Morgunblaðið - 05.02.1952, Page 8
8 '
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. febrúar 19o2
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjörn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
20 múnuðir
HINN 25. janúar s. 1. hófst 20.
mánuður styrjaldarinnar í
Kóreu. í þann mund hófst einn-
ig áttundi mánuður vopnahlés-
umræðna þeirra, sem ræða
Jakobs Malik hinn 23. júlí var
inngangur að.
Á þeim rúmlega 19 mánuðum,
sem liðnir eru síðan að komm-
úmstar hófu Kóreustyrjöldina
með lymskulegri árás á lýðveldi
Suður-Kóreumanna, hefur mikið
blóð runnið og miklar þjáningar
verið lagðar á saklaust fólk, bæði
á Kóreuskaga og í þeim 17 lönd-
um, sem sent hafa liðsafla til
þess að verjast ofbeldinu. Gífur-
legu fjármagni hefur einnig ver-
ið eytt til þess að heyja þessa
styrjöld.
Um það þarf engum að bland-
ast hugur að vörn Sameinuðu
þjcðanna í Kóreu og ósigur
kcmmúnista þar, hefur haft stór-
fellda þýðingu fyrir framtíðar-
öryggi frjálsra þjóða. Með henni
vai ofbeldisöflunum sannað, að
þau gátu ekki farið sínu fram
óhegnt. Þau gátu ekki rænt sak-
lausar þjóðir frelsi sínu og hafið
ofbeldisárásir án þess að Sam-
einuðu þjóðirnar létu þær að-
gerðir til sín taka.
★
Það verður nú hinsvegar
Ijósara með hverjum deginum
sem líður að kommúnistar
hafa notað vopnahlésumræð-
urnar sem skálkaskjól til þess
að undirbúa frekari hernaðar-
aðgerðir í Kóreu. Fyrir þeim
hefur ekki vakað fyrst og
fremst að ná heiðarlegu vopna
hléi. Pekingstjórninni var orð-
ið ljóst, að herir hennar í
Kóreu höfðu beðið geysilegan
ósigur. Hún sá einnig í hendi
ser, að sá ósigur gat haft ör-
lagaríkar afleiðingar fyrir álit
hennar meðal þjóða Asíu. —
Þessvegna hóf hún vopnahlés-
viðræður í Kaesong og síðar
undirbúningsviðræður í Pan-
munjom.
Afstaða Sameinuðu þjóðanna
hefur verið sú, að freista í lengstu
lög að ná samkomulagi um niður-
fat; vopnaviðskipta, til þess að
kcimizt yrði hjá frekari blóðsút-
hellingum. Þær raddir eru nú
hirisvegar teknar að heyrast með-
al þeirra þjóða, sem sent hafa
her til Kóreu, að þýðingarlaust
sé að þjarka öllu lengur við
samningaborð við kommúnista.
Nauðsynlegt sé að láta hernað-
araðgerðir skera frekar úr í við-
ureigninni á Kóreuskaga. Sú leið
sé- jafnvel hklegri til þess að
binda endi á styrjöldina og halda
uppi heiðri samtakanna, en frek-
ari viðleitni til þess að koma á
vopnahléi.
★
Um það skal ekki fullyrt á
þessu stigi málsins, hvort þetta
verður niðurstaðan af rúmlega
7 mánaða samningaþófi. Frið-
samar þjóðir hafa til þessa gert
sér nökkra von um að vopnahléi
yrði komið á. Sú von fer þverr-
andi dag frá degi.
í gær bárust að vísu fregnir
um, að nokkru vænlegar horfði
um samkomulag í fangaskipta-
neíndinni en gert hefur um skeið.
Sú staðreynd er í dag ljósari en
nokkru sinni fyrr, að heimsfriðn-
um stafar fyrst og fremst hætta
af einu: Ofbeldis- og uppvöðslu-
stefnu kommúnista. Það er alveg
sama, hve mörg „friðarávörp"
Kominformklíkan lætur frá sér
fara til þess að varpa yfir_ sig
blæju friðarvilja og sáttfýsi. Úlfs-
hárin verða ekki dulin undir
sauðargærunni. Þess ákafari, sem
friðaryfirlýsingar kommúnista
verða, þess auðsærri eru ráða-
gerðir þeirra um frelsisrán og
ofbeldi.
Þessi sannleikur getur nú ekki
dulizt neinum hugsandí manni.
Aðeins þeir, sem freðið er fyrir
skilningarvitin á af ofstæki og
skurðgoðadýrkun, geta trúað
því, að friðartal kommúnista
styðjist við annað en hræsrti og
yfirdrepsskap.
★
Allar líkur benda til þess,
að Sameinuðu þjóðirnar taki
mjög fljótlega afstöðu til þess,
hvort halda beri áfram þófinu
í Panmunjom. Ef niðurstaðan
verður sú, að þar slitni upp úr
öllum tilraunum til að koma
á vopnahléi, mun nýr og ör-
lagaríkur þáttur í Kóreustríð-
inu hefjast. Þeim þætti getur
áreiðanlega ekki lokið á mjög
skömmum tíma. Um það verð-
ur heldur ekki sagt fyrirfram,
hvað gerast kunni í heims-
stjórnmálunum meðan á þeim
átökum stendur. En nokkur á-
stæða er til þess að vera ugg-
andi um þá atburði.
Habib Bourgbiba - maðuríoii, se
kostar Frakka blóð eg óbyggjnr
I CASBAH-borgarhlutanum í
Túnisborg er lítið hús og lág-
reist. Þar eru aðalbækistöðv-
ar Neo-Destur-flokksins, eða
þjóðernisflokksins í Túnis.
Flokksforystan kippir sér
engan veginn up við, að Habib
foringi flokksins, er oftast „að
heiman“, en konan hans, sem
er 10 árum eldri og frönsk að
ætt, tekur þátt í flokksstarfinu
af átríðuþunga, og er persónu-
legur fulltrúi hans, þegar hann
er ekki heima. Sagt er, að hún
sé miklu harðvítugri í garð
frönsku stjórnarinnar en hann
sjálfur.
í LITLUM bæ í útnára Túnis-
I eyðimerkurinnar dvelst Habib
Bourghiba um þessar mundir og
Foringí |)|óðernBssin/iia
á Túnis er þeim erfiður
í handrilamálinu
FYLLSTA ÁSTÆÐA er til þess
að fagna þeim ummælum Her-
ma nsen kirk j umálaráðherr a
Dana, í samtali, sem blaðið birtir
við hann í dag, að líkur séu til
þess að sú lausn finnist í hand-
ritamálinu á þessu ári, sem bæði
íslendingar og Danir geti fellt
sig við. Það er einnig fullvíst,
að skynsamlegt er að reyna að
kcmast sem fyrst til botns í
þessu máli, sem vitað er að báð-
um þjóðunum er viðkvæmt. Orð
ráðherrans um sambúð þessara
tveggja norrænu frændþjóða eru
íslendingum áreiðanlega gleði-
efni. Við getum fyrir okkar leyti
lýst því yfir, hvar sem er og
hvenær sem er, að áhugi okkar
fyrir sem nánastri og beztri sam-
vinnu við dönsku þjóðina er ein-
lægur og fölskvalaus. Það er
okkur ánægjuefni, ekki síður en
vinum okkar í Danmörku, að sam
búð þjóðanna hefur stöðugt farið
batnandi undanfarin ár. Aukin
kynni þeirra af högum hvor arin-
ara munu halda áfram að bæta
hana og skapa gagnkvæman
skilning og vináttu á milli þeirra.
Islendingar eru norræn
þjóð að ætt og uppruna. Því
vilja þeir hvorki né geta
gleymt. Aukin þátttaka fs-
lands í alþjóðlegu samstarfi
og vaxandi viðskipti okkar við
hin vinveittu engilsaxnesku
stórveldi hafa ekki fjarlægt
íslenzku þjóðina frændþjóðum
sínum á Norðurlöndum. Einn-
ig þær hafa orðið að leita sér
skjóls og verndar í víðtækum
samtökum frjálsra þjóða.
Það er steoðun okkar íslend-
inga, að hin menningarlegu
tengsl milli okkar og annara
norrænna þjóða megi aldrei
rofna. Ennþá síður mega þessar
þjóðir vanrækja fræridskap sinn.
Þvert á móti hljóta norrænar
þjóðir að þoka sér saman, treysta
vináttubönd sín og ættartengsl,
ávaxta hinn sameiginlega menn-
ingararf, sem tilvera þeirra
fry£g-;st á.
sé varnalaus fangi franskra yfir-
valda — að minnsta kosti í svip.
EKKI OFSTÆKISFULLUR
FJANDMAÐUR FRAKKA
Habib er ekki fjandsamlegur
Frökkum í venjulegum skilningi.
i Hann er ekki ofstækisfullur
Múhameðstrúarmaður, hann er
ekki heldur andevrópskur. Hann
er meira að segja áhangandi vest
| rænna menningarstrauma. Hann
talar betur frönsku en mállýzku
ættflokks síns. Hann hefir hlotið
menntun sína við Sorbonne, á
áhrifamikla vini í löndum Breta
og Bandaríkjamanna. Dvelst
langdvölum erlendis, þar sem
hann rekur þrotlausan áróður fyr
ir málefninu Frjálst Túnis innan
takmarka hins vestræna heims.
SAT ÞRÍVEGIS í
FRÖNSKUM FANGELSUM
Fæddur er hann í litla evði-
merkurbænum Monastir. o? barn
skónum sleit hann í Túnis, en
vestrænir siðir hans eru útlend-
ingslegir í augum margra flokks-
manna hans. Hann klæðist falleg-
Frjálst Túnis er markmið hans.
hefst ekki að, svo að séð verði.
Franskir hermenn gæta hvers fót
máls hans. Þó er engan veginn
látið í veðri vaka, að hann sé
fangi, ekki einu sinni í stofu-
fangelsi. Hann hefir einungis
verið „fjarlægður frá Túnisborg,
þar sem nærvera hans er ekki
æskileg, meðan á óeirðunum
stendur".
En ef hann reyndi að hverfa,
þá mundi urmull franskra sendi-
manna leita hans um þvert og
endilangt landið, og ekki gefast
upp fyrr en hann væri fundinn.
Þeir létu sér einnig vel líka að
heyra rödd hans í bandaríska út-
varpinu. Þar hefir hann stundum
ávarpað fólkið á hinni góðu
frönsku sinni.
I Habib Bourghiba er foringi
Neo-Destur-flokksins, en tilvist
hans hefir kostað mikið blóð og
valdið Frökkum miklum erfið-
leikum við seinustu stjórnarmynd
I un, og mátti þó sízt þar á bæta.
SÁ EINI, SEM
FRAKKAR ÓTTAST
Hann er að líkindum sá mað-
urinn í Túnis, sem Frakkar óttast
mest og þora ekki að skerða hár
á höfði hans, og er það meira en
sagt verður um nokkurn annan
. Túnis-búa.
J Ef honum væri einhver miski
; unninn, mundu þær tvístruðu og
I ósamstæðu óeirðir, sem gosið
hafa upp hingað til, verða vopn-
, uð og samstillt barátta. Því að
j Neo-Destur-flokkurinn er ekki
I vopnlaus. Hann er skipulagður
I ágætlega og forystan veit, hvað
j hún vill. Innsti kjarni hans er
bræðralag manna, sem vinna á
. laun og fara ólöglegar leiðir.
Sennilega þyrfti Bourghiba
ekki annars en laumast allra
, snöggvast úr auesýn gæzlumann
( anna til að fá hjálp til að hverfa
, og dveljast svo óhultur með
! flokksmönnum sínum. En hann
telur það betur stoða málstað
sinn að láta líta út fyrir, að hann
um fötum eftir evrópskri tízku,
notar aldrei vefjarhött, í mesta
lagi fez og þá til að þóknast lönd-
um sínum.
Þrívegis hefir hann setið í
frönskum fangelsum, á styrjaldar
árunum var hann fluttur til
Frakklands, þar sem hann var
hrifinn úr fangelsi í Toulon 1952.
Þá á hann að hafa sagt: ,,Eg þigg
frelsið, hvaðan sem það kemur,
jafnvel þótt það sé frá Þjóð-
verja“.
Habib er eini maðurinn, sem
veit hve öflugur flokkur hans er.
Hann er að vísu bannaðúr, en
öllum er Ijóst, að hann er til.
Franska lögreglan vissi það löngu
áður en óeirðirnar gusu þar upp
rétt eftir miðjan janúar s.l.
Perluuppboð.
LUNDÚNUM — Stjórn Venezú-
ela hyggst efna til uppboða í
Lundúnum, París, Beirút og víð-
ar, þar sem 215.000 sterlingsp.
virði af perlum verða seldar. 1—
Andvirðinu verður varið til
kaupa á landbúnaðarvélum.
Velvakandi skriíar:
ÚB DAGLEGA LlFIMU
Bókamarkaðurinn
í Listamannaskálanum
ALDREI hafa Reykvíkingar séð
jafnmargar bækur á boðstól-
um í einu og nú á bókasýningunni
í Listamannaskálanum.
.... á bókasýningunni.
Bókasýning þessi, sem réttast
væri að kalla bókamarkað, er hin
athyglisverðasta fyrir ýmissa
hluta sakir. En það skiptir mestu
máli fyrir almenning, að þarna
getur hann moðað úr meiru en á
nokkrum öðrum stað, því að bæk-
urnar kváðu vera á 6. hundrað,
og verðið er miklu lægra heldur
en tíðkast á nýjustu bókunum,
sem einkum er otað að mönnum
í bókabúðunum nú.
Þetta kunna menn að meta,
enda hefir verið ös.
Greiður aðgangur
að bókunum
SMEKKLEGA og haganlega er
gengið frá bókunum, þær
flokkaðar og þeim stillt saman
eftir efni, svo að gestir geti sem
bezt gert sér grein fyrir, hvað
er að fá.
Yfirleitt eru þetta mestu sórna-
bækur eftir innlenda höfunda og
erlenda, þó að dálítið rusl hafi
fengið að fljóta með. Það er líka
undanrennan, sem múgur manns
gleypir við að sagt er.
Framtakssemin sú arna er
þakkar verð, og kaupendum jafnt
sem seljendum til hagsbóta.
Skyldur
happdrættishafanna
VART líður sá dagur, að ekki
séu birt í blöðum og útvarpi
þessa lands auglýsingar og áskor-
anir til fólksins að kaupa miða í
hinum og öðrum happdrættum,
og er ekki ætlun mín að amast
við því, oft eru það menningar-
og líknarstofnanir, sem efna til
þeirra.
En eins og það er skylda al-
mennings að bregðast vel við,
þegar svo stendur á, þá tel ég, að
á happdrættishöfunum hvíli og
skyldur við almenning. Þeir, sem
til happdrættis stofna, eiga tafar-
laust að birta, á hvaða miða vinn-
ingar hafi komið og á það glögg-
an hátt og skilmerkilegan, að
ekki geti farið fram hjá kaup-
endum rniðanna.
Setja ætti regur um
birting vinninga.
SANNLEIKURINN er sá, að
hætt er við, að miðarnir fari
forgörðum, ef birting vinnir.ga
dregst á langinn. Mér fyndist, að
leyfi til happdrættis ætti að binda
því skilyrði, að vinningar yrðu
birtir á tiltekinn hótt.
Happdrætti Háskólans, ríkis-
sjóðs og SÍBS eru til fyrirmyndar
um birting vinninga og fleiri
fara að þeirra dæmi.
Tilefni þess, að ég tek mér
penna í hönd nú er eiginlega, að
vinningar í happdrætti Alþýðu-
flokksins, sem draga átti í um
áramót, hafa ekki enn verið birt-
ir, svo að ég viti.
Ef búið er hins vegar að birta
vinningana, gætirðu þá ekki vís-
að mér á hvar úrslit er að finna?
Reykvíkingur“.
Dregizt mun hafa að birta vinn
ingana, þar sem staðið hefir á að
menn gerðu skil.
Við rekum flugurnar
úr matnum
ÞAÐ hefir vakið óhemjufögnuð
í Danmörku, að landbúnaðar-
ráðuneytið gefur út fyrirmælí
um, að allir ostar búnir til í land-
inu skuli hér eftir heita dönskum
nöfnum í stað þess að vera kall-
aðir eftir erlendum staðarnöfn-
um.
Danir, sem flytja ostana út,
kæra sig ekki um, að þeir beri
annarleg nöfn, sem ef til vill
varpa huliðshjúp á uppruna
þeirra.
Þarna gætum við tekið dansk-
inn til fyrirmyndar og skorið nið
ur einhvern slatta þeirra hlálégu
nafngifta, sem setjast á matinn.
okkar eins og flugur.