Morgunblaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. maí 1952. MORGUNBLAÐIÐ 51 Hershöfðingjaskipfi í Kóreu Myndin sýnir, er Eidgway hei’sltöíðingi (í miðjunni) kveðnr Mark Clark hershöfðingja, eftir- manr. sinn í Kóreu. Murphy sendiherra Bandaríkjanna í Japan horfir á. EmiB Hfagsiússorg 6arnayeikl herjar sauðfá — SJésékn og allafefögð æskileg — Hafnarbæfur höfuðoiái framííðarirsnar arverksmiöju Þórshöfn, 17. maí. ÓÁRAN OG GARNAVEIKI Það er alkunna, að hin mesta óáran hefir gengið yfir flestar byggðir norðaustan lands undan- farin ár. Þrír hinir síðustu vetur hafa verið erfiðir og harðir sveita- 'bændum og tveir hinir fyrri úr liófi fram. Ekki hefir þó lands- Ins forni fjandi, hafísir.n, gert mönnum þær búsifjar, sém dæmi «ru til frá fyrri árum, en þess er ekki að dyljast, að undanfarin misseri, hafa markað djúp og lítt afmáanleg spor í efnalcgt sjálf- stæði manna hér um slóðir. Enda þótt bændur og búalið kúnni vel að metá og þakká þá aðstoð, som stéttárbræður þeirra surmanlands cg vestan veittu' með heýsending- um hifigáð á hafðihdásvæðin svo og aðgerðír þess opinbera í þeim sökum, verður ekki ífámhjá því gengið, að verulegur hluti bæuda hér, hefir orðið að veyiá ölldm fjármunum sínum í fóðurhætis- kaup, tiÞ þe'ss að-" lialda lífiuu í 'búpéningnum og viða ekki hfokk- ið til. Þess má aðeins geta um fóðurbætiskaupin, að eftir þeim upplýsingurh, sem ég hefi aflað imér, að þáu námú á síðastliðnu ári hart nær einni miiljón króna, «n munu vera nálægt fimmtungur af þeirri uþþhæð, þegar „normal“ ástand ríkir. Ofan á heyleysi og hárðindi hef- ir svo bæzt önnur plága, sýnu verri hinni fyrri, en það er hin bráðdrepandi garnaveikl í sauð- fénaði. Er svo komið á allmörgum bæjum, að sótt þessi hefir, drepið níður verulegan .hluta bústofnsins og. fær enginn rönd við reist. Á öðrum bæjum eru menn milli von- a.r og ótta og veit cnginn hvenær vágestur þessi velur sér bólfestu í hinum eða þessum húsunum. Eru menn að vonum kvíðnir um fram- tíðina af þessum sökum og hafa jafnvel við orð, að hverfa frá bú- skapnum yfir í aðrar atvinnu- greinir. Er það von manna, að hið nýja meðal gegn garnaveiki frá Tilraunastöðinni á Keldum, geti orðið virkur þáttur í baráttunni gegn veiki þéssari í sem allra nán- ustu íramtíð. SJÓSÓKN OG AFLABRÖGÐ Undanfarin misseri. virðist sem fiskurinn sé alltaf að fjarlægjast hin gömlu grunnmið sin og hafa úflabi'ögð af þéim sökum verið heldur léleg undanfarið. Þegar landheigín var færð út fyrir Norð- urlandi á sínum tíma, urðu þeir útgerðarmenn, sem þá áttu þil- farsbáta, að gera annað tveggja, að leggjá bátum sínum á land upp eða gera þá út til línu og hand- færaveiða, enda þótt fyrirsjáan- legt tap væri á þ'eirri útgerð. Flest |ir kusu þann kostinn að hatdá bátum sínum uti, en sú ffl’un raun- in hafa orðið, að allir töpuðu á þeirri útgerð, enda fólk illfáan- legt til þessara veiða á hinum rninni þilfarsbátum. Allrnargar trillur munu ganga héðan í sum- Síldarsöltunarstöð á Þórshöfn. ar og hafa sumar þeirra búið sig út með net til að veiða skarkola. Nokkur hrognkelsaveiði hefir ver- ið hér í vor og er enn, en mjög virðist sá markaður vera þröngúr, sem þessi vara er scld á og næsfá óseljanleg. Ilafa sjómenn hent grásleppunni að uhdáhförnu og aðeins hirt Króghin án þess að vita þó um verð á þeim. Sama er um reyktan rauðmaga, hann virð- ist lítt seljanlegúr, fyrir viðun- andi verð. Nokkrir aðkomubáta frá Aust- fjörðum hafa komið hingað í vor og verið á hándfæraveiðum við Langanes og aflað vel, þégar veð- úr hefur ekki hamlað veiðum. — Mikill og almennur fögnuður er hjá fólki hér yfir hinni nýju reglugerð um verndun fiskimið- anna umhverfis landið og renna smáútvegsmenn hýru auga til þeirra ráðstafana. Svo sem áður hefir verið að vikið í fréttum út- varps og blaða, urðu hér nokkur eignatjón í vetur í ofvirðum, sem þá voru. Tilfinnanlegast mun tjón þeirra manna vera, sem misstu báta sina á land, því að þeir ým- ist brotnuðu mikið eða cyðilögðust. Að sjálfsögðu voi'u bátar þessir tryggðir, svo sem lög mæla fyrir, en þegar eigendur bátanna æskja bóta á tjónum báta sinna, er þeim synjað um það á þeim forsendum, að eitt eða annað sé ekki eða hafi verið löglega útbúið. Er mér kunn- ugt um, að þessi tjón hafa bakað mönnum miklar áhyggjur og efna- hagur þéirra beðið svo mikinn hnekki, að þeir munu ekki biða þess bætur um ófyrirsjóanlegan tíma. SÍLDARSÖLTUN OG SÍLDARVERSMIÐJA Eins og síðastliðið sumar, munu starfræktar hér 2 söltunarstöðv- ar á komandi síldarvertíð, en í fyrra voru saltaðar hér kringum tíu þúsund tunnur síldar. Það kom til orða í vor, að fiskiveiðahluta- félagið Alliance í Reykjavík reisti hér síldarverksmiðjú í sumar, cn framkvæmdir í þá átt munu þó ekki verða hafnar að sinni. Það mun fiestra mál, að bygging síld- arverksmiðju hér væri æskileg, Framh. á bls. 12. Ávarp tll fslendmfa FYRIR skömmu hófst fjársöfnun í því skyni að byggja hús yfir væntanlcgt handritasafn á íslandi. Að tilhlutun Stúdentafélags Keykjavíkur hafa ýms félög og samtök heiti^ þessu máli liðsinni og hafa myndað nefnd, sem hafa á með hörtdum almenna fjár- söfnun meðal þjóðarinnar. Á þessu sumri má gera ráð fyrir því, að til úrslita dragi un» það, hvort íslendingar fái afhent sín fornu handrit frá Danmörku. Það er utan verkahrings fjársöfnunarnefndar, hvort íslendingai* fallast á þá málamiðlun, sem stungið kann að verða upp á, eð;i ekki. Á hitt vill nefndin leggja ríka álierzlu, að íslendingar geri ruí þegar þær ráðstafanir heima fyrir, sem viðeigandi mega telj- ast í því skyni að taka á móti þeim þjóðardýrgripum, sem þeir telja sína veigamestu. Fyrsta skrefið í því efni verður hiklausfc að telja það, af» nægilegt fé verði fyrir hendi til þss að reisa hand- ritasafninu vegleg húsakynni og'sjá því fyrir nokkru stofnfé til áhaídakaupa. Landsnefndin er þeirrar skoðunar, að bezt fari á því, að fs- lendingar reisi slíkt hús sjálfir án þess að þurfa í því efni a<¥ leita til fjárveitingarvaldsins. Talið hefiir vérið, að tíú króna fram- lag frá hverjum íslendingi myndi nægja til þess að reisa bygging- una. íslendingar hafa oft sýnt höfðingsskap, þegar minni kröfur voru gerðar íil þjóðarsóma og oft og tiðura safnað miklu fé á> skömmum tíina. Reynslan hefúr orðið sú, að undirtektir hafa orðið mjög góðar við fjársöfnuni þessa. Kafa mörg sveitarfélög iofao að leggja fraim- fjárhæðir. Auk þess hafa einsíaklingar og félagúhópar þegár látiff mikið fé af hendi rakna. Um leið og landsnefndin tekur nú til síarfa, heitir hún á liðsinni allra góðra íslendinga og skorar á þá að láta samskot þessi ganga fljótt og vel, svö'að til sóma megi verða. F. li. Stúdcntafélag Reykjavíkur Páll Ásg. Tryggvason F. li. Alþýðusambands íslands Óiafur Pálsson F.h. Bandal. starfsm. ríkís og bæja Arngrímur Kristjánsson F. h. Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands Gúðbjartur Ólafsson F. h. Félags ísíenzkra iðnrekenda Pétur Sæmundsson F. h. Félags ísl. stórkaupmanna Egill Guttormsson F. h. Kvenfélagasamb. íslands Guðrún Pétursdóttir F. h. Landssamb. iðnaðarmanna Eggert Jónsson F. h. Landssambands íslenzkra útvegsmanna Inglmar Jónsson F. h. Sambands ísl. sveitarfélaga Eirikur Pálsson F. h. Sambanös smásöluverzlana Jón Ó. Kjörleifsson F. h. Stétíarsambands bænda Sæffltmdur Friðriksson. F. h. Vcrzlunarráðs íslands | Eggert líristjánsson F. h. Vinnuveitendasamb. Islands Karöi Friðrikssoa F. h. Ungmennafélags íslands Steian Ólafur Jónsson. Geysi hvarvetna tekiÖ Lögða bléimveig á leiðiEdvards Grieg. UM BORÐ í HEKLU, 24. maí:' Við kómum' til BjÖrgvinjar á há-j degi í gærmorgun. Þúsuhdir mánna voru á hafnarbakkanum til að taka á móti Isl'endingum. Fjolmenn hljómsveit lék og söng- kór „Haandverlcs oc/ Industri For- enin<j“ heilsaði okkur með söng, þegar við stigum á land. Stjórn- andi var Walters Aamot, ritari landssambandsins. SÖNGKVEÐJUR FRÆNDANNA Þá hélt formaður norska mót- tökukórsins Norvard ræðu og síð- an söng norski kórinn íslenzka þjóðsönginn. Geysir svaraði þá og söng „Naar Fjordene blaaner“. Var þessi stund þarna á hafn- arbakkanum í hinni gömlu, forn- frægu fiskimannaborg, Björgvin, afarhátíðleg og mun öllum við- stöddum seint úr minni liða. Var nú ekið með Geysismenn í skemmtiferð um bæinn og ná- grenni hans og fóru þeir m. a. í togbrautinni til Floeyen, er margir landar munu kannast við. NÁTTÚRUFEGURÐ OG BLÍÐVIÐRl Síðan Geysir hefur komið til Noregs hefur verið þar hin mestu blíðviðri og dást ferðalangarnir allir af hinni miklu náttúrufeg- urð í norsku fjörðunum. Geysis- menn snæddu síðan miðdegisverð í Floeyen. Forseti bæjarstjórnar stýrði hófinu en í því voru fluttar margar ræður. Um kvöldið stóð ekkert sérstakt til og brugðu marg- ir söngmenn og aðrir Akureyring- í ar sem með Heldu fóru, sér í leikhús og sóttu aðra skemmti-* staði heim. » MINNING EDVARDS * ’ \ GRIEG HEIÐRUÐ r Dagin neftir var öllum íslend- ingunum .ckið í langferðabifreið- um til Tröllahaed, cn þar vair heimili Griegs, og þar er hann jarS settur. Lögðu Islendingarnir blóm- sveig á leiði hans. , Þá héldu Islendingarnir til bæj- arins Fantoft og skoðuðu þai* gamla viðarkirkju, mjög forna og- merka. Illjómsveit bæjarins hélfe útihljómleika á aðáltorginu í til- efní af komu Geýsismanna og vom íslenzk lög aðallega leikin þar. Um kvöldið hélt Geysir siðan söng- skemmtun í bænum. Var þar hús- fyllir, frábærar undírtéktir áhorf- enda og bárst kórnum og söng- stjóra geysimikið af blómum. A5 söngnúm loknum var sezt að borð- um og margar ræður fluttar al!: beggja hálfu. BLAÐADÓMAR MJÖG * LOPSAMLEGIR Þá hélt.kórinn til bæjarins Kora og söng þár við sömu undirtektir. Lofsamlegir dómar norskra blaða um söng Geysismanna eru í sama. dúr og móttökur þær, er kórinn. hefur hvarvetna fengið á söngferS sinni sem af er — hinar ákjósan— legustu á allan hátt. Hér er eitt dæmi: „Islending- arnir sigra Björgvin. Húsfyllii' og frábær hrifning á söng- skemmtuninni". , Síðar verður efni söngdómanr.a nánar rakið hér í blaðinu, eftin sern fréttir berast að utan. , Hermann—Sigurður. ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.