Morgunblaðið - 06.03.1952, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.03.1952, Qupperneq 1
Togaraverkfallinu að ljúka LandskjáSffarnir: ' Æ' Ogn núttúruhamfara grúfir yfir eynni Samningar tókust í fyrrinótt milli samninganeínda deiluaðilia ■ ■ ■ ■ ---- a> Kjarnorkufræðingur Krafa hvíld sjómanna um 12 stunda samþykkt i aðalatriðum HORFLR \ ELDGOSLM ÞÁ OG ÞEGAR Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB TÓKÍÓ, 5. marz. — Bandarískar vélflugur hafa flutt fyrstu hlöss- in af matvælum, lyfjum og ullarbrekánum til hinna nauðstöddu íbúa eyjarinnar Hokkaido nyrzt í Japanseyjaklasanum, en á ey þessari urðu ægilegustu landskjálftar aðfaranótt þriðjudagsins, og í kjölfar þeirra reið flóðbylgja yfir landið. Enn er ekkert frétta- samband við eyna, en víst er, að flóðbylgjan þurrkaði burt heila bæi og þorp. Hefir ekki tekizt að fá heildaryfirlit yfir tjónið, þar sem samgöngur allar um eyna eru úr sögunni í bili. MARGIR FÓRUST OG MEIDDUST Tilkynnt hefir verið um lát 35 manns af völdum náttúruhamfar- anna, en fullvíst þykir, að marg- falt fleiri hafi farizt, auk þess hafa eyjarskeggjar meiðzt hundr uðum saman. FLÓTTI AF LÁGLENDINU Margir eyjaskeggja burgu lífi sínu með því að flýja til fjallanna eftir að útvarpið hafði gert mönnum viðvart, og komust svo undan flóðbylgj- unni. ELDGOS YFIRVOFANDI Að sögn hefir borgin Kus- iro orðið harðast úti. íbúar hennar voru 99 þúsundir. Ilún er nú einangruð algerlega. Þegar björgunarsveitir hóf- ust handa í morgun, rauk í- skyggilega mikið úr eldfjalli skammt frá borginni. Þvílík- ir reykjarstrókar vita jafnan á gos. PEARSON YILL EKKI VERÐA FRAMKVÆMDA- STJÓRI OTTAVA, 5. marz. — Utan- ríkisráðherra Kanada, Lester Pearson, kvað í dag niður þann orðróm, að hann tæki við embætti framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalags- ins. í yfirlýsingu um þetta komst hann svo að orði, að „ég mundi ekki taka við starfan- um, jafnvel þótt mér byðist hann“. — Reuter—NTB. Nýr sendiherra WASHINGTON. — Truman, for- seti, hefur skipað James C. Dunn sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi. Fyrirrennari hans, David K.E. Bruce, hefur verið skipaður aðstoðarutanríkisráð- herra. Pinay reynir stjórnar- myndun i Frakklandi Jafnaðarmenn óráðnir enn þá Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB PARÍSARBORG, 5. marz. — Antoine Pinay skýrði Auriol, forseta, frá því í dag, að hann mundi reyna að mynda stjórn. í kvöld undirbjó hann ræðuna, sem hann flytur í þinginu á morgun, fimmtudag. Er mikils um vert að vel takizt þá, því að á því getur oltið, hvort þingið veitir honum stuðning sinn eða ekki. Fer at- kvæðagreiðsla að líkindum fram annað kvöld. JAFNAÐARMENN BEGGJA BLANDS Jafnaðarmenn taka ekki af- stöðu til stefnu Pinays fyrr en að ræðu hans lokinni. Eiga þeir 106 þingsæti, svo að mikið er í húfi. Aftur á móti á hann vísan stuðning 'hægrimanna, róttækra og þjóðlega lýðveldisflokksins. Síðdegis í dag átti de Gaulle, hershöfðingi, fund með þing- mönnum flokks síns, sem eru 117. Rætt var um afstöðuna til væntanlegrar stjórnar Pinays, en varla verður hún hagstæð. Kommúnistar eru andhverfir eins ogvænta má.____________ VANTAR SAMT ATKVÆÐI Engu að síður vantar hann ein 40 atkvæði á þau 313, sem hon- um eru nauðgynleg. TÚNIS. — Frönsk yfirvöld í Tún- is hafa tilkynnt að í óeirðunum að undanförnu hafi samtals 60 áianns látið lífið. Allt bendir til þess að prófes- sor Paul Scherrer, hinn kunni svissneski kjarnorkufræðingur, verði formaður samtaka Evrópu- þjóðanna, sem áætlað er að komá á fót um kjarnorkurannsóknir. Sendiherrann spjallar við ráð- herrana KAIRÓ, 5. marz. — í dag rædd- ust þeir við um horfurnar utan- ríkisráðherra Egyptalands og for sætisráðherrann. Á morgun gengur sendiherra Breta í Kairó, Ralph Stevenson, á fund þeirra. Enda þótt sendiherrann hafi lýst því yfir, að fundur þessi sé í engu sambandi við viðræður þær, sem standa fyrir dyrum um lausn Súez-þrætunnar, þá þykir mikils um vert ,að vel takist. Reuter-NTB Hiemöller ferðast um Bandaríkin WASHINGTON, 5. marz. — Þýzki klerkurinn Martin Nie- möller, sem fyrir nokkrum mán- uðum skrapp til Moskvu, er nú floginn til Bandaríkjanna í boði mótmælenda þar. Ferðast hann þar um 6 vikna skeið. Sfærsfa skip Norðurlanda GAUTABORG, 5. marz. — í skipasmíðastöðinni í Gautaborg er nú í smíðum stærsta skip Norð urlanda, 29 þús. smálesta. Það er 198 metra langt og 24,5 metra breitt. Því verður hleypt af stokk unum í apríl öndverðum, Til þessa hefir norska hvalveiðiskip- ið Kosmos verið stærsta skip smíðað á Norðurlöndum. Það var og smíðað í Gautaborg. — NTB, KL. UM 9 í gærmorgun náðist samkomulag um nýja samningi milli útgerðarmanna og sjómanna í togaradeilunni. Höfðu þá stað- ið yfir svo að segja látlausir fundir sáttanefndarinnar og deilu- aðilja siðan kl. 4 e. h. á mánudag. Nokkru eftir miðnætti í fyrri- nótt lagði sáttanefndin, en í henni áttu sæti þeir Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins, Gunnlaugur E. Briem skrifstofustjóri og Emil Jónsson alþingismaður, fram tillögu fyrir deiluaðilja. Byggisfc það samkomulag sem náðist á henni. Voru samningar undirritaðir í gærmorgun af samninganefndum Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda og sjómannafélaganna á þeim útgerðarstöðum, sem verkfallið náði til. Til þess að þeir taki endanlegt gildi, þurfa þeir að hljóta samþykki á fundum í samtökum útgerðarmanna og sjó- manna. Mun verða boðað til þeirra í dag. VERKFALLIÐ STÓÐ í 15 DAGA^ Ef deilua'ðiljar Samþykkja í dag þá samninga, sem samninga- nefndir þeirra hafa undirritað og mælt með, mun verkfallinu ljúka í dag. Það hófst þ. 21. febrúar og hefur því staðið í 15 daga. Síð- asta togaraverkfall, sem var háð sumarið og haustið 1950 stóð hins vegar 129 daga. BREYTINGAR FUÁ FYRRI SAMNINGUM Þær breytingar frá fyrri samn ingum, sem samkomulagið felur í sér og jákvæðar eru fyrir sjó- menn, eru í aðalatriðum þessar: 1. Samið er um 12 stunda vinnu á ísfisksveiðum fyrir erlendan markað. Áður hafðij náðst samkomulag um 12 stunda hvíld á öllum öðrum I veiðum. Hafa sjómenn því komið fram þeirri kröfu sinni í aðalatriðum að fá 12 stunda' hvíld viðurkennda á öllum I veiðum togaraflotans. 2. Full verðlagsuppbót skal greidd á fast mánaðarkaup í samræmi við samkomulag at- vinnurekenda og verkalýðs- samtakanna frá 21. maí s.l. 3. Aflaverðlaun á saltfisk- um hækki úr kr. 4.75 í kr. 6.00 á smálest. Álar á þessi afla- verðlaun þegar fiskað er á f jar lægum miðum hækki úr 10% í 15%, þó þannig, að ef afferm ing fer fram í því landi, sem miðin liggja að, greiðist eng- in uppbót. 4. Ef kaupgjaldsvísitala hækk- ar frá því, sem nú er greiðist há- setum á saltfiskveiðum uppbót á aflaverölaunin, sem nemur kr. 7.50 á mánuði fyrir hvert vísi- tölustig. 5. Hásetar skulu fá aflaverð- laun af hrognum, sem að vísu munu hafa verið greidd áður, þó að þau væru ekki samningsbund- in. 6. Þá skulu hásetar fá greidd- an hundraðshluta af farmgjöld- um fyrir vörur, sem skipin flytja, á sama hátt og þeir fá hundraðs- hluta af afla. 7. Til bráðabirgða var og sam- ið um aflaverðlaun og önnur kjör við fiskimjölvinnslu og hraðfryst ingu fiskjar en nokkrir togarar eru nú að hefja mjölvinnslu og hraðfrystingu. 8. Vinnudagur háseta er skip liggur í erlendri höfn vegna við- gerðar styttist úr 8 klst. í 5 klst. NÝ ÁKVÆÐI ÚTGERÐINNI í VIL Þær breytingar, sem samkomu lag varð um og útgerðarmenn munu telja sér í vil eru þessar: 1. Hlutaskipti á ísfiskveiðum fyrir erlendan markað breytasfc þannig, að skipt skal í 33 staði i staðinn fyrir 31 áður. 2. Aukaaflaverðlaun af ísfiski greiðast af því, sem umfram er 9 þús. sterlingspundasölu í stað 8 þús. punda sölu áður. 3. Frádráttur frá aflaverði vegna uppskipunarkostnaðar sem ákveðinn var kr. 50 á smálest er hækkaður í 66 kr. á smálest. 4. Hásetar skulu annast varð- stöðu í innlendum höfnum utan heimahafnar skipsins en áður voru þeir undanþegnir þeirri skyldu. 5. Álag á aflaverðlaun á salt- fiskveiðum á fjarlægum miðum greiðist ekki, ef afferming fer fram í því landi, sem miðin liggja að. Útgerðarmenn óskuðu eftir að fá inn í samninginn ákvæðí um, að skipverjar skyldu Framh é bls. 7 _______________/■ Laglegur slgur Churchills LUNDÚNUM, 5. marz. — I dag fóru fram umræður í neðrimálstofu brezka þingsins um stefnu stjórnarinnar í landvarnamálum. Hafði stjórn arandstaðan borið fram van- trauststillögu vegna land- varnaáætlunar Churchills, en hún var felld með 314 atkvæð- um gegn 219. Reuter-NTB Morska vorsíldin BJÖRGVIN, 5. marz — Vorsíldar aflinn í Noregi er nú kominn yfir 2 milljónir hl., þó er hann 800 þús. hl. lægri en í fyrra. í dag vac landað um 65 þús. hl. — NTB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.