Morgunblaðið - 11.01.1952, Síða 10

Morgunblaðið - 11.01.1952, Síða 10
í 10 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 11. des. 1952 Framhaldssagan 41 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiim lllllllllllllllllllllllllllllllllll.....11111111111111111 ; Bierbergið á annari hæð iimmiimmiiiiim Skdldsaga eftir MILDRID DAVIS Allt í einu heyrðist brak í rúm- fjöðrum og létt fótatak á gólf- teppinu. Hann flutti sig á bak við kjólana en fótatakið fór í hina áttina, að dyrunum. Lykli var snú- ið í skráargatinu. Aftur létt fóta- tak, stóll var dreginn eftir gólf- inu og skúffa opnuð. Bílstjórinn renndi handarbakinu yfir enni sér og ýtti kjólnum til hliðar. Hann tók um húfuna og ýtti dyrunum upp. Varlega gægðist hann inn í her- bergið. 20. kafli. Seina sama dag. Frú Cotwith bað gestina afsök- unar og fór fram í anddyrið til að svara í simann. „Halló“. „Anna? Komdu sæl og blessuð? Er fólkið heima. Mig langar svo til áð koma, en ....“. „Hver er þetta“, spurði frú Corwith. „Jane. Þekkirðu mig ekki“. „Ó, jú, auðvitað". „Mig langar svo mikið til að koma og kveðja ykkur, en bílstjór- inn okkar á frí í dag og hann tók bilinn og við komumst ekkert. Ég veit ekki ....“. „Ég skal senda Swendsen". „Ó, þakka þér fyrir, Anna. Við erum öll tilbúin og þetta er ekki nema tíu mínútna ferð, eðá tæp- lega það. Agnes var einmitt að tala um það hvað það væri gaman að geta kvatt Cor ....“. „Já, ég sendi þá Swendsen, Jane. Vertu sæl“. Frú Corwith lagði nið- ur símatólið. Hún stóð dálitla stund og starði í gaupnir sér áhyggiufull á svip. Svo stundi hún yið og tók upp símann og hringdi upp á herbergi Swend- sen. Þegar hún fékk ekkert svar, hnykklaði hún brúnir undrandi á svip. Loks lagði hún frá sér tólið. Hún vætti varnirnar með tung- unni, tók enn upp tólið og bað um númer inni í borginni. „Get ég fengið að tala við Corwith .... frú Cotwith .... Halló, Led? .... Er Swendsen kominn. Ég veit það ekki. Ég finn hann ekki. Þú verð- ur að leigja þér bíl heim eða hringja í Bert .... jæja, vertu blessaður". Hún náði í kápu sína og bíl- lyklana og laumaðist hljóðlega út um forstofudyrnar. Henni var kalt um leið og hún kom út svo Jiún vafði kápunni í þétt að sér. Hún gekk rakleiðis niður að bíl- skúrnum, opnaði dyrnar og fór inn. Hún hikaði augnablik en gekk síðan að tröppunum upp á loftið og kallaði: „Swendsen“. Ekkert svar. Hún kallaði aftur „Swend- sen“. Ekkert svar. Eftir augna- bliks bið, gekk hún að gráa bíln- um og stakk lyklinum í mælaborð- ið. Eftir augnabliks umhugsun, fór hún þó út aftur og fór upp í stóra svarta bílinn. Svo ók hún út úr bílskúmum án þess að skeyta því að loka skúrnum. Hún beit í neðri vörina og starði á veginn fram undan. Eftir um það bil fimnrtán mínútna akstur stöðv- aði hún bílinn fyrir framan stórt steinhús.'Eftir augnablik opnuðust forstofudymar og fjórar mann- eskjur komu út. Það var orðið dimmt svo það var erfitt að greina andlitin. Sú sem gekk fremst opnaði bíl- hurðina og stakk inn höfðinu. Það var miðaldra kona, mikið máluð í framan. „Anna? Hvað eru þú að gera hér?“ „Flýttu þér upp í, Jane“, sagði frú Cotwith. „Þér verður kalt af að standa svona úti“. Hitt fólkið var komið niður að bílnum og eftir að það hafði kast- að kveðju á frú Corwith settist það upp í bílinn. „En hvar er Swendsen?" spurði Jane. „Ég veit það ekki. Hann er týnd ur svo ég kom sjálf“. „Mér þykir verst að þú skulir hafa þurft að fara út í þennan kulda. Ef mér hefði dottið í hug“. „Komdu þér upp í, Jane, áður en við deyjum báðar úr kulda“. „Já, já, auðvitað. Fyrirgefðu". Jane settist í aftursætið og frú Corwith ók af stað. Hún heyrði að Jane sagði: „Mér finnst hrein- asta skömm að því að láta Önnu fara út í þetta veður til að sækja okkur“. „Ilvar er bílstjórinn?" spurði önnur kvenmannsrödd. „Ég hefi ekki hugmynd um það. Anna sagði eitthvað um að hann væri týndur". í fyrstu veitti frú Corwith sam- ræðunum litla eftirtekt. En allt í einu kipptist hún til svo að billinn var næstum runninn út af vegin- um. Hún leit við til að sjá hvort rúðan á milli sætanna væri dreg- in niður. Nei, hún var dregin upp. Hún heyrði að Jane rak upp lágt óp þegar bíllinn beygði, en hún náði fljótlega stjórn á hon- um aftur. Hún renndi augunum að litla símatækinu, en að því er virtist var ekkert athugavert við það. Hún leit aftur á veginn fram- undan. Hún var orðin náföl í fram an og hún kipraði saman aug- un. „Ég heyri allt sem þau segja. Ó, drottinn minn, ég heyri allt sem þau segja“, tautaði hún með sjálfri sér. 21. kafli. i 1 Seinna sama dag. 1 rökkrinu sá Swendsen, gráa gólfteppið, óuppbúið rúmið, snyrti borðið og manneskjuna sem sat fyrir framan það. I Að því er virtist, var það kven- maður, sem sá aftur á. Höfuðið og herðarnar voru vafðar inn í hvítar sáraumbúðir, og aðeins litlar rifur fyrir munninn nefið og augun. Manneskjan sat álút við borðið og starði í spegilinn. Á borðinu láu skæri. Manneskj- ’an Jyfti höndunum upp að höfð- , inu og dró í umbúðirnar og vafði þær utan af höfðinu. Þegar hvítu ■■■■■■■ mw ■■■■■■■■■■ ■ ■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ « ■■■■■■■■■■■!■■■■ ■ ■ ■ ■ ara umbúðalengjurnar tirðu of langar, klippti hún á þær_með skærun- um. Swendsen stóð við'”klæðaskápinn og horfði á. Andlit htwis var ösku- grátt og hendur hangejý-epptust. Umbúðirnar lágu í hrúgu á borð inu og sjúklingurinn tók þær og fleygði þeim í ruslakörfu sem stóð við hliðina á borðinu. Swendsen var ekki nógu fljót- ur að koma sér undan. Honum var ekki Ijóst hvað mundi ske. Augun störðu á Swendsen. Umbúðirnar duttu á gólfið og niðui;bælt óp heyrðist. : “ Swendsen fann hvei'nig vöðv- arnir í líkama hans sþenrí'tirst. Hann gekk yfir gólfið og í áttina að snyrtiborðinu. Sjúklingurinn hörfaði undan og greip höndunum um borðið til stuðnings. Eitthvað dátt á" gólfið um leið. ' Swendsen stóð hreifingarlaus. Svo beygði hann sig niður og tók það upp. Það var lítil spiladós. Hann leit á sjúklinginn. Stór augu horfðu á hann. Þau virtust koma úr einhverju ■dýpi án þess að tilheyra áþreifanlegum líkama. Ekkert var hægt að lesa úr þeim, hvorki ótta eða undrun. „Nú vantar bara vofuna“, varð Swendsen að orði. Rödd hans var hrjúf eftir hina löngu bið í fata- skápnum. Hann varð að ræskja sig. Ekkert svar kom frá manneskj- unni sem sat við snyrtiborðið. Hann leit yfir umbúðirnar og reyndi að gera sér í hugarlund hvað væri undir. En það reyndist ógemingur. Það dimmdi æ meira, svo það var orðið erfitt að greina höfuðið í umbúðunum, sem höfðu næstum sama ilit og veggurinn að baki þess. Augun urðu eins og dökkir dílar. „Ætlið þér ekki að kalla á hjálp?“ sagði Swendsen loks. Augun störðu enn á hann. Sekúndurnar liðu ekkert hljóð heyrðist. Swendsen lagði spiladósina frá scr á borðið. Höfuðið snérist til Yiirbreiðslnr úr striga óskast keyptar — lippB. hjá IVIorgunblaðÍBiu ílinar margeftirspurðu eger-peysur komnar GJtU Aðalstræti ARNALES80K Ævintýri Mikka III. Veikgeðja risinn Eítir Andrew Gladwin 16. — Hvar var slökkviliðið? Hvers vegna kom það ekki á vettvang? — Slökkviliðsmennirnir voru í fríi. — Allt í kaldakoli, kaldakoli, muldraði Gimbill. — Jæja, ha, hérna. Hvað eigum við að gera við piltinn? sagði risinn og hugsaði sig um. . — Ég legg til, að hann verði dæmdur í tíu ára fangelsi, sagði Toggi. Ribbalda risa hnykkti við. — í fangelsi í tíu ár. Það er ægilega langur tími, sagði hann. — Mér finnst það vera allt of hörð refsing, hrópaði hann. — Við skulum nú sjá. Jú, mig rámar í það, að okkur vanti góðan mann til að kynda upp höllina í vetur. Það er bezt að þessi piltur sé dæmdur til að gera það í tvö ár. Þá getur hann leikið sér nóg að eldinum. Það er dómur minn. Næsta mál. Mikka fannst þetta skynsamlegur dómur. Sennilega yrði maðurinn brátt leiður á því að kveikja og horfa á elda og þannig myndi hann læknast af þessum leiða ávana fyrir fullt og allt. Þriðji fanginn var feitur, rauðbirkinn maður. Hann horfði þrjózkulega á Riþbalda risa og Togga. Maður þessi var sveita- mannalegur í framgöngu. — Þessi maður, risatign, sagði Toggi og var á kafi í skjöl- unum, — neitar að greiða skatta og skyldur. Hann hefur enga skatta greitt í tvö ár. Hann skuldar þúsundir króna og við ættum að gefa fólki fordæmi þess að því skal ekki haldast jöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ skal hjer með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr téðum sjóði, fyrir vel samin vísindaleg rit viðvíkjandi sögu landsins og bókmenntum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok desembermánaðar 1952 til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Alþingi 20. f. m. til þess að gera álit um, hvort höfundar rit- anna séu verðlauna verðir fyrir þau eftir tilgangi gjaf- arinnar. — Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinná verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en aðkenndar með einhverri einkunn. Þær skulu vera vél- ritaðar, eða ritaðar með vel skýrri hendi. Nafn höfund- arins á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefir. Reykjavík, 5. jan. 1952. Þorkell Jóhannesson. Matthías Þórðarson. Þórður Eyjólfsson. nmwvB'rn ■ nmioDniKxanoniraM wjuuuuurj(*a m ■ ■ •Mj tuuuaata ATVINNA Maður, sem unnið hefir við sölu og verzlunarstörf í síðastliðin 25 ár og sem verzlunarstjóri við matvöru- og búsáhaldaverzlun síðastliðin 10 ár óskar eftir atvinnu. Meðmæli fyrir hendi. Uppl. í síma 81179 næstu daga. Trésmiðjan „Rún“ Smiðjustíg 10 hefur ávalt fyrirliggjandi líkkistur af flestum stærðum. Verð frá kr. 350,00 til 850,00. — Ennfremur líkkistu- handföng og skrúfur. — Sé um jarðarfarir eins og að undanförnu. — Kynnið yður verð og frágang áður en þér festið kaup annarsstaðar. , Virðingarfyllst, Ua^aar ^JJc attaoróóon Sími 4094

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.