Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1952næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    2425262728291
    2345678

Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 12
Veðurúflil í dag: A eða SA gola. Þykknar upp í dag. Afvinnumál rætl 1 í bæjarstjóra. Sjá grein á bls. 2. Mennfaskólanum æffaður sfaður í Skildinganeshólum BJÖRN ÓLAFSSON, menntamálaráðherra, hefir ákveðið að hafa fcrgöngu um það, að byggingamál Menntaskólans í Reykjavik ltysist á næstu árum. Eins og allir vita eru húsakynni þau, sem Menntaskólinn hefir nú yfir að ráða allsendis ófullnægjandi, enda er Menntaskólahúsið rúmlega 100 ára gamalt. Hefur menntamálaráðherra snú ið sér til bæjarstjórnar og borgar stjóra og spurst fyrir um það, hvar bærinn geti látið skólanum í té hentuga lóð. TVEIR STAÐIR KOMA TIL GREINA Eftir því sem ráðherrann tjáði blaðinu í gær, hafa tveir staðir aðallega komið til greina, á Klambratúninu og í Skildinganes hólum. Þó munu vera vandkvæði á því, sagði ráðherrann, að Klambratúnið fáist fyrir skóla- byggingu, því svo hefir verið ráð fyrir gert, að það svæði verði í framtiðinni óbyggt. Því er lík- legra að Skildinganeshólar verði valdir fyrir skólastað. Skólinn yrði þar i eðlilegu sambandi við Háskólahverfið. EKKI Á SAMA STAÐ OG NÚ Er ráðherrann var að því spurð ur, hvort ekki kæmi til mála að reisa hið nýja hús, þar sem skól- inn er nú, sagði hann, að hann teldi þá leið lítt færa, því nægi- lega stór lóð fyrir nýja bygg- ingu á þeim stað myndi kosta allt að því 10 milljónir króna, en því fé væri betur varið í bygginguna sjálfa. Guðmunditr Ásbjöriisson endur- kjörínn íorseti bæjarstjórnar Kosið í neindir og Srúnaðarsiöður. Á FUNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær fóru fram kosningar á forsetum, nefndum og ýmsum trúnaðarmönnum. — Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Guðmundur Ásbjörnsson með 10 at- kvæðum en 5 seðlar voru auðir. Er nú að hefjast 27. árið, sem Guðm. Ásbjörnsson er forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur. Fyrri varaforseti var kjörinn Hallgrímur Benediktsson, en annar varaforseti Auður Auðuns. Skrifarar bæjarstjórnar voru kjörnir Pétur Sigurðsson og Guðm. Vigfússon, en til vara Sigurður Sigurðsson og Ingi R. Helgason. f bæjarráð voru kjörnir Guð-^ mundur Ásbjörnsson, Jóhann Haf stein, Gunnar Thoroddsen, Sig- fús Sigurhjarta/son og Jón Axel Pétursson, en til vara Auður Auð uns, Hallgrímur Benediktsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Guðmundur Vigfússon og Magn- ús Ástmarsson. f framfærslunefnd voru kjörin Guðmundur Ásbjörnsson, Auður Auðuns, Guðrún Jónasson, Björn Guðmúndsson og Nanna Ólafs- dóttir, en til vara Guðrún Guð- laugsdóttir, María Maack, Stefán Pálsson, Zophonías Pálsson og Jóhanna Egilsdóttir. í byggingarneí'nd voru kjörnir Guðmundur H. Guðmundsson, Guðmundur Ásbjörnsson og Sig- valdi Thordarson, en til vara Ein- ar Erlendsson, Guðmundur Hall- dórsson og Ársæll Sigurðsson. f hafnarstjórn voru kjörnir úr hópi bæjarfulltrúa Pétur Sigurðs son, Hallgrímur Benediktsson og Ingi R. Helgason, en til vara Jó- hann Hafstein, Gunnar Thorodd- sen og Guðmundur Vigfússon. Utan bæjarstjórnar voru kjörnir í hafnarstjórn Hafsteinn Berg- þórsson og Þórður Ólafsson, en til vara_ Friðrik Ólafsson og Þor- steinn Árnason. í heilbrigðisnefnd voru kjörnir Sigurður Sigurðsson, Jóhann Haf stein og Ingi Magnússon, en til vara Friðrik Einarsson, Guðmund ur Ásbjörnsson og Svein Torfi Sveinssofi. í sóttvarnarnefnd var kjörinn Sigurður Sigurðsson. I stjórn fiskimannasjóðs Kjal- arnessþings var kjörinn Pétur Sigurðsson. Til þess að semja verðlagsskrár var kjörinn Þorsteinn Þorsteins- 6on. í stjórn eftirlaunasjóðs voru kjörin Auður Auðuns, Jóhann Hafstein og Sigfús Sigurhjartar- son, en til vara Hallgrímur Bene- diktsson, Pétur Sigurðsson og Jngi R. Helgason. Endurskoðendur bæjarreikn- inga voru kjörnir Ari Thorlacius, Ólafur Friðriksson og Eggert Þorbjarnarson, en til vara Björn Steffensen, Jón Brynjólfsson og Guðmundur Hjaltason. Endurskoðendur styrktarsjóðs sjómanna- og verkamannafélaga í Reykjavík var kjörinn Alfreð Guðmundsson. Endurskoðendur mússikssjóðs Guðjóns Sigurðssonar voru kjörn- ir Birgir Kjaran og Ágúst Bjarna son. í veitingaleyfisnefnd voru kjörnir Jón Sigurðsson og Guð- rún Hjartardótlir, en til vara Guðrún Jónasson og Páll Helga- son. Samúðarkveðjur FORSETI Sameinaðs Alþingis, Jón Pálmason, hefir sent forseta brezka þingsins samúðarkveðjur í tilefni af láti Bretakonungs. Allir Akranesbálar á sjó í gær Akranesi, 7. janúar. — Allir Akranesbátar voru á sjó í dag. Fiskuðu þeir þetta frá 2,5 upp í 5 smálestir._Fréttaritari. Truxa komsl ekki lil Akureyrar í gær TRUX komst ekki til Akureyr- ar í gær vegna þess að ekki var flugveður. Ráðgert er að hann haldi þangað í dag, ef veður leyfir. Verði aftur á móti ekki flogið, er ekki ósennilegt, að hann fari til Vestmannaeyja eða Akraness áður en úr Akureyrarferðinni get* ur orðið. Sýning feiaðaijósmyndera Um þessar mundir halda danskir blaðaljósmyndarar afmælis- sýningu í Kaupmannahöfn. Gefur að skilja, að þar er margt skemmtilegra mynda frá merkum atburðum undanfarinna ára og einnig listrænar myndir. — Myndina hér að ofan tók ljósmyndari „Berlingske Tidende“ fyrir nokkrum árum af Ingrid Danadrottn- ingu, er hún var að kenna dóttur sinni, Önnu Maríu, að ganga á Þilfari konungsskipsins „Dannebrog". feýzkir fogarar hafa for- garsgsföndum yfir þá íslenzku Réltindi okkar í Brellandi stórlega skert. Togaraeigendur ræða máiið við ríkissijérn í FYRRADAG bárust um það fregnir hingað til lands frá Bret- landi, að yfirvöld fiskkaupa þar í landi hafi veitt þýzkum togur- um forgangslöndun fram yfir íslenzku togárana. Hefur svo rammt að þessu kveðið, að togararnir okkar hafa verið látnir bíða lönd- unar vegna hinna þýzku, eða hreinlega snúið frá markaði. — Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda mun taka þetta mál upp við ríkisstjórnina. JAFNRÉTTHÁIR «--------------------------- BRETUM ÚRANUS OG SURPRISE Fram yfir síðustu heimsstyrj- öld höfðu íslenzkir togarar jafn- an rétt á við brezka á fiskmörk- uðum þar í landi, hvað löndun viðvíkur. Þetta gilti og um ann- ara þjóða fiskiskip. Að heimsstyrjöldinni lokinni var þessi réttur íslenzku togar- anna tekinn af þeim og brezk- um togurum veitt forgangs- löndun. ÞJÓÐVERJAR HEFJA BRET- LANDSSIGLINGAR Þannig hefur þetta staðið ó- breytt síðan. — En fyrir um það bil hálfu öðru ári tóku þýzkir togarar að selja afla sinn í Bret- landi. Hafa þeir fram að þessu hvorki verið rétthærri né rétt- ir.daminni þar en íslenzku tog- ararnir. Nú fyrir skemmstu hafa svo hin brezku fiskkaupayfirvöld stórlega skert réttindi íslenzku togaranna þar í landi, með því að veita þýzkum togurum for- gangslöndun ásamt hinum brezku. Togarinn Úranus kom til Grimsby á laugardagskvöldið og var ráðgert að hefja vinnu við losun aflans upp úr miðnætti að- faranótt mánudags. Þegar vinna skyldi hefjast, kom í Ijós, að verkamennirnir, sem verkið áttu að vinna, voru látnir fara um borð í þýzka togarann Bahren- feldt, ér kom skömmu eftir mið- nætti á laugardagskvöldið. — Varð Úranus síðan að bíða í Grimsby eftir löndun, þar til aðfaranótt þriðjudags. — Rétt er að taka það fram, að búið var að tilkynna komu Úranusar, þannig, að ekki virðist hafa ver- ið um nein mistök að*ræða. Togarinn Surprise, sem var í samfloti við Úranus, ætlaði einn- ig að landa í Grimsby en var snúið frá og var látinn landa í Aberdeen. Vonandi tekst að fá leiðrétt- ingu á þessu og við ekki gerð- ir hornreka á fiskmörkuðum Bretlands vegna annarra er- lendra togara. ; Ný framhaldssaga í Korpnblaðinu byrjar í dag NY. FRAMHALDSSAGA hefst I blaðinu í dag, eftir amerískan höfund, Hildu Lawrence. Er hún | ungur rithöfundur, en hefur þeg- I ar getið sér orð fyrir að skrifa sérkennilegar og óvenjulega? glæpamannasögur. j í ummælum um bókina í Tha New York Times, segir þekktur* gagnrýnandi: „Ungfrú Lawrenca tekst af mikilli leikni að gera fiásögur sínar spennandi. Þetta er engin venjuleg glæpamanna- saga. Taugaveikluðum lesendum er ráðlagt að lesa þessa bók I björtu, á meðan aðrir meðlimic fjölskyldunnar eru á kreiki". | • Og um leið skal lesendurrsi blaðsins ráðlagt að fylgjast me3 . frá byrjun. , Barn kveikir ! í giuggafjöldum í GÆRDAG kom upp eldur í einil bæjarhúsarma við Höfðaborg, er þétta hús númcr 103. — Barn hafði náð I kerti og eldspýtur meðan móðir bess var úti í búð. Kveikti barnið í gluggatjöldun- um í stofu Ibúðarinnar. Er móðir þess kom var byrjað að ioga f pannanum á Joftinu. Slökkviliðinu var gert aðvart, en er bað kom á staðinn var búið að ráða niðurlögum eldsins. — Hafði kortan og fólk er henri korn til hjálpar, kæft eldinn, en bá var bæði nappi ög strigi í stofuloft- inu að mestu brunninn. Hafði eld urinn verið allmagnaður, en fólk ið sýnt mikinn dugnað við slökkvistarfið.. Hús þessi eru öll úr timbri og* eru allmörg hús sambyggð og er þessi húsálma sú sem næst ec sjónum. Selja Færeyingar logara til Póliands! FRÉTT frá Associated Press, sem send var frá Þórshöfn í Færeyj- um fyrir viku síðan, segir, að nefnd pólskra útgerðarmanna sé komin til Færeyja til þess að skoða þar allmarga færeyska tog- ara af gamalli gerð með það fyr- ir augum að Færeyingar selji þá til Póllands. Segir í skeytinu að Pólverjarn- ir hafi mikinn áhuga á að úr þess um kaupum verði.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (08.02.1952)
https://timarit.is/issue/108677

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (08.02.1952)

Aðgerðir: