Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1952næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    2425262728291
    2345678

Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. febrúar 1952 í 10 Framhaldssagan 1 1. kafli. SNJÓKORNIN þyrluðust niður úr loftinu jafnt og þétt, þegar síð- asta lestin rann inn á stöðina í Crestwood. Klukkan var átta að kvöldi. Nokkrum sekúndum áður kom líka síðasti áætlunarbíllinn þann daginn og stoppaði fyrir framan pallinn. Pallurinn hrist- ist og skókst. Stöðvarstjórinn leit ekki einu sinni út um gluggann. Laugar- dagskvöldin voru öll eins og hann vissi við hverju hann mátti búast. Hann vissi að Florrie mundi koma með lestinni með kröfu undir handleggnum. í körfunni mundi vera matvæli frá búgarði föður hennar, handan við Bear Eiver. Og hann vissi að hann mundi finna dagblað frá í gær í póstkassanum, og kannske póst- kort frá Florida til þeirra í hús- inu ofar við götuna. Hann vissi að áætlunarbíllinn mundi vera mannlaus, en það kom honum ekki við. Hins vegar átti hann von á nýjum planka í stöðvar- pallinn og það kom honum við. Hann setti prjónahúfuna á höfuð- ið, hneppti að sér leðurjakkanum og fór út. Hann leit hvorki til hægri né vinstri en gekk rakleiðis þangað sem lestarstjórinn og bílstjórinn stóðu. Fúkyrðin flugu á milli þeirra þrátt fyrir návist Florrie, sem stóð með körfuna undir hand leggnum. Þetta varð honum nóg skemmtun til þess að hann tók ekki eftir manninum, sem steig út úr lestinni með tvær ferða- töskur. Ókunna manninum virtist ekki liggja mikið á. Hann stóð í skugg anum og horfði á litla hópinn, sem stóð undir ljóskerinu hinum megin á stöðvarpallinum. Menn- irnir rifust, en þó í góðum tón. Stúlkan stóð þegjandi hjá þeim. Hún virtist vera að bíða eftir einhverju. Hann vissi að þau höfðu ekki séð hann og þá datt honum nokkuð í hug. Seinna kallaði hann það forvitrun. Hann fór á bak við viðarstaflann, sem stóð rétt hjá og beið eftir því að þau færu. Hinum megin við götuna, sem lá á milli járnbrautárstöðvarinn- ar og fjallsins, sá hann aðra götu, sem lá upp í hlíðina. Allt í einu heyrði hann bílhljóð utan úr myrkrinu og brátt komu í ljós ' tvær bílluktir á milli trjánna. Löng, svört bifreið kom niður götuna og rann upp að stöðvar- pallinum. Stúlkan með körfuna steig upp i og bíllinn hvarf aftur sömu leið og hann hafði komið, upp hlíðina. Þettá var útlendur bíll, hugsaði hann með sjáifum sér. Og hann vissi líka að þarna hefði hann misst af ökuferð. Póstpoka var fleygt á stöðvar- pallinn. Lestin rann af stað og áætlunarbíllinn á eftir. Stöðvar- stjórinn sveiflaði ljóskerinu og hvarf inn í húsið. Dyrnar lokuð- ust á eftir honum. Þorpið Crestwood var varla meira en einföld húsaröðin með- fram þjóðveginum. í þriðja hús- inu ofan við götuna, sat ungfrú Beulah Pond við stofugluggann sinn og naut útsýnisins. Þetta er eins og málverk, hugsaði hún. •— Fjallið þarna, þakið snjó, trén og •snjóflyksurnar, sem svífa til jarð ar eins og fjaðrir. Það gæti verið jólakvöld. Hún reri fram og aftur í stólnum með hendur i keltu sér. Eina birtan í stofunni kom frá eldiaum í arninum. Sríjórinn lagðist á gluggasill- una og þakti stíginn, sem lá frá götunni. Ábreiða móður náttúru, gagði hún við sjálfa sig. Það var í síðasta sinn, sem hún kallaði snjóinn því nafni. Það var ekkert hús hinum megin við götuna á móti húsi ungfrú Beulah. Þar voru aðeins þéttir runnar. Það var dimmt úti og það var eitthvað angurvært og við- kvæmnislegt við útsýnið úr glugg- anum hennar. Henni datt í hug litla fátæka stúlkan með eldspýt- urnar sem fraus í hel og litla stúlk- an sem var send út í óveðrið í fötum úr pappír til að tína jarð- arber. Þegar ungfrú Beulah horfði á snjó, d^tt henni alltaf eitthvað slíkt í hug. Ungfrú Beulah hafði fjörugt hugmyndaflug og hún hafði lesið allt of mikið af skáld- sögum þegar hún var ung. Svo þarna sat hún nú og lék sér að því að hræða sjáifa sig. Hún lokaði augunum og reyndi að sjá fyrir sér uppáhalds myndirn- ar. Lítinn fugl, stirðnaðan og kald an. Vafalaust dauðan. Tvö tötra- lega klædd böm liggjandi í snjón- um að því komin að frjósa í hel. Hún sá fyrir sér kirkjugarð .... eða var það kirkjugarður .... nei, það var líkhús og allt í kringum það háir snjóskaflar, og fótspor lágu frá dyrunum. Ungfrú Beulah hrökk upp úr draumórunum. Fót- spor frá dyrunum .... Hún kall- aði sjálfa sig nokkrum óviðurkvæm legum nöfnum og ákvað að fá sér heitt toddí. Kannske jafnvel tvö glös af toddí. Hún var komin hálfa leið fram í eldhúsið þegar hún snéri sér aft- ur að glugganum. Hún vissi ekki hvers vegna hún gerði það en hún snéri sér aftur að glugganum. Og þarna sá hún þau alveg eins og hún hafði ímyndað sér .... fót- sporin í snjónum eftir miðri göt- unni. Þau komu auðvitað ekki frá lík- húsi, hugsaði hún með sjálfri sér um leið og hún lyfti gluggatjald- inu með skjálfandi hondum. Að minnsta kosti ekkert sem heitið gat. Bara þessi gamli sem hætt var að nota .... hún hélt áér fast í gluggakarminn og skimaði út á götuna. Einn ljóskerastaur stóð við göt- una þar sem akvegurinn lá upp hiíðina. Hann varpaði aðeins daufu ljósi frá sér í myrkrinu og hrífP inni, en nógu ljósi til þess að hún' sá mann. Það var ókunnugur mað- ur með tvær ferðatöskur. Og hann beygði upp hlíðina. Hver gat þetta verið? Og hvert í ósköpunum var maðurinn að fara? Þessi vegur lá bara út í buskann og ekki einu sinni það, því hann endaði við útsýnisturninn sem var efst í hlíð- inni. Ef til vill var ferðinni heitið í einhvern veiðimannakofann. •— Þarna kom það. Þetta var auð- vitað einn veiðimaðurinn. Hún lokaði glugganum og sett- ist aftur í stólinn. Á morgun gat hún spurt Amos um hann. Hann hafði líklega komið með lestinni og Amos mundi vita hvað hann hét og allt um hans ferðir. Og ef hann hefði komið með áætlunar- ’bílnum, mundi Amos vita um það. Fólk sem kom hingað til sumar- dvalar kallaði Amos herra Gest- apo. Já, og að vissu leyti .... Hún hætti að hugsa um lík- húsið, enda þótt henni þætti það leitt. Það hefði verið gaipan að segja Bessy Petty frá því og hræða hana. Henni hafði jafnvel tekist að hræða sjáifa sig. Hún ímyr.d- aði sér jafnvel að það færi hroll- ur um hana......Þetta hafði ver- ið svo eðlilegt. Ef til 'dll hafði Bessy Patty á réttu að standa. F.f til vill var hún skyggn. Kannslte var þessi maður enginn veiðimað- ur......Kannske .... Það var barið að dyrum. ÆVINTÝRI MIKKA IV. Gíraldi Eftir Andrew Gladwin 4. — Ég held að ég hafi aldrei heyrt talað um Gíralda fyrr, sagði hann loks. — Það er ósennilegt að nokkur hafi heyrt hann nefndan, sagði prófessorinn. Hann er svo til nýfundinn. Ég kom með hann frá Tíbet fyrir tæplega þremur vikum. — Þetta er afskaplega undarlegt nafn, sagði Mikki. — Hann er mjög undarleg skepna, drengur minn. Satt að segja, þá er hann undrunarefni allra dýrafræðinga. Þáð koma nokkrir sérfræðingar og vísindamenn hingað í kvöld til að skoða hann. Það er ekki of mikið sagt, að Gíraldinn sé sérkennilegasta fjórfætta skepnan, sem við höfum nokkurn tíma fundið. Hann stendur algjörlega í sérflokki. — Hverju líkist hann? spurði Mikki. Prófessor Árbakki hugsaði sig um stutta stund áður en hann svaraði. — HanH er ekki líkur neinu á allri jörðinni, sagði hann loks íhugandi, og þó er hann Ijóslifandi hérna á þessari jörð. Aldrei hafði mig einu sinni dreymt slíkt dýr, ekki einu sinni ; í mínum öfgafyllstu draumum. Ég' get aðeins lýst honum ] óljóst fyrir þér, því að honum er í raun og veru ólýsandi. I Hann .hefur haus og skrokk úlfaldans, en fætur tígrisdýrsins. í En svo, eins og til þess að blanda þetta, þá er hann með lítinn fílsrana, háa kryppu eins og úlfaldi, f jaðrir á háls- J inum og brjóstinu og flekki eins og pardusdýr. Og þegar ég i bæti því nú við, að hann er ljósbleikur að lit, þá hlýturðu I að sjá, hvílíkt vísindalegt vandamál þessi skepna er. — En sú undraskepna! hrópaði Mikki og reyndi að móta mynd af Gíraldanum í huga sér. Hann gæti verið fornsögu-, legt skrímsli. i Skemmtun verður haldin að Hlégarði næstkomandi laugardag. Skemmtunin hefst klukkan 9. e. m. Til skemmtunar: Eríndi, leiksýning, og dans. Velkomnir eru, auk innansveitarmanna, nærsveita- menn og gamlir Mosfellingar. NEFNDIN. MICHELilM hjólbarðar nýkomnir 1 eftirtöldum stærðum 450x17 500x17 500x16 525x16 Verðið lækkað BIFREIÐAVERZLUN Höfum fyrirliggjandi vand- aða hraðsuðukatla. — Þeir rjúfa strauminn sjálfkrafa við ofhitun. ■— Einnig ný- komnir vandaoir rafmagns- ofnar 1000 watta, 220 volta. - H.F. RAFMAGN Vesturgötu 10. Sími 4005 FLUORESCEj\IT-LAMP/\R Ýmsar gerðir af Fluorescent-lömpum fyrirliggjandi. Heildsölubirgðir E. 0RIV1660N H.F. Vesturgötu 3 — Sími 1467 \ SMJÖMPHPPÍM ! í örkum fyrirliggjandi. I M' m 3 iwnm ■ m B. S. S. R. : ■ ■ til sölu m 5 herbergi og eldhús á I. hæð. Sérþvottahús í kjallara. ■ Félagsmenn, sem óska að neyta forkaupsréttar, gefi sig ’ ■ fram í skrifstofu félagsins í dag eða á mánudag, kl. : 17—19, Lindargötu 9A, efstu hæð. ■ Félagsstjórnin. ■ Bezt ú augfýsa í Morgunlilaðinu JJiycjert -J'Cnstjdnóóon Js? CJo. L.j.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (08.02.1952)
https://timarit.is/issue/108677

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (08.02.1952)

Aðgerðir: