Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1952, Blaðsíða 8
MORGVISBLAÐIÐ Föstudagur 8. febrúar 1952 II Tafifélagið efnir fii „Gilfers-nsófs TAFLFÉLAG Reykjavíkur hef- ur ákveðið, að heiðra hinn þjóð- kunna skákmann, Eggert Gilfer, sextugan, með því að nefna Reykjavíkurmótið, sem hefst í kvöld kl. 7.30, „Gilfersmótið“, en sjálfur mun Eggert Gilfer taka þátt í því sem heiðursþátttak- andi. Munu fá skákmót hafa far- ið hér fram í bænum á síðari árum, sem Gilfer hefur ekki tek- ið þátt í. — Mun hann vera einn emsti skákáhugamaður þessa bæj ar. Eggert Gilfer verður sextug- ur inna« fárra daga. Á Reykjavíkurmótinu í fyrra kepptu 40 skákmenn og varð Steingrímur Guðmundsson þá hlutskarpastur og hlaut titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1951. — Hann mun að sjálfsögðu reyna að verja titilinn nú. Skákkeppninni verður hagað þannig nú, að hver keppenda skal ljúka skák sinni á 2 klst., þannig að skákin getur tekið 4 klst. Fyrstu 30 leikina skal leika á hálfum öðrum tíma, en síðan skal skákmaðurinn ljúka skák- inni á næsta hálftíma. Þess er vænzt að skákmenn bæjarins fjölmenni til mótsins til heiðurs við Eggert Gilfer. Áki Pétursson verður skákstjóri, en mótið hefst í kvöld kl. 7.30 að Röðli og eru menn beðnir að mæta á réttum tíma. Afköst iðnaðar og bænda HINN finnski prófessor Wester- marck hefir birt margvíslega hagfræðiútreikinga um búskap og eínnig útreikinga er lúta að sam- anburði á búskap og öðrum at- vinnugreinum. Eitt af því er sam- anburður á afköstum manna sem vinna að iðnaði og búskap, ann- arsvegar 19388—’39 og hinsvegar 1950—’'31. Þegar afköst hins vinnandi rnanns í þessum starfsgreinum 1938—’39 eru sett sém 100 verða afköstin 1950—’51: í Danmörku, við búskap 145 í Danmörku, við iðnað 103 f Noregi, við búskap 124 í Noregi, við iðnað 95 í Svíþjóð, við búskap 122 í Svíþjóð, við iðnað 121 Þó að þessar tölur séu ?.ð veru- legu leyti reiknaðar og gefi ef til vill ekki fullkomlega rétta hii"- mynd um hlutina, eru þær þó mjög athyglisvefðar. Hin stór- auknu afköst við búskapinn eru athyglisverð, og þó sérstakleea afköst danskra bænda, sem þó hafa líklega gert minna að því, en t.d. Svíar að auka tæknina við búskapinn. Það er auðsjáanlega kunnáttan og búmennskan, í þess orðs réttustu merkingu, sem :ræð- ur ennþá meiru heldur en vél'a- kosturinn. En danskir bænHur eru yfirleitt varfærnir 6g dálítið íhaldssamir um vélakaup. Jarð- irnar eru víða litlar, og bændur búa þar mjög eftir boðorðinu: betri er takmörkuð tækni, scm notast vel, heldur en mikil tækni, sem notast illa. Hvernig ætli hliðstæðar tölur um atvinnu og afköst hér á landi litu út, ef þær Væru fáanlegar? Sennilega yrði hlutur bændanna allgóður, en hitt er annað mál að vélakostur þeirra notast yfirleitt ilja. En þessar tölur segja ekki nema hálfan sannleikann. Eftir er að athuga hve mikið stofnfé hefir verið lagt í fyrirtækin til 1 þess að skapa atvinnuna og af- j köstin o. s. frv. — Vafalaust er j hlutur landbúnaðarins betri held ur en iðnaðarins þegar á það er . litið. I jj __________________ÁjG.E. Mbrðinginn ófnndinn WftSHINGTON — Bandaríski ra®ismaðurinn í Kaíró hefur enn e^ai; upplýsingar getað veitt ut- anríkisráðuneytinu um morð- ingja nunnunnar, sem vegin var ' Ufanríkisráðherra Noregs í Lundúnum LUNDÚNUM, 7. febrúar. — Hal- vard Lange, utanríkisráðherra Noregs, kemur til Lundúna á morgun, föstudag. Þar dvelst hann nokkra daga. Seinna í mán- uðinum fer hann á fund Atlants- hafsráðsins í Lissabon. Mun Lange finna að máli Eden, og stöðunaut sinn í Kanada, Lest- er Pearson, meðan hann stendur við í Lundúnum. •— NTB. - Guðrún Jónasson Framh.- f bls. 6 Guðrún Jónasson enn einu sinni kosin í formannssæti deildarinn- nr._ Árið 1940 var nýtt r.tjórnar- fyrirkomulag tekið upp í Slysa- varnafélaginu. Þá var frú Guð- rún Jónasson kosin í stjórn og hefir setið þar siðan. Frú Guðrún var mjög hvetj- andi að fleiri kvennadeildir væru stofnáðar' utan Reykjavíkur. A næstu árum fjölgaði kvenna- deildunum um land ailt og eru þær nú 18 að tölu, sem starfa með miklum áhuga að slysavarna málum. Það fordæmi, sem frú Guðrún Jónasson hefur gefið með stiórn sinni í kvennadeildinni í Reykja- vík, hafa konur utan Reykjavíkur tekið sér til.fyrirmyndar. Má því með sanni segja, að frú Guðrún Jónasson hafi verið erindreki kvennadeildanna á íslandi. Hún hefur mætt á afmælum þeirra og haldið þá hvatningarræður. Frú Guðrún hefur staðið fyrir 'öngum ferðalögum um land allt með hóp af konum við hlið sér, til að efla og styrkja starfsemi Slysavarnafélags íslands. Sú saga verður eflaust ein- hverntíma skráð í sögu Slysa- varnafélags íslands. Það er stutt síðan að frú Guð- rún lagði upp í eina slíka ferð. Það var þegar miðunarstöðin á Garðskaga var opnuð sjófarend- um til afnota. í hófi, sem kvennadeildin í Garði hélt við þetta tækifæri,1 hélt frú Guðrún eina af sínum hvatningarræðum fyrir málefni Slysavarnafélagsins. Var ræðu hennar tekið með dvnjandi lófa- klappi og árnaðaróskum. Frú Guðrún! Ég flyt þár per- sónuléga mínar beztu þakkir fvr- ir langt og aott samstarf í stiórn Slysavarnafélagsins og árna bér allra heilla á þessum merku tíma mótum. Það er einlæg ósk mín, að líf bitt og kraftar endist sem lengst, svo þú getir haldið áfram að vínna að áhugamálum þínum, landi og lýð til blessunæ\' Guðbjartur Ólafsson. Kóreskir flóttamenn. TÓKÍÓ — Um 20 þús. kóreskir flóttamenn hafa verið fluttir á skipum frá eyjum undan strönd- um Norður-Kóreu til Suður- Kóreu. Sagt er, að á eyium þess- um, sem eru í höndum S. Þ., haf- ist við um 130 þús. flóttamanna. CSuðmiindur Júni Ásgeirsson XBEZT Wl kf Ofí ÁÐ ÁVGLTSA GVHBLAOIHV ÞRIÐJUDAGINN hinn 5. febrúaf var til grafar borinn ó Þingeyri við Dýrafjörð Guðmur.dur Júní Ásgeirsson, skipstjóri, sem and- aðist hinn 27. janúar. Guðmundur Júní var fæddur 7. júní 1891 að Geirastöðum í Bolungavík. Foreldrar hans voru Ásgeir Guðbjartsson og kona hans Guðbjörg Pálsdóttir. Guðmundur Júní var um þriggja áratuga skeið meðal þekktustu aflamanna á vélbáta- og linuveiðaraflotanum. Bar hann jafnt af á þorskveiöum sem síldveiðum. I hinum glæsilega hóp vest- firzkra skipstjóra um 1918 var Guðmundur sá yngsti, en um leið einn sá dugmesti og aflasælasti. Var þó ekki við neina aukvisa að jafnast, þar sem voru: Carl Löve, Guðmundur Jónsson frá Tungu, Guðmundur Þorlákur, Guðmund ur frá Evri, Guðmundur Magnús- son, Guðjón frá Bakkaseli, Jóna- tan Björnsson, Halldór Benedikts son, Benedikt .Tónsson, . Jón Barðason, Magnús Vagnsson, Karvel Jónsson og Þorsteinn Eyfirðingur. Guðmundur Júní var ar.nálað- ur fyrir hve vel honum gekk að finna fisk, einkum þegar almenn aflatregða var. Eru margar sögur um það, hvernig Guðmundur Júní hitti í fisk og hvernig hann fékk góðan síldarafla, þegar síld hafði ekki sést dögum eða víkum saman og flestir voru hættir veið- um. Guðmundur sótti stundum á fjarlæg mið og stundaði oft veið- ar einskipa. Á síldveiðum batt hann sig ekki við að landa mið- svæðis, heMur var hann meðal þeirra, sem lönduðu afla sínum, hvar sem bezt hentaði, frá Sól- bákka til Seyðisfjarðar, en til skamms tíma vóru þeir fáir, sem það gerðu. Guðmundur Júní var afbragðs sjómaður, og þótti hann sækti sjóinn af mesta kappi, gerði hann það þó alltaf með fullri forsjá. Til Guðmundar völdust afbragðs menn, og voru sömu mennirnir með honum árum saman. Skip þau, sem Guðmundur stýrði, voru: m.b. Sóley, ísafirði, m.b. Gissur hvíti, l.v. Sigríður, l.v. Eljan, b.v. Sindri, gerður út á línu, l.v. Atli, l.v. Sæfari, l.v. Venus, sem ha’nn átti og gerði út sjálfúr, b.m. Glaður og m.b. Sæ- hrímir. Guðmundur var skipstjóri frá 1918 og þar til, er hann hætti s.ió- mennsku fyrir tveim árum, sök- um heilsubrests. Guðmundur var maður hrein- skilin og hrekklaus og vildi hvers manns götu greiða, enda var hann mikils metínn vegna dugnaðar síns og mannkosta af öllum, sem honum kynntust. Guðmundur var kvæntur Markúsínu Franzdóttur, hinni ágætustu konu, sem lifir mann sinn ásamt fósturdóttur þeirra hjóna, Sigríði, sem gift er Gunn- ari Proppé, framkvæmdastjóra, á Þingevri. Með Guðmundi Júní er genginn einn farsælasti og kunnasti fiski- maður á fyrra helmingi aldarinn- ar og fylgja honum margar góðar óskir, nú er hann hefur lagt hér Minningarorð frá landi í hinzta sinn, í ferð til æðri heima. Loftur Bjarnascn. ★ UNGUR hleypti Guðmundur Júní heimdraganum. Um ferm- íngaraldUr hélt hann úr föðúr- húsum og spilaði eftir það á eigin spýtur. Stundaði hann sjó- mennsku frá barnsaldri, varð stýrimaður á „stóru“ bátunum ís- firzku um tvítugt og skipstjóri litlu siðar. Seinna tók hann svo stærri skip annars Staðar, og flutti búferlum, fyrst til Hafnar- fjarðar, en síðan aftur vestur, ík Dýrafjarðar, þar sem hann var skipstjóri til ársins 1949, að hann hélt frá borði, þrotinn að kröft- um og heilsu. Það orkar ekki tvímælis, að Guðmundur Júní var einn af svip mestu og giftudrýgstu fiskiskip- stjórum þessa lands um alllangt árabil. Á öndverðri æfi sinni gekk hann einn og óstuddur af mönnum undir eldvígslu æfi- starfsins í samstarfi og að nokkru í samkeppni við fjölda úrvals sjó- manna, þekktra að harðfengi, dugnaði og áræði. Og vegna þess- ara eiginleika, sem hann sjálfur var gæddur í svo ríkum mæli, komst hann ungur í öndvegissess meðal foringja vestfirzkra sæ- garpa. En fleira bar til. Guðmundur Júní var glæsilegur að vallarsýn, ctór vexti, karlmannlegur, gunn- reifur og hressilegur, frjáls og djarfur til orðs og æðis. Víst hreif hann á sínum beztu árum marg- an mann og meyju, er hann sté á land. Tilkomumestur verður hann þó í vitund þeirra, sem áttu hann að yfirmanni og sáu hann og reyndu við stjórnvöl á hætt- unnar stund. Þótti gott að trúa honum fyrir afkomu sinni, en bezt þó að geta því betur íundið til öryggis um líf og limi, sem meira reyndi á — að eiga þann mann til skipstjórnar, sem óx við hverja raun og varð því stærri, sem meira lá við. Mér er Guð- mundur Júrií ógleymanlegur frá mörgum stundum, Og var ég þó ekki með honum nema brot af þeim tíma, sem ýmsir aðrir riafa að minnast úr vist hjá þessum hjúa- og happasæla húsbónda á sjónum, og ekki heldUr ér ég éinn þeirra, sem voru með, þegar svartast ’sýrti í álinn. En ég er 1 persónulega kunnugur mörgum þessara gömlu skipsfélaga minna og veit vel hvern hug þeir bera til skipstjóra okkar. Um sjómennsku og aflabrögð Guðmundar Júní á mestu mann- dómsárum hans, efast víst enginn, sem'Lil þekkti. Hitt vissu fæfri, hve hjartahlýr og góður drengur þessi skapmikli og örgeðja, og stundum grófgengi og stóryrti maður var. En okkur, sem áttum þess kost að þekkja, hvernig Guð- mundur Júní var inn við beinið, blandast ekki hugur um, hvern mann hann hafði að geyma. Undir brynju svals hrjúfleika sló hlýtt og gott hjarta trúaðs manns, sem aldrei, hvorki í bliðu né stríðu, lagði skipi sínu svo úr höfn, að hann bæði ekki guð sinn um fararheill. Um sannleiksgildi þessa fer ekkert á milli mála. Mönnum sínum sýndi hann föður lega umhyggju og bar þeirra hag og heill fyrir brjósti engu síður en sinn eiginn, hverju svo sem honuin varð á að hleypa fram af vörum sér, ef svo bar undir. —• Raungæði hans voru ósvikul, og skipti þar engu máli, hvernig þaut í ýmsum skjám. Ekki sízt fyrir það ávann Guðmundur Júní sér ástsæld og virðingu manna sinna. Þótt ég í greinarkorni þessu iafi ekki mátt leyfa mér að fara .ákvæmlega út í neitt, og m.a. .•kki það, að nefna þau mörgu ;kíp, sem Guðmundur Júni sigldi sem skipstjóri um dagana — get ág þó ekki neitað mér um að minnast eins. Á sá skortur á sjálfs afneitun rót sína að rekja til bernskuára minna vestur í Hnífs- dal. Þá litum við drengirnir þar mjög upp til sjómannanna á „stórubátunum“ (eitt orð!!) sem þá gengu frá höfuðborg okkar Vestfirðinganna. Að sjálfsögðu var hrifningin því meiri, sem um æðri menn á þeim merkilega flota var að ræða. Og þá voru þeir margir og harðslceyttir, sem réðu fyrir ísfirzkum skipum. „Stjörn- ur“ okkar strákanna voru því margar. Nafn eins skipstjórans og eins bátsins, þess minnsta þá, er mér þó enn í muna öðrum fremur, og jafnan síðan umvafið hugþekkum æfintýrablæ. Guð- mundur Júní á „Sóley“. Hvenær hefir nokkur vitað samræmis- fyllri, fegurri eða sveitasælulegri nafnasamstæðu á sjómanni og skipi! Og hvernig fóru þau tvö að hitta hvort annað? Þetta var mér nokkur ráðgáta. Mér fannst rómantísk sumardýrð og blóma- angan umlykja þessi nöfn. Þá var hann ungt og framsækið glæsimenni — fleytan happaskip, bæðhfluttu björg í bú, og blessun fylgdi þeim. Og ennþá eimir eftir | af þessu — ekki sízt nú, þegar þau bæði eru horfin sjónum. Það var ekki aðeins í bláma bernsku minnar, sem mann og skip bar hátt. Litlu seinna átti ég sem ung ur maður þess kost að prófa ná^ í lægð veruleikans. Ég myndi að vísu ekki sverja fyrir það, að hug mvndir mínar frá, mér liggur við að segja, tilbeiðsluárum bernsk- unnar, hefðu sumar hverjar Framh. á bls. 11. Markús: Eftir Ed Ðoái , VOU UNDERSTAWD WHy I ÁSKED< VOU TO C'.-T OFF THE BOAT ö.á'! ^ DON’T YOU? RtifiiiiHimiiiiiiiiniimiiniiiii** nco j tHlACU TT I ÍMMI ! WA', L! SOSH, ANDX TfA ON A SÞOT.. 1) — Siggi, þú skilur, hvers vegna ég bað þig um að fresta ksppsiglingunni í ár? 2) — Já, og ef Raggi er í svona mikílii hééttú íAaddúr, -þá þarf hann víst hjálpar. __ 3) — Þannig myndi ég.... — Við skulum ekki tala meira uir. það, Markús, ef þér steridur Andi minn. Kærastan mín og á sama. hezti vinur minn eru mér svo 4) Seinna úti í skógi. re:ð," að þau vilja ekki skipta — Ég er heldur en ekki í klípu, orðum við mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.