Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 2
2
MORGVTSBLAÐiÐ
Laugardagur 26. jan. 1952 1
Framli. af bU. 1 | gti*- Anderssen Rysst fyrir hönd
Þótt fyllstu vonir stæðu til. <
f að batinn væri að smá ItC'na,
brá þó skyndilega til hics verra
, s. 1. nótt og dó forseti skyndi-
dauða úr hjartaslagi eins og
fyrr segir“.
Sendiherrar
í sfjórnarráBinu
Nokkru fyrir hádegi komu all-
ir sendiherrár, sendifulltrúar og
forstöðumenn sendiráða erlendra
ríkja upp í stiórnarráð, gengu á
fund utanríkisráðherra, Bjarna
Benediktssonar og vottuðu ríkis-
stjórninni samhryggð sína vegna
hins skyndilega fráfalls forseta.
Ti! Bessastaóa
Lík forsetans var flutt til Bessa
staða í gær. í líkfylgdinni bang-
að voru forsetafrú Georgía Björns
son, börn hennar og tengdabörn,
sem hér eru stödd, handhafar for
setavaldsins, deildarforsetar Al-
þingi3, ríkissyórn, biskup Islands
og • sendiherra Norðmanna, Tor-
erlendra sendisveita, læknarnir,
próf. Jóhann Sæmundsson og
Ólafur Helgason, lögreglustjóri
Reykjavíkur og sýslumaður Gull
bringu- og Kjósarsýslu.
Lögreglumenn báru kistuna úr
sjúkrahúsinu út í líkvagninn, en
í fordyri sjúkrahússins stóðu hvít
klæddar nunnur ásamt priorinm
unni er var dökkklædd.
Yfirrrtenn götulögreglunnar og
lögreglumenn stóðu heiðursvörð
á gangstéttinni gegnt líkvagn-
inum.
Ekið var suður að Bessastöðum
eftir Hringbrautinni og fóru lög-
reglubílar fyrir, en lögreglumenn
sáu um að engin umferð truflaði
för líkfylgdarinnar. Er ek.ið var
í hiað að Bessastöðum vor birtu
farið að bregða. Var líkvagninum
ekið inn í garð forsetssetursins.
Lögregiumenn báru kistuna
inn í viðhafnarsal Bcssastaða og
þar verður hún unz útförin fer
fram.
Að svo búnu gengu ráðherrar
og embættismenn fyrir forseta-
frúna og vottuðu henni samúð
sína.
Siðustu ævidupur
forsetu ísiunds
Samla! m priorinnuna í Landakoli
Tíðindamaður frái blaðinu kom
að máli viðíPJiiotínnuna á Landa-
kotsspítala í gær og spurði hana
um líðart.íorsetans þá tíu daga,
sem hann yár þar sjúklingur í
síðasta sinn. En alls hefur hann
fjórum sinnum verið þar undir
læknís hendi... .
Við gátum ekki átt von á því
að hann ætti svo skammt efíir
ólifað, er hann í gær gekk hér
um gangana, prúðbúinn, glaður
og reiíur, því okkur sýndist öll-
iim, að hann væri hressari í
bragði en undanfarna daga, enda
vissi ég ekki betur, en það hefði
verið ákveðíð, að hann færi heim
til Bessastaða á laugardag.
Að vísu kvartaði hann oft við
mig undanfarna daga að hann
-skildi eklri í því, hve mikil þreyta
sækti á sig. Og sama lét hann í
Ijósi við systur Önnu er hjúkraði
hionura.
— Hafði hann alltaf ferlivist,
Jiessa 10 daga sem liann var hér
I sjúkrabúsinu?
— Já. En dagurinn leið þannig
fyrir honum að hann var ýmist
að klæða sig og leggja sig til
hvíldar á miiii vegna þreytunnar
stm sótti á hann. Hann hafði
veikt hjarta hin siðustu ár og
þess vegna þjáði magnleysi
hann, geri ég ráð fyrir. En svo
harkaði hann þetta allt af scr,
klæddist og gekk hér um, því
liann vildi ekki leggjast fyrir, i
vildi ekki gefast upp fyrr en í
fulla hnefana. Þannig kom hann
mér fyrir sjónir. Enda sagði hann
það hvað eftir annað við mig, að
hann gæti ekki gefið sér tíma til
að vera hér Iengur á spítalanum.
Svo var það í gær, að systir
Anna sagði við mig að hann hefði
oíurlítinn hiíavott. Þetta barst
I tal okkar á milli, en hann vildi
ekkert um það heyra. Sagði, að
liann kenndi sér einskis meins
fremur en áður og væri ekki
mark á þessu takandi.
Nokkrir gestir komu til hans í
gær, ýmist í einhverjum ákveðn-
um erindum, ellegar til þess að
stytta honum stundir og urðu þeir
ekki varir við annað en að hann
væri með hressara móti.
ándiátið
Klukkan þrjú í nótt hringir
hann svo á vökukonuna og segir,
að hann hafi skyndilega fengið
verk fyrir hjartanu. Vökukonan
gerir systur Önnu aðvart sam-
stundis. Hún sér á augabragði,
að hér mun vera alvara á ferð,
hringir í lækni er kemur að
vörmu spori og forsetinn fær
meðalasprautu. En inngjöfin bar
engan árangur. Eftir skamma
stund missir hann meðvitund og
er andaður um það Ieyti sem for-
jsetafrúin kemur hingað frá
iBessastöðum.
Sveins Björnssonar minnsl í Stórbinginu
OSLÓARBORG, 25. janúar.
— Er norska Stórþingið kom
saman til fundar kl. 16 í dag
eftir íslenzkum tíma, minnt-
ist forseti þess, Natvig Peder-
sen, Sveins Björnssonar; for-
seta islands, með ræðu. Sagði
hann m. a. að með Sveini
Björnssyni væri fallinn i val-
inn einn af mikilhæfustu son-
um íslenzku þjóðarinnar á;
síðasta mannsaldri.
Rakti hann í stórum drátt-
um æviferil Sveins Björns-1
sonar og sagði að lokum, að
hann hefði verið afburða full-,
trúi íslenzku þjóðarinr.ar og
víðsýni hans . hefði skipað
honum í öndvegi á íslandiJ
Hann sagði að Svelnn Björns-
son hefði haft staðgóða þekk-
ingu á alþjóðamálum og ínik-;
inn áhuga á samvinnu þjóða
í milli. ísland syrgir í dag
mikilmenni og vér Norðmenn
tökum þátt í sorg bræðra-
þjóðarinnar. NTB
SamuSarkveðjur
UTANRlKISRÁÐHERRAR Dan-
merkur og Noregs, Ole Björn
Kraft og Halv. Lange, hafa hvor
í sínu lagi sent utanrikisráðherra
Islands samúðarkveðjur ríkis-
stjórna sinna til íslenzku ríkis-
stjórnarinnar í tilcfni af fráfalii
forseta íslands.
McGaw hershöfðingi varnarliðs-
ins og Elkins ofursti, foringi flng-
liðsins hafa sent ríkisstjórninni
samúðarkveðjur sínar. i
Lögregluþjónar bera kistu forseta úr sjúkrahúsL
Frú Georgía Björnssoii ásamt börnum sínum og tengdabörnum sem hér eru. Álengdar standa liaml
hafar. íorsetavaítís, íorseti sam. Alþingis, forsætisráðherra og forseti hæstaréttar. < j
Líkkista forsetans borin í viðhafr.arsal forsetasetursins. (Ljósmyndir: Ól. K. M.} j
mm
Líltfylgd forsetáns ekur í garð á Bessastöðum.