Morgunblaðið - 22.01.1952, Qupperneq 6
/
/
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. jan. 1952
Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgCarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3049.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiOsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18.00 á mánuði, insanlands.
lausasölu 1 krónu eintakiS. Kr. 1,25 með Lesbók.
Vnr Mnsoryk, utnnríkisrnðkerrn
Tékkó-Slóvnkíu, myrtur ?
íslenzkur ríkisborgararéttur
JAN MASARYK, utanríkisráð-
herra Tékkó-Slóvakíu, Ijezt 10.
marz 1948. Margir hafa glímt við
þá ráðgátu, með hverjum hætti
dauða hans bar að höndum.
MORÐ EÐA SJÁLFSMORÐ
Það hefir aldrei verið dregið í
efa, að Jan Masaryk hafi fundizt
ALÞINGI ÞAÐ, sem nú er að
ljúka störfum, mun sennilega í
dag samþykkja lög um veitingu
ríkisborgararéttar. Samkvæmt
þeim er 37 mönnum, konum og
körlum, veittur íslenzkur ríkis-
borgararéttur.
Fyrir nær hverju þingi liggja
írumvörp um veitingu borgara-
réttar. Hin síðustu ár hefur Al-
þingi farið nokkuð varlegar í
þessum efnum en stundum hefur
áður tíðkast. Yfirleitt hafa þeir
umsækjendur, sem verið hafa af
íslenzku bergi brotnir eða ætt-
feðir frá Norðurlöndum verið
látnir sitja fyrir mönnum frá
fjarskyldari þjóðum.
Enda þótt eðlilegt sé að þeir
menn, sem uppfylla skilyrði
laganna um ríkisborgararétt,
m. a. um 10 ára búsetu hér
á landi, og fest hafa'hér ræt-
ur, fái íslenzkan ríkisborgara-
rétt. Verður löggjafarvaldið þó
að vera heldur íhaldssamt um
slíka réttindaveizlu. Á það
ekki hvað sízt við á tímum
mikillar óvissu og óróa í al-
þjóðamálum. Þá er ásóknin í
að öðlast hér ríkisfang einnig
meiri en ella.
Það hefur því miður hent Al-
þingi að haga ákvörðunum sín-
um á þessu sviði of gálauslega.
Það hefur komið fyrir að menn
hafa fengið hér ríkisborgararétt
með því að villa á sér heimildir
og beita beinum prettum. Þegar
þingið hafði samþykkt réttinda-
veizluna hurfu hinir nýju borg-
arar úr landi í skjóli hennar.
í því tilfelli, sem hér um ræð-
ir, hafði þingið að vísu verulegar
afsakanir. En það breytir ekki
þeirri staðreynd að það var herfi-
lega blekkt.
Veiting ríkisborgararéttar er
þess eðlis að um hana verður að
gætu fyllstu varfærni. Engin
þjóð getur áhættulaust opnað all-
ar gáttir um veizlu slíkra rétt-
inda án þess að skapa sér ýmsa
áhættu.
Samkvæmt tillögu Björns Ólafs
sonar menntamálaráðherra, hefur
Alþingi nú sett það ákvæði í lög,
að þeir sem heita erlendum nöfn-
um skuli ekki öðlast íslenzkan
ríkisborgararétt fyrr en þeir
hafa tekið sér íslenzk nöfn sam-
kvæmt hérlendri löggjöf um
mannanöfn.
Við verðum þá að kunna að
greina á milli þess fólks, sem
raunverulega hefur tengst ís-
landi traustum böndum og vill
lifa hér og starfa áfram sem
íslendingar, og manna, sem
ætla sér að nota íslenzkan
borgararétt til þess eins að
komast eitthvað annað í skjóli
hans.
Okkur getur verið mikill
fengur í að hingað flytji traust
og gott fólk af erlendum upp-
runa. En okkur ber að gjalda
varhug við lausingjalýð, sem
kann að skola hér að Iandi.
Yfirleitt má segja að Alþingi
hafi ratað meðalveginn í þess-
um efnum, þó undantekningar
hafi þar á orðið eins og áður
var að vikið. Verður að vænta
þess að hann verði einnig
þræddur framvegis.
Stór áföll
Á HINNI nýbyrjuðu vertíð hefur
. verið skammt stórra högga í
milli í garð íslenzkrar sjómanna-
stéttar. Fyrstu daga hennar fórst
vélbátur frá Akranesi með 6
manna áhöfn. Næst sökk vélbát-
ur frá Bolungarvík norður af ísa-
' fjarðardjúpi. Af skipshöfn hans
' fórust tveir menn en þrír björg-
! uðust. S. 1. föstudag fórst svo véi-
báturinn Grindvíkingur í ofsa-
' veðri í nágrenni heimahafnar
1 sinnar með fimm ungum mönn-
1 um.
Þannig hafa á örskömmum
tíma farizt 13 ungir og dugandi
sjómenn. Auk þess hafa menn
lent I hrakningum og týnzt á
landi. Bezti flóabátur landsins,
vélskipið Laxfoss, hefur strandað
og er ekki að vita hvort honum
verði bjargað.
Þetta ákvæði er sjálfsagt og
eðlilegt. Með því er komið í veg
fyrir að erlend ættarnöfn flæði
inn í tunguna og valdi hér marg-
víslegum ruglingi og ósamræmi.
En allmikil brögð hafa verið að
slíku á undaníörnum árum. Yfir-
leitt verður að stefna að því, að
koma í veg fyrir landnám er-
lendra orða. Hvort sem um
mannanöfn er að ræða eða önn-
Ur orð. Tillaga menntamálaráð-
herra um þessi efni er því fylli-
lega tímabær.
Við íslendingar verðum að vera
þess minnugir, að gjörbreyting
sú, sem gerzt hefur í samgöngu-
málum, ásamt mikilli óvissu í al-
þjóðamálum, hefur skapað ýmsar
nýjar hættur fyrir þessa litlu
þjóð, sem um aldir hefur notið
skjóls fjarlægðar sinnar og ein-
angrunar frá öðrum löndum.
Einnig iöggjafinn verður að hafa
þetta í huga þegar á hann er sótt
árlega um ríkisborgararéttindi
til handa fólki úr ýmsum átt-
um.
Þetta eru stór áföll og þung-
bær, ekki aðeins fyrir þau byggð-
arlög, sem horfa á eftir góðum
jdrengjum í sjóinn, heldur fyrir
þjóðina í heild. Það sætir þess-
j vegna engri furðu, þótt ugg og
(óhug setji að almenningi við
íþessar hörmulegu slysfarir. Eng-
j inn veit, hvenær næst brestur á
' ofviðri og hverjir þá verða á sjó.
Þúsundir íslendinga eiga ástvini
sína á sjónum allan ársins hring.
Öllu þessu fólki og ótal mörgum
öðrum verður hugsað til þess,
hvað komið getur fyrir, þegar
óveðrið skellur yfir, meira og
minna að óvöru, eins og oft
hendir.
Það er auðvelt að segja, að
ráðið til þess að koma í veg fyr-
ir slysin, sé að fara varlegar í
sjósókninni en við gerum yfir-
leitt. En þótt veðurspár eigi að
vera fullkomnar og sjómenn veð-
urglöggir, verður þó aldrei spáð
svo örugglega að ekki geti út af
brugðið. Það sanna ótal dæmi úr
siálfri reynslunni. En aukin var-
færni er auðvitað sjálfsögð og
fullkomnar veðurfregnir og ítrek-
aðar aðvaranir þegar ofviðri eru
fyrirsjáanleg, hljóta einnig að
stuðla að auknu öryggi. Sem
viðtækastar slysavarnir eru og
mjög mikilvægar.
Öll þessi atriði koma upp í
huganum þegar við stöndum and-
spænis slysunum og sárri sorg
þeirra, sem misst hafa ástvini sína
í sjóinn. Til þeirra streyma nú
samúðarkveðjur frá gervallri
hirrsi íslenzku þjóð.
Masaryk utanríkisráðherra,
sem talið er, að myrtur hafi
verið.
I
dauður í garðinum úti fyrir íbúð
t sinni, sem var á þriðju hæð utan-
ríkisráðuneytisins. En menn hafa
löngum spurt, hvort um morð eða
sjálfsmorð hafi verið að ræða.
j Stjórn kommúnista, sem heldur
grímu launungarinnar yfir dauð-
daga þessa manns, bjó Masaryk
virðulega útför, en stendur á því
I fastara en fótunum, að hann hafi
framið sjálfsmorð af örvilnun, er
átt hafi rætur sínar að rekja til
þeirra ásakana erlendra vina hans,
að hann hefði svikið hugsjónir
sínar.
i Margir vinir Masaryks i Vestur-
löndum, bæði í Tékkó-Slóvakíu og
utan, trúðu því, að hann hefði
framið sjálfsmorð. Hefði hann
viljað leiða athygli heimsins að
hinni óhamingjusömu þjóð sinni á
þenna hræðilega hátt.
í En margir hafa líka allt af
vísað hugmyndinni um sjálfsmorð
á bug. Hefði slíkt aldrei getað
hent Masaryk. Hann hafi ekki
stokkið út um gluggann, heldur
hafi honum verið varpað niður
eftir að honum hafi verið mis-
þyrmt.
Þeir, sem halda, að hann hafi
verið myrtur, hafa þó aldrei fært
beinar sönnur á mál sitt, en nú
hefir ritstjóri New York Times
um utanríkismál, C. L. Sulzberger,
veitt eftirtektarverða vitneskju í
Gögnum, sem benda lil þess,
hetur verið laumað úr landi.
málinu. Segir hann, að óyggjandi
sönnun um morðið hafi verið
laumar úr landi. Hafi ýmsir sér-
fræðingar Vesturlanda þegar far-
ið höndum um þessi plögg.
ATHUGANIR LÖGREGLU-
LÆKNISINS
Þetta er skýrsla dr. Teplys lög-
reglulæknis, sem starfaði í Prag
10. marz 1948, þegar Masaryk
lézt. Hann var kunnur sakamála-
fi-æðingur og gaf skýrslu þessa
fáum mánuðum eftir lát Masaryks
og rétt fyrir dauða sinn. Nú hefir
loks tekizt að koma skýrslunni til
Vesturlanda.
1 henni segir dr. Teply, hvemig
hann var vakinn upp kl. 5 að
morgni. Það var síminn frá inn-
anríkisráðuneytinu, sem fer með
málefni leynilögreglunnar.
Hann fékk fyrirmæli um að fara
þegar í stað til utanríkisráðu-
neytisins. Þegar þangað kom, var
honum sýnt lík undir ábreiðu.
Lögreglumaður dró brekánið til,
og dr. Teply þekkti sér til skeff-
ingar lík Masaryks, utanríkisráð-
herra, klætt náttfötum.
Og skýrslan heldur áfram: „Ég
gaf lögreglumanni skipun um að
hneppa náttfötunum frá líkinu, og
sá ég þá víða á því áverka eftir
högg og skrámur, sem greinilega
stöfuðu af líkamsárás. I hnakk-
anum var sár, sýnilega skotsár
eftir byssu með 7,65 mm hlaup-
vídd. Og fyrsta hugsunin, sem
Framh. á bls. 8
Velvakandi skrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Stórhriðarnótt
í Reykjavík
STÓRHRÍÐARNÓTT í Reykja-
vík er óyndisleg eins og alls
staðar annars staðar. Á föstudags
kvöld tepptist umferð um bæinn
að mestu og alveg um úthverfin.
Strandarglópar voru því í öðru
hverju húsi, því að erfiðlega gekk
að fá farartæki heim.
Nosek, innanríkisráðherra og
yfirmaður leynilögreglu Gott-
walds.
Stórhríðarnótt í Reykjavík
Fram eftir allri nóttu mátti sjá
fólkið brjótast áfram fótgangandi
í ófærðinni og veðurofsanum.
Ungir og gamlir, jafnvel aldraðar
konur og börn í fylgd stæltra
karlmanna.
Mönnum er um og ó
að gista
EINHVERJIR hafa vafalaust
orðið að gista. Til að mynda
Hafnfirðingar staddir í Reykja-
vík og öfugt, en gistingar var
ekki leitað fyrr en í fulla hnef-
ana. Menn kusu helzt að fara
heim í notalega hornið sitt, þar
sem er hið eina og bezta athvarf.
Engin fyrirhöfn er of mikil til
að þurfa ekki að gista í ókunn-
um stað, þótt ekki sé nema nokkr
ar stundir. Allir sækja heim eins
og lítið barn í hálsakot.
Kaffiilmurinn seiddi
KÆRI Velvakandi Ég var
beitt svo miklu óréttlæti
hérna á dögunum, er ég fór með
vjnkonu minni í kaffihús neðar-
lega við Laugaveg, að ég get ekki
orða bundizt.
Okkur var kalt í nepjunni og
munaði okkur því í hið Ijúffenga
kaffi, sem við vissum, að fram-
reitt var á þessum stað. Og þegar
við komum inn bláar í kulda, létti
okkur stórum við að sjá að fáir
voru inni og því skammt að bíða
afgreiðslu.
„Ég get ekki afgreitt
ykkur“
EN ÓLÁNIÐ hófst með því, að
inni sátu tveir hermenn, og
annan þeirra þekkti ég. Þar sem
ég er vön að heilsa fólki, sem ég
þekki, kinkaði ég kolli til hans.
Svo settumst við við borð, sem
laust var.
Þjónustustúlkan gekk til okk-
ar og sagði: „Ég get ekki afgreitt
ykkur“. „Og hvers vegna?“
„Vegna þess“, sagði hún, ,,að mér
er ekki heimilt að afgreiða stúlk-
ur, sem koma hingað til þess að
tala við hermenn“.
Við stöllurnar urðum alveg orð
lausar, en þó stundi vinkona mín
upp: „Stendur það einhvers stað-
ar utan á okkur, að við höfum
komið hingað til þess?“
Stúlkan svaraði þessu engu, en
sagði: „Ég má ekki afgreiða stúlk
ur, sem þekkja hermenn“. Að svo
mæltu gekk hún burt og fram í
eldhús.
Ættu að auðkenna
veitingahúsin
VIÐ fórum út við svo búið án
frekari athugasemda. Kusum
við heldur að skrifa þér og vita,
hvað þú hefðir að segja um'þetta
mál.
En svo er mál með vexti, að ég
er sjálf opinberlega trúlofuð flug
manni úr bandaríska flughern-
um, og þætti mér það heldur
hart, ef ég mætti eiga von á að
verða rekin út úr íslenzku veit-
ingahúsi fyrir að láta sjá mig í
fylgd unnusta míns.
Ef veitingamennirnir vilja ekki
hafa varnarliðsmenn né stúlkur,
sem þeir þekkjá, inni hjá sér, þá
ætti þeim að vera vorkunnar-
laust að merkja dyr sinar á þann
hátt, að ekki verði um villzt.
Það er hart, að íslenzkar stúlk-
ur skuli vera reknar út úr íslenzk
um veitingahúsum, þó að þær
þekki margumtalaða menn“.
Bvriað á öfugum enda
A F FRÁSÖGN stúlkunnar er
L* Ijóst, að hermenn hafa fengið
afgreiðslu í þessu veitingahúsi
neðarlega við Laugaveginn. Virð-
ist því óskiljanlegt, hvers vegna
þær stöllur fengu ekki afgreiðslu,
af því að þær könnuðust við ann-
an þeirra.
Og þessi krafa um auðkenní
eða skilti er réttlát, enginn kærir
sig um að láta niðurlægja sig.