Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐlfí
Laugardagur 26. jan. 1952
TJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánssön (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjörn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands.
1 lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
orsetans minnst í útvarp'
inu ■ gærkvöldi
Islendingar syrgj'a
Svein Björnsson
FYRSTI FORSETI hins íslenzka
lýðveldis, Sveinn Björnsson, er lát-
inn. Þegar sú fregn barst þjóð-
inni í gærmorgun vakti hún djúpa
hryggð. Þessa þjóð greinir á um
margt. Hér rísa öldur persónu-
legra væringa og stjórnmála-
deilna oft hátt. En um hinn látna
forseta hafði henni tekizt að sam-
einast. Það var gæfa hennar á
vnorgni hins nýja thna í frelsis-
•málum sínum. Sameiningin um
Svein Bjömsson var ómetanlega
mikils virði þegar þessi litla þjóð
átti þess í fyrsta skipti kost, að
fá íslenzkum manni í hendur hið
æðsta vald í málefnum sínum. Hún
skapaði möguleika á því, að
treysta grundvöll forsetaembættis-
ins og ávinna því traust og virð-
ingu fólksins. Forsetinn varð sam-
einingartákn þjóðarinnar á þeim
viðsjálu tímum, er hinu íslenzka
lýðveldi var ýtt úr vör. Um það
ríkti friður og sátt.
Orsakir þess, að svo giftusam-
lega tókst til, voru fyrst og fremst
mannkostir þess manns, er við
þjóðhöfðingjadæmi hafði tekið.
Sveinn Björnsson rakti ættir
sínar til traustra og góðra bænda-
og kennimanna. Bernzkuheimili
hans var þjóðlegt og svipmikið.
Frá því og um það lágu sterkir
straumar þjóðernisvakningar og
frelsisþrár. Þar var ekki alltaf
kyrrt og hljótt. Sviptibyljir harð-
skeyttrar stjórnmálabaráttu léku
um blaðamanninn og stjórnmála-
skörunginn föður hans.
En á þessu heimili hlaut trún-
aður við málstað íslands að gróp-
ast í hug og hjarta unglinganna.
Þar hlaut trúin á framtíð og
rnöguleika þjóðarinnar einnig að
styrkjast.
Það var því engin tilviljun að
Sveinn Bjömsson gerðist forystu-
maður um fjölþætt þjóðþrifafyr-
irtæki og félagssamtök er til heilla
horfðu þegar á unga aldri. Hann
hafði frá blautu barnsbeim alizt
upp með þeirri hugsjón, að hér
þyrfti mörg stór spor að stíga
fram á við til þess að lyfta þjóð-
inni frá fátxkt og umkomuleysi
til bjargálna og sjálfstæðis.
innlends þjóðhöfðingjaembættis
rættust glæstustu vonir þjóðar-
innar. Heitur fögnuður gagntók
hugi fslendinga þegar fáni lýð-
veldisins var dreginn við hún að
Lögbergi. — A þeirri stundu
streymdu óskir fólksins um heill
og hamingju til handa landi sínu
einnig til þess manns, sem tekið
hafði við þjóðhöfðingjavaldi.
í GÆR hófst kvöldútvarpið kl. 8.
með því, að leikið var sorgarlag.
Síðan skyrði þulur frá aðaíefni
| tilkynningarinnar um fráfall for-
' setans er forsætisráðherra las
upp um hádegið og getið var
helztu atburða er gerzt höfðu
um daginn í sambandi við and-
lát forseta. Síðan voru rakin
nokkur helztu æfiatriði forseta
cg leikin sorgarlög.
Að því búnu tóku þessir til
[ máls, handhafar forsetavaldsins,
tveir af þremur, Jón Pálmason,
forseti sameinaðs Alþingis og
Jón Ásbjörnsson, forseti hæsta-
réttar, Bjarni Benediktsson ut-
anríkisráðherra og fyrrv. for-
sætisráðherrar, Ásgeir Ásgeirs-
son, dr. juris Björn Þórðarson,
Hermann Jónasson og Stefán
Jóh. Stefánsson.
Allir fóru þeir velvöldum virð-
ingar- og þakkarorðum um hinn
nýlátna fyrsta forseta íslands og
vottuðu honum hver á sinn hátt
innilegustu þakkir þjóðarinnar.
Það var því engin tilviljun held-
I ur í fullu samræmi við eðli hans
að hann varð fyrsti sendiherra
j íslands, og þar með fengið það
verkefni að koma hagsmuna-
| málum landsins áleiðis með samn
ingum við erlenda valdamenn.
Sá orðstír sem hann ávann sér
í því starfi, varð til þess að hann
var valinn fyrsti innlendi þjóð-
höfðinginn. Menn treystu honum
til að vera friðarins maður, er
hafði til þess vilja, lægni og hæfi-
leika að setja niður deilur og
láta á enga.i hallast."
Leif á sfarfið sem
Sveini Björnssyni famaðist
framkvæmd þess valds vel og lbann
gengdi starfi sínu af skyldurækni
og trúmennsku enda þótt heilsa
hans væri oft veil hin síðustu árin.
Sjálfur lagði hann áherzlu á það
i ávörpum sínum til þjóðarinnar
að hann liti fyrst og fremst á
starf sitt sem þjónustu við hana.
f ræðu þeirri, er forseti flutti,
er hann hafði verið kjörinn for-
seti í fyrsta skipti, að Lögbergi
vitnaði hann m. a. í þessi orð
Þorgeirs Ljósvetningagoða:
„Ef sundr skipt er lögunum, þá
mun sundr skipt friðinum, ok mun
eigi við þat mega búa“.
Svéinn Björnsson vann jafnan
gegn því að sundur yrði skipt lög-
um og friði rrieðal þjóðar hans.
' Hann vildi efla frið og sátt meðal
fslendinga. Báru áramótaávörp
hans þess ekki hvað sízt greinileg-
an vott.
En nú er þessi fyrsti forseti
■ hins unga íslenzka lýðveldis á
, brottu horfinn. í fyrsta skipti
I syrgja fslendingar innlendan þjóð-
I höfðingja. Fregnin um lát Sveins
! Björnssonar hefur snert viðkvæm-
j an streng í brjóstum þeirra. Vin-
sæll og mikilsvirtur íslenzkur þjóð-
. höfðingi er fallinn fyrir sköpum,
I er enginn fxr umflúið. Framund-
„Hann hafði fraust
þjóðarinnar"
Jón Pálmason komst m. a.
þannig að orði: „Sveinn Björns-
son hafði almennar vinsældir og
mikið traust ísienzku þjóðarinn-
ar. Um hann hefur hún staðið
saman þó ýmiskonar ágreiningur
hafi verið um annað .... “
| „í viðskiptum við Alþingi
fylgdi Sveinn Björnsson þeirri
heppilegu meginreglu að laða
saman hugi manna og skoðanir“.
„Eiff hið fágæfasfa
æfiskeið"
Jón Ásbjörnsson forseti hæsta-
réttar komst m. a. þannig að
orði:
„Herra Sveinn Björnsson var
óvenjulegur maður og einnig var
að vonum æfiskeið hans eitt hið
fágætasta að frama og göfgi, sem
sonum íslenzku þjóðarinnar hef-
hlotnazt. Á undraverðan hátt
hefur það verið samtvinnað hinu
unga sjálfstæði þjóðarinnar....“
„.... Hann hefur innt af hönd
um það dagstarf að hans mun
jafnan minnst að ágætum meðal
þjóðarinnar meðan íslenzk tunga
er töluð....“.
þjónusfu
tt
En þótt Sveinn Björnsson væri
sonur eins hins mesta baráttu-
manns og bardagahetju á sviði
stjórnmálanna. ' mótaðist stefna
hans þó ekki af bardagahug og
harðfylgi. Hann kaus jafnan að
berjast fyrir hugsjónum sínum af
kyrrlátri festu og hógværð. Þess-
vegna átti hann gott með að laða
andstæð öfl til samstarfs og samn-
inga. Og þessvegna ávann hann
sér stöðugt traust og trúnað æ
fleiri manna.
Sveinn Bjömsson starfaði sem
sendiherra þjóðar sinnar í útlönd-
um i nxr tvo áratugi. Á þeim tíma
vann hann henni ómetanlegt gagn.
Hann var jafnan boðinn og búinn
til þess að greiða úr vanda hvers
íslendings, er til hans leitaði,
hvort sem í hlut átti umkomulítill
námsmaður eða aðrir, sem meira
áttu undir sér.
En lengst mun hans verða
minnst sem fyrsta forseta hins
ídcnzica lýðveldis. Með stofnuú
an er óvissan um það, hvernig til
j kann að takazt um eftirmann hans.
En nú eins og í árdegi lýðveldis-
ins þarfnast þessi þjóð þjóðhöfð-
ingjg, sem getur orðið henni tákn
* sameiningar og samhugar.
j íslenzku þjóðinni er því mikill
' vandi á höndum við lát Sveins
J Bjömssonar. En hún verður að
treysta því, að gifstusamlega ráð-
ist enn um meðferð mála hennar.
og þróunin haldi áfram til aukins
þroska, jafnvægis og farsældar.
Það er lögmál lífsins að maður
komi í manns stað, einnig í hin-
um xðstu og virðingarmestu stöð-
um. Framhjá þeirri staðreynd
verður ekki gengið. En við lát
þjóðhöfðingja myndast í einu vet-
fangi mikið og ófullt skarð í vit-
und þjóða þeirra. Svo hefur oss
íslendingum einnig farið er vér
stöndum i fyrsta skipti við líkbör-
ur innlends þjóðhöfðingja.
íslenzka þjóðin saknar Sveins
Björnssonar og syrgir hann af
heilum hug. Hún þakkar starf
hans en geymir minningamar, sem
við það og sjálfa persónu hins
látna forseta eru tengdar í sjóði
dýrustu minninga sinna. Forseta-
frúnni, frú Georgíu Bjömsson,
börnum hennar og öðru skyldu-
liði, sendir hún samúðarkveðjur og
þakkir fyrir gæfuríkt starf í þágu
Islands.
Fósturjörðinni biðjum vér mildi
hollra vætta og bömum hennar
þroska og farsældar.
Hafði ekkerf gaman
af deiium"
Ásg. Ásgeirsson fyrrv. forsæt-
isráðh. sagði m.a.: „Ég kynntist
Sveini Björnssyni forseta fyrst á
sendiherraárunum. Ég spurði
* hann einu sinni: „Hvernig stóð
á því að þú kastaðir frá þér þínu
mikla kj örfylgi í höfuðstaðnum“
og hann svaraði. „Það sagði við
mig einn af þingskörungunum.
r„Þú hefur ekkert gaman af deil-
um og flokkadrætti. „Ég fann að
þetta var rétt", sagði Sveinn
Björnsson. „Ég greip fyrsta tæki-
færið til þess að starfa fyrir þjóð
arheildina....“.
„Sveinn Björnsson var ágætur
sendiherra, en hann þurfti jafn-
vel um langt skeið að berjast
fyrir því að vera í rauninni við-
urkenndur sendiherra á borð við
aðra. Hann sagði: „Við skulum
ekki nefna þáð að við erum fáir,
fátækir og smáir. Við erum þjóð
og ríki eins og hinir ....“.
„.... I fyrsta sinni syrgjum
við innlendan þjóðhöfðingja, ís-
lenzkan forseta og skilum honum
í skaut fósturjarðarinnar. Það
snertir viðkvæma strengi. For-
setinn er látinn, þjóðin lifir".
„Menn freysfu honum
fil að vera
friðarins maður"
Bjarni Benediktsson utanríkis-
ráðherra sagði m. a.:
„Hann kaus frekar að
semja um framgang áhugamála
sinna en að láta skerast í odda.
Dr. juris Björn Þórðarson
fyrrv. forsætisráðherra, sagði
m. a.:
„Sveinn Björnsson sagði á
sínum tim’a: „Ég lít á starf mitt
sem þjónustu við heill og hag
íslenzku þjóðarinnar og það er
ásetningur minn að leggja fram
alla krafta mína, andlega og lík-
amlega, til þess að sú þjónusta
megi verða landi mínu og þjóð
til sem mestra heilla." ... .“
„Hann starfaði fyrir þjóð sína,
fyrir fólkið, án manngreinarálits
, og þjóðin gleðst yfir því að hafa
átt hann og eiga hann um ó-
kominn tíma“.
„Hann hafði fágæfa
hæfifeika"
Hermann Jónasson fyrrv. for-
sætisráðherra, komst m. a. þann-
ig að orði: „Sveinn Björnsson
forseti var samningamaður svo að
af bar. Hann hafði fágæta hæfi-
leika til að laða til einingar hin
andstæðustu sjónarmið. Fram-
koma hans var mótuð af virðu-
leik og sjaldgæfu jafnvægi ,enda
leyfði hann eigi æstum tilfinn-
ir.gum að taka stjórn af sinni
gcðu greind, miklu hyggindum og
lífsreynslu. Með þjóðinni ríkir
nú þakklæti fyrir þau störf, sem
þessi sonur hennar hefur unnið,
og sorg yfir því að hafa misst
hann ....“
„Það er harmur kveðinn
að ísl. þjóðinni"
Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrv.
forsætisráðherra, lét m. a. þann-
ig um mælt:
Framh. á bls. 8
Velvakandi skrifar:
ÚB DAGLEGA LÍFINU
Meira „toní“
KÆRI Velvakantli. Um leið og
ég færi h.f. Heklu beztu
þakkir margra kvenna fyrir inn-
flutninginn á hinu margþráða
„toní“ vil ég bera fram þá ósk
mína, að meira verði flutt inn af
þessu ágæta „permanetti", því að
það fengu sannarlega færri en
vildu.
Engrar sérkunnáttu er þörf.
Það er líka mjög ódýrt og hand
hægt auk þess sem það er afar
fallegt og eðlilegt. — Einstaka
stúlku hefi ég heyrt rengja gæð-
in, en það er ástæðulaust, annars
notuðu milljónir bandarískra
kvenna það ekki. Þær hafa þó orð
á sér fyrir að vera vandlátar með
hár sitt að þessu leyti.
Hér getum við fengið þrjú
„toní-permanett“ fyrir eitt í hár-
greiðslustofu.
Ein af átján".
Fékkst hér fyrst
fyrir jól
VIÐ lestur bréfsins varð ég stór-
hrifinn af þessu furðu-
permanetti, sem ég hafði þó
aldrei heyrt um áður.
Það kvað hafa fengizt hér í
fyrsta skipti á frjálsum markaði
fyrir jól, en eftir bréfinu að
dæma er það þrotið á markaðin-
um í bili.
Aðalávinningur við það mun
vera, hve ódýrt það er, einkum
vegna þess að enga sérkunnáítu
þarf til að setja það í hárið.
Kann ég svo ekki þessa sögu
lengri.
Tjörnin og endurnar
NÚ ÞEGAR Tjörnin er lögð
þykkum ísi og endurnar
farnar til vetrarstöðvanna, þá er
mál komið til að hefjast handa
og búa til hólma handa þeim að
hreiðra um sig í, þegar þær
koma aftur í vor.
Þorlákur Ófeigsson reit í haust
grein um nauðsyn þess, að hólm-
ar yrðu gerðir og vildi hafa þá
tvo. Betri væri einn góður en
enginn.
Auðvelt er að gera hólma, þeg-
ar ís er á, en hann þarf fyrir alla
muni að vera mishæðóttur eða
með skjólgarði í kring. Ég hefi
aldrei séð önd verpa á sléttlendi.
Þessi hjá fsbirninum mætti
hverfa, hann óprýðir Tjörnina og
er auk þess gagnslaus.
Það liggur í augum uppi, að
endur eiga býsnaerfitt með að
koma ungum sínum á Tjörnina
og þætti mér því vel eiga við, að
við léttum ógnlítið undir með
þeim og byggjum þeim varpland
þar, þó að í smáu væri.
Þ.F.E.“
Vökin þeirra er ókomin
ISAMBANDI við þetta réttlætis
mál Tjarnarandanna er ekki
úr vegi að minna enn einu sinni
á, að þær hafa ekki fengið þá
ósk sína uppfyllta að haldið se
opinni fyrir þær vök í einhverju
horninu.
Kostnaðurinn getur varla ver-
ið mikill, ef notazt væri við af-
rennslisvatn frá Hitaveitunni
eins og oft hefir verið lagt til.
Við þessu hefir hingað til ver-
ið daufheyrzt, svo að endurnar
verða að flýja fyrir byssukjaft-
ana suður í Skerjafjörð eða eitt-
hvað annað.
Aftur á móti hefir verið sett
hitalögn í Menntaskólaþrepin til
að halda þeim íslausum og mönn
um verði ekki kalt á fótunum af
götunni og upp í skólann.
Við fráfall forseía
íslands.
IGÆR lokuðu verzlanir, skólar
og mörg fvrirætki vegna frá-
falls forseta íslands.
Ein verzlun minntist hins látna
forseta á sérstakan hátt, Raftækja
verzlun Eiríks Hjartarsonar við
Laugaveg. í verzluninni, sem
venjulega er eitt ljósahaf, var al-
gert myrkur. í einum glugganum,
sem var tjaldaður svörtu, logaði
á rafmagnskerti. Mynd hins látna
forseta stóð við stall þess, en a3
baki var íslenzki fáninn. ,