Morgunblaðið - 04.03.1952, Blaðsíða 11
Þrið'judagur 4. rnarz ISE
MORCVNBLAÐIÐ
11
Jens Ingvi Jóhannsson
Minningarorð
, r„
Guðhrandur Jónsson psófessor:
ÞANN 27. júlí 1951 andaðist Jens
Ingvi Jóhannsson á heimili sínu
Suðurgötu 51 í Keflavik, eítir
langa og mjög þunga sjúkdóms-
jþraut, aðeins 34 ára gamall. Það
er ekki af ræktarleysi víð þennan
lunga ágætismann að hans hefur
ekki fyrr verið minnst opinber-
lega. Nei, svo hugstætt er okk-
ur það mikla skarð, sem höggvið
hefur verið hér í ástvinahópinn.
En okkur hefur verið „tregt
tungu að hræra“, eins og Egill
Skallagrímsson kvað forðum.
Hér er enginn meðalmaður
kvaddur, heldur frábær efnis-
maður og leið drengur hinn besti,
er eigi vildi vamm sitt vita.
Jens heitinn var fæddur 26.
febr. 1917 á Mjóabóli í Dalasýslu.
Foreldrar hans_ voru heiðurshjón-
in Halldóra Ólafsdóttir og Jó-
hann Jensson hreppstjóri, er síð-
ast bjó að Hlíðarenda í sömu
sýslu. Börn þeirra voru 9 og var
Jens heitinn með þeim yngstu
þeirra. 9 ára gamall fluttist hann
til Bjarna skálds Gíslasonar á
Harrastöðum og ólst að nokkru
leyti upp hjá honum og konu
hans og minntist hann þess heim-
ílis æ síðan með ást og virð-
ingu.
Árið 1935 kom hann til Kefla-
víkur í atvinnuleit og varð sú
ferð hans býsna örlagarík, því
þar kynntist hann eftírlifandi
eeonu sinni, Sólveigu Sigurðar-
dóttur og voru þau heitbundinn
áður en hann fór heim til sín
um vorið.
Svar við athugasemd
Aðalfundur
Snæfellingafélagsins er í
k>öld kl. 8.30, í Þjóðleikiiúss
kjallaranum.
Stjórnin.
ÞrýstisprautuE'
HEÐINNi
Yfirdekkjum
spennur
Yfirdekkjum margar gerðir
af kjóla- og kápuspennum.
' Verð frá kr. 4.50 til Kr. 6.60
eftir stærð og gerð. Mjög fljót
afgreiðsla.
Verzlunin HOLT h.f.
Skólavörðustíg 22.
UTSALA
Kvenkjólar; kvenkápur; barna
samfestingar, uilar, á 2ja—•
4ra ára, 80 kr. Drengjafrskk
ar, 10—14 ára frá kr. 150.00
Margt annað tilbúið með
mjög lágu verðL Sloppa- og
kjólaefni. Tækifærisverð.
Verzlunin FRAM
Frá 3,—-10. marz hefst
IITSALA
i Antikbúðinni, Hafnarstræti
18. — 10—25 prósent af-
sláttur. — Fallegar tækifær-
isgjafir: Vasar, málverk, úr
frá kr. 250.00, armbönd, ekta
silfur, frá kr. 140.00, barmon
ikkur, fiðlur o. m. fl. Munið:
Antikbúðin
Þau voru bæði ung og fram-
tíðardraumarnir voru fagrir,
þrátt fyrir kreppu og atvinnu-
leysistíma.
Á smáu var byrjað, en það
var unnið saman í ást og ein-
drægni að því að byggja upp og
fegra litla heimilið. Það kom
bráðlega í ljós hve frábærlega
hagur Jens heitinn var, og mátti
segja að hvert verk léki í hönd-
um hans. Honum varð heldur
ekki atvinnuvant er hann tók
að kynnast í Keflavík, því menn
sóttu um að fá hann til allskon-
ar smíðavinnu og annara auka-
starfa, sem vandasöm þóttu, þó
hann hefði árum saman fasta
vinnu bæði hjá ■ Bræðslufélagi
Keflavíkur og hjá Esso-félaginu
á Keflavíkurflugvelli. Allstaðar
var Jens heitinn jafnvel kynntur,
sem bezt mátti sjá á því, hve
snilldarlega félagar hans reynd-
ust honum í veikindum hans og
dauða.
En eins og eftir hann liggur
ágætt starf út á við, þá er þó
ógetið enn hins allra bezta í
fari hans, en það var hve frábær
faðir og eiginmaður hann var.
Fyrir nokkrum árum réðst hann
í það ásamt Þórólfi Sæmundssyni
svila sínum að koma sér upp
íbúðarhúsi og kom sér þá vel
hagleikur hans, eins og fyrri dag-
inn. Þarna eignuðust þau hjón-
in fagurt og þægilegt heimili og
lífið virtist brosa við þeim. En
dimmt ský grúfði yfir og áður
en varði syrti að. Það var haust-
ið 1950 er Jens heitinn tók að
kenna lasleika þess er síðar varð
að svo þungbæru rheini og dró
hann að lokum til dauða. Hann
gekk þó ótrauður til vinnu sinn-
ar fram að jólum, en eftir þann
tíma byrjaði svo ferill hans milli
læknanna, bæði innan lands og
utan. Allt var gert, sem í mann-
legu valdi stóð til bjargar, en
hönd drottins tók. í taumana og
dáðríku lífi ungs manns var lok-
ið. —
Sambúð þeirra hjónanna, Sól-
veigar og Jéns, var með slíkum
áfætum, að það mátti segja að
þar félli ekki skuggi á og betri
og umhyggj usamari föður er
ekki hægt að hugsa sér. Þau
eignuðust fjórar dætur, Halldóru,
sem nú er 15 ára, Magneu Ey-
rúnu 13 ára, Eygló 10 ára og
Jóhönnu 5 ára.
Jens var röskur mlðalmaður á
hæð, vel vaxinn, fríður sýnum
og svipbjartur eins og fagur vor-
dagur. Hann var ágætlega
greindur og hafði mikið yndi af
Ijóðum og gat brugðið fyrir sig
að svara með laglegri stöku, ef
á hann var yrt í ljóði. Öll var
framkoma hans meitluð af prúð-
mannlegri góðvild og hófsamri
gleði. Hann var góður borgari
Keflavíkurbæjar og vildi sóma
hans í hvívetna, en hann bar
einnig til hinztu stundar óslít-
andi tryggð til æskustöðvanna,
og mátti segja, að hann væri jafn
ágætur Dalamaður sem Keflvík-
ingur.
Hans er sárt saknað af systkin-
um, tengdafólki og vinum, en
aílra sárast af elskaðri eigin-
konu og ungu dætrunum.
En við treystum því öll að guð
hafi kallað hann til æðri starfa
á landi ljóss og friðar. Blessaður
veri hann þar á sinni þroska-
braut. J. G.
MORGUNBLAÐINU hefir borist
eftirfarandi svargrein við grein
Sigurðar Sigurmundarsonar um
„Sjöundarmorðin", er birtist í
blaðinu 25. febrúar.
Höf. segist óttast, að hneyksl-
ast verði á því, að „lítt þekktur
leikmaður“ riti dóm um bók, sem
„einn hinna lærðu" hafi samið.
Það gerir enginn maður með
viti, en það íylgir sá böggull
skammrifi, að menn verða að
geta fundið því stað, sem þeir
skrifa.
Höf. kveðst aðeins ætla að gera
greinina „Sjöundármorðin“ í bók
minni að umtalsefni. Það fer
þó út um þúfur, því að það fara
fjórar og hálf af ellefu síðum
handritsins í allt annað. Hálf
önnur síðasta síða þess fer í
almenna skraddaraþanka um
gildi íslenzkra ritdóma og nauð-
synina á því að varðveita ís-
lenzka tungu, sem allt hefur ver-
ið sagt margsinnis, en miklu bet-
ur en höf. gerir, og bætir þó
nokkuð, að hann prentar um
leið vísu úr „Stórasandi“ eftir
Einar Benediktsson, en ekkert
af þessu kemur við Sjöundár-
morðin. Hinar þrjár síðurnar
fara í að athuga formálann, sem
ekki lýtur að Sjöundármorðun-
um frekar en hitt. Höf. telur
að formálinn sé hvorki „ítarleg-
ur né greinilegur“, heldur ó-
skipulegur og þokukenndur, og
hefir eftir mér ýmsan þvætting, er
þar á að standa. Ég rauk í for-
málann og las hann, en þar stóð
allt annað, en eftir mér var haft,
og mér fannst það vera sæmilega
ljóst og rétt. Ég vildi nú prófa,
hvort svo væri, og lét þokkalega
greindann pilt á fimmtánda ári
lesa þann kafla formálans, lið-
uga eina síðu af sex, sem fettar
voru fingur út í, og segja mér
efni hans. Gerði hann það rétt,
og er það mér nægur dómur um
formálann, og reyndar um grein-
arhöf. iíka.
Ekki meiga formálar ríða bæk-
ur á slig. Höf. kvartar undan því,
að formálinn sé ekki ítarlegur
og hlýtur þá eitthvað að vanta
þar að hans dómi. Ef þetta er
ekki skvaldur eitt hjá höf., hlýt-
ur hann að hafa gert sér grein
fyrir hvað það sé, og hvað er
það þá?
Þegar höf. snýst að Sjöundaár-
morðunum, sem hann vill láta
sýnast vera aðalatriði hjá sér,
en er ekki, segir hann, að gangi
málanna sé yfirleitt „allgreini-
lega og skilmerkilega lýst.“ hjá
mér. Þetta er að vísu lof, en ef
satt skal segja lítils eða einskis
virði vegna þess, að mér er
kunnugt um, að greinarhöf. hefur
alls ekki litið á heimildir þær,
sem ég hef farið eftir. Hann
getur því enga hugmynd haft um
hvernig ég hef farið með þær.
Ef hann hefði sagt, að sér virtist
þetta vera svona, þá hefði verið
vit í því. Bætir hann því við,
að þetta haldist ekki hjá mér,
nema meðan ég rek „rás viðburð-
anna hlutlaust eftir heimildum“.
Á hann með þessu við, að ekki
meigi vinna úr heimildunum,
meta gildi þeirra og rýna þær (
svo, að meira eða annað fáis^
út úr þeim, en þær bjóða við
bókstaflegann lestur þeirra, og
að ekki meigi draga af þeim
þær ályktanir, er þær virðast
gefa tilefni til? Ef svo er, virð-
ist hann ekki hafa hugmynd
um, hvernig sagnfræðilegum
vinnubrögðum háttar. Hann
virðist og heldur ekki skilja, að
löngu liðnir tímar geta ekki haft
á sér þá nærgætnishelgi eins og
viðburðir líðandi stundar. Höf.
segir þá, að ég virðist á allann
hátt reyna að gera hlut Stein-
unnar betri en Bjarna. Þetta er
misskilningur, því þótt ég reyni
að gera mér grein fyrir skap-
gerð þeirra, er mér persónulega
alveg sama um hvernig hún var,
og persónulega hef ég enga sam-
úð með hvortigu, og ekki heldur
meiri andúð á þeim, en athafnir
þeirra gefa tilefni til. Skoðun
mína byggi ég á orðum þeirra og
athöfnum, og geta menn gengið
úr skugga um, hvort þeim þyk-
ir hún rétt, með því að lesa bók
mína, sem reyndar er svo til
uppseld.
Minnst er á tilraunir mínar til
þess að finna tilgang síra Jóns
Ormssonar með hinni óheppilegu
framkomu sinni í málinu, og seg-
ir höf., sem satt er, að þær hafi
engann árangur borið. Sjálfur
kemst höf. að þeirri barnalegu
niðurstöðu, að tilgangur síra Jóns
hafi enginn verið, og er þó kunn-
ugt, að allt hefur tilgang engu
síður en orsök, Kemst hann loks,
þrátt fyrir þessa staðhæfingu, að
þeirri niðurstöðu, að perstur hafi
ekki „viljað heyra um“ eða trúa
slíkum hermdarverkum á sókn-
arbörn sín. Á þennan mögu-
leika hafði ég að vísu bent, en
hafnað honum af því, að ef sókn-
arbörnin voru sýkn, var ástæðu-
laust að vera með nein undan-
brögð, og væru þau sek, væri
það ósæmandi presti að hylma
yfir þetta.
Þá kemur að aðalatriðinu fyr-
ir höf., sem eru ummæli mín um
háttalag síra Eyjólfs Kolbeins-
sonar. Greinin ber það með sér,
að hún er eingöngu rituð vegna
þeirra; allt hitt eru umbúðir til
þess að láta sýnast sem ádeilan
sé almenns eðlis. Höf. ber síra
Eyjólf svo rækilega fyrir brjósti,
að halda mætti, að hann væri
náskyldur honum eða afkomandi
hans að langfeðgatali, en ég hef
ekki nennt að rannsaka, hvort
svo sé. Ég veit, að sumir eru
svo hvimpnir út af ummælum
um löngu liðna og gleymda for-
feður og frændur, að þeir líkj-
ast um það konungsdótturinni
á bauninni. Hefur höf. hvað ofan
í samt rangt eftir mér, eykur
við eða dregur frá. Hann segir,
að ég kalli prestinn illgjarnan.
Það er ósatt, en hitt segi ég,
að mér þykir hann muni hafa
verið kærulaus. Byggi ég það
á tveim barneignum hans, er tví-
vegis bægðu honum /frá prest-
skap. Höf. segir réttilega, að nú
mundu menn ekki kippa sér upp
við þetta, en það var öðru vísi
í þá daga, því að þá var þetta
háskabraut fyrir presta og
prestsefni, og hefði annað barn-
ið með afleiðingum þess átt að
vera nóg aðvörun, en því þykir
mér síra Eyjólfur muni hafa ver-
ið kærulaus; fleiri líkur er og
hægt að tína til. Það sem máli
skiptir er, hvað fram fór milli
síra Eyjólfs og þeirra Bjarna
nóttina, sem þau játuðu. Ég hef
hvergi staðhæft neitt um hvað
það var, en bent á, að síra Eyj-
ólfur tvisvar segi, að þau hafi
játað fyrir sér heimuglega. Það
var um þetta, sem ég hnaut, og
svo um það, að sýslumaður var
ekki viðstaddur, er samtalið fór
fram. Leynileg skriftamál, sem
Norsku lög kalla, voru í þá daga
manna á meðal nefnd heimug-
leg skriftamál, og leiðir því orð-
ið heimuglega, sem prestur not-
ar, hugann að skriftamálum
þeim, sem Norsku laga greinin á
við. Ég hef ekkert staðhæft um
það, hvort hér hafi verið um
skriftamál að ræða, en bent á
það, að mér þykja vera nokkrar
líkur fyrir því. Ég hef því ekki
heidur fellt neinn dóm um síra
Eýjólf, heldur af5eins bent á það,
hvernig meta bæri framferði
hans, ef um skriftmál hefði ver-
ið að ræða, og segir hin tilfærða
grein Norsku laga til. Höf. stað-
hæfir á einum stað, að ég segi, að
hér hafi verið um skriftamál að
ræða, en nokkrum línum seinna
segir hann: „Að vísu fullyrðir
höf. (þ. e. ég) ekki að þetta sé
rétt skilið hjá sér,“ Hvað hef ég
þá sagt? Ég get ekki hafa gert
þetta hvorttveggja. Það sem hér
veltur á er samanburður á því,
sem sýnist hafa gerst og fyrir-
mælum greinarinnar í Norsku
lögum. Höf. segir að ég hafi „fyr-
ir fram ákveðið að hnekkja áliti
síra Eyjólfs“..Ég fulvissa um það,
að ég hef engann persónulegann
áhuga fyrir síra Eyjólfi, og er
alveg sama um það, hvernig hon-
um hefur verið farið. Ég hafði
því enga ástæðu til þess að aflaga
neitt viljandi viðvíkjandi hon-
um.
Höf. -segir, að ég virðist gera
einkennilega mikið úr hinni til-
vitnuðu grein Norsku laga, og
„verður að álíta að það séu trú-
arskoðanir hans (þ. e. mínar),
sem liggja þar til grundvallar“.
Höf. virðist eftir þessu ekkert
vita um það, að einkaskriftir
voru um þessar mundir i mikl--
um metum hér og mjög tíðar,
þótt þær séu nú naumast um
hönd hafðar hér á landi í lúth-
erskum sið. En að því er til trú-
arskoðana minna kemur, þá er
af staðhæfingu hans augljóst, að
hann hefur ekki frekar hug-
mynd um þær en kötturinn um
sjöstirnið. Ég þarf naumast að
geta þess, að Norsku lög eru
hvorki samin af mér eða að
mínu undirlagi, því að þau gengu
í gildi nákvæmlega 200 árum og
1 degi áður en ég fæddist. Þau
eru spegilmynd réttarvitundar í
dansk-norska ríkinu í þá daga,
en það var þá hálútherskt. En
það er bezt úr því sem komið
er, að ég segi frá því, hvernig
frá kaþólsku sjónarmiði væri
litið á atvikin, sem hér er fjall-
að um, og geri ég það engum
til hugmóðs, heldur höf. til lær-
ingar. Þar eð lútherskir prestar
að dómi kaþólsku kirkjunnar, og
líka margra mótmælenda, eru
ekki perstar heldur leikmenn,
éins og hann og ég, gat þarna
um engin skriftamál verið að
ræða. Hafi síra Eyjólfi i samtal-
inu verið trúað fyrir einhverju,
og hann Ijóstrað því upp, gat
frá kaþólsku sjónarmiði aðeins
verið um venjulega lausmælgi
að ræða, sem að vísu gat verið
siðferðilega jafn saknæm sem
um rof á skriftalaunung væri
að ræða, en það ylti alveg á
því undir hvaða yfirskini síra
Eyjólfur hefði náð trúnaði þeirra
hjúa. »
Þetta er í fyrsta skipti í þau
50 ár, er ég hef játað kaþólska
trú, sem nokkur íslenzkur mað-
ur hefur orðið til þess að bregða
mér um það. Það er einu skípti
of oft, og ég skammast mín fyrir
hönd höf. fyrir þessa undir-
furðulegu lævísi, ósvinnu og
háttvísisskort. Það er eingöngu
þessu atferli hans að kenna, að
ég hef nennt að sinna þessu
staðlausa skrifi hans, sem morar
af ósannindum, annars hefði mér
ekki dottið í hug að líta við sliku
rausi. Siíkt vil ég ekki láta nein-
um haldast uppi, enda þarf ég
naumast að óttast að það komi
fyrir, svo óíslenzkt er það, en slíkt
má það öllum gera. Annars vildi
ég taka það fram, að ég þykist
manna hleypidómaminnstur í
þeim málum, og mun nýtast að
því vitni margra presta og pre-
láta Þjóðkirkjunnar; hef og marg
sýnt það í verki, þótt mér sé
óljúft að minnast á það.
Þá segir höf., að ég haldi því
fram, að síra Eyjólfur hafi af
illgirni sinni stritast við að koma
þeim Bjarna undir manna hend-
ur, en ekki til þess að leiða sann-
leikann í ljós. Þetta hef ég hvergi
sagt, og aldrei nefnt orðið ill-
girni. En ég hef bent á, að það
væri einkennilegt, að þeir hefðu
togað sinm í hvora áttina, síra
Jón, húsbóndi síra Eyjólfs, er virt-
ist viija hylma yfir afbrotin, og
síra Eyjólfur, er vildi koma sak-
borningum undir manna hendur,
og að það lýsi ekki ótvíræðri
hneigð til þess að vilja leiða sann-
leikann í ljós. Er þetta sagt af
því, að mér virðist þetta benda
til greinilegs ósamlyndis milli
prestanna, og að sira Eyjólfur
kunni að hafa tekið sína afstöðu
Framh. é bls. 12.