. Briems, sem veittu honum handleiðslu og umönnun í uppvexti ungdóms- áranna. Snemma hneigðist hugur Boga Isakssonar að ýmsum greinum kaupsýslunnar, og þá er hann gerðist sjálfum sér ráðandi flytzt1 hann til Siglufjarðar og stundar þar ýmis verzlunarstörf um all- lahgt skeið. Öll þau ár, er-hann var búsettur þar, dvaldist hann á heimili Ólafar systur sinnar og manns hennar, Einars forsíjóra Kristjánssonar. og naut hlýhug- ar þeirra og vináttu. Síðar starf- aði hann á Akureyri um nokkur ár, eða þar til hann flytur al- farinn af Norðurlandi til Reykja víkur árið 1945. Það ár gerðist hann starfsmaður hjá fyrirtæk- inu „Stefni“ h.f., sem bróðir hans Oli M. Isaksson, veitir forstöðu. í^starfi sínu aflaði Bogi ísaksson sér óskoraðs trausts viðskipta- vina fyrirtækisins með lipurð sinni og hlýlegu viðmóti og stóð af ýtrustu getu við hlið bróður síns um velferð og hag fyrirtæk- isins. Þeir bræður voru óvenju- lega samrýndir, sóttu starf og leiki saman, báru hvor annan ráðum, studdu hvor annan og voru í flestu sem einn maður. Bogi Isaksson kvæntist aldrei, en átti hlýlegt heimili og hugljúf áhugamál. Hann hafði mikið yndí af góðhestum, enda hestlaginn maður í bezta máta. Hann kunni vel að meta snillikosti gæðing- anna, sem hann umgekzt næst- um því daglega um margra ára skeið. Hann var einn af áhuga- mestu hestamönnum Reykjavík- ur, ágætlega hestglöggur og minn ugur á gæði þeirra. f öll vildi hann hag og vegsauka íslenzka hestsins, og fátt var honum kær- ara en að sem flestir mættu verða aðnjótandi þeirrar ánægju og göfgandi gleði, sem felst í náinni viðkynningu manns og hests. A þeim slóðum, sem hestar og menn þjálfa hina gullfögru íþrótt sína, hófust kynni okkar Boga ísakssonar. Um margra ára skeið tróðu hestar okkar sama völ-1, hlið við hlið, í skini og skúrum, á lengri eða skemmri leiðum. Hann var skemmtilegur ferðafélagi, hjálpsamur og úrræðagóður. Öll- um vildi hann lið sitt veita og var boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda eftir sinni beztu getu. Af þessum góðu eig- ínleikum sínum varð hann vin- sæll maður meðal allra þeirra, er náin kynni höfðu af honum. En sumir dagar eru bjartir, aðrir ekki. Á einum fegursta degi sumars- ins 1951 runnu um tveir tugir gæðinga á kostum sínum eftir grundum Norðurárdals og stefndu heim að Fornahvammi. Blakkur, hinn háspilandi, var í hátíðaskapi og deildi kostum sín- um ríkulega. Bogi ísaksson sat hann og naut unaðssemda gleð- , innar. Það var Síðasta ferð hans | um prúðbúnar sveitir sinnar ! kæru fósturjarðar. Skammdegið er í andstöðu við sólmánuði ársins. Veturinn hefur , lagt að velli gróandann í ríki náttúrunnar og sveipað líf manna . kulda og kvíðá. Hófatök nokk- I urra hesta kveða viðásvellbrydd- uðum vegi í útjaðri höfuðstaðar- ins. Dagur er að kveldi kominn. Menn og hestar eru á heimleið. Hinztu för Boga ísakssonar, í samfélagi við bróður sinn og vini, var lokið. Sár söknuður fylgir góðum dreng af leikvangi þessa lífs. Þennan kæra vin minn og fé- laga bið ég guð að blessa og varð- veita og leiða inn í helgidóm hinn ar miklu jólahátíðar. A. J. F. — Handrifamálið Framh. af bls. 1 efast ekki um lagalegan rétt okk- ar til handritanna, en andlegur réttur íslendinga yfir þeim er tvímælalaus. Þau eru fyrir okkur verðmætir safngripir og skjöl, en íslandi eru þau þjóðardýrgripir, áþreifanlegt minnismerki um fá- dæma bókmenntaafrek. Við vonum, að Danir varist smámunasemi við afgreiðslu máls ins. Nú veitist þeim tækifæri til að sýna veglyndi sitt í garð ann- arrar norrænnar bróðurþjóðar. Ekki skiptir mestu, að málið verði útkljáð í flýti, heldur að endan- leg lausn fáist.“ — Páll. Skilyrði fyrir rákisborgara- rélfi að faka sér ísl. nöfn S.l. þriðjudag lauk þriðju umræðu í neðri deild um frv. ríkisstjórnar innar um veitingu ríkisborgararéttar. Frv. hefur tekið allmiklum breytingum frá því eins og það var, er það var lagt fram. Hefur allsherjarnefnd flutt allmargar breytingartillögur, sem allar voru Italir flytjast úr landi RÓMABORG. — Fyrstu 9 mán- uði þessa árs fluttust 118 þús. ítala búferlum úr landi. samþykktar. 29 ERLENDIR MENN VERÐI ÍSL. RÍKISBORGARAR Frv. er svohljóðandi eftir þriðju umræðu: Ríkisborgararétt skulu öðlast: Berlin, Johannes Erik Fridolf, verkamaður í Reykjavík. Bröring, Francisca Elisabeth Maria, nunna í Hafnarfirði. Frörelund, Ingvald, verkamað- ur í Reykjavík. Halldóra Elín Jónsdóttir, sauma kona á Akureyri. Hansen, Harald, rafvirki í Reykjavík. Husby Oscar Ingmar, verka- maður í Reykjavík. Húter, Margarethe Justine Anna Elisabeth, saumakona á Akureyri. Juul, Thyra Marie, lyfjafræð- ingur í Reykjavík. Keil, Max Robert Heinrich, skrifstofumaður í Reykjavík. Kummer, Gunnar Paul, verka- maður í Grindavík. Kummer, Kristmundur Her- bert, nemandi í Grindavík. Larsen, Kristofer Andreas, verkamaður í Reykjavík. Lindberg, Peter Hans, skipa- smiður í Hafnarfirði. Lönning, Eilif Olufsen, verka- maður í Kópavogshreppi. Mortensen, Jens Victor Lud- vig, skipasmiður í Reykjavík. Múnch, Ferdinand Emil Bruno, nemandi í Reykjavík. Pettersen, Alexander Hart- mann, rafvirkjanemi í Reykjavík. Rosenthal, Harry, iðnaðarmað- ur á Akureyri. Schulz, Frithjof Max Karlsson, nemandi í Reykjavík. Syre, Gerd, vinnukona á Isa- firði. Syre, Valborg, saumakona á ísafirði. Söderholm, Einar Leander Gustav-Adolfsson, vélamaður í Reykjavík. . . Thomassen, Olufine Louise, vinnukona á Patreksfirði. Rétt- ur þessi tekur til barns hennar, Jan Wladyslaw Lotkowski. Vedder, Wilhelm, úrsmiður í Reykjavík. Blumenstein, Kurt Karl And- reas, húsgagnasmiður, Reykjavík. Hirst, Karl Heinrich Max Mor- itz, járnsmiður, Rvík. Pietsch Heribert Josef; 'gler- augnasérfræðingur, Rvíkú Samkvæmt tillögum Sigurðar Bjarnasonar var samþýkkt að veita einnig þessum mönnum rík- isborgararétt: Knauf, Edvard Carl Walter, blikksmið á ísafirði. Vroomen, Picter Martin IIu- bert, Landakoti, Reykjavík. ‘*WtBJWɧlíl SKULU TAKA SÉR ÍSLENZK NÖFN Samkvæmt tilmælum frá menntamálaráðherra flutti alls- herjarnefnd svohljóðandi breyt- ingartillögu við frv., er var samþ. samhljóða: „Þeir, sem heita erlendum nöfnum skulu þó ekki öðlast ís- lenzkan ríkisborgararétt með lögum þessum fyrr en þeir hafa Fimmtudagur 20. des. 1951 Kviknar í út frá u rafmagni v í GÆRKVELDI var slökkviliðið kallað vestur á Seltjarnarnes, að Stóra-Ási. — Eldur hafði komið upp í íbúðarherbergi í risi húss- ins, út frá rafmagni. — Gat brann á loftið í herberginu. Það var lítill drengur í húsinu er eldsins varð fyrstur var. 1 þessu herbergi var ungbarn í rúmi sínu, er i kviknaði. — Fjallkirkjan Framh. af bls. 9 starfsskilyrði að búa eða jafngóð og hér. En þar sem auðheyrt var að hann átti þar m. a. við hin rúmgóðu og vistlegu húsakynni, óskaði ég að fá tækifæri til að skoða mig fengið íslenzk nöfn skv. lögum þar um innan húss- Skammdegis- um mannanöfn nr. 54, 27. júní 1925.“ Nær þetta ákvæði til allra þeirra, sem borgararétt fá skv. þessu frv., ef að lögum verður. — Alhugasemd Framh. af bls. 11 um að margir af þeim, sem á tímabili fluttu viðskipti sín yfir á sendibílastöðvarnar hafa nú aft- ur fært þau yfir á Þrótt, og bend- ir það ótvírætt til þess, að þegar til lengdar lætur, þá sjái menn sér hagkvæmast að hafa við- skipti sín við Vörubílastöðina Þrótt. Persónulega hef ég enga til- hneigingu til að gera hlut sendi- bílanna lakari en hann í raun og veru er, og lái þeim það alls ckki þó að þeir reyni að klóra í bakk- ann og bjarga sér eftir beztu getu, ekki sízt þegar samdráttur atvinnulífsins verður til þess að þrengja hag okkar allra. En ég get ekki þagað þegar ráðizt er að Þróttar-mönnum á opinberum vettvangi og þeir bornir röngum sökum. Læt ég svo útrætt um þetta mál af minni hálfu, nema sér- stakt tilefni gefist til. Friðleifur I. Friðriksson. rökkrið skýldi hinu fagra útsýni, ér þau hjón höfðu notið í ríkum mæli í hinu nýja húsi í góðviðr- inu hér á síðastliðnu sumri. — Sennilegt, sagði Gunnar, að annað eins sólskinssumar komi ekki nema einu sinni á mannsævinni hér sunnan lands. Þjóðverjar flytja út viðtæki BONN. — Á þessu ári munu 'Vestur-Þjóðverjar flytja út 200 þúsund útvarpsviðtæki. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLÐINU í NÝJU HÚSI Arkitektinn, er réði bygging- unni, er ungur maður, Hannes Davíðsson að nafni. Er auðséð, þegar inn er komið, að honum iætur vel að hverfa frá hefð- bundnum venjum í herbergja- skipun og innanhússtilhögun yf- irleitt. Sérkennileg er t. d. skraut- blómastofa húsmóðurinnar og op- inn stigi úr borðstofu upp í efri byggðina. Sem eðlilegt er, hefur mikil rækt verið lögð við tilhög- un í vinnustofu húsbóndans. Þar eru gluggar miklir á móti sólar- átt, til suðvesturs. En Gunnar hefur ekki viljað neita sér um að hafa útsýni úr skrifstofunni einn- ig til hins fagra fjalls, Esjunnar. Er því gluggi á norðurhlið, þar sem Esjan blasir við, enda þótt norðurveggurinn sé fyrir bóka- skápa, í staðinn fyrir eina bóka- hilluna fær maður þar Esju- útsýn. í rúmgóðum göngum á efri byggð, eru veggir þaktir teikn- ingum Gunnars yngra Gunnars- sonar, þar sem lýst er persónum og atburðum Fjallkirkjunnar. — Hefur hann unnið að þeim árum saman í ausfirzku umhverfi, þar sem hann hefur haft góð tæki- færi til að kynnast því fólki í sjón, eða samferðafólki þess, er sagan lýsir í orðum. Karlmannasokkar (ullar og nylon) nýkomnir. kaus frelsið er langfrægasta bókin d jólamark aðinum segir sannleikan um Rdðstjórnarríkin Laugaveg 166. ORItA? TILVALIN JÓLAGJGF! REMINGTON | Ferðaritvclar fyrirliggjandi. Markús , £ £ £ £ - EfíLr Ed « /VIEANWHiLE, THE CLO l’ETCAB, THE SHEEP KILl.ES, ló T*'W.% A SNOOZE BESIOE A GREAf SLA8 OF RIMROCK/ Mama ScAP. /V.D HES CúBS I ARt NOVV ASOVE TiMSERLINE j ANO STiLL CLIMBING/ 1) Birnan og húnar hennar I 2) Á meðan liggur karlbjörn-1 3) Birnan og þrír húnarnir I klífa á brattann. I inn undir klettasnös og sefur. j halda greitt áfram, en litli kubb- I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.