Morgunblaðið - 04.03.1952, Page 7

Morgunblaðið - 04.03.1952, Page 7
[ Þriðjudagur 4. marz 1952 MORGUTSBLAÐIÐ f C'iipraas' Bjarnason, Hvamieyri 3 IVIeiri sagnfræði fyrir Tímann og Framsókn / ÞAÐ er ekki hægt að gefa Tím- anum lengur frið við þá iðju sína að blekkja sveitafólk. Þögn við lyginni er svik við réttlætið, seg- ir máltækið. Þótt þeir, sem kunn- ugastir eru máiunum, telji, að sá máifiutningur Tímans, sem aðal- lega snýst um að sannfæra sveita fólk um ágæti Framsóknar og ilisku hinna flokkanna, aðallega Sjáifstæðisflokksins, allt frá smá skreytni upp í stórblekkingar, sé ekki svaraverður, þá verða menn að gaeta þess, að fjöldi fólks um breiðar byggðir landsins hefur öðrum hnöppum að hneppa en fylgjast nákvæmlega með gangi hirma ýmsu þjóðmála. Sveitafólkið fær flest Tímann með dyggilegri aðstoð kaupfélag- anr.a. Þessa séraðstöðu sína nota Tímamenn vel, og í trausti þess, að Tíminn sé „blað sveitanna'-, þannig skoðað af bændum, túlka þeir málefni sín fyrir sveitafólk- inu með mikilli kænsku og beita yfirmannlegri þrákelkni í áróðri og hamra iðulega, ekki vikum saman, heidur árum saman, á fjarstæðum og blekkingum. Þetta er skynsamlegt, því að SVeitafólk trúir því ekki, að neinn vogi sér að sýna því þá ósvífni að foera á borð fýrir það blekkingar og ósannindi. Sveitafólkið er trú- gjarnt, eins og öllu heiðarlegu og góðu fólki er tamt að vera. — Blaðaáróðurinn er svo á hverju sumri áréttaður af erindrekum flokksins eða kaupfélaganna og af einstökum miðs^jórnarmönn- um eða öðrum héraðsagentum, seín þá hafa þjáifast í að geyma vöndugheitin í handraðanum, þeg ar áróðursiðjunni er brugðið fyr- ( ir sig. I Vegna sveitafóiksins og þjóð- arinnar allrar er nauðsynlegt, að ( sem flest málgögn og blöð, sem ( í sveitirnar fara og andstæð eru Framsókn, hætti nú þegar af- skiptaleysi sínu um blekkingar- áróður Tímans um menn og mál- efni. Timinn er annars að ýmsu leyti sæmilegt blað og gerir nokkurt gagn sem málefnablað og fréttabiað fyrir sveitirnar. — Hann þarf aðeins að fá lækningu, læra að segja satt og hætta mannskemmdum, en aðallega þarf hann þó að afla sér nægrar trúar á málefni flokks síns, svo mikillar trúar, að hann sjúi sér fært að nota sannieikann um f'lokk sinn og aðra flokka. — Ef okkur hinum tekst ekki þessi lækning, þá verður þungur dóm- ur þeirra Tímamanna á skapa- dægri, því að það er alvarlegt mál að blekkja bændasétt heillar þjóðar í mörg ár samfleytt. í framhaldi af fyrri greinum vil ég leyfa mér að bregða upp fyrir lesendum Tímans ofurlitlu dæmi af málfiutningi hans. — í þessu falli er Tíminn aðeins að byrja að laga til staðreyndir máls. Þessi hornsteinn blekkinga á síð- ar að standa undir stærri bygg- ingu ósanninda fyrir sveitafólk. Hér er afar fróðlegt að siá, hvernig Tímamenn eru að ryðja veginn með sakleysislegri fölsun staðreynda, svo að síðar verði auðveldara fyrir þá að „velta röngu og svíkja lit“. Starfsíþróttirnar eru merkilegt mál í uppsiglingu hér á landi. Af- skipti Tímans af því máli fram að þessu hafa verið þannig, að nauðsynlegt verður fyrir Tíma- menn að nota sem mest andstæð- ur sannleikans í sambandi við upphaf þess máls hér á landi. — Sumqm kann að finnast óþarft að eyða svona miklu rúmi í Mbl. út af þessu máli á þessu stigi. En hér er meira en málið eitt á ferð- inni. Hér ætlar maðu^, kunnugur sálarástandi, skapgerð og vinnu- brögðum Tímamanna, að birta hið þokkalega innræti í ljósi þsssa májs. Þetta tel ég mig vera vel færan um, því að ég efast u n, að nokkur annar maður hafi lset jafn mikla vinnu í að ,.stúd- éra“ Tímamenn frá öllum hliðum. Af þessu hef ég öðlazt nokkra mannfræði í ofanálag á hesta- fræðina, og öll þekking er ein- hvers virði. í Tímanum 2. jan. birtist sak- leysisleg og, að því er virðist við fyrstu sýn, hlutlaus grein, er nefnist: Ungmennafélögin og starfsíþróítirnar. En ekki þarf mikla athugun til að koma auga á úlfshárin, sem gægjast þar fram undan sauðargærunni. Hefst nú „sagnaritun" Tímans um mál þetta. „Það er orðið alllangt síð- an, að fyrst kom til umræðu að ungmennafélögin „tækju upp keppni í starfsíþróttum. Tveir merkir skólamenn, Aðalsteinn Sigmundsson og Steingrímur Ara son, vöktu máls á þessu á sínum tíma“. Þetta má e.t.v. sannleikur heita, en þó talsvert minna en hálfsagður. Sú starfsemi, sem nefnd hefur verið starfsíþróttir var naumsst til né formuð að neinu ráði, þegar Aðalsteinn féll frá. Hér mun því frekar um að ræða hinaamerísku 4-fl starfsemi barna og unglinga, sem flutzt heíur hingað í álfu fyrir alllöngu. En því þá ekki að nefna þann manninn, er fyrstur kynnti þessa síarfsemi hér á landi í ræðu og riti á greinagóðan hátt, þó að lítiö yrði úr framkvæmdum? Það var Metúsalem Stefánsson, fyrrvev- andi ráðunauíur Búnaðarfélags íslands, og búnaðarmálastjóri. — Hann hélt fyrirlestra um þetta efni á námskeiðum BI vát um land veturinn 1925 og síðar á námskeiði fyrir trúnaðarmenn BÍ. Nefnd var sett á laggirnar til að athuga þetta o.s.frv. — Loks birti Metúsalem ítarlegt erindi um málið er hann nefndi: Ilugur og hönd, í Búnaðarritinu 1926. En samkvæmt siðalögmáli Tím- ans má ekki nefna Metúsalem í þessu sambandi, því að hann er ekki Framsóknarmaður! Reynt var að koma þessari unglingahreyfingu á laggirnar og mun Aðalsteinn Sigmundsson hafa haft mikinn áhuga á því, að svo mætti verða. En þetta festi ekki rætur. Enn segir Tíminn: „Verulegur skriður h sfur þó1 ekki komið á þetta mál fvrr en' seinustu árin. Fyrri hiuta árs 1950 birti forseti Ungmennafélags íslands, séra Eiríkur E. Eiríksson, forustugrein í Skinfaxa (Undir- strikað hér), er hann nefndi: „Stefnan og störfin“ o.s.frv. „í beinu áframhaldi af þessari grein séra Eiríks“ var svo gerð sam- þykkt á sambandsráðsfundi ung- mennafélaganna haustið 1950. — Hnígur samþykktin að því að at- hugað verði „hvort ekki sé fært að koma á keppnimótum í ýms- um vinnubrögðum, t.d. á sviði landbúnaðarstarfa". Næst skeður svo það, samkv. frásögn Tímans, að ,,á sambands- ráðsfundi ungmennafélaganna í haust (1951) var það svo ákveð- ið að láta fara fram vinnukeppni ó landsmóti á Eiðum í sumar (1952)---- Og enn segir Tímjnn: „Sú áhueaalda. sem unsmenna félagsskapurinn hefur yakið um þetta mál, varð m.a. til þess, að félagið Ísland-Noregur bauð hing að heim á síðastliðnu hausti fuil- trúum frá norska æskulýðsfélags skapnum. er einkum sér um starfsíþróttakeppnina þar í landi“. Þetta Htur svo sem vel og sann- söguleea ýt, os er svo sem ekki ónýtt að geta vitnað í þessi sk"if síðar meir, sem greinargott yfir- lit um aðdragancja málsins. En mikið er þetta samt skrílið og torskilið þeim, sem kunnugir eru málinu og ekki horfa á hlut- ina gegnum Framsóknar-ejn- glyrnið. Atburðarásin á að byggja.st öll á því, að séra Eiríkur (Fram- sóknarmaður!) birtir hina um- ræddu forustugrein í Skinfaxa fyrrihluta árs 1950. í beinu áfram haldi af því á svo sambandsráðs- fundur ungmennafélaganna að gera samþykkt um málið, og i þannig skal þetta vaxa fram hvað af öðru ósköp eðlilega. En, ef við förum nú að blaða í Skin- faxa 2. hefti 1950, þar sem grein séra Eiríks birtist ó bls. 65—69, kemur í ljós, að í þessu sama hefti er skýrsla um sambandsráðs fund UMFÍ, sem haldinn var í Reykjavík 23.—24. september 1950. Þar og á þeim tíma er sam- þykktin gerð um að víkja því til néraðssambandanna að koma á keppnimótum í starfíþróttum. í sama hefti er einnig grein um af- mælismót Skarphéðins, og i henni er sagt frá veglegu afmæl's hófi 14. okt. 1950! — Þ:S leika ekki allir það eftir að Játa frá- sögn af atburðum, sem rerast í september—okóber 1950, birtssf í hefti, sem kemur út í „íyrra hluta árs 1950 ‘, — en þá birti séra Eiríkur grein sína, samkv. sögn Tímans og söguritun. Sann- léikurinn e rsá, að hiff umrædda hefti af Skinfaxa kom ekki jt fyrr en í lok nóvembermánaffar eða í desember 1950. Þá birtist grein séra Eiríks, og löngu fyrir þann tíma höfðu gerzt aðrir hlutir í þessu máli, sem vafalaust hafa ýtt meira undir, að starfs,- íþróttamálið var tekið til um- ræðu og nokkurrar fyrstu „af- greiðslu“ á sambandsráðsfundi UMFÍ í sept. 1950, fullum tveim- ur mánuðum áður en grein séra Eiriks birtist í Skinfaxa. En Tím- inn hikar ekki við að .segja al- rangt frá um Skinfaxagrein séra Eiríks, til aff geía „skapað ‘ sin „fræði“ og sína „sögu“ um starfs- íþróttirnar. Blaðið treystir því, að Framsóknarmenn og ýmsir aðrir sveitamenn trúi án þess að hugsa, og að óhætt sé að miða „vöndugheit" í frásögn og mál- flutningi við þá „staðreynd“. Ég vil fyrst benda á 2—3 atriði varðandi kynningu starfíþrótt- anna, áffur en grein séra Eiríks birtist „fyrri hluta árs 1950“, — í hefti, sem kom út í nóv.—des. það ár. I apríl- og júlí-heftum tímarits- ins Stefnir 1950, birtist merkileg grein eftir Árna Eylands, er nefnist „Fögur er hlíðin" (Grein- in kom oinnig út sérprentuð í maí 1950). í henni er rætt ítar- lega um starfsíþróttirnar og bent á, hvað sé að gercst hjá frænd- þjóðum okkar í því efni. I júnímánuði 1950 var háð nor- rænt æskulýðsmót í_ Anvika í Svíþjóð. Þar mættu 4 Islendingar og var Stefán Runólfsson, for- maður Ungmennafélags Reykja- víkur, farastjóri. Á mótinu ílutti formaður sænska JUF félags- skaparins erindi um starfsemi þessa félagsskapar og ræddi m.a.' um starfsíþróttirnar, sem er eitt af aðalverkefnum JUF félag- ar.na. Þann 13. sept. 1950 flutti Árni Eylands útvarpserindi um starfs- íþróttir, fróðlega og skemmtilegf frásögn um keppni í dráttarvéla- akstri, sem hann hafði verið við- staddur á Jaðri í Noreei þá urr sumarið. Raunar hafði Árni vak- ið athygli á starfsíþróttunum nokkrum sinnum áður, bæði í Útvarpinu og Morgunblaðinu, auk greinarinnar 1 Stefni, sem áður var nefnd. Er nú ekki liklegt, að þetta þrennt, þótt fleira sé ekki til tínt, hafi ýtt rneira undir, að starfs- íþróttapaálið va^ rætt á sambands ráðsfundi UMFÍ í september 1950, heldur en velviliuð grein um mál ið (eftir Framsóknarmann), sem birtist 2 mánuðum síðar, í nóv.- des. 1950?!! En Tíminn hlýtur samkvæmt eðli sínu að byggja sína „sögu“ á algerum blekkingum, fremur en á svona einföldum og augljósum staðreyndum. í þessu sambandi er rétt að benda á grein um starfsíþróttir, sem Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fullrúi, ritaði í 1. heft.i Skinfaxa 1951. Hinn „óljúgfróði“ sagna- ritari Tímans nefnir ekki þessa Skinfaxa-grein, þaff hentar hon- um ekki, því að Þorsteinn segir rétt og satt og drengilega frá. Hann byrjar mál sitt á þessum orðum: „Á sambandsráðsfundi UMFÍ á s.l. hausti var gerð samþykkt um að auka virðingu fyrir vinn- unni og tengja hin raunhæfu störf meir viðfangsefnum ung- mennafélaganna en verið hefur nú um nokkurn tíma. Séra Eiríkur J. Eiríksson, sam- bandsstjóri UMFÍ, ritaði SVO forustugrein um máliff í síffasta hefti Skinfaxa". (Undirstrikað hér). Síðan segir Þorsteinn, að Árni Evlands hafi „fyrstur manna í ræffu og riti bryddað upp á þessu niáli“. Þá vitnar Þorsteinn í grein Árna í Stefni: „Fögur er hlíðin“, og loks ræðir hann „hvernig ung- mennafélög geta stofnað til keppni í ýmsum vinnubrögðum", og segir meðal annars styðjast við heimildir, sem hann hafi íengið frá Árna Eylands. Tímamenn nefna þetta ekki, þeim ríður á að sannfæra sveita- fólk um, að þeir sjálfir „eigi þetta mál“. Jeg spái því að efti.r nokkur ár verður svo farið rmátt og smátt að klifa á því, að Siáif- stæðismenn hafi alltef sýnt þessu máii andúð os óvilja sbr. á'óð- urir.n um jarðræktarlögin o. m. fleira. Ég hef rakið þetta svona náið, því að hin umrædda grein Tím- ans: Ungmennafélögm og starfs- íþróltirnar, lýsir svo einkar vel, hvernig málsflutningur Tímans er, þegar hann telur sér og Fram- sóknarklíkunni henta að haeræða sannleikanum sér í vil, eða þó ekki sé nema til að hindra, að hið sanna komi fram um mcifc og málefni, ef Sjálfstæðismenn eiga í hlut. Hver er svo tilgar.gur Tímsns með þessari sagnaritun? Hann er auðsær. Hin meinleysislega grein Ungmennafélögin og starfsíþrótt-i irnar er rituð tii þess að korr.a lesendum Tímans í skilning utn. að koma formanns í Norges byg- deungdomslag og skipulagsstjóra sama félags hingað til lands á vegum félagsins Island-Noregur s.l. haust, hafi átt rót sína að rekja til þeirrar áhugaöjdu, „sem ungmennaíélagsskapurinn hefur vakið um þetta mál“, og jafn- framt að gera sem minnst úr heimsókn þessara mætu.hanna, sem fórnuðu bæði tíma og fé til þess að vekja áhuga rnanna hér á landi fyrir starfsíþróttunum og koma okkur í skiining hvað til þess þarf að koma þeirri hollu nýbreytni á laggimar, að þaff cr allt amiaff og meira heldur en einfaldlega að sarnþykkja eitt- hvað um málið á fundum og á- kveða að stofna til keppni, án tillits til þess hvort völ er á nokkrum keppendum, sem eru stautfærir í því, sem fram á að íara, hvað þá rneira. Það er áréið- anlagt, að koma Norðm&nnanna og starf þeirra hér varð til þess að gera fjölda manna ljóst, hversu vandlega þarf að byggja starfsíþróttastarfsemina frá srnmni MEí) FRÆBSLU- OG SÝNISKENNSLIJ. — Það, sem mest er um vert er, að starf Norð mannanna varð til þess að sumir mætustu forvígismenn ungmenna félaganna, eins og t.d. íþróttaíull- trúi o. fl., líta á þetta mál miklu raunhæfari augum en áður og’ telja sér það mikið veganesti, er vinna skal að frar.igangi málsins, svo sem gert mun verða án til- lits til blekkinga Tímans. HiS sama get ég sagt um sjálfan mig, Við heimsókn Norðmannanna varð mér fyrst Ijóst, hve merki- leg hreyfing starfsíþróttasarf- ssmin er, og hve mikið faglegt og menningarlegt gildi þær geta haft fyrir unga fólkið í sveitun- um. Félagið Ísland-Noregur, og sérstaklega stjórn þess öll, á mikl ar þakkir skilið fyrir forgöngi* sína í þessu máli, virkar aðgerð- ir, þegar flestir aðrir létu sér nægja orð og skrif. En Tíminn birtir- auk þess hug sinn til starfsíþróttanna með þvi að vekja lúaleg blaðaskrif um lítilfjörlega missögn (sem þó er minni en ókunnugir ætla), sera fram kom í norsku blaðaviðtali við formanninn í Norges bygde- ungdomslag, eftir heimkomi> hans til Noregs, sbr. hina ó- smekklegu grein í Tímanum 16. jan. s.l.: „Athyglisverffar frcttir frá fslandi í norskn blaffi, og róg» pistilinn í baðstofu Tímans 31. jan. Fyrir ákafanum að reyna að sletta auri á ákveðinn mann hér heima fyrir, sein ekkert hefur til saka unnið annað en að vera lítið sammáia þeim Tímamönnum * búnaðarmálum, sem gusa mest og grynnzt vaða, lætur Tíminn, sig ekkert muna um það að setja mæta norska bændur og búnaðar frömuði í gapastokk á hinn ó- smekklegasta hátt. Ég þekki ekki séra Eirik á Núpi, formann Ungmennasam- -bands íslands, en ég þykist þess fullviss, að hann sé það mætur maður, að hann telji sér van- sæmd gerða og engan greiða með hinni umræddu sagnaritun Tím- ans, og ungmennafélögunum tajarnargreiða fremur en gagn. Enda er það ósæmilegt að vefia nafn prestsins þannig inn í blekk ingavef og frásagnafalsanir, eins- og gert er í hinni margnefndu grein í Tímanum 26. janúar s.l. En hvað um það, það er mikill fróðleikur fvrir alþjóð manna, en þó sérstaklega bændur lands- ins og sveitaæskuna, að sjá inn- ræti og vinnubrögð Timamanna í réttu ljósi. Nú getur Tíminn varla kvartað undan því, að ég sæki málin of langí aftur í tímann. Gunnar Bjarnason. Einbýllshús á erfðafestulandi við Soga- inýii til sölu. í húsinu eru 4 herbergi og eldhús. Raf- magnsupphitun. Húsið er ný hyggt, forskalað og í góðu standi. Má breyta því í verzl unarhúsnæði. Litil útborgun. Konráff Ó. Sævaldsson löggiltur fasteignasaJi. Aust- urstræti 14. —- Síinar 3565, kl. 10—12 og 4—6 e.h. * BEZT AÐ AVGLTSA í MORGUNBLAÐINV' HFPBOl Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnu lögtaki, er fram fór 11. jan. 1951, verður prentvél, talin eign Pretfells h. f., seld á nauðungaruppboði, sem haldið verður að Hörpugötu 14, hér í bænum, miðvikudaginn 12. þ. m., kl. 11 f. h. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.