Morgunblaðið - 31.01.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. jan. 1952. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Annarleg þekkingarleit FRÁSÖGN dansks manns, sem nýlega átti sæti í sendinefnd, sem boðin var frá Danmörku til Sov- éts Rússlands hefur staðfest mjög gveinilega það, sem áður var vit- að um fyrirkomulag slíkra heim- sókna. Val í slíkar nefndir miðast yf- irieitt eingöngu við það, að gefa kommúnistum tækifæri til þess að koma í skyndiheimsókn til fyrirheitna landsins. Dvalartími þeirra í Rússlandi er örstuttur óg allt ferðalag nefndanna fyrir- fram ákveðið og skipulagt af Rússum sjálfum. Gestgjafarnir ákveða þannig, hvað gestunum skuli sýnt, hverju þeir fái að kynnast og jafnvel hvaða menn þeir fái að hitta að máli. Það lætur að líkum að slík- ar heimsóknir eru lítt til þess fallnar að skapa raunverulega þekkingu á ástandinu í þessu víðlendasta ríki heimsins og högum þeirra nær 200 mill- jóna manna, sem þar búa. En það, sem einkennir þó frásagnir gestanna þegar heim kemur, er fyrst og fremst full- vissa þeirra um allt það, er að rússneskum högum lýtur. Það er eins og kommúnistar, sem reka nefið austur fyrir járntjaid, hafi gleypt hálfan heiminn eða vel það. Þeir þykjast allt vita um hagi rúss nesku þjóðarinnar. Þeir full- yrða, að hvergi í heiminum lifi alþýða manna við önnur eins sældarkjör. Hvergi sé eins mikið af barnaheimilum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hvíldarheimilum fyrir verka- menn o. s. frv. Þetta er skoðun hinna flaum- ósa sovétgesta eftir að hafa dval- ið nokkra daga eða í hæsta lagi Örfáar vikur í víðlendasta ríki veraldarinnar. Engum getur dul- izt að þessi afstaða er hin yfir- borðslegasta og skringijegasta. Öllum almenningi á íslandi er það t. d. ljóst, að Arnfinnur Jóns- son skólastjóri getur varla verið víðfróður maður um óstand í Rússlandi og hag manna þar þótt hann hafi verið á örfárr^ vikna skyndiferðalagi þar undir hand- leiðslu skoðanabræðra sinna. En þessi skólastjóri er þess þó um- kominn þegar hann kemur heim til íslands, að flytja fyrirlestra um þessi efni og fullyrða margt og mikið um almennt ástand hlutanna þar, lífskjör fólksins og allan aðbúnað. Hann telur sig einnig hafa umboð til þess aust- ur í Moskvu, að lýsa því yfir, að íslenzka þjóðin líti til Stalins sem hins mikla verndara friðarins og öryggis smáþjóðanna. Má nú ekki draga þá ályktun af þessum yfirlýsingum skóla- stjórans, að þar sem hann tréystir sér til þess að gefa slíkar upp- lýsingar austur þar, fjarri landi sínu og þjóð, þá megi reikna með, að upplýsingar hans frá hinu lítt þekkta Sovét Rússlandi muni trauðla byggjast á mjög traustum þekkingar grundvelli? Sú álykt- ún liggur áreiðanlega ekki fjarri. Kjarni málsins er sá, að þessir gestir Sovétstjórnarinnar hafa sáralitla möguleika til þess að kynnast hinu raunverulega á- staridi í ríki kommúnismans. — Þeifú er að sjálfsögðu sýnt það bezta, sem hægt er bjóða upp á. Þeir fá engin tækifæri til þess að kynnast mönnum eða málefn- úm. Þeir eru undir stöðugri hand leiðslu manna, sem hafa það að ' atvinnu að sýna örlítinn hluta yfirborðsins á lífi rússnesku þjóðarinnar. í raun og veru eru þessir sovétfarar því aumkunarverð ginningarfífl, a. m. k. þeir þeirra, sem telja sér trú um að þeir hafi raunverulega feng ið tækifæri til þess að kynn- ast rússnesku þjóðinni, kjör- um hennar og aðbúnaði. Sú landkynning, sem felst í heimsóknum kommúnistiskra sendinéfnda til Rússlands er því einkis virði. Menn eins og Arn- finnur Jónsson flytja ekki heim með sér neina þekkingu á Sovét | Rússlandi, enda þótt þeir þykist búa yfir mikilli vizku og fróð- leik um þetta mikla land og þjóðir þess. Þeir koma hins vegar heim eins og glópaldar, fullir af Istaðhæfingum um það, sem þeir hafa ekki séð og vita ekkert um. Þannig er þeirra annarlega þekk- ingarleit. Rússland er jafn lokað land eftir för þeirra og fyrir hana. Þangað fær enginn að koma nema í hátíðlegu boði vald- hafanna. Þeir sem boðnir eru, eru fyrst og fremst harðsoðnir kommúnistar. Aðeins þeim er treyst til þess að sjá það litla, sem talið er sýningarhæft. Rússneska þjóðin er lokuð inni. Hún fær ekki einu sinni að hlusta á erlent útvarp. Til þess að koma í veg fyrir það halda kommúnistar uppi víð- tækri truflunarstarfsemi, sem hefur það hlutverk að kæfa hið frjálsa orð frá þjóðum hins vestræna lýðræðis. Það er þetta „frelsi", sem kommúnistar á íslandi og aðr- ar fimmtuherdeildir vilja fá vestrænum þjóðum. Furðuleg ósyííni ÞAÐ er furðuleg ósvífni þegar kommúnistar þykjast með æsi- skrifum sínum, hafa haft einhver áhrif á staðsetoingu áburðarverk- smiðjunnar. Öllum bæjarbúum er kunnugt, að snemma í haust vakti Valgeir Björnsson hafnar- stjóri athygli á því, að nauðsyn bæri til þess, að rannsökuð yrði sprengihætta 1 sambandi við áburðarverksmiðjuna og fram- leiðslu hennar. Á grundvelli þess álits hans leitaði borgarstjóri álits sérfróðra manna um þetta atriði. Og loks skipaði ríkisstjórn- in að tilhlutan borgarstjóra þriggja manna sérfræðiriganefnd í desember, til þess að gefa skýrslu um málið. Á grundvelli þess álits, sem þessir sérfræðingar lögðu fram, hafa síðari ákvarðanir um stað- arval verksmiðjunnar verið tekn- ar. Engum forráðamanni Reykja- víkurbæjar hafði heldur komið annað til hugar en að fyllsta öryggis yrði gætt í þessu sam- bandi. Það er fyrst eftir að hafn- arstjóri og borgarstjóri, hafa gert umræddar öryggisráð- stafanir, sem kommúnistar byrja að gjamma um að „leggja eigi Reykjavík í rúst með sprengingum í tilbúnum áburði“. Þeir hafa því engin áhrif haft á þetta mál. Hitts- vegar hafa þeir hafið um það ábyrgðarlaus æsingaskrif um leið og þeir hafa reynt að vinna gegn þessu þýðingar- mikla atvinnutæki. Bak við glerátigun finne menn fil öryggiskenndar Þeim fer sífellt fjölgandi, sem virða heiminn fyrir sér gegnum gleraugu. — Margir geta ekki án gleraugna verið við störf sín, lestur o. s. frv. Sumir segja, að menn skýli sér óafvitandi bak við gler- augun, af því að þar finna þeir til öryggiskenndar. Augnlæknar segja aftur á móti, að 95 af 100 hafi ein- hvern sjóngalla, sem ætti að laga með gleraugum. LÁTTU MIG HAFA RÚÐUGLER Það kemur fyrir, að menn með óskerta sjón óska gleraugna. Við eftirgrennslan kemur í ijós, að raunveruleg ástæða er þessi: •— „Andlit mitt er ekki nógu svip- mikið, satt að segja vantar það einhverja fyllingu. Fólk man ekki eftir þvi, og í skirfstofunni hefi ég ekki á mér nægilegan virðu- leik. Myndarleg hornspangargler- augu myndu koma í góðar þarfir“. Maðurinn fær gleraugun, og ef til vill gera þau hann hamingju- saman. Það er skelfingarerfiðieikum háð, að velja mönnum gleraugu í fyrsta sinn. Mönnum þykir um- gerðin öllu skipta. Konur eru erf- iðar viðfangs, finnst gleraugna- sölunum, en karlmennirner eru þó enn verri. Verst er þó, þegar eiginkona kemur í fylgd með eiginmanninum til að velja honum umgerð. — Gleraugnasalinn brynjar sig þá þolinmæðinni, það er það eina, sem honum hentar, svo að við- skiptavinurinn geti í næði valið úr þeim 150 tegundum, sem á boðstólum eru. VIÐ ERUM FJARSÝN Ókunnur ítali fann gler- augun upp á 13. öld. Síðan hafa vitaskuld geysimiklar framfarir orðið í þessari grein, en aldrci urðu þó fram farirnar meiri en í seinni heimsstyrjöldinni. Flestir eru f jarsýnir, færri nær- sýnir. En sannleikurinn er sá, að við tökum ekki eftir því, að'við séum fjarsýn. Þó getur áreynslan, sem augað verður fyrir af þeim sökum, valdið höfuðverk, er fram í sækir. Með því að nota rétt gleraugu hverfur þá höfuðverk- urinn. Á Norðurlöndum eru bandarísk- ar, brezkar og þýzkar gleraugna- gerðir kunnastar. Þaðan eru gler- in í gleraugum okkar yfirleitt. , GLERAUGNABYLTING Eftir seinustu heimssyrjöld hafa orðið byltigar í gleraugna- smíð, svo að framfarimar hafa aldrei verið eins snöggar. Ein er sú reginframför, að búa til sjóngler, þar sem sama glerið er miðað við 3 mismunandi fjar- lægðir, og er því skipt í 3 belti. Þannig geta menn með sömu gler- augum lesið, og séð skýrt hluti sem eru skammt frá og eins í f jarska. Fyrr á tímum fóru menn til gler augnasalans, reyndu nokkur gler- augu, unz þeir fundu gleraugu nokkum veginn við sitt hæfi. •— Aðrir fengu raunar gleraugun sín í arf. Gleraugnasalar hafa nú á ann- an hátt. Segja má, að þeir setji sig inn í dagleg störf viðskipta- vinarins og sjónglerin séu svo slípuð eftir lífsvenjum hans. En gleraugnasaiinn þekkir og sín takmörk. Hann hefur nána samvinnu við augnlækninn og vís- ar til hans öllum þeim, sem hon- um þykir ekki einsýnt, hvernig verða megi að liði. Þess var áður getið, að til væru þeir menn, sem fengju sér gleraugu án þess að þurfa þess. Þeir komast sumir í sama flokk, sem fcla sig bak Framh á bls, ð Meins 23. hver maSur heíir óskerSa sjón Ein gleraugu í gildi þriggja. Ein merkasta nýjung við slípun sjón- glerja er sú, að i gegnum sama glerið má greinilega sjá hluti í mis- mundani fjarlægð eins og myndin sýnir. Er þá lesið gegnum glerið neðanvert. Um miðbikið er horft á hluti, sem eru nokkru fjær eins og til að mynda spil, er menn halda frá sér. Þegar menn virða fyrir sér hluti í f jarska, horfa þeir gegnum efsta hluta glersins. Velvokondi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Mikið mannfall. KÆRI Velvakandi. Mig langar til, að þú komir á framfæri fyrir mig hugmynd, sem flögraði að mér í sambandi við fráfall hins vinsæla forseta okkar, Sveins Björnssonar. Við íslendingar höfum það, sem af er þessu ári, beðið stórfellt manntjón af slysförum á sjó og landi, og nú missum við sviplega þjóðhöfðingjann okkar. Eg veit, að hver sá maður, er átti þess kost að sjá hinn alúðlega og virðulega forseta fslandg, ósk- . . . manntjón af slysförum á sjó. ar þess með sjálfum sér að minn- ast hans látins, er hann verður kvaddur af alþjóð. Minning þjóðhöfðingjans heiðruð. CETUM við á fegurri hátt heiðr- að minningu hans en með því að kaupa minningarspjöld, til að mynda Slysavarnafélagsins? Með því mundum við stuðla að bætt- um slysavörnum, svo að drægi úr mannfallinu að bví leyti, sem við verður gert. Önnur líknarfélög mætti að sjálfsögðu styrkja. • Verum samtaka, eflum líknar- sjóðina í minningu okkar hug- ljúía þjóðhöfðingja. Köna í Hafnarfirði.“ j Til keppni á ólympsku leikunum. i JVTÚ eru skíðagarparnir ökkar I f ' farnir utan, þar sem þeir • keppa á ólympsku leikunum í Osló. Þeir hefjast 14. febrúar. í Morgunblaðinu á þriðjudaginn sáuð þið mynd af svigköppunum, þar sem þeir völdu sér skíði til keppninnar í Slcíðavinnustofu Benedikts Eyþórssonar. Þetta er fyrsta sinni, sem skíða menn kjósa sér íslenzk skíði til keppni á erlendum vettvangi, þótt þau hafi um árabil þótt full- boðleg í skíðakeppni innan lands. Þannig hafa skíðamennirnir veitt þessum íslenzka iðnaði blessun Hikkoriskíðin em ekki betri annars staðar SKÍÐAVINNUSTOFA Bene- dikts hefir langa reynslu að baki. Árum saman hafa þar ver- ið framleiddar allar stærðir og tegundir skíða. Efniviðurinn er ýmist birki eða hnotutegund, sem allir kannast við undir nafninu hikkori. Má fullyrða, að hikkoriskíðin ís- lenzku standi beztu erlendum skíðum sömu tegundar hvergi að baki. Efnið er flutt inn frá Banda- ríkjunum, og þaðan fá skíðasmið- ir á Norðurlöndum yfirleitt efr.i- við sinn. Ekki þykir gerlegt að smíða hér samanlímd skíði, stofnkostnaður- inn við þess konar fyrirtæki yTði allt öf mikill miðað við sölu inn- an lands. Skíðasnjórinn bíður. ¥ TNGA fólkið fer nú að bregða fyrir sig betri fætinum hvað líður, en til þessa hefir það satt að segja hvergi komizt vegna snjóa og hretviðra. Líklega bregður mörgum í brún, þegar þeir virða fyrir sér skíðin sín, sem legið hafa niðri í kjallara síðan í fyrra vetur. Það má nefnilega búast við, að þau hafi tekii^ á sig annarlega lögun við geymsluna, því að ýmsum skýzt yfir að ganga sómasamlega / frá þeim, þégar þau eru lögð til hliðar með vorinu. En það kem- ur nú vonandi ekki fyrir oftar. Næstu dagá brunið þið af stað, menn og konur, uppi í Lækjar- botnum bíður hanri ykkur faðm- inn, snjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.