Morgunblaðið - 03.01.1952, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.01.1952, Qupperneq 1
39. árgangur. 1. tbl. — Fimmtudagur 3. janúar 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stór fólaböggull Amerísk stoínun hefur valið sér það göfuga hlutvcrk að annast og ala upp munaðarlaus börn víðs- vegar að úr heiminum, sem misst hafa forcidra súia af vöMum heimssiyrjaldarinnar. Á jólaföstunni eru amerísk börn látin útbúa jólagjafir handa jafnöldium sínum handan við hafíð, rem búa við þrengri kost. Myndin hér að ofan er tebin þegar verið ér að opna eina slíka jólasendingu á barna- hæli í Engiandi. Rætt m alþjóðaher og refsi- slprlr í StjóriniiáfanefiMÍmiii VEshÍKsky tekisr tiS máis í dag Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. PARÍS, 2. janúar: — Fuiltrúar Bretlands, Bandaríkjanna og Ástr- alíu tóku til máls í dag á fyrsta fundi Stjórnmálanefndarinnar eftir jólaleyfið og hvöttu nefndarmenn til fylgis við hina nýju öryggis- áætiun, sem fram er komin frá Vesturveldunum. Vishinsky tekur til máls í ncfndinni á fimmtudag og er búizt við að hann veitist að. hinum nýju tillögum þar sem hann hefur þegar gefið í skyn, að hann telji þær fara í þága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna -------------------------------^ Trtim.an vill ræðís Asíumál LUNDÚNUM og Washington, 2. jan. — Upplýst hefur verið í Washhigton, að Truman for- seti hafi óskað þess, að á fundi þeirra Churchills yrði rædd afstaðan til kínversku ríkj- anna tveggja og viðurkeming Japans á stjórn Chiang Kai Sheks. Kemur það mönnum á óvart að forseíinn skuli vilja ræða þetta viðkvæma deiUi- mál Breta og Eandaríkjanna nú, en Bretar hafa sem kunn- ugt er þegar viðurkennt Pek- ingstjárnma, sem lögmæta stjórn Kína. í Lundúnum var talið að Churchill hefði í hyggju að mótmæla við forsetann, að Japanir viðurkenndu stjórn Chiang Kai Sheks á Formósu. Reuter-NTB. ALÞJÓDA IIER í tillögunum er gert ráð fyr- ir að aðildarríki að sáttmála Sameimiðu þjóðanna hafi tll taks hersveitsr, sem myndi eins konar alþ.ióðaher, sem beitt yrði gegn árásarríkjum. Ennfremur er gert ráð fyrir öðrum tegundum refsiaðgcrða á sviði efnahags og síjórnmála til að lama athafnamátt árás- arríkis. Sérstök nefnd hefur unnið að undirbúningi þessa máls og segir í bráðabirgða skýrsu hennar, að ef til vill eigi yfirstjórn þessara mála að ve'ra i höndum Allsherj- arþingsins, en ekki Öryggisráðs- ins, þar sem með neitnuarvald- inu sé unt að hindra slíkar ráð- stafanir gegn árásarríki. AFSTAÐA SVÍA Sænski fulltrúinn lýsti því vfir, að land hans gæti ekki tek- ið þátt í áætlun, sem gæti leitt Svía til þátttöku í heimsstyrjöld. Gagnrýndi hann nokkuð íillög- urnar og áskildi hann sér rétt til að taka ákvörðun með eða móti á síðasta stigi málsins. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. PANMUNJOM, 2. janúar: — Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Pan- ‘munjcm hafa lagt fram nýjar tillögur um fangaskipti milli stríðs- aðila. í tillögunum er gert ráð fyrir að skiptunum verði hagað þannig að maður komi fyrir mann og ennfremur gert ráð fyrir ■skiptum á óbreyttum borgurum, bæði þeim, sem í fangelsum eru báðum megin víglínunnar og öðrum, sem kjósa að hverfa til heim- kynna sinna. í ATHUGUN ®---------------------------- Kommúnistar hafa nú tillögurn ar tii athugunar, en talsmaður þeirra í Panmunjom sagði í dag, að í þeim væru atriði, sem þeir gætU'ekki fallizt á af stjórnmála- legum ástæðum. RAUÐI KROSSINN Gert er ráð fyrir að þeir fang- ar, sem ekki kjósa að hverfa heim verði einnig látnir lausir, en þeim bannað að bera vopn í fram tíðinni.Fulltrúar Alþjóða rauða krossins eiga að kynna sér vilja hvers einstaks fanea varðandi framtíðardvalarstað hans. Enginn árangur náðist í dag nefnd þeirri, sem ræðir eftirlit sambandi við vonnahlésskilmál- ana og cndursmíði flugvalla. — Enqin veruleg átök hafa átt sér stað á vígstöðvunum síðastliðinn sólarhring. ISMAILIA, 2. jan. — Allt var með kyrrum kjörum á Súez-eiði síð astliðinn sólarhring. Aðstoðarforstjóri Alþ.ióða vinnn málasto’fnunarinnar í Genf er nú kominn til Súez til þess að rann- saka hvort kærur Egypta á hend- ur Bretum um nauðungarvinnu við Súez-skurð, hafi við rök að styðj- #st. —Reutcr-NTB. BONN, 2. jan. — Upplýsinga- blað eitt um hermál, sem gef- ið er út í Þýzkalandi, sagði frá því fyrir skömmu, að Bandaríkjamenn væru að smíða „fljótandi eyju“, sem komið yrði fyrir úti á miðju Atlantshafi. Á hún að vera þannig úr garði gerð, að flug- vélar og skip geti haft þar viðstöðu. Segir blaðið að eyjan verði tilbúin í sumar. Frá 1. þ. m. kostar Morgun- blaðið kr. 18.00 á mánuði. □- -□ Gráðug ÓSLÓARBORG — I Glomma við Sarpsborg veiddist nýlega 98 sm löng gedda, en í maga hennar var önnur 63 sm löng, sem hún hafði gleypt. Var hún ný og óskemmd. Fléllameiin þyrpast snður fyrir víglínuna. WASHINGTON 29. des. — Amerískur herprestur, Roy H. Parker, hershöfðingi, er nýkominn úr mánaðar ferðalagi um Japan og Suður-Kóreu. Sagði hann fréttamönnum hér á fimmtudag, að mikil brögð væru að því í fangabúðum Sameinuðu þjóðanna í Suður-Kóreu, að stríðsfangar væru ófúsir að hverfa aftur norður fyrir víglínuna. Mikill fjöldi þeirra hefur beinlínis farið fram á það við herstjórn S. Þ. að þeir yrðu ekki sendir til Noiður-Kóreu eða Kína, ef til fangaskipta kæmi. MOSKVU, 2. jan.: — Um áramót- in lézt hér í borg Maxim Litvin- ov, fyrrverandi utanríkisráðherra Sovét-Rússlands og var hann greftraður með viðhöfn í dag að viðstöddu fjölmenni. Varð hann 75 ára gamall. Litvinov var um skeið sendi- herra Rússa í Lundúnum og síðar í Washington. Árið 1929 var hann skipaður utanríkisráðherra og gegndi því starfi til ársins 1939 er Molotov tók við. Stefna hans í utanríkismálum þótti mótast af viðleitni til nánari samvinnu við þjóðir Vestur-Evrópu. FÁ SÖMU MESFER3 Roy sagði ennfremur, að sjúk- ir og særðir fangar fengju ná- kvæmlega sömu meðferð og að- hlynningu og hermern Samein- | uðu þjóðanr.a. Aðbúnaður | þeirra væri nú betri en þeir jhefðu nokkru sinni átt að venjast fyrr á ævi sinni og margir þeirra hefðu rú aftur snúizt til krist- innar trúar unöir handleiðslu herpresta Sameinuðu þjóðanna. j 170 ÞÚSUND FANGAR í fangabúðum Sameinuðu þjóð anna í Kóreu eru nú um 127 þúsund herfangar. Af þeim eru 106 þúsund Norður-Kóreumenn 'og um 20 þúsund kínverskir kommúnistar, en auk þess sitja í fangabúðum um 33 þúsund ó- breyttir borgarar, fyrir ýmis af- • brot. ÓBREYTTÍR BORGARAR FLÝJA TIL SUÐURS Norður-kóreskir bændur leita nú í stórhópum suður fyrir víg- línuna frá býlum sínum þar sem ættir þeirra hafa búið um alda- raðir. Á einum stað hafa að undan- förnu yfir eitt hundrað flótta- menn brotizt suður fyrir víglín- una að meðaltali í viku hverri. Menn þessir óttast hungursneyð meðal óbreyttra borgara í Norð- ur-Kóreu, þar sem kommúnistar hafa ekki ætlað þeim nægar birgðir korns til þess að þeir og fjölskyldur þeirva gætu dregið fram lífið yfir veturinn. Hafa þeir haft spurnir af lífsafkomu fólks í Suður-Kóreu, þar sem Samein- uðu þjóðirnar og hjálparstofnan- ir þeirra sjá nauðstöddum borg- urum farborða. mmm í máli NEW YORK, 2. jan. — í ára- mótahefti bandaríska vikublaðsinsí Saturday Evening Post birtist grein um olíumálið eftir Henry Grady fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna :í Persíu. Grady er ekki myrkur í máli og veitist harkalega að stefnu Breta og Bandaríkjanna í Persíu. Tel- ur hann að mistökum Breta einum sé um að kenna hvernig komið er málum í Persíu en einnig gagn- rýnir hann harðlega framkomu Bandaríkjanna í málinu, og segir að heimurinn geti átt von á því hvenær sem er að Persía hverfi inn fyrir járntjaldið. Fyrir til- verknað Breta og Bandaríkjanna séu aðstæður hinar ákjósanlegustu til kommúniskrar byltingar. Grady ávítar stjórnvöld Banda- ríkjanna fyrir að hafa ekki bent Bretum á þær hættur, sem stefna Ensk-íranska olíufélagsins hefði liaft í för með sér. —Reuter-NTB. Stórviðri á hafimi LUNDÚNUM, 2. jan. — Eftir nokkurra daga hlé geisar nú aft- ur stórviðri víða í Vestur-Ev- rópu og á hafinu suðvestur af Bretlandseyjum. Margar fregnir hafa borizt um skipstöp og risaskip komast vart leiðar sinnar fyrir stórsjó. Um 500 sjómílur suðvestur af írlandi er statt skipið Flying Enterprise, en skipstjórinn er einn um borð í skipinu og neitar að yfirgefa það. — 5 dagar eru liðnir síðan aðrir skipverjar forð- uðu sér. Dráttarbátur er nú lagð- ur af stað frá Englandi og mun hann freista þess að draga skipið ■ til hafnar. —• Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.