Morgunblaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 2
r MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 25. maí 1952. 1
2 1
75 ára afmælsshóf í ÞjóðSeikhússkjalSaranum
'Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ. hélt
Isafoldarprentsmiðja h.f. afmæl-
ishóf í Þjóðleikhússkjallaranum
íyrir núverandi starfsfólk sitt. En
Á þéssu vori fyrir 75 árum fékk'
Björn ritstjóri Jónsson prent-
smiðju sína til landsins.
Núverandi formaður hlutafé-
lagsins, Pétur Ólafsson, cand.
polit., stýrði hófinu og bauð
gestina velkomna.
RÆÐA PÉTURS ÓLAFS-
SONAR
í stuttri ræðu minntist hann’
*íðar á nokkur helztu atriði í
starfssögu fyrirtækisins, er afi
hans stofnaði og rak með rhikl-
xim dugnaði og fyrirhyggju. —
Ræðumaður minntist líka, hve
umræðuefni ísafoldar fyrir 75
árum heffíi verið keimlík mörgu
því, sem nú er efst á baugi.
Hánn minntist þess, að undir
stjórn Björns Jónssonar *hefði
grundvöllur verið lagður að öll-
um starfsgreinum fyrirtækisins á
tiltölulega . skömmum tíma, því
hann hafði bókáútgáfu, blaðaút-
gáfu, bókbandsvinnústofu, bóka-
og ritfangaverzlun. Ræðumað-
ar minntist marga ágætra starfs-
ananna þessa margþætta fyrir-
tækis. Það hefir verið einkenni
ísafoldarprentsmiðju frá fyrstu
tíð að hafa haft á að skipa mörg-
um úrvalsmönnum.
Gunnar Einarsson hefir nýlega
átt 40 ára starfsafmæli hjá ísa-
lold. Elzti starfsmaðurinn, Gísli
Guðmundsson, hefir starfað þar
írá því hann var 14 ára, eða í 64
ár. Var hann að sjálfsögðu hrók-
ur alls fagnaðar í hófinu.
Pétur Ólafsson minntist líka
þeirra manna, sem lengst hafa
verið í stjórn fyrirtækisins, svo
sem Ágústs heit. Flygenrings,
Ólafs Johnsens konsúls og Jóns
Hermannssonar fyrrv. tollstjóra.
fVék hann og orðum sínum að
æánustu fjölskyldu sinni, einkum
frú Borghildi Björnsson, er fylgt
hefir athöfnum og þróun fyrir-
tækisins í nálega 50 ár og ávallt
,Tneð lifandi áhuga borið hag þess
fyrir brjósti.
BJARTSÝNN OG STÓRHUGA
Næstur tók til máls Gunnar
Einarsson, prentsmiðjustjóri, er
minntist sérstaklega Ólafs heit.
Björnssonar, er ungur tók við
ritstjórn ísafoldar, bjartsýnn og
stórhuga. Fannst honum seina-
gangur á öllum málum hér á
Jandi, vildi auka hraðann í hugs-
un og framkvæmdum og þéss
vegná gerðist hann, 1 félagi við
.Vilhjálm Finsen, stofnandi Morg-
unblaðsins. Lýsti Gunnar því
hve bjart var yfir starfi Ólafs
á hiný^ stuttu æfi hans og hve
hjart er yfir öllum minningum
t um þennan ágæta mann,
SAMEFLLDUR REKSTUR
FRÁ DÖGUM HÓLA-
BISKUPA
Þá tók til máls Árni Óla rit-.
stjóri. Rakti hann ýmis atriði úr
'sögu ísafoldarprentsmiðju. Eftir-
jtektarverðasti kaflinn í ræðu
, hiahs var, þar sem þan nlýsti því
hvernig Björn Jónsson tekur við
Ivandsprentsmiðjunni svokallaðri
cða áhöldum hennar. En Lands-
prentsmiðjan var stofnuð úr Við-
eyjarprentsmiðju, en hún var
m. a. framhald Hólaprentsmiðju
hinnar gömlu, sem Jón Arason
stofnsetti og eftirmenn hans á
Hólastóli, fyrst og fremst Guð-
brandur Þorláksson, rak með
miklum myndarskap.
>AKKAÐ ÁGÆTT SAMSTARF
Er Árni Óla hafði lokið máli
sínu, flutti Sigfús Jónsson fijam-
bvæmdastjó'rl1 Morgunblaðsins;
þakkir til stjórnar og starfsfólks
ísafoldarprentsmiðju fyrir rúml.
30 ára samstarf útgáfufyrirtæk-
isins og prentsmiðjunnar og all-
an stuðning og vinsemd er út-
gáfuíéTag Morgunblaðsins hefir
notið frá hendi ísafoldarprent-
smiðju. Enn í dag nýtur Morg-
unblaðið húsnæðis í húsakynnum
ísafoldarprentsmiðju við Austur-
stræti, þar sem prentsmiðja sú,
er Björn Jónsson stofnaði 1877
var til húsa fram til ársins 1943.
Því næst gagði Valtýr Stefáns-
son' nokkur orð, þar sem hann
minntist einkum þeirra feðga,
Björns Jónssonar og Ólafs
Björrissonar, og þess hlutverks,
sém MóðUrmálssjóð Björns Jóns-
sonar er ætlað í nútíð og fram-
tíð.
óóWr framtíðaróskir
Gísli Guðmundsson flutti stutta
ræðu, er fjallaði um ýmsar énd-
urmihrtingar háná frá hinni löngu
starfssögu háns við Ísafold.
Að síðustu talaði frú Börghildur
Björnsson, þar sem hún m. a.
þakkaði starfsfólkinu fyrir auð-
sýnda tryggð pg vináttu um mörg
ár, og bað starfsfólkinu og fyrir-
tækinu blessunar í framtíðinni.
MÖrg heillaóskaskeyti bárust
frá félögum, fyrirtækjum og ein-
stökum mönnum, er veizlustjóri
Pétur Ólafsson, las upp. Að því
búnu hófst dans og annar gleð-
skapur, er stóð yfir svo lengi, sem
leyfilegt var. Luku allir upp ein-
um munni um það, að þetta af-
mælishóf þessa gamla og virðu-
lega fyrirtækis, hefði verið hið
ánægjulegasta.
Ltslamannakvöld í
Þjóðleikhúsinu
1 KVÖLD kl. 10 heldur Norræna fé-
Iagið Listamannakvöld í Þjóðleildhús
kjallaranum, en þá gefst ReykVíking
um hið eina tækifæri að þessu sinni
að heyra og sjá 'hinn mikla danska
listamann, Holger Gahrielsen, leik-
ara og leikstjóra. Les hann úr vérk
um IIoI'bergs. H. C. Andersens og
Kaj Munks. Hér mun Gabrielsen
stjórna leiksýningunum á Det
lykkelige Skihhrud eftir Holiberg. —
Hann Ifefur Iengi verið einn af
'heztu leikurum og leikstjóri Dana og
lengst af starfað við Konunglega
leikhúsið i Kaupmannahö'fn.
Þá gefst Reykvíkingurn einnig
kostur á að heyra hina viðkunnu og
vlrísælu söngkonu, Elsu Sigfúss
syngjá dægurlög. en hún niun, svo-
sem kunnugt er, s.vngja í opérett-.
unni I.eðurblökunni eftir Jöhan
Sti'auss,' sem flutt verður í ÞjóSleik-
húsinu innan skarams. Óþarft er að
kýnna Ein.ar' Kristjánsson, óperp-
söhgvara, en það er nú orðið all
Iangt síðan hann söng hér 'siðast.
Sama leigugjald
fyrir bíla í úfhverfin
Á FTJNDI sem haldinn var fýrir
skömmu í félagi leigitbilstjóra Hreyf-
ils, var sapiiþykkt að lengja endí-
mork þau er hinn svoncfndi inhhæj-
artexti skuli gilda á. Skal sama
gjald greiða fyrir leiguibila inn að
EUiðaám að austan og að Fossv'ogs-
læk að sunnan. — Áður var innhæj-
ar akstursgjald miðað við Nóatún og
Þoróddsstaði.
Fundurinn samþykkti og að vinnn
að því að gera það að skyldu að i
hverjum leigubíl sé gjaldmælir.
Fengu fangelsi
Belgrad — Fjórir blaðamenn í
Júgóslavíu hafa verið dæmdir í
: 5-^7 árá fangelsisrtdstah fyrir
„að starfa í þágu Kominform".
j
Iramh. af bls. 1
um að þaú gætu leitt til sam-
komulags um Ásgeir Ásgeirs-
son. Þegar sú von brást brá
Stefán Jóhann yfir sig huliðs-
hjálmi. Eftir það kvaðst hann
ekki lehgur vera pólitískur.
Um leið varð framboð Ásgeirs
Ásgeirssonar einnig „ópóli-
tískt* !!!
UNDIR flULIÐHJÁLMINUM
Undir þfessum huliðshjálmi á
Alþýðuflokkurinn að vera meðan
leiðtogar hahs eru að berjast fyr
ir frambjóðanda sínum við íor-
setakjörið. Nú er treyst á það, að
almenningur í landinu, sem lítið
traust hefur sýnt Alþýðuflokkn-
um við undanfarnar kosningar,
sjái ekki hverju fram fer undir
hjálminum. Þar situr lítill flbkk-
ur, sem langar til að verða stór,
að sjálfsögðu á kostnað annara
flokka. .Hann veit að hann á sér
einkis viðgangs von ef' hann kem-
ur hreinn og beinn til íólksins
og segir rannleikann:
Hér er Ásgeirs Ásgeirsson,
einn af baráttumönnum okkar
og leiðtogum. Gjörið svo vel
að veita honum brautargengi
til þess að setjast í valdamesta
embætti þjóðarinnar.
í staðinn fyrir að segja þetta
fer Stefán Jóhann á stúfana
og ætlast til þess að þingmað-
ur Ýestur-ísfirðinga sé allt í
einu orðinn „ópólitískur" í
augúm tslendinga!!
Þetta lýsir miklu vanmati á
þroska og skilningi íslenzkra kjós
enda á þjóðmálum. Það er np
einnig komið í ljós að formaður
Alþýðuflokksins hefur ofreynt
sig á þessari „upplýsingastarf-
semi“ sinni og hefur nú haldið
til suðlægari landa. Munu flokks-
menn hans líka hafa talið að bet-
ur færi á því, að hann gæfi ekki
fleiri yfirlýsingar í bili en hann
þegar hefur gert, í sambandi við
forsetakjörið.
ÍSLENDINGAR FYLKJA SÉR
UM SÉRA BJARNA JÓNSSON
Sá skammi tími, sem liðinn er
síðan framboð séra Bjarna Jóns-
sonar var ákveðið hefur þegar
leitt það í ljós, að hann er eini
frambjóðandinn í þessum íor-
setakosningum, sem mögulegt ’er
að skapa um þjóðareiningu. Þjóð-
inni er það fyllilega ljóst, að þess'i
virðulegi kirkjuleiðtogi, sem hef-
ur víðtæka þekkingu á högum
hennar til brUnns að bera, er lang
samlega líklegasti maðurinn til
þess að geta orðið tákn einingar
hennar og r.amhugar.
ÞesSvegna iiefur þcgar risið
voldug alda til fylgis við kjör
hans. Fólk í öilum stéttum
þjóðfélagsins mun standa hlið
við hlið í baráttunni fyrir því.
Kjörorð þess verður:
Glæsílegur sigur séra Bjarna
Jónssönar við forsetakosrting-
arnar hinn 29. júní.
ÞRJÍJ FRAMBOÐ
KÓMIN FRÁM
’ Siðdegis í gær hÖfðu auk fram-
boðs séra Bjarna Jónssonar vígslu
biskups verið lögð fram framboð’
þeirra ^GÍsla Sveinssonar og Ás-
geirs Ásgeirssonar.
Sameirringarflokkur alþýðu,
sósíalistaflokkurinn hefur lýst
því yfir að hann muni ekki bjóðá
fram við forsetakjörið. Hefur
miðstjórn hans fyrir skömmu gcf-
ið út ýfiriýsingu úm þá afstöðu
flokksíns.
1IEL
EELL-
ÞJðDLEIKHÚSiÐ
— ÞETTA er. í fyrsta ’þinn,' serri
ég kem til ísiands, segir Henning
A. Bröndsted, forstjóri Konung-
lega leikhússins, er ég hitti hann
að Hótel' Borg. Við h'öfum' verið
óheppin rrteð veður síðan við
komum. En flugferðin hingað var
hrífandi, eins og heimboðið í
sjálfu sér, þar sem Þjóðleikhúsið
ykkar býður okkur hingað, sækir
okkur í flugvél og greiðir allan
kostnað. Á betra verður ekki kos-
ið fyrir okkur, og fá þessa'skjótu
þægilegu ferð. Komast hingað á
7—8 tímum.
Vilja kom upp
Henning A. Bröndsted
Við fengum gott útsýni yfir
Noregi og eins fengum við bjart-
viðri, er til landsins kom, svo við
gátum séð ykkar tignarlega land.
En því miður dimmdi í lofti, þeg-
ar við nálguðumst Reykjavík.
Við sáum þó svo mikið af land-
inu. á leiðinni hingað, að ég fann
ástæðu til þess að segja frá því,
er ég talaði nokkur orð við há-
degisv'erð, sem íeikarar Þjóðleik-
hússins héldu fyrir ökkur í gær,
að þegar ég sá hina tilkomumiklu
fjallaháttúru ’landsins, bá vat ég
skynjað hið nána samband, sem
er milli hinnar stórfenglegu náft-
úfuíegurðar og hinnar íslenzku
listunnandi þjóðar.
FELLUR VF.L VIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þann stutta tíma, sem leikarar
vorir hafa dvalið hér, hafa þeir
haldið .tefingar í Þjóðleikhúsinu
á „Skipbrotinu happasæla".
— Og hvérnig fellur ýkkur við
leikhúsið?
— Það er í alla staði prýðilegt
að okkar áliti, áhorfendpsvæðið
vistlegt og þægilegt. Leikarar
Konunglega leikhússins eru að
sjálfsögðu vanir rýmra áhorfenda
svæði, sVo þeir þúrfa að draga úr
vértjulégúm rómstyrk sínum. En
þetta ætti allt að geta farið vel.
Mér er óhætt að segja, að leik-
arar okkar öfundi ykkur af þessu
prýðilega leikhúsi.
SAMSTARF norrænna
ÞJÓÐLEIKHÚSA
• — Fara leikflokkar frá Kon-
unglega leikhúsinu oft í slíkar
gesta leikferðir?
_ — Það kemur fyrir við og við.
Árið 1946 höfðum við gestaleik í
Osló og samtímis var norskur leik
flokkur í Kaupmannahöfn. Til
Helsingfors fórum við árið 1949.
En leikarar Kgl. leikhússins hafa
ekki farið fleiri hópferðir eftir
styrjÖldina. Á árunum áður höfð-
um við haft gestaleiki í Berlín,
Paris, Brússel, að sjálfsögðu í
Stokkhólmi og víðar.
— Þjóðleikhúsið okkar hefir
notið stuðnings frá ykkur á ýms-
an hátt, þann stutta tíma, sem það
hefir starfað?
-— Það er ekki nema sjáifsagt
að iðka nor.ræna samvinnu á þenn
,an hátt. í fyrra. kom hingað frá
okkur frú Anna Borg og Steíán.
íslandi og nú óperusöngvarinn
Einar Kristjánsson. Ennfremur
höfum við nokkrum sinn'um lán-
að hingað búninga, en slík við-
skipti eru algeng milli norrænna
þjóðieikhúsa og geta’ komið sár
vel. Við lánuðum t. d. fyrir nokkr
um árum til Stokkhólms alla
búningana í óperuna „Peter
Grimes“, eftir Benjamin Britten.
LEIKHÚS AÐSÓKNIN
í ■— Hvernig er aðsókn að Kgl.
leikhúsinu um bessar mundir?
— Síðustu 6—8 ár hefir yfir-
leitt verið mikil aðsókn að leik-
húsum í Danmörku. En heldur
virðist vera að draga úr henni r.ú,
sakir þcss, hve fjárhagur almenn-
ings þrengist. Aðsóknin að Kgi.
leikhúsinu hefir þó á síðasta leik-
ári verið sæmileg eftir okkar
mælikvarða.
— Eg óska þess, segir Brönd-
sted forstjóri áð endingu, að mér
og samferðafólki mínú gefist kost
ur á að njóta hér bjartviðris áður
en við förum. Sérstaklega væri
það mikils virðj fyrir okkur, ef
Við gætum séð Island í allri þess
dýrð á morgun, er við fáum tæki
færi til að fara austur í sveitir og;
til Þingvalla.
IIIÐ nýstöfnaða Framiiarafélag Voga
hverfis hcfur skrifað bæjarráði bref,
])ar sern félagið lætur þá ósk i ljós
við bæjaryfirvöldin, að komið verði
upp skemmtigarði á svæðinu frá.
I.arigiioltsvegi og niður að sjó, sunn-
an Snekkjuvogs. Þéssu erindi hefur
verið Vísáð til ’sámvmnuiiéfhdár' urti j
skipulagsmiál. *
líuirniir ítalskiir söitgvar!
syngur í Gamla-bðói ð dag
HlNN kunni ítalski söngvari, Leonida Bellon, er nú kominn hingaS
til Iands, og mun hann halda fyrstu söngskemmtun sína í Gamla-
bíó í dag kl. 3. —
’ Leonida Bellon iærði m. a. hjá
Garbin, kunnum kennara í
Milánó, sömuléiðis hefir hann
lært í Róm. — ííann eý 46 ára, og
kom fyrst fram í konunglega ieik
húsinu í Róm. Síðan hefir 'hann.
sungið ailvíða um heim, m. a. í
Suðúr- og Norður-Ameríku t.d.
við Metropoiitan-óperuna í New
York).
Leönida Belion hefir unnið
samíleytt 5 ár 1 hinni heims-
frægu Sca'la-óperu í Mílanó. Sl.
vetur söng hann í Rómar-óper-
unni, en hefir undanfarið unni'5
,við heiztu óperúna í Napólí.
Leonida Bellon
Eldur i skóia
Lúndunum — í s.l. viku kom
upp eldur í barnaskóla nokkrum
í Cambridge. Tæplega 100 börn
voru "f skóiaTmm en björgun
þeirra tókst vel.