Morgunblaðið - 31.01.1952, Síða 10

Morgunblaðið - 31.01.1952, Síða 10
f «0 MORSVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. jan. 1952. Framhaldssagan 7 EKKI í ANNAÐ SINN iiiiiiiiimiiimmiiMiiiimmiMMiiiimiiiiiimit Skáldsaga eítir GEORGE NEWTON llllltllllllllllllllla Mac stóð að baki hennar. „Já vissulega", sagði hann. Og vegna þess að hún stóð svona nálægt honum og vegna þess að hún hafði látið hann gleyma að það hefði nokkurn tímann verið vetur, snéri hann sér að henni og tók hana í fang sér. Þegar varir þeirra mættust, gleymdi hann að ímynda sér hvað Alice hugsaði. Hann vissi því ekki hvernig blóðið söng í æðum hennar. Hann vissi ekki hvað hún var að reyna að segja honum, þegar hún sagði seinna „Mér fannst eins og ég hefði týnt staðnum þar sem ég var kominn í bókipni, og bók- in var mitt eigið llf. Ég vissi ekki að ég mundi finna hann aftur.“ Ég vissi ekki að ég mundi nokk- urn tímann geta orðið ástfangin aftur, hugsaði hún með sjálfri sér. Og þó er það auðvitað ekki eins og það var áður. En Mac sagði ekkert. Hann umgekkst Alice eins og áður eða ef til vill enn meira. Hann gat tekið hana í fang sér, en hann gat ekki sagt orðin. Eða öllu heldur, hann treysti sér ekki til þess. Hann hækkaði í stöðunni hjá Abernathy og var fluttur yfir í framleiðsíudeildina. B. Aber- nathy var þeirrar. skoðunar • að beztum árangri yrði náð ef starfs menn hans hefðu sem mest ábyrgðartilfinningu. Hann gaf sér tíma til að kynnast þeim persónulega og fylgdist með einkamálum þeirra. Hann vissi því nákvæmlega hvenær Mac var búinn að steypa kjallaragólfið í húsinu sínu og spurði hann því nokkru síðar: „Hvenær ætlar þú að gifta þig?“ Um kvöldið sagði Mac Alice frá þessu og hermdi eftir gamla Abernathy. Þau voru á leiðinni í kvikmyndahús. ,.Ég get svarið að hann sagði það með þannig hreim, að ef ég svaraið ekki: Á morgun, þá mundi hann setja mig í gamla starfið aftur." „Jæja, og h'vað sagðir þú?“ sagði Aiice. „Þú hefur líklega sagt: Jú, strax og ég hitti réttu stúlkuna“. „Ég sagði ekkert“. „Ég vissi það“, sagði hún stríðn islega. „Þú hefur bara brosað íbygginn“. f stað þess að svara, ók Mac ínn í hliðargötu og stöðvaði hann. Hann tók hana í fang sér. „Það er ekki nóg að hafa réttu stúlkuna við hendina. Maður verður líka að hafa rétta augnablikið“. Alice hvíldi höfuðið við öxl hans. „Hvað áttu við?“ spurði hún. i „Til dæmis mundi ég ekki kæra rnig um að fá hana í sárum eftir annan, svo að hún mundi taka ! mér sem uppbót“. „Hún mundi aldrei gera það, Mac“. „Eða að hún sýndi mér ástar- hót og hugsaði um leið um ann- ann“. 1 „Hún mundi ekki gera það, Mac“. Hann snéri sér við og horfði rannsakandi í augu hennar. „Ég j Veit að henni gæti náttúrlega aldrei þótt eins vænt um mig eins i Og mér þykir um hana, vegna ' þess að það væri allt of mikíð, en .... og þó, mætti ekki ástin vera aðeins öðrum megin“. , „Ef hún segði þér að hún elsk- aði þig, mundir þú þá ekki trúa henni“, spurði Alice lágt. | „Ég treysti henni“, „Það er satt, Mac“. En úr því hann treysti henni svo vel, þá var aðeins rétt að segja honum eins og var, „Ég verð aldrei bein- linis ástfangin aftur, en bað er ekki þar með sagt að mér geti | ekki þótt vænt um þig“. Hún tók þétt um hönd hans. I Alvaran hvarf úr svin hans. Hann rak upp lágt fagnaðaróp og þrýfeti henni að sér. Þau gleymdu að þau höfðu upphaflega æt.lað í kvikmyndahús. . . „Er það svo óskylt að vera ást- fanginn og þykja vænt um“ spurði hann eftir dálitla stund. „Eg get stundum ekki séð neinn mismun á því“. i Hún strauk hendinni yfir hrokkið hár hans. „Ég skal segja þér nokkuð, Mac, Það eina sem ég get fundið að þér, er að þú gerir of lítið úr sjálfum þér“. I Þetta var ekkert svar, en Mac lét sér það nægja. „Og ég skal i segja þér nokkuð“, sagði hann. ' „Tilvonandi eiginkona á ekki að finna neina galla hjá tilvonandi eiginmanni rínum“. ! Það var búið að slökkva á götu ljósunum, þegar bau komu loks heim til Alice. „Ég skil ekkert í mér að ég skyldi ekki sjá það. .“, ’ sSgði Mac. „Og ég sem var alltaf hræddur við að koma of nálægt þér. Ertu viss um að þú viljir ekki láta prest gifta okkur í kirkju. Þú Iveizt að ég gæti fengið lánuð við- eigandi föt“. „Ég vil miklu heldur að við giftum okkur án þess að nokkur viti um það“, sagði hún. Nei, ekki vegna Barry, hugsaði hún með sjálfri sér. Héðan í frá ætl- aði hún aldrei að hugsa um hann meira. „Mér finnst bara allt of langt að þurfa að bíða í fimm daga“. „Þú verður að læra að hlýða lögunum“, sagði hann með upp- gerðar alvörusvip. Fimm dagar. Hún sagði ekki föður sínum frá fyrirætluninni. Hún raulaði fyrir munni sér í eld húsinu og Hayden læknir gladd- ist yfir því. Að fimm dögum liðn um fóru þau Mac til Penbrooke svo lítið bar á. Hún var komin með gullhring um fingurinn og orkedíu í barminn, þegar hún hringdi til föður síns. „Gift? Ertu að segja satt? Eruð þið gift?“ spurði Hayden læknir sem steini lostinn. „Og án þess að láta mig vita með einu orði?“ .. En þrátt fyrir áfallið var ekki laust við að það létti af samvizku hans. „Jæja, þú hefðir eíqki getað fengið betri eiginmann“. Mac stóð við hlið hennar og hélt utan um hana, „Hérna er bezti eiginmaðurinn sem hægt var að fá. Hann langar til að tala við þig“, sagði hún glaðlega.' „Halló, tengdapabbi“, kallaði hann inn í símatólið. „Hallo, Norman. Nei, þú hefðir heldur ekki getað valið þér betri konu.... “ Alice stóð við hliðina á Mac en hún heyrði ekki hvað faðir henn- ar sagði. Allt í einu greip hana efasemd. Hvað hef ég gert. Hef ég gert rétt? Þegar Mac hengdi frá sér tólið, hnippti hún æst í handlegg hans. „Hvað sagði pabbi?“ Hann brosti til hennar. „Tengdapabbi sagðist hafa eign- ast son. Hann hefur ekki misst dóttur“. „Ó, ég gæti faðmað hann að mér“. Hún ljómaði í framan. „Er þetta ekki líkt honum. Ó, Mac, við eigum svo dásamlega gott“. Giftingin varð til þess að stað- festa þá trú Hayden læknis að aðalmarkmið hans hefði alltaf verið að styðja að hamingju dótt ur sinnar. Nú gat hann aftur snúið sér að sinni eigin velferð. Hann hékk yfir Alice á meðan hún tíndi saman eigur sínar. „Að flytja . . að vilja taka slíkt erfiði á sig og óþarfa sjálfsfórn, þegar þau gátu alveg eins vel búið hjá honum og fengið þar þægilegt og gott heimili. „Peningarnir endast ekki lengi nú á dögum“ sagði Hayden lækn- ir hugsandi. „Ég vildi að ég gæti búið þig betur út í hjónabandið, vina mín“. „Við höfum stóla til að sitja á og rúm til að sofa í og borð til að borða við“, sagði hún glaðlega. ,,Mér finnst þetta bara vera slíkur óþarfi, að þið séuð að búa Ævintýri Mikka IBI. Veikgeðja risinn Eftir Andrew Gladwin 32. því ósköp rólegur, settist á rúmið, borðaði kökuna og drakk ölið í makindum. Það var þó ekki hægt að neita því, að það var ævintýri að komast á flótta úr fangelsi Ribbalda risa. En hræddur er ég um, að Mikki hefði ekki verið svo makindalegur og rólegur, ef hann hefði vitað, að Gimbill og Toggi voru núna tryggilega á bak við lás og slá í fanga- klefum nr. 2 og 3. En svona bregðast manns beztu áætlanir. Ribbaldi risi virtist vafalaust vera búinn að ná aftur sínu forna grályndi. Hann lét sem sagt handtaka Togga og Gimbíl og þeim var varpað í fangelsi tafarlaust, þar sem þeir voru grunaðír um samstarf við hinn hættulega njósnara Mata Hari Mikka. “ jj* , Þegar Mikki hafði étið tertuna og drukkið ölið, seig Muhd- ur á hans brá. Ekki vissi hann, hvað hann hafði sofið lengi. Hann hrökk upp úr svefninum. Þó litla Ijósglætu legði inn um ri£una í loftinu^ var þó sýnilegt, að enn var sól á lofti. Hann hafði ekkert merki heyrt. Hafði hann þá misst af því? Hann settist upp og hlustaði. Ekkert hljóð heyrðist. Svo mundi hann eftir lausa stíganum. Hann stillti honum upp að rifunni og klifraði upp. Rifan var alveg mátulega breið fyrir hann. Það var engin rúða í henni og engir rimlar fyrir. Hann gægðist út og sá að fyrir neðan var kastalasýkið, fullt af v&tni. En enginn bátur var sýnilegur. Hann hikaði. Ef til vill var hann of snemma í því. Hann sat kyrr um stund og íhugaði ráð sitt. Skyndilega heyrði hann fótatak í ganginum fyrir framap fangaklefann. Það leyndi sér ekki, hver þar var á ferð, því svo hart og þungt var stigið til jarðar. Það var risinn. Og skömmu síðar heyrði Mikki glamra í lyklakippu og einum lyklinum var stungið í skrána að utanverðu. Lyklinum var snúið og dyrnar opnuðust. Nú mátti engan tíma missa. Mikki brauzt um, skauzt út pm rifuna og kastaði sér tafarlaust Þetta merki tryggir gæðin FROSTLOGUR RAFGEYMAR Gufar ekki upp. Algjörlega öruggur. Má blanda saman við Zerex frostlög. Kr. 104.55 gallonið. Hlaðnir, óhlaðnir. Ýmsar stærðir. Kraftmiklir. Endingargóðir. Ódýrir. BIFREIÐAEIGENDUR: NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA OIIII €A« Laugavcg 166 ■ ■ a a wsm m i iSiM—n -g7jrr~ ! 8tra a u vél lar Strauvélar þessar, sem framleiddar eru af hinni stærstu verksmiðju Bandaríkjanna í sinni grein, eru væntanlegar til landsins í næsta mánuði. Vélarnar eru með hitastilli og því fyrirbyggt að þær ofhitni og eyðileggi þvottinn. Breidd á valsi er 58cm. Áætlað verð kr. 1990.00. Sýnishorn fyrirliggjandi. — Tekið á móti pöntunum. Hekla h.f. Skólavörðustíg 3, Sími 1275. i Ef þér eigið fataefni sem þér þurfið að fá saumað, þá komið með það til okkar. — Við munum þjóna yður og tízkunni eftir beztu getu. Guðmundur ísfjörð, klæðskeri, Grettisgötu 6. R...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.