Morgunblaðið - 31.01.1952, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.01.1952, Qupperneq 7
< Fimmtudagur 31. Jan. 1952. MORGUNBLAÐIÐ 1 I BÆJARSTJÓRIM BÝÐUR GUFUNES FYRIR Á AUKAFUNDI bæjarstjórnar Beykjavíkur í fyrradag var sam- þykkt að gefa áburðarverksmiðju stjórninni kost á landi fyrir verk- smiðjuna í Gufunesi og veita henni leyfi til að gera þar bryggju cg ónnur nauðsynleg batnarmannvirki. Þennan sama dag hðfðu verið haldnir tveir bæjarráðsfundir um málið og ennfremur fundir í hafnarstjórn, byggingarnefnd og skipulagsnefnd. Til þess að fá nánarí uþplýsing- ar um þessar ákvarðanir sneri Mbl. sér í gær til Gunnars Thor- oddsen borgarstjóra og átti við hann samtal um málið. STAÐARVAL. VERKSMIÐJUNNAB — Hvað viljið þér segja um tmdirbúfling og aðdraganda þessa Uyggingarmáls? .— Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur lagt á það ríka áherzlu, segir borgarstjóri, að áburðar- verksmiðjan verði reist í lögsagn- arumdæmi bæjarins. Hafa þær óskir bæjarstjórnarinnar verið ítrekaðar hvað eftir annað síð- ustu ár. Ljggja til þess ýmsar ástæður og eru þessar helztar: Áburðarverksmiðjan byggist fyrst og fremst á nægri raforku. En hana getur hún ekki fengið, nema frá hinni nýju Sogsvirkjun. Auk þess þarf hún að vera við sjó, þar sem hafnarskílyrði eru góð, vegna sjóflutninga á áburð- inum og aðdrátta. En ennfremur þarf hún að liggja vel við sam- göngum á landi, vegna flutninga á áburðinum út um sveitir. Þessum skilyrðum er auðvitað bezt fullnægt í Reykjavík, þar sem verksmiðjan getur fengið raforku frá aðalspennistöð Sogs- virkjunarinnar við Elliðaár og samgönguskilyrði á sjó og landi eru einnig bezt hér. HAGSMUNIR VERKSMIÐJUNNAR Ég tel því að með hagsmuni verksmiðjunnar sjálfrar fyrir augum sé hún bezt staðsett í Reykjavík. Frá sjónarmiði Reykjavík- urbæjar liggja þær ástæður, m. a. til þess að staðsetja hana hér, að mikil atvinna fyrir verkamenn og iðnaðarmenn skapast við byggingu verk- smiðjunnar. Fróðir menn telja «g, að í sambandi við starf- semi hennar skapist margvís- legir nýir möguleíkar fyrir aukinn iðnað í bænum. DEILURNAR UM STAÐARVALIB — Um hvað hafa deilurnar um staðarval fyrir verksmiðjuna að- allega snúizt? — Það kom fljótt í Ijós að ýms öfl voru að verki, sem vildu ö.raga verksmiðjuna frá Reykja- vík og setja hana niður annars staðar. Voru boðin ýms fríðindi í því sambandi. í samræmi við þau sjónarmið, sem ég minntist á áður, bauð Reykjavíkurbær ýmsar lóðir fyrir verksmiðjima, svo sem Eiði á Seltjarnarnesi, við Klepps- vík og á Ártúnshöfða. Jafnframt var verksmiðjunni boðin margs konar fyrirgreiðsla og ívilnanir um vegagerð, vatn, hafnarað- stöðu, niðurfellingu lóðaleigu O. fl. En að sjálfsögffu voru öll þau tilboð gerff meff þeim ákveðna fyrirvara aff full- komnar öryggisráðstafanir væru gerðar til þess að koma i veg fyrir slysahættu, er kynni að stafa af þessum iðn- aði. UEITAÐ ÁLITS SÉRFRÆBINGA UM SPRENGIHÆTTU .— Hvað er frekar að segja um sprengihættu af framleiðslu verksmiðjunnar? — í verksmiðjulögunum er gert ráð fyrir, að verksmiðjan framleiði þrenns konar áburð, ammoníak, ammonium-nítrat og ammoníum-fosfat. Verksmiðju- ABIJRÐARVERIíSiyiÐJU liikilvægt atvinnumál fyrir Íleykvíkinp Fyllsfa öryggis gælf vsð fram- leiðslu og geymslu áburðarins Samtal við Gunnar Thcroddsen, borgarsíjóra stjórnin mun hafa ákveðið' að framleiða í fyrstu aðallega ammoníum-nítrat. Á fundi hafnarstjórnar Reykja víkur, snemma í haust, þar sem mál þetta var rætt, vakti Val- geir Björnsson hafnarstjóri máls á því, að sprengihætta gæti staf- að af ammoníum-nítrati. Benti hann á, að nokkur slys hefðu orðið erlendis af sprengingu þess, einkum hið mikla slys og elds- voða í Texas City árið 1947. — Taldi hafnarstjóri nauðsyn bera til að fá glöggar og öruggar upp- lýsingar um sprengihættuna í sambandi við framleiðslu þessa efnis og óhjákvæmilegar varúðar- ráðstafanir. Skrifaði hann stjórn áburðarverksmiðjunnar þá þeg- ar, með samþykki hafnarnefndar, og skoraði á hann að láta í té greinilegar upplýsingar um málið. Verksmiðjustjórnin leitaði álits tveggja ráðunauta sinna í Bandarikjunum, en okkur þótti þær upplýsingar ekki fullnægj- andi. Fól ég þá Gunnari Böðvars- syni verkfræðing að gera áiits- gerð um málið. Lauk hann henni 13. nóvember og var hún sam- dægurs lögð fyrir bæjarráð. — Komst hann að þeirri niðurstöðu, að sprengiafl væri mikið í ammoníum-nítrati, eða svipað og í dynamiti. En hins vegar væri örðugt að koma af sfað spreng- ingu í því. Þó yrði að gera ráð fyrir sprengihættu, ef öflug for- sprenging ætti sér stað í áburð- argeymslu eða nálægt henni. — Þess vegna yrði öryggis vegna is geymslu þessarar áburðarteg- undar. Þá gaf Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur einnig skýrslu um þetta mál, og bar nokkuð á milli hennar og hinnar fyrrnefndu. NEFND SÉRFRÓÐRA MANNA Þar sem skýrslur þær, sem verksmiðjustjórnin hafði afl- að, þóttu ófullnægjandi, flutti ég tillögu um það í bæjar- ráði þann 20. des. að skorað yrði á ríkisstjórnina að skipa nefnd sérfróðra manna þá þegar, tii þess að gefa álits- gerð um, hvort sprengihætta væri samfara framleiðslu og geymsiu þessa áburðar, og ef svo væri, hverjar öryggisráð- stafarir þyrfti þá að gera og að undirbúa yrði reglur um alla meðferð og fiutninga áburðarins á sjó, á landi og í iofti. Ríkisstjórnin skipaði þegar nefnd þriggja manna í þessu skyni. Áttu sæti í henni þrír verkfræðingar, þeir Ásgeir Þor- síeinsson, Gunnar Böðvarsson og Jóhannes Bjarnason. Skilaði hún síðan áliti um áramótin. — Hver var r.iðurstaða þeirra? — Því er bezt svarað með birt- ir.gu eftirfarandi kafla úr áliti þeirra. Þar komast verkfræðing- arnir að orði á þessa leið: „1. atriði. Stafar sprengihætta af framleiðslu og geymslu amm- oniumnitraf-áþurðaf? Rf, svo er, í hve ríkum mælj? uúUiíú .;o Eins og séráiit okkar bera með I sér, teljum við, að ekki stafi sprengihætta «f ; fDamléiðslu ammoniumnitrÆt-áburðar, með ^ aðferð þeirri, sem upplýst hefur verið, að verksmiðjan ætli sér að I nota við framleiðslu þessa áburð- ar. En aðferðin er sú, í stuttu' n áli, að framleiða ammonium-| nitrat-krystalla við loftþynningu (vakuum), og þurrka þá síðan v.ö vægan iofthita. ( Af geymslu ammoniumnitrat- áhurðar teljum við ekki stafa! sprengihættu, ef fullt tiliit er tekið til eðlis þessarar efnisteg- undar, einkum gagnvart hita og loftþrýstingi, íblöndun hættu- legra efna, svo sem lífrænna efna [ og annarra afíldandi (reduser- andi) efna, og þær ráðstafanir gerðar, sem oð dómi erlendra' framleiðenda þessarar áburðar- ttgundar eiga að girða fyrir þær áhættur, er kunna að vera fyrir I hendi undir eðlilegurn kringum- stæðum. | 2. atriði. Ef sprengihætta er fyrir hendi, nverjar ráðstafanir þarf þá að gera til varúðar, til þess að afstýra tjóni á mönnum og mannvirkjum, og hversu stór | svæði umhverfis verksmiðjuna eða áburðargeymslurnar þurfa að vera óbyggð eða háð sérstökum kvöðum? j Þar sem álitamál er, hvað telja .beri eðlilegar kringurrv+æður eins og nú horfir við í heimin-| ;um, og hve langt beri að ganga til varnar hugsanlegum voða, 'höfum við talið rétt að setja að- eins fram svo víðtækt álit, að við gætum sameinazt um það, en ^taka ekki fram sérsjónarmið einstakra okkar, sem ganga skemmra í öryggiskröfum. j Við höfum komið okkur saman um að miða við þær forsendur, að óvæntir atburðir, er fela í sér sprengihættu af geymslu amm- oniumnitrat-áburðar, geti skollið yfir verksmiðjuna fyrirvaralaust. I Af þessum sökum verður að gera mun strangari kröfur um stærð verksmiðjulandsins, af- stöðu áburðargeymslunnar gagn- vart öðrum mannvirkjum og verksmiðjuhúsum, svo og gagn- vart umhverfi verksmiðjunnar, til þess að forðast meiri háttar slys, en við teldum ella ástæðu tii að gera. I Það þykir því rétt að gera þess- ar kröfur: i a. Að ammoniumnitrat-áburður sé fluttur úr framleiðsluhús- um, jafnskjótt og hann er full- unninn (gert ráð fyrir við- stöðulausri vinnslu). b. Að geymsluhúsin fyrir amm- oniumnitrat-áburð verði eigi notuð fyrir nein önnur efni. c. Að geymslurnar verði stað- settar á sjávarbakka, þar sem hægt er að grafa þær inn í bakkann, með inngöngu sjáv- armegin (eins og t. d. í Ár- túnshöfða), eða á stað, þar sem'hægt er að gera um þær jafntraustan varnargarð, eins og ef þær vaeru grafnar inn í sjávarbakka. Að geymslurnar verði að öðru leyti gerðar eft- ir tillögum sérfræðinga um geymslur sprengiefna af þessu tagi. d. Að aldrei sé meira af ammon- iumnitrat-áburði (34%) í einni , géymsíu samtímis en 1500 Smálestir, nema sérfræðin^ár 'i meðféfð sþréngiefna ielji það áhættulaust, að meira sé geymt, enda sé efninu staflað á örug’gasta hátt. Skaþist nú sérstakt hættu- ástand, gerum við ráð fýrir því, að verksmiðjustjórnin taki afstöðu til þess, hve mik- ið af áburði sé rétt að hafa í geymslunum. Séu geymslur hafðar fleiri en ein, er nauðsynlegt að hafa 100—150 metra milli þeirra. e Að engin mannvirki eða bygg- ingar, sem starfað er við að staðaldri, verði nær nokkurri geymslu en í 700 til 1000 metra fjarlægð, eftir land- fræðilegum aðstæðum. 3. atriði. Er nauðsynlegt að setja ákveðnar reglur um með- ferð og flutning ammoníumnitrat áburðar á sjó, í landi og í lofti? Við teljum sjálfsagt að fyllri athugun fari fram á reglum ým- issa landa fyrir meðferð þessa áburðar, og að síðan yrðu settar hér reglur um geymslu hans í vöruskemmum, í skipum, og í geymslum bænda, eftir því sem ástæður krefjast. Gildir þetta einnig um flutn- iuga með flugvélum, eða á annan hátt. 4. atriði. Er ástæða til þess, að áburðarverksmiðjan framleiði í stað ammoniumnitrats annan áburð, sem minni eða engin sprengihætta stafaði af, eða bland aði ammoniumnitrat öðrum efn- um, er útilokuðu sprengihættu? Með því að setja fram framan- greindar kröfur um varúðar- og öryggisráðstafanir, ef ammonium nitrat-áburður verður framleidd- ur, höfum við gert málinu skil, eftir beztu vitund, að því er sprengihættuna áhrærir. Það má hins vegar fullyrða, að ef framleiddur yrði blandaður áburður, gæfi slík framleiðsla ekki tilefni til neinna óvenju- legra ráðstafana, og mundu þá kröfur okkar hér að framan, sem miðast við sprengihættu, geta fallið burtu.“ FYLLSTA ÖRYGGIS GÆTT Allt það, sem gerzt hefur í málinu síffan nefndin skilaffi áliti, segir borgarstjóri, hefur veriff á því byggt, aff fullnægja þeim öryggiskröfum, sem þarna eru settar fram. Bæjarráð gerði hinn 18. janúar tilboð um Ártúnshöfða fyrir áburðarverksmiðjuna og geymsl- ur hennar, þar sem fyllstu kröf- um um öryggi væri fullnægt. — Stjórn áburðarverksmiðjunnar hafnaði því, vegna þess að ekki væri unnt að ferma skip við bryggju þar jafnmiklu áburðar- magni í einu og hún teldi nauð- synlegt. Þá var Gufunes athugað og 27. janúar ákvað verksmiffju- stjórnin aff staðsetja hana þar, ef bæjarstjórn samþykkti þann staff, og gengi aff ýms- um skilyrffum frá henni. Næstu tvo daga voru haldn- ir sífelldir fundir meff ýms- um nefndum og starfsmönn- um bæjarins og á þriðjuóags- kvöld var haldinn bæjarstjórn arfundur, þar sem samþykkt var einróma svohljóffandi til- boð til verksmiðjustjórnarinn- ar: TILBOÐ BÆJARSTJÓRNAR UM GUFUNES „Bæjarráð samþykkir staðsetn- ingu verksmiðjunnar í landi Gufu- ness, og samþykkir fyrir sitt leyti: 1. Að gefa stjórn Áburðarverk- smiðjunnar h. f. kost á lóð fyr- ir verksmiðjuna í landi jarð- árinnar, allt að 15 ha. svæði, eftir nánari útvísun í samráði við verksmiðjustjórnina. Þessi lóð skal fengin Áburðar- verksmiðjunni h. f. endurgjalds laust frá því að byijað er á byggingarframkvæmdum þar, og þar til liðin éru 20 ár frá því að verksmiðjan tekur til starfa, en að þeim tíma liðn- um skal lóðarleiga ákveðin með beztu leigukjörum, miðað við sambærilegar iðnaðarlóðir bæj- arins. 2. Að ráðstafa ekki til annarra um næsta 10 ára bil, frá því að áburðarverksmiðjan tekur til starfa, allt að 10 ha. land- sv’æði, er.valið verði í samráði við Verksmiðjustjórnina. Á tímabilinu hefir Áburðarverk- smiðjan h. f. rétt til að fá þetta svæði leigt, eða hluta þess, til sinna þarfa. 3. Að leggja á bæjarins kostnað allt að 1 km. vel akfæra vegi um land verksmiðjunnar, eftir samkomulagi við stjóm verk- smiðjunnar. Bærinn annist við- hald þessara vega. Bæjarráð lítur svo á, að veg frá Vest- urlandsbraut að verksmiðju- landinu, beri að sjálfsögðu að taka í tölu þjóðvega og leggja hann svo fljótt sem þörf kref- ur. 4. Að leyfa, án endurgjalds, lagn- ingu háspennustrengs — í lofti eða í jörðu — um land bæjar- ins, frá aðalspennistöð Sogs- virkjunarinnar við Elliðaár, að verksmiðjunni. 5. Að leyfa, án endurgjalds, lagn- ingu kælivatnsæðar um land bæjarins, frá Korpúlfsstaðaá að verksmiðjunni, og vatnstökm úr ánni. Síi. Að sjá verksmiðjunni fyrir neyzluvatni, er verði að und- angengnum rannsóknum á bæj- arins kostnað, tekið í landi Gufuness eða úr Korpúlfs- staðaá. JFyrir þau vatnsnot greiðir verksmiðjan vatnsskatt skv. gjaldskrá Vatnsveitunnar. Bæjarráð getur ekki, að svo stöddu, gefið fyrirheit um lagn- ingu neyzluvatnsæðar frá vatnsveitukerfi bæjarins, vegna kostnaðar. 7. Að leyfa Áburðarverksmiðj- unni h. f. að gera hafnarmann- virki við Gufunes, með skil- málum, er samkomulag verður um við hafnarstjórn. 8. Að leyfa staðsetningu og gerð verksmiðju- og geymsluhúsa þar á verksmiðjulandinu, sem stjórn Áburðarverksmiðjunnar h. f. telur hagkvæmt, að fengnu samþykki byggingaryfirvalda bæjarins. 9. Að Reykjavíkurbær annist strax bráðabirgðalögn á raf- magni til byggingarfram- kvæmdanna og greiði fyrir þeim eftir föngum, m. a. með því að leyfa, án endurgjalds, töku byggingarefnis (malar, sands, grjóts) í verksmiðjulandinu, eða nágrenni þess, eftir nán- ari fyrirsögn bæjarverkfræð- ings. Bæjarráð vísar að öðru leyti til samþykktar sinnar 18. þ. m., þar sem rætt var um staðsetningu áburðarverksmiðju á Ártúnshöfða. YFIRLÝSING VERKSMIÐJUSTJÓRNAR — Hefur komið til orða að hætta við framleiðslu ammoníum nitrats? — Meiri hluti bæjarráðs og bæjarstjórnar, þ. e. allir aðrir en kommúnistar, telja það ekki hlut- verk bæjarfúlltrúa að ákveða, hvaða áburðartegundir skuli framleiða, enda skorti þá til þess sérþekkingu. Við höfum hins vegar talið það skyldu okkar, gagnvart bæjarbúum annars vegar, að fá þetta þýðingarmikla atvinnufyrirtæki reist í Reykja- | vík og hins vegar, að tryggja allar nauðsynlegar varúðarráð- [ stafanir til þess að hindra slys. Varðandi áburðartegundirnu£; er rétt að almenningur sjái eftir,-v ;s farandi yfirlýsingu frá stjói'iþ 3, verksmiðjunnar, segir borgar-jv.3, stjóri að lokum: . ■ , > „Samkvæmt beiðni skal upþi Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.