Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 8. febrúar 1952
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjðm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriítargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands.
1 lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Fr elsi o g
I> E I R R A R skoðunar verður
Btundum vart hér á landi hin
síðari ár eftir að þátttaka íslands
jókst í albjóðlegu samstarfi og
umgengni okkar við aðrar þjóðir
fór vaxandi, að mikil hætta felist
í þessum auknu viðskiptum okk-
ar við umheiminn. Svo kunni
jafnvel að fara að eitthvert stór-
veldi gleypti land og þjóð með
húð og hári.
Jón Sigurðsson forseti svarar
þessum hugleiðingum mjög
greinilega í einu af bréfum sín-
Um árið 1866.
Hann kemst þar að orði á þessa
leið:
„Þú heldur að einhver svelgi
okkur. Látum þá alla svelgja
okkur í þeim skilningi, að þeir
eigi við okkur kaup og við-
skipti. Frelsið er ekki í því
að lifa einn sér, og^eiga ekki
viðskipti við neinn. Ég efast
um að Simon Stylites eða
Diogenes hafi verið frjálsari
en hver önnur óbundin mann-
eskja. Frelsið kemur að visu
mest hjá manni sjálfum, en
ekkert frelsi, sem snertir
mannfélagið, kemur fram
nema í viðskiptum, og þau eru
því nauðsynleg til frelsis."
Enda þótt hinn djúpvitri stjórn
málamaður mælti þessi orð fyrir
86 árum standa þau ekki síður í
gildi í dag en á tímum hans.
Frelsið felst ekki í því að lifa
einn sér og eiga ekki viðskipti
við neinn.
íslenzk saga sannar þetta á ó-
tvíræðan hátt. Á meðan íslend-
ingar voru gjörsamlega einangr-
aðir, máttu ekki skipta við neinn
en var skammtað allt úr hnefa,
sultu þeir heilu hungri, drógu
fram lífið í sárri fátækt og voru
stjórnmálalega ósjálfstæðir. Með
vaxandi viðskiptafrelsi og mögu-
leikum til þess að hafa marg-
vísleg samskipti við aðrar þjóðir
blómgaðist hagur þeirra, hver
ófanginn á fætur öðrum vannst
í frelsisbaráttunni og fullkomið
sjálfstæði fékkst að lokum.
Reynsla íslenzku þjóðarinnar
er því í stuttu máli sú, að þess
minni sem einangran lands
hennar varð, þess betri urðu lífs-
kjör hennar og þess meira frelsið.
íslendingar skildu ummæli
Jóns Sigurðssonar fyrir 86 árum.
Sem betur fer eiga þau einnig í
dag ríkan hljómgrunn meðal yf-
irgnæfandi meirihluta íslenzkra
manna. Viðhorfin hafa að vísu
breytzt. En frelsið er engu að
síður í því fólgið, að þeir, sem
unna því eigi með sér skipti, hafi
með sér samvinnu um að treysta
grundvöll þess og þroska með sér
ábyrgðartilfinningu fyrir varð-
veizlu þess.
Þau samtök, sem frjálsar þjóðir
heimsins hafa myndað með sér
á yfirstandandi tímum, byggjast
á þessari skoðun. Þau byggjast á
því, að þjóðirnar geti ekki notið
verðmæta efnalegs og pólitísks
frelsis einangraðar hver á sínum
skika veraldarinnar. Til þess að
geta notið þess þurfi þær að hafa
víðtæk skipti hver við aðra.
Á þessari staðreynd byggist
þátttaka íslenzku þjóðarinnar
í margvíslegum samtökum
við aðrar þjóðir. Hún miðar
þess vegna að því, að auka
möguleika þjóðarinnar til
sjálfsbjargar, til þess að koma
afurðum sínum í verð, til þess
að afla sér nauðsynja frá
öðrum þjóðum og til þess að
treysta sjálfstæði og öryggi
Iancls og þjóðar.
viðskipti
En geta þessi víðtæku skipti
okkar við aðrar þjóðir þá ekki
leitt til þess að einhver „svelgi“
okkur? Værum við ekki betur
settir einir sér, einangraðir á
eylandi okkar?
Þessum spurningum hefur í
raun og veru þegar verið svarað
hér að ofan. „Frelsið kemur að
vísu mest hjá manni sjálfum,"
sagði Jón forseti Sigurðsson
einnig. Af því leiðir það, að skiln
ingur á nauðsyn viðskipta og
samvinnu við aðra nægir ekki
einn. Þjóðin verður að kunna að
haga viðskiptum sínum, inn á
við og út á við, á réttan hátt.
Þjóðir geta t. d. eyðilagt efnalegt
sjálfstæði sitt með heimskulegri
hegðan sinni. Engin samvinna
eða viðskipti íslendinga við aðr-
ar þjóðir gæti t. d. firrt þá af-
leiðingum af þeirri ráðabreytni,
að telja sér trú um, að þeir gætu
til lengdar notið öryggis um af-
komu sína, án þess að byggja
fyrst og fremst á arðinum af
eigin vinnu og starfi. Á sama fiátt
gæti andlegt ósjálfstæði og hermi
stefna leitt til áfalla fyrir hið
pólitíska frelsi.
Það er þannig ekki nóg, að
gera sér ljóst, hvernig eigi að
tryggja frelsið. — Þjóðirnar
verða að haga starfi sínu í
samræmi við þennan skilning
í framkomu sinni, jafnt inn á
við sem út á við.
íslenzka þjóðin verður að
haga sambúð einstaklinga
sinna og stéíta þannig, að
þjóðfélag hennar gliðni ekki
eða rótfúni.
Við getum óhikað trúað
orðum Jóns Sigurðssonar hér
að ofan. En við megum aldrei
gleyma því, að frelsið „kemur
mest hjá manni sjálfum“
enda þótt enginn geti notið
þess einn sér og einangraður.
Frumhlaup
kommúnida
KOMMÚNISTAR voru í gær
staðnir að einu af frumhlaup-
um sínum. Tveir bæjarfulltrúar
þeirra héldu því fram á bæjar-
stjórnarfundi, að atvinnulaust
fólk léti ekki skrá sig hjá Ráðn-
ingarskrifstofu Reykjavíkurbæj-
ar vegna þess að hún væri
„njósnamiðstöð fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn".
Kommúnistar voru þá s'purðir
að því, hvort fulltrúi þeirra í
stjórn Ráðningarskrifstofunnar
hefði gert ágreining þar um að-
ferðir við skráningu atvinnu-
lausra. Kom þá upp úr kafinu
að annar þeirra, sem borið hafði
slefsögur um skrifstofuna inn á
bæjarstjórnarfund, var einmitt í
stjórn hennar. En hann hafði
ekki svo mikið sem séð starfs-
reglur hennar!!!
Þessi maður, sem svo rækilega
hefur svikizt um verk sitt í
stjórn þessa bæjarfyrirtækis,
ætlast svo til þess að órökstudd-
ir sleggjudómar hans verði tekn-
ir trúanlegir.
Það fólk, sem nú er atvinnu-
laust í Reykjavik gerir sér áreið-
anlega ljóst að vandræði þess
verða ekki leyst með því að'
kveða upp sleggjudóma hlið-
stæða þeim, sem kommúnistar
hafa látið sér um munn fara um
ráðningarskrifstofu bæjarins og
vio engin rök styðjast.
VélaframBeiðandinn gerisi
skuggi Bretadroftningar-
1 BRETLANDI er nýr landvarna-
ráðherra, Alexander lávarður,
Hetjan frá frumskógum Burma,
maðurinn, sem stóð að baki Mont-
gómerís og lagði á ráðin um sig-
urinn yfir Rommel í eyðimörkinni,
hefir tekið við landvarnamálum
Bretlands. Þannig hefir Churchill
enn einu sinni knýtt tengslin við
þá tíma, þegar landið barðizt upp
á líf og dauða.
MIKILL HERFORINGI
Alexander varð almenningi
aldrei eins kunnur og Monti. En
stjórnmálajöfrar Bandaríkjanna
og Breta vissu alltaf, að hann
hafði gleggra yfirlit yfir hernað-
armálefnin en flestir aðrir for-
ingjar annars heimsstríðsins.
Og hermenn hans virtu hann
fram í fingurgóma vegna hrein-
lyndis hans og glaðværðar, sem
aldrei brást. Trú hans á sigur var
óbilug. ChurchiII kallar hann einn
mesta herforingja seinustu styrj-
aldar í minningum sínum.
LANDSTJÓRI í KANADA
Alexander hefir dvalizt í
Kanada síðan 1946, þar sem hann
hefir verið landstjóri. Hann vald-
ist til þessa embættis, þar sem
sérstakur vandi þótti steðja að
eftir stríð. Þetta embætti er ekki
ósvipað sendiherrastöðu. Land-
stjóri Breta í Kanda er fulltrúi
brezku krúnunnar eða eins og
Alexander orðaði það sjálfur:
„Skuggi konungsins".
EFTIRMAÐUR ALEXANDERS
Eftirmaður Alexanders í Kan-
ada verður að líkindum Massey,
sem til þessa hefir verið erind-
reki Kanada í Bretlandi, hann er
með öðrum orðum Kanadamaður.
Slíkt er elckert einsdæmi í brezka
samveldinu.
Landstjórar Suður-Afríku og
Nýja-Sjálands eru báðir bornir og
barnfæddir í samveldislandi því„
sem þeir gegna nú landstjóra-
embætti í.
Þetta sýnir, að bróðurhugur rík-
ir innan brezka samveldisins. Það
bendir líka dálítið á, hve brezkir
stjómarhættir eru þjálir og hald-
kvæmir oft og tíðum.
FJÖLHÆFUR MAÐUR
Nafn Masseys er alls staðar
þekkt. Sérstaklega lætur það
kunnuglega í eyrum þeirra, sem
reynslu hafa af Massey-Harris
landbúnaðarvélum. Tilvonandi
Búz) við óeírðum
í V-Þýzkalandi
BONN, 5. febrúar. — Mikil eftir-
vænting og ólga ríkir nú í Vest-
ur-Þýzkalandi vegna umræðn-
anna, sem fram eigá að fara í
sambandsþinginu á fimmtudag
um vígbúnaðinn. Lögreglan hef-
ur fengið fyrirskipanir um að
vera við öllu búin, þar sem komm
únistar eru taldir líklegir til að
stofna til uppþota í mótmæla-
skyni við vígbúnaðaráformin.
Upplýst er að þeir reyndu að
koma af stað verkföllum í þrem-
ur námum í Ruhr-héraðinu en
varð ekkert ágengt.
Lögreglan hefur mikinn við-
búnað á öllum samgönguleiðum
til höfuðborgarinnar, þar sem bú—
izt er við að óaldarmenn komi
hvaðanæva að i bifreiðum og
strætisvögnum. Nákvæmt eftir-
lit hefur verið haft með umferð-
inni þangað í dag og öll farar-
tæki stöðvuð ef farþegar hafa
þót* grunsamlegir.______
Gin- og klaufaveiki.
BONN. — Talið er, að 70% hús-
dýra í Vestur-Þýzkalandi hafi
sýkzt af gin- og klaufaveiki í
haust og vetur. Hefir veikin kcm-
ið upp á um 155 þús. býlum.
Kanadamaður laudsstfóri
Breta í ættlandinu
„skuggi Bretadiottningar" í
Kanda er með öðrum orðum með-
eigandi þessa fyrirtækis. Einu
sinni var hann framkvæmdastjóri
þess. En áhugi hans er ekki við
það einskorðaður. Hann lifir og
hrærist líka I sögu, listum og
stjórnmálum.
FJÖLÞÆTT ÁBYRGÐAR-
STÖRF
Hann hefir verið sögukennari í
Toronto, lét þar af störfum í
fyrstu heimsstyrjöldinni og barð-
ist þá í Flandem. Árið 1925 lilaut
hann ráðherradóm án sérstaks
ráðuneytis.
Árið eftir var honum falið að
setja á fót kanadiskt sendiráð í
Washington. Hann var fyi&ti
sendiherra Kanada, sem gengdi
embætti utan samveldislandanna.
1930 kom hann til Lundúna og
hefir gengt starfi þar síðan.
I
FJOLHÆFUR OG VINSÆLL
1 Massey nýtur mikillar hylii í
Bretlandi. Útvarpsræður hans,
þær er hann hélt í stríðinu, urðu
frægar, af því að þær stóppuðu
atálinu í Breta um heim allan.
Sagnfræðingar og stjornmála-
menn. eigna sér hann. Sjalfur
mundi hann fremur telja sig list-
unnanda, sem örlögin hafi knúíð
til að láta opinberlega til sín tak.a,
| Hann er ráðgjafi bæði þjóð-
minjasafnsins og Tate-safnsins í
i Lundúnum. 1 Kanada er hann
kunnur fyrir forystu sína í nefnd
þeirri, er vinnur að ethngu lista
bókmennta og vísinda. Stórf þeirr-
ar nefndar hafa haft feikileg
áhrif á listþróun þess lands.
Velvakondi skrifar:
ÚR DAGIEGA LÍFINU
Ekki samkeppnishæfir
FTIR því sem samgöngur hafa
batnað og tækni eflzt háfa
ferðalög til skemmtunar færzt í
aukana. Hingað til hefir ferða-
mannastraumurinn að mestu
sneitt hér hjá garði og ber margt
til þess. íslendingar hafa þó hug á
að lokka hingað erlenda ferða-
menn, en skortur gistihúsa og
margvíslegra kostnaðarsamra
þæginda hefir einkum verið
þrándur í götu.
Og við höfum neyðzt til að við-
urkenna, að við séum úr leik,
meðan ekki er hægt að bjóða
upp á neitt, er svo mikið sem
minni á gistihallir ferðamanna-
landanna.
Framvegis forðast
ferðalangarnir sællífið
FT'N VIÐ gætum líka látið þeim
í té erfiði og þrautir og engin
þægindi, fremur en flestir aðrir
— Þarna getum við slegið okkur
upp, loksins. Og þarna er líklega
svipurinn af ferðabrölti framtíð-
arinnar vegna sívaxandi þæginda
og hóglífis fjölda manna. Hví
skyldu þeir sækjast eftir ferða-
lögum, þar sem þeim er búið sæl-
lífi í þess ríkustu mynd?
Nú er að spjara sig í samræmi
við þessa nýjustu uppgötvun. —
Hvernig væri til að mynda að
aka ferðamönnum upp á mesta
jökul Evrópu og benda þeim á að
tjalda í frægustu eidgígum álf-
unnar?
I leit að erfiði
EN VIÐ fréttum. að eftirspurn
eftir ferðum til íslands á
sumri komanda sé öllu meiri en
áður. Ráðstafanír verða lífca gerð
ar til að bæta úr brýnustu þörf-
inni íneð því að búa stúdentagarð
ana þægindum, sem vantar.
....fara um óbyggðir gangandi.
Nú berst okkur hins vegar til
eyrna, að í Bandaríkjunum sé
fjöldi manns, sem kýs helzt að
búa í óbrotnum og þægindasnauð
um skálum uppi um fjöll og íirn-
indi. Séu þetta auðkýfingar, leið-
ir á bjölluhnappafyrirkomulag-
inu og ylvolgu kerlaugunum, og
langi því til að reyna svolítið á
skrokkinn með því að fara um ó-
byggðir gangandi eða ríðandi en
alls ekki um vegi.
Til þess að skapa sér þessa erfið
leika, sem lífið hefir ekki viljað
úthluta þeim, sækja þeir mjög til
óbyggða Kanada.
Kínverska Ieikritið
'17'ELVAKANDI. Það er að bera
„ T í bakkafullan lækinn að
fpra að hrósa kínverska leikrit-
inu., sem Leikfélag Reykjavíkur
sýnir ’ttm þessar mundir, eða fé-
laginu fyrir val á leiknum og
góða meðferð, því að margir
hafa orðið til þess á undan mér.
En mér finnst ég geti ekki orða
bundizt eftir að hafa séð leikinn
tvisvar, í bæði skiptin mér til ó-
blandinnar ánægju, og ráðgeri
jafnvel að gera þriðju ferðina, ef
efnin leyfa.
í fyrsta skipti sem ég sá leik-
inn var efst 1 huga mér lindrun
— undrun yfir þessari fornu rödd
handan úr álfum, fullri mann-
gæzku og kærleiká, sem talaði
beint til vor nútíðarmanna um
jafnréttismál kvenna, göfgi hug-
ans og hreint hjartalag.
Góð leikmeðferð
LLT umhverfis mig sátu á-
horfendur hrifnir og hljóðir
og fylgdust með hverju orði hins
einfalda boðskapar leiksins, sem
leikendur túlkuðu svo látlaust en
þó svo markvisst.
í annað skipti beindist athygli
mín einmitt meir en áður að leik-
endum og frammistöðu þeirra.
Ekki var að sjá, að nokkrum fat-
aðist í leik sínum og má sannar-
lega búast við góðu af þessum
leikflokki, ef hann heldur saman.
Mér er raun að því að hafa
ekki séð „Marmara" í fyrra íil
samanburðar. Sá leikur var sagð-
ur góður, en kínverska leikritið
færði mér heim sanninn um það,
að Leikfél. Reykjavíkur á miklu
menningarlegu hlutverki að
sinna. Hafi félagið þökk fyrir sýn
inguna.
Einn, sem fer í 3. sinn“.