Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1952næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    2425262728291
    2345678

Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. febrúar 1952 MORGZJNBLAÐIÐ 5 1 Ánægjulegast að vinna að mannuðarniáluni t>AD er ekkert sérlega gaman að yera orðin svona gömul. Það get- íð þér líklega ímyndað yður. Nei, mér finnst ég hafi ekkert að segja til þess að birtast opinberlega þó ég eigi afmæli. Afmælisdagar eru eins og aðrir dagar. Þannig komst frú Guðrún Jónasson m. a. að orði þegar Mbl. heimsótti hana í gær að heimili hennar á Amtmannsstíg 5. En þessi merka kona, sem haft hefur víðtæk afskipti af fjöimörgum félags- og mannúðarmálum á 75 ára afmæli í dag. ÁNÆGJTJLEGAST AÐ VINNA AÐ MANNÚÐARMÁLUM — Hvað fínnst yður hafa verið ánægjulegast í lífsstarfi yðar þeg ar þér lítið til baka yfir farinn veg? — Ég hefi alltaf haft mikinn áhuga fyrir að'vínna að öllu, sem lýtur að mannúðarmálum. Sá á- hugi vaknaði þegar ég var ungl- ingur vestur í Kanada. — Hvenær fluttust þér þangað? — Þegar ég var 11 ára fór ég þangað með foreldrum mínum. 'Við settumst að í Þingvallabyggð inni. — Hvernig vegnaði ykkur þar? — Þar var ekki um annað að ræða en þrotlausa vinnu. Allir xuðu að leggja fram ýtrustu krafta sína. En íólkið eygði möguleika til þess að komazt úr fátæktinni «g þessvegna var til nokkurs að virtna. Svo braust það áfram með harðfylgi og dugnaði, treysti á síálft sig og komst yfir erfiðleik- ana. — ttV6 lenei voruð bé~ vestra" — Ég var þar í 18 ár. Úr Þíng- vallabyggðinni flutti ég til Winni peg og kom baðan hingað heim á’úð 1905. Ætlnði raunar vestur aftur en úr því varð aldrei. En ég á góðar endurminningar það- an og leist vel á mig þar. SLYSAVARNIRNAR OG SAMEININGARAFL ÞEIRRA — Hvað viljið þér segja um starf Kvennadeildar Slysavarna- félagsins, sem þér eruð formaður í? — Fyrst og fremst það, að mér þykir vær.t um þann g<Í5a félags- skap. Kvennadeildin verður 23ja ára í vor. Ég man, að þegar undir búningsfundur hennar var hald- inn í gamla Varðarhúsinu þá var ég þess mjög hvetjandi að konur stofnuðu slíka sérstaka deild. Taldi líklegra að störf þeirra fyrir slysavarnirnar bæru meiri áranp- ur ef þær hefðu sérstök „samtök en ef þær væru í almennúm fé- lögum. Raunin hefur líka orðið sú, að þessi kvennadeild hefur allt frá upphafi haldið unni lifandi starf- semi. Ég fer ekki að telja upn verk hennar að þessu sinni. En það er Vón mín og vissa, að þau hafi orðið og muni verða til gagns og blessunar. — Hvaða verkefni liggja r.ú framundan á sviði slysavarn- anna? — Þau eru fiölmörg. En fyrst og fremst verður að halda við áhuganum fyrir eflingu þeirra. Það er mín skoðun að deildir slysavarnafélagsins um land alit búi yfir miklu sameiningaraíli og þær geti að ýmsu levti verið fyr- irmynd fyrir þjóðlífið í heild. Þar vinna allir í friði og ein- drægni. Við þurfum svo rrtikið á því að halda að geta staðið sam- an. Ef við gerðum það yfirleitt, væri mörgum steini rutt úr vegi. rORMAÐUR HVATAR FRÁ UPPHAFI — Þér. hafið einnig verið íor- maður Sjálfstæðiskvennafélags- ins Hvatar frá upphafi þess fé- lags? — Já, það erU i þessum mánuði liðin 15 ár frá stofnun bess. Hvöt héfur jafnan viljað Ijá góðum málum lið og láta sig mefmingar- og mannúðarmál skipta. — Svo hafið þér átt sæti í bæj- arstjórn Reykjavíkur? — Jú, rétt er það. Síðan árið 1928 hefi ég lengstum getið fundi i, þ'mnar, stundum sem varabæjar- ‘ iúlltrúi. Mér hefir fundizt starfið Samld og greinar nm frú Guðrúnu Jónasson bæiorfnlhrúa 75 úra þar ánægjulegt. Þegar ég hefi viljað koma áhugamálúm mínum þar á framfæri hafa þau ævinlega átt vísan stuðning. — Hvað er að frétta af Hall- veigarstöðum. Eruð þér ckki for- maður fjáröflunarnefndar þeirra samtaka, sem að því máli vinna? — Jú, ég vona að Hallveigar- staðír rísi áður en langt um líður. Allmikið fé er nú til til byggingar innar og góð lóð fengin vjð Tjörn- ina eins og kunnugt er. íslenzkar konur hafa unnið að framkvæmd margra mannúðarmála. Það er fyrst þegar Hallveigarstaðir kom ast upp, sem þær eignast sitt eigið félagsheimili. En það er þó óvíst, hvenær hægt verður að byrja að byggja. Guðrún Jónasson. SAMSTARF VIH MARGAR ÁGÆTAR KONUR — Ég vil svo að lokum, ségir Guðrún Jónasson, segja það, að ég á margs að minnast frá sam- starfinu við margar ágætar konur í þeim samtökum, sem ég hefi starfað í. Þær hafa verið úr öll- um stéttum og stjórnmálaflokk- um. Fyrir það vil ég færa þeim innilegar þakkir um leið og ég óska þeim og samtökum okkar gæfu og gengis á ókomnum ár- um. En umfram allt óska ég þjóð- inni vaxandi samhugar og skiln- ings á nauðsyn þess að standa saman. Það er eitt af frumskil- yrðum framfara og vaxandi menn ingarlífs. Þannig lauk þessu stutta sam- tali við frú Guðrúnu Jónasson. Hún hefur lítinn áhuga fyrir að fjölvrða um líf sitt o« starf. En undir niðri á hún fjölda áhuga- mála, sem hún mun halda áfram að berjast fvrir þótt árunum fjölgi að baki henni. Mbl. óskar þessari mcrku 1 or.u , allra heilla og þcss jafr.fi'cint, að hún eigi eftir að sjá ssm f sct aí áhugamálum sínum á sviði mann úðar- og menningarmála komazt í framkvæmd. Það ýrðu þau sig- urlaun, sem hún sjálf kysi sér helzt. S. Bj. ★ FRÚ GUÐRÚN JÓNASSON er fædd að Felli í Biskupstungum 8. febr. 1877 og á því 75 ára af- mæli í dag. Foreldrar hennar voru Pétur Einarsson bóndi að Felli og kona hans, Halla Magnús dóttir Jónssonar í Bráðræði. Guðrún fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum 1888 og dvaldizt þar til 1904. Þá kom hún aftur til Islands og setti á stofn verzlun i Reykjavík, með Gunn- þórunni Halldórsdóttur leikkonu, og hafa þær rekið þá verzlun síð- an í nærfellt hálfa öld. Snemma tók að bera á þeim áhuga frú Guðrúnar á félags- og mannúðarmálum, sem einkennt hefur öll hennar störf á langri ævi. Meðan hún dvaldizt vestan- hafs hóf hún ásamt nokkrum konum öðrum hjálparstarfsémi fyrir fátæka Islendinga. Eftir að hún kom heim hóf hún víðtæka félagsmálastarfsemi. Hún átti sæti í_ framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands í nokkur ár. í Slysa varnafélagínu hefúr hún lagt fram mikið starf og msrkileet, én formaður kvennadei'dar félags- ins hefur hún verið s'ðan 1930. Bæjarfulltrúi í Reykjavík var frú Guðrún kosin árið 1928 og átti þar sæti scm aðalfulltnii tú 1946, en siðan sem varabæjarfull- tfúi og kemur mjög oft til henn- ar kosta að sitja bæjarstjórna‘r- fúndi. í starfi sínu í bæjarstjórn hefur hún haft'mörg og góð tæki færi til að vinna að hueðarefnum sínum: mannúðar- og liknarmál- um. í fjölda ára hefur hún átt sæti í fátækra- og framfærslu- nefnd, heilbrigðisnefnd bæjar- stjórnar og síðan 1934 í barna- verndarnefnd. Þau tækifæri, sem j frú Jónasson hefur þannig fengið til þess að vinna góðum málum ( gagn, hefur hún notað vel. Það er erfitt að koma tölu á þau mál, I sem hún hefur komið fram til góðs, en lengi mun minnzt þess drjúga þáttar, sem hún átti í því að koma upp barnaheimilum, húsmæðraskóla, fæðingadeild og fjölmörgu fleira. Við samstarfsmenn hennar í bæjarstjórn þökkum frú Guð- rúnu Jónasson hið ágæta sam- starf og munum jafnan meta góð- vild hennar, sáttfýsi og einlægan áhug.a fýrir bættu’m högum þeirra sém bágast eiga í bjóðfélaginu. Gunnar Thoroddsen. ★ 75 ARA er í dag hin þjéðkunna merkiskona frú Guðrún Jónas- son. Fædd er frú Jónasson að Felli í Biskupstungum 8. febr. 1877. Barn að aldri fluttist hún með for eldrum sínum vestur um haf, og dvaldizt þar í 17 ár, eða þar til 1905 en þá kom hún aftur heim til íslands og settist að hér í Reykja vík. Hefur hún svo búið hér tíð- an. Hér hefur hún unnið sitt æfi- starf, sem er kaupmennska, og rekið myndarlega verzlun i sam- félagi við frk. Gunnþórunn Hall- dórsdóttur, bæði hér í Reykjavík og í Hafnarfirði. Þeir sem til þekkja, um þennan atvinnurekstur hennar, vita að þar fer saman du’gnaður og áreið anlegheit í starfi og heiðarleiki í öllum viðskiptum. Þótt frú Jónasson hafi valið sér verzlun að lífsstarfi, ser og sínum til framfæris, þá er það síður en svo að það hafi verið hennar aðal æfistarf, heldur miklu fremur sá þáttur sem hún hefur átt í félagsmáium bæjar- ins, mun þessa starfs hennar verða minnst um ókomin ár, og það að verðleikum'. ÖIl mannúð- ar- og líknarmál hafa átt styrka og öfluga stoð hjá frú Jónasson og kvenfélög bæjarins ekki sízt kvenréttindamálin, hafa hjá henni átt öruggan málsvara og notið dugnaðar hennar og kjarks bæði í orðu mog athöfnum. Fyrstu kynni mín af frú G. Tónasson eru líka í sambandi við kvenfélars'dðrf. Þá var hún ný- komin til landsíns eftir veru sfna í Vesturheimi. Hafði hún þegar stofnað eða- átt ríkan þátt í stofn- unkvenfélags innan Góðtempl- ara'^glunrtar. Var það kvenstúk- an Ársól, sem starfaði hér urti nokkur ár með miklum blóma. Erú Jóriasson hafði þá, auk starfs ins í Ársól, tekið að sér gæzlu- ■ mannsstarf bárnastúkunnar „Diönu“. — Sást þá fljótt hve gáðúr foringi frú Jónassón var er hún fljótléga gferði hina íitlu barnastúku að fyrirmynd. Upp- eldismál og v.elferðarmál barn- anna hafa og alla tíð verið hertni áhUga- og hjartansmál, enda hef ur hún nú um fjöida mörg ár verið í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur dg unnið þar mikið ög óeigingjarnt r.tarf. Þegar slysavarnardeild kvenna var stofnuð hér í ReykjaVík fyr- ir röskum 20 árum síðan, tók frú G. Jónasson við forustu þar, og hefir haldið henni síðan. Þar er hún eins og alls staðar heil og óskipt og lífið og sálin í þeim félagsskap. Eitt af þeim málum sem frú Jónasson hefur mikinn áhuga á, er að konur landsins eignist sltt eigið félagsheimili. Kunnugt mun flestum að konur hafa um árabil alið með sér þær vonir, að Hallveigarstaðir mættu rísa af grunni. En svo á hið fyrir- hugaða kvennaheimili að heita. Á stríðsárunum lá þetta mál hiðri áf vmsum ástáeðum, en 1945 var málið vakið upp á ný, með endur- nýjuðum kröítum. Tók þá frú Jónasson að sér forustuna um f jár söfnun fyrir bygginguna. Hefur hún þar unnið alveg- ómetanlegt starf og fjársöfnunin geng- ið . vel, þótt ýmsir örðugleik- ar og óheppni hafi verið þess vald andi að bygging er enn ekki haf- in. — Frú Guðrún Jónasson hefur alltaf haft mikinn áhuga á stjórn málum, o" urmið mikið starf á því sviði. Árið 1928 var hún kosin í bæjarstjórn Réykjavíkur fvrir Siálfstæðisfiokkinn og heíur ver- ið þar síðan, nú hin síðustu ár sem varafulltrúi þar eð hún hefur heldur viljað draga sig í hlé fyrir hinum yngri. I bæjarstjórn hefur húft unnið mikið og komið fram ýmsum þörfum umbótum, en um það mun verða skrifað ýtarlegar hér í blaðinu af öðrum. Að síðustu vil ég nefna hér, það félag, sem ég hefi starfáð með frú Jónasson í um hálfan annan- tug ára, en það er sjálfstæðis- kvennafélagið „Hvöt“. Félagið var stofnað 16. febr. 1937, var hún þá þegar kosin formaður þess og hefur hún verið það óslit- ið síðan. Þar héfi ég bezt kynnst hennar ágætu hæfileikum, ósér- plægni hennar og áhuga fyrir þeim málefnum, sem hún telur mega verða til gagns fyrir land og lýð. Þar eins og annarsstaðar hefur hún komið fram með sinni 1 alkunnu prúðmennsku og hóg- | værð og allstaðar viljað bæta og bera sáttarorð á milli. í fáum orðum sagt, hefur öll kvnning mín af frú Jónasson og öll framkoma hennar bæði eagnvart einstaklingum og í fé- lagsstörfum, verið á þá leið, að é<r se>ri óhikað að þrátt fyrir það, að hún hefur nú 75 ár að baki, eigi hún þann andlega auð og þá sálargöfgi, að hún verður aldrei gömul þótt árunum fjölgi, því „fögur sál er ávallt ung und- ir : ilfurhærum“. Hafðu þakkir fyrir öll hín störf fyrir góð málefni. — Lifðu h'eil. Kristín L. Sigurðardóttir. ★ TALAN „75“ er ein af mínum uppáhaldstölum, en tildrögin til þess eiga sér sögu, sem ekki á við að rekja hér. En að tala þesSi er mér sérlega hugnæm í dag er af því, að það er afmælisdagur vinkonu mirtnar frú Guðrúnar Jónasson. Hún verður nú 75 ára. Eins og aldarhátturinn er nú munu árin sízt þykja auka á kosti kvenna, en það eru nú einu sinni lögmál lífsins, að meira gött er hægt að láta af sér leiða á 75 ár-< um en á 25! Það er á alþjóðarvitorði, að frú Guðrún Jónasson hefur með sér- stakri alúð og ósérplægni unnið að mörgum þjóðþrifamálum, en að sinni vil ég aðeins nefna eitt sem út af fyrir sig er svo umsvifa- mikið, að það nægir til að gjöra nafn hennar virt og elskað um aldur og æfi. Það er óþreytandi starfi hennar að slysavarnarmál- um íslands. fslenzkar konur hafa tekið svo mikinn og virkan þátt í fram- kvæmdum slysavarna lands okk- ar, að óþarfi er að tala um sér- stakar kvennadeildir, bar kemur ekki til greina ncma fórnfýsi og dugnaður, sem konur að sjálf- sögðu eiga til að bera í eins ríkum mæli og karlmenn, nema fremur sé. En hvort sem karl eða kona á í hlut, þá þarf sérstaka hæfileika til þess að vera leiðtogi og þáð er fáum gefið; en einmitt þeim eigin leikum er frú Guðrún Jónasson. gædd. Það eru ef til vill ekki allir, sem gjöra sér’grein fyrir 'hve mikla festu, þolinmæði og ekki sízt sannfæringu um góðan málstað þarf til þess að bera merki sam- starfs eins hátt og frú Guðrún Jónasson gjörir og hef.ur gjört Um fjolda mörg ár. Það er því ekki að ófyrirsynju að margir, bæði konur og karlar, minnast hertnar í dag með aðdáun og þakklátum huga. Ég er ein af þeim og vildi gjarnan hnýta henni veglegri krans, en raUn verður á. Þvi mið- ur á ég ekki mikið af málskrúðs- blómum í fórum mínum, enda. veit ég að frú Guðrún Jónasson- kann manna bezt, að meta hispurslaus virðingar- og vin- áttuorð, 6em runnin eru undan hjartarótum. Thcra Frlðriksson. ★ ÉG KYNNTIST frú Guðrúnu Jónasson fyrst í New York árið 1918. Á þfeiin árum var fámenn- ui hópur ísler.dinga í N. Y., aðal- lega námsfólk og kaupsýslu- menn, sem dvöldu þar lengur eða skemur. Ein i þeim hópi var frú Guðrún Jónasson. Ég man bezt eftir frú Guðrúnu i hópi okkar, sem þá vorum unga fólkið. Þar varð hún fcrátt vin- sæl, enda kona skemmtileg, full af áhuga, hjálpsöm og hollráð og eins og síðar reyndist, óvenju trygglynd. Löngu síðar átti ég því láni að fagna að starfa með frú Guð- rúnu. Það var á árunum 1934 til 1942 í Barnaverndarnefnd Rvík- ur, en þar hefur frú Guðrún átt sæti í stjórn frá byrjun. Þar kynntist ég bezt persónulega marg þættum félagsstörfum hennar. Komu í hlut nefndaiinnar margs konar afskipti af börnum og vandamönnum þeirra. En þá var starf þetta mjög erfiðleikum bun.dið, þar sem engin barna- heimili voru til. Frú Guðrún rækti þetta starf aldrei sém skrifstofustarf. Hún kynnti sér með eigin sjón þau vandamár, sem henni var trúað fyrir, því hún var ólöt á að heimsækja fólk, lcynnast því og skilja kring umstseiður þess. Þess vegna átti hún oft raunhæfustu og beztu tillögurnar iil úrbótaa, þegar málin voru rædd á fundum nefndarinnar. Þannig minnist ég frú Guðrúnar í dag, sem vernd- ara smælingjanna í þjóðfélag— inu, raungóðs vinar og einhvers merkilegasta persónuleika, sem ég hefi kynnst í Hfinu. Hugheilar hamingjuóskir færi ég þér, frú Guðrún, með ósk um að mega sjá þig sem lengst ganga starfsglaða um stræti borgar- innar. Guðný Jónsdóttir, hjúkrunarkona. ★ Á 75 ÁRA afmælisdegi frú Guð- rúnar Jónasson, vil ég biðja Mbl. fyrir eftirfarandi línur: Það, sem rrtér er sagt um af- mælisbarnið er áðeins það, sem snýr að Slysavarnafélagi íslands. Skömmu eftir stofnun félagsins fóru konur hér í Reykjavrk atf ræða það sín á mili, á-hvern hátt þær gætu bezt orðið að liði í þess- um nýju félsgssamtökum. Þeim kom saman um það, að heppilegast veeri að konur stofn- uðu féiagssamtök kvenna, sem væri tileinkuð Slysavarnafélag- inu og markmiðið væri aðallega að safna fé til starfseminnar. Kvennadeild Slysavarnafélags Islands í Reykjavík var stofnuð. Fyrir formannsvali varð frú Guð- rún Jónasson. Hefur hún verið einróma kosin formaður alla tíð síðan. Nú fyrir 4 dögum, var frú. Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (08.02.1952)
https://timarit.is/issue/108677

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (08.02.1952)

Aðgerðir: