Morgunblaðið - 31.01.1952, Blaðsíða 12
Yeðurúflif í dag:
N og NA stormur cða rok.
Snjókoma og skafhríð.
25. tbl. — Fimmtudagur 31. janúar 1952*
■ ______________________ -
Gleraugu
Sjá grein á bls. 7.
Flugvallareffirlifsmaðurinn
og kona hans brenndusf bæði
íbúðar- og afgreiðsluskúrar á
Helgerðismelavelli brenna
AKUREYRI, 30. janúar. — Eftirlitsmaður flugvallarins á Melgerðis-
melum, Hoyér Jóhannsson, fyrrum Hveradalabóndi, og kona hans
Erika, brenndust bæði, er þau reyndu að kæfa þar eldinn í bragga-
skálunum, sem brunnu til ösku í gærkvöldi. — Þau misstu aleigu
sína í brunanum.
Aðalfundur Sveina-
sambands bygging-
armanna
Tíðindamaður Mbl. átti í gær-
kvöldi tal við þau hjónin en þau
dveljast hjá Kristni Jónssyni for-
stjóra. — Um brunann fórust
Hoyer Jóhannssyni orð á þessa
leið:
HJÓNIN MEIÐAST
VIÐ SLÖKKVISTARF
Eldurinn kom upp kl. 5,30. Ég
var þá fyrir nokkru kominn heim
frá Akureyri og vorum við hjón-
in i íbúð okkar. Konan mín, Eríka
Hoyer, gekk þá fram, og heyrði
ég að hún rak upp óp. Er ég
kom fram sá ég, að mikill eldur
var kominn í skála þann sem not-
aður var sem setustofa fyrir flug-
farþega. Virtist mér eldurinn mest
ur í skilrúmi því, sem skilur setu-
stofuna frá snyrtiherbergi. — Ég
greip þegar til handslökkvitækja
og tæmdi mörg þeirra. Konan mín
barðist einnig við eldinn, en hún
brauzt síðan út um bakdyr, en í
næsta skála við gluggann var sími.
Braut hún rúðuna og bað um
hjálp hreppsbúa, sem brugðu
skjótt við og voru komnir eftir
15 mínútur. — Gerðu þeir allt,
sem í þeirra valdi stóð, til að ráða
niðurlögum eldsins og bjarga því
sem bjargað varð.
MISSTU ALLT
Hið eina sem tókst að bjarga
út var talstöð flugvallarins. Við
hjónin vorum bæði meidd orðin.
Konan mín brenndist á hægri hönd
og skarst af rúðubrotum. Ég
brenndist á höfði og í andliti.
Snæbjöm bóndi á Grund bauð
okkur heim til sín og veitti okk-
ur hinar beztu viðtökur. — Síðan
kom Kristinn Jónsson forstjóri, og
flutti hann okkur til Bjárna
Rafnars læknis, sem gerði að sár-
um okkar. — Var klukkan þá orð-
in níu. — Síðan höfum við dvaiist
hjá Kristni Jónssyni í góðu yfií-
læti, sagði Hoyer Jóhannsson að
lokum.
Þau hjónin misstu allar eigur
sínar í eldsvoðanum, bjargaðist
ekki annað af þeim en föt þau
sem þau voru í. — Innhú þeirra
var vátryggt, en margt misstu
þau sem óbætanlegt er. — Þau
eru bæði talsvert brennd, en virt-
ust annars búin að ná sér furð-
anlega.
ÍIT FRÁ RAFMAGNI
Um upptök eldsins segir Hoyer
Jóhannsson að eina skýringin sem
honum komi í hug sé að vegna
hlákunnar hafi vatn lekið undir
súð skálans og valdið skammhlaupi
í raflögn en rafmagnstaflan fyrir
skálana var í skilrúmi því sem eld-
urinn virtist vera magnaðastur.
Mikill skaði er að missi farþega-
afgreiðslunnar. Hefur mörgum
þótt gott að þýggja beina hjá
Hoyer Jóhannssyni og konu hans,
auk þess sem flugfélögunum er
nauðsynlegt að hafa bækistöð á
vellinum vegna hinna miklu sam-
gangna um hann. Hér er okkur
ekki kunnugt hvaða úrræði verða
fundin, en sennilegt, að komið
verði upp bráðabirgðaskýli fyrir
farþega og starfsmenn flugfélag-
anna.
S. Þ.
Gullfaxi var vel
hálfnaður
VEGNA hinnar miklu snjókomu
og dimmviðris í gær, varð Gull-
faxi að snúa við til Prestvíkur, en
þar gistu farþegamir í nótt er
leið. Var flugvélin komin langleið-
ina er snúið var við. Með flugvél-
inni eru 34 farþegar, þar af 20
frá Kaupmannahöfn. — Ef veður
leyfir í dag, var áformað að Gull-
faxi legði af stað frá Prestvík kl.
8 árdegis og komi hingað milli
kl. 12 og 1 á hádegi.____
Bæjarfogarar með
1—500 lonn af
frysfihúsafiski
TOGARAR Bæjarútgerðarinnar,
Skúli Magnússon, sem fór á veið-|
ar 18. janúar og Þorsteinn Ingólfs-,
son, sem fór 22. jan., komu hignað
til Reykjavíkur af veiðum í gær,
en þeir landa báðir í hraðfrysti-
húsin hér í bænum. •— Voru þeir
með milli 400 og 500 tonn alls,
voru um 160 tonn af því þorskur
og 230 tonn karfi. — Um klukkan
9 í gærkvöldi var búið að losa j
togarana og fara þeir á veiðar
i dag, og halda áfram veiðum fyr-
ir hraðfrystihúsin.
Hætt um þingmál ©g
stiórnmálaviðihorfið
á Varðarfundi í kvöld
Bjarni Benediklsson, ráðherra, er irummælandi j
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR efnir til fundar i kvöld í Sjáíf-
stæðishúsinu, klukkan 8,30. — Bjarni Benediktsson, utanríkisráð-
herra, verður málshefjandi á fundinum. — Rætt verður um störf
Alþingis og stjórrmálaviðhorfið að loknu þingi. Öllu Sjálfstæðis-
fólki er heimill aðgangur að fundinum og verða frjálsar umræðuc
að framsöguræðunni lokinni. ' <
Varðarfundurinn í kvöld eí
fyrsti fundur félagsins á þessu
ári og jafnframt fyrsti fundur aði
afloknu Alþingi.
Fer því vel á því, að dagskra
fundarins fjalli í senn um af<
AÐALFUNDUR Sveinasambands
byggingamanna var haldinn sunnu
daginn 27. janúar í Kirkjuhvoli.
Framkvæmdast.iórnina skipa nú
eftirtaldir menn:
Forseti: Þórður Þórðarson, múr
ari. Varaforseti, Guðmundur Gísla
són pípul.maður. Ritari Ásgeir
Jónsson, pípul.maður. Féhirðir,
Sigfús Sigfússon, málari er var
endurk jörinn. Vararitari, Ilans
Arrboe Clausen, málari. Með-
st.iórnandi, Sigurður Helgason,
múrari.
Auk þess eiga sæti í stjórninni
eftirtaldir menn:
Svanþór Jónsson, múrari, Matt-
hías Jónsson, múrari, Ingimar
Karlsson, málari, Björn.S. Olsen,
málari. Tryggvi Gíslason, pípu-
lagningamaður. Sigurður Einars-
son, pípul.maður.
Fráfarandi forseti Jón G. S.
Jónsson, múrari, baðst eindregið
undan endurkosningu í fram-
kvæmdaráð og var honum þökk-
uð vel unnin störf í þágu Sveina-
sambands byggingamanna á und-
anförnum árum.
þar sem þökkuð er samúð vegna
fráfalls forseta Islands.
Þingforsetinn mælti nokkur
minningarorð. Kvað hann þingið
sjá á bak manni, sem átt hefði
virkan hlut að norrænni samvinnu.
Forseti Islands vann sér heiðurs-
sess í norrænni sögu, sagði hann.
Mesla snjókoma vefrarins
Spáð er illviðri hér í dag
í GÆRDAG um nónbil tók skyndilega að snjóa hér í bænum.
Hafði fram að þeim tíma verið hláka. — í gærkvöldi klukkan 10,
eftir að snjó hafði kynngt niður látlaust í hálfa áttundu klukku-
stund, var snjódýptin 35 cm, þar sem snjór var jafnfallinn. —
Hefur aldrei fyrr á þessum vetri jafnmikið snjóað, á jafn skömmum
tíma. í dag er spáð slíku veðri að ástæða er til að ætla að sam-
göngur allar muni komast á algjöra ringulreið.
Svo snögglega hætti að rigna
og tók að snjóa, að'maður nokkur
er var á gangi I Austurstræti,
sagði er hann kom af Lækjar-
torgi vestur í Aðalstræti: Á torg-
inu var rigning, en hér er snjó-
koma.
TAFIR Á FERÐUM
ALMENNINGSVAGNA
Lítilsháttar gola var, svo að
ekki hafði snjóinn skafið mjög í
skafla, en tafir höfðu þó orðið
á ferðum strætisvagnanna og
eins Hafnarfjarðarvagna. -— Fór
einn vagnanna út af veginum, en
enga sakaði og ekki skemmdist
vagninn.
Eftirlitsmaður hjá Strætisvögn
unum sagði Mbl. í gærkvöldi kl.
11, að ekið væri á öllum leiðum,
en ekki væri unnt að halda á-
ætlun.
HEFLAR, SNJÓÝTUR
OG FLEIRA
Vegagerð ríkisins sendi tvo
stóra bíla inn á Suðurlandsbraut
og isuður á Hafnarfjarðarveg á
gærkvöldi, til að draga fólksbíla
er þar vofu fastir, en þeir voru
allmargir. Ekki höfðu fréttir bor.-
izt um að bílar væru ílla staddir
á vegum hér í nágrenni bæjarins.
Reykjavikurbær hafði hefil og
jarfíýtu á leiðum Strætisvagn-
anna í úthverfin. Var hugmyndin
að senda .tvo hefla og.tvær ýtur
út klukkan 5 árdegis í dag tíl að
ryðja leiðir strætisvaenanna.
Veðurstofan skýrði blaðinu
svo frá í gærkvöldi, að veður-
spáin í dag væri: Norðan- eða
norðaustan stormur eða rok með
snjókomu og skafrenningi. —
Það eru tvær lægðir við landið,
sem þessu veðri valda. Mun -og
herða nokkuð frost.
Snjókoman var í gærkveldi um
allt Suðvesturland, Faxaflóa og
Breiðafjörð.
43% í launagrciðslur
KAUPMANNAHÖFN — Skýrsl-
ur dönsku hagstofunnar sýna, að
43%, þjóðarteknanna hafa farið í
launagreiðslur á s. 1. ári.
Forseta Islands
minnzt
KAUPMANNAHÖFN, 30. jan. —
Við setningu Þjóðþingsins, las greiðslu þingmála Og stjornmála-
forseti þess símskeyti frá Alþingi, viðhorfið. Eins og getið hefir ver-
ið, verður ntanrlkisráðherra fram-
sögumaður á fundinum, en aðrií
þingmenn Sjálfstæðisflokksins f
Reykjavík verða að sjálfsögðu við«
staddir, og munu þá taka þátt í
umræðum eftir því sem tilefni
gefst. Með slíkum fundi ætti Varð-
arfélögum og öðrum, sem fund-«
inn sækja, að gefast gott tæki*
færi til að fá yfirlit yfir megin-
atriði þingmálanna, beina fyrir-
spurnum til forráðamanna flokks-
ins og taka þátt í umræðum unt
málin. Þess má vænta, að Sjálf-
stæðismenn fjölmenni á þennan
fund Varðarfélagsins. Hefir félaga
starfsemin verið mjög fjölþætt í
vetur og hélt félagið mjög margal
fundi síðari hluta s. 1. árs. Á þeiiu
fundum var m. a. rætt um skatta-
málin, atvinnumálin, bæjarmál
Reykjavíkur og fjárhagsáætlun
bæjarins, landhelgismál og verzl-
unarmálin o. fl. j,
Hefir félagið þannig lagt áherzlil
á að taka á dagskrá funda sinn^
þau helztu málefni, sem á hver.jurtt
tíma eru á döfinni. j
Sendiherra Dana
fulltrúi konungs við
úlför íorsefa
SAMKVÆMT skeyti, sem barst
til sendirráðs Dana hér í gær-
kvöldi, hefur verið ákveðið að
hinn danski kirkjumálaráðherra,
C. Hermansen, komi hingað til
að vera'viðstaddur útför forset-
ans á laugardaginn kemur, sem
fulltrúi dönsku ríkisstjórnarinn-
ar. Samtímis var skýrt frá því að
sendiherra Dana hér, frú Bodil
Begtrup, verði fulltrúi Danakon-
ungs við útförina.
Vélahúsið að Varmalæk í
Skagafirði hrann til ösku
Tveir menn brenndust töluvert við slökkvistarf
SAUÐÁRKRÓKI, 30. jan. — Um þrjú leytið í gær kom eldur upjt
í vélahúsi að Varmalæk í Skagafirði. f húsinu var dieselvél, serrt
framleiddi rafmagn fyrir nærliggjandi heimili ,en þau munu verai
9 eða 10. ,)
BRENNAST VIÐ <
SLÖKKVISTARF
Tveir þeirra manna, sem
unnu að slökkvistarfinu,
brenndust talsvert á andliti og
höndum, þeir Pálmi Ólafsson,
eigandi rafstöðvarinnar og
Steindór Sigurjónsson, Nauta-
búi. Var komið með mennina
hingað til Sauðárkróks seint
í gær og gert að sárum þeirra
af hcraðslækni.
MIKIL ÓÞÆGINDI
Húsið gjöreyðilagðist, og er
mjög óttast um að vélarnar hafi
stórskemmst eða jafnvel eyði-
lagst með öllu. Má geta nærri hve
miklum óþægindum þetta muni
valda fólkinu í byggðarlaginu,
bví rafmagnið var bæði notað til
ljósa og eldunar. — Jón.
Laxfoss sekkur dýpra
ÓLAFUR í Rrautarholti Bj arna-
son, skýrði Mbl. svo frá í gær,
að Laxfoss hefði færst dýpra nið-
ur að iiftan, þannig að á flóði
fjýtuf sjór kringum franisigluna.
— Ég er ekki trúaður á að hægt
verði að vori að bjarga skipinu.
1 næsta suðvegtan brimi, er hætt
við að skipið eyðileggist.