Morgunblaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 16
Murútli! í dag: SV og V gola. Skúrr. 116. tbl. — Sunnudagur 25. maí 1952. Reykjavíkurbréf er á bls. >. [ Kvennafundur um forsefakosningarnar. j Sjáifstæéiskvennafélagið Hvöf og aðrir stuönings- menn séra Bjarna Jónssonar boöa fil hans SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ HVÖT og aðrir stuðn- ingsmenn séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups við forseta- kjörið hafa boðað ti'i kvennafundar í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30 á mánudagskvöld. Málshefjandi á fundinum verður Bjarni Benediktsson utan- xíkisráðherra. Allar konur, sem hyggjast styðja framboð séra Bjarna Jóns- sonar eru velkomnar á fundinn meðan húsrúm leyfir. Meiri þátttaka í Iðnsýn- inííu nn i en búizt var við 300 iðnaðarmenn og iðnrekendur munu sýna S.L. miðvikudagskvöld rann út frestur til þess að sækja um rúm á Iðnsýningunni, og höfðu þá hátt á þriðja hundrað iðn- aðarmenn og iðnrekendur óskað að taka þátt í henni. ! l»að er mun meiri þátttaka en ! jafnvel þeir bjartsýnustu i höfðu gert sér vonir um. Rúm það, sem sýningin hef- f ur yfir að ráða er því næstum ! fullskipað, en séu enn ein- ! hver jir, sem vilja vera með, en i hafa ekki tilkynnt þátttöku sína, verður þó enn um sinn ' reynt að rýma fyrir þeim. Þessi mikla þátttaka er gleðilegur vottur þess, að fram leiðendur hafa skilið að nú ríð ur á að sýna það og sanna, að íslendingar eru orðnir iðnað- arþjóð, sem framleiðir fjöl- breyttari og glæsilegri vörur en flestir gera sér Ijóst. Þessa dagana hefur Iðnsýn- ingin auglýsingarglugga Mál- arans í Bankastræti til um- ráða. í glugganum eru Ijós- myndir úr iðnaðinum eftir Hjálmar Bárðarson og Guðna Þórðarson, og hafa þær vakið óskipta athygli vegfarcnda. Shógrœhtarfólkið frá Noregi hemur á morgun f Hópur Norðmanna ferðast um landið. Á MÁNUDAGINN kemur hingað mikill fjöldi ferðamanna frá Noregi með skipinu Brand V. — Meðal þeirra eru 60 skógræktar- menn, sem hér verða við skógrækt í rúma viku. — Héðan fer svo til Noregs, í skiptum, rúmlega 60 manna hópur skógræktar- áhugamanna. ÞRIGGJA DAGA FERÐALAG Skipið er væntanlegt hingað til Reykjavíkur um hádegi á mánu- daginn. Með því verða alls um 100 manns. Ferðaskrifstofa rikís- ins mun sjá um móttöku allra nerna skógræktarmannanna, og hefur hún skipulagt 3ja daga ferðalag um landið fyrir hið norska ferðafólk. FJÓRIR HÓPAR SKÓG- RÆKTARMANNA Skógræktarfólkið, sem fer til starfa út á land, mun fara frá bænum þegar á þriðjudaginn. Munu 45 þeirra fara norður í land og austur í Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Mun fólkið starfa daglega að skógrækt fram til 5. júní. Að þeim tíma liðnum og til Jiess 8., verður því boðið í ferðalög. Heim fer fólkið með Heklu. KYNNA SÉR SKÓGRÆKT í NOREGI Þegar Brand V siglir héðan á föstudag, fara rúmlega 60 skóg- ræktaráhugamenn víðsvegar að af landinu, til Noregs, til að starfa við skógrækt þar og kynn- ast starfinu. Mun fólkið dvelja á Mæri og á Hörðalandi. Engin róðrarkeppni verður á Tiörninni ti FÉLAG ísl. náttárufræðmga, sem 'bæjaryfirvöldin leituðu til, um það, ’bvort ráðlegt sé að leyfa kappróður á Tjörninni í samhandí við Sjó- mannadaginn, er þeirrar skoðunar, að sl’íkt gæti haft slæmar afleiðing ar í för með sér fyrir fuglalífið á Tjörninni. Með hliðsjón af þvi hefur bæjarráð ekki talið unnt að leyfa róðrakeppnina þar á sjómannadag- Söfnunarnefnd handrilahússins. Hlutverk þessara manna er að gangast fyrir söfnun 1 millj. króna til byggingar húss, sem handritin fornu verða varðveitt í, þegar þau eru endurheimt frá Khöfn. — Hlutverk ísl. þjóðarinnar er að leggja skjótlega fram þessa einu milljón króna og sýna með því hug sinn í verki. Heisum öil hús yf- ir handritin fomu ÞJÓÐMETNAÐARMÁL SANNRA ÍSLENDINGA Á FÖSTUDAGINN boðaði nefnd sú blaðamenn á fund sinn, er Stúdentafélag Reykjavíkur gekkst fyrir að skipuð yrði til fjár- söfnunar og undirbúnings byggingu húss hér heima er geymdi Árnasafnshandritin fornu, er Danir halda enn í Kaupmannahöfn. Cand. júr. Páll Ásgeir Tryggvason, formaður félagsins, skýrði frá því að framkvæmdir væru þegar hafnar í málinu, undirtektir manna hefðu verið hinar prýðilegustu, sem vænta hefði mátt um slíkt þjóðarmetnaðarmál íslendinga og halda yrði söfnuninni á- fram af fullum krafti þar til markinu væri náð eða ein milljón króna komin í sjóðinn. Veitti hann blaðinu eftirfarandi®- upplýsingar um málið: STJÓRN Stúdentafélags Reykja- víkur ritaði í byrjun þessa mán- aðar nokkrum helztu félagasam- tökum í landinu og bað þau að tilnefna fulltrúa af sinni hálfu í nefnd, sem hefði forgöngu í fjár- söfnun og undirbúningi að bygg- ingu safns yfir íslenzku handritin. Þessum tilmælum var strax vel tekið og tilnefndu félagssamtökin hvert af öðru fulltrúa í nefndina, þannig að hún er nú fullskipuð og eiga eftirfarandi samtök full- trúa í nefndinni: Stúdentafélag Reykjavíkur Vinnuveitendasamband Islands Aiþýðusamband Islands Stéttarsamband bænda Samband íslenzkra samvinnu- félaga Verzlunarráð Islands Landssamband íslenzkra útvegs- manna Féiag íslenzkra iðnrekenda Landssamband iðnaðarnema Kvenfélagasamband íslands Ungmennafélag Islands Flugvélsn Hekla kom í gær HIN nýja Skymasterflugvél Loftleiða, sem hlotið hefur nafnið Hekla, kom hingað til Reykjavíkur í fyrsta skipti í gærkvöldi. Óðinsfélagar FARIÐ verður í Heiðmörk næst- komandi þriðjudagskvöld kl. 6.30 frá Garðastrætf 5, UI gróðursetn- ingar í landi félagsins. Fólagar, mætið sem flestir. Var margt manna á Reykja- víkurflugvelli við komu flug- vélarinnar. Flugvélin kom frá New York og voru þeir flug- stjórar fyrstu flugmenn félags- ins, Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen. FYRSTA ÁÆTLUNAR- FLUGIÐ Hin nýja Hekla getur flutt 65 farþega og fer hún í fyrsta áætl- unarflug sitt á þriðjudagirin. Þá flýgur hún til Kaupmannahafn- ár, Osló og Stavangen Árdegis í dag fer flugvélin til írlands, en þangað flytur hún flugvélahreyfla vestan frá Bandaríkjunum. Hingað kom hún með vörur._________ - Verksfjórar í Kefðmörk VERKST JÓRAFÉLAGIÐ, sem verið hefur afkastamest við gróð- ursetningastarfið í Heiðmörk, fer þangað í dag. Það mun vera eina félaglð sem fer þangað þennan sunnudag. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Farmanna- og fiskimannasam- band Isiands Samband íslenzkra sveitarfélaga Félac islenzkra stórkaupmanna Nefndin hefur komið saman nokkrum sinnum og rætt hvernig f,jársöfnunin verði bezt fyrir kom- ið. Hefir verið skipuð fimm manna framkvæmdanefnd og eiga þessir sæti í henni: Páli Ásgeir Tryggvason Barði Friðrikssson Guðrún Pétursdóttir Ólafur Pálsson og Sæmundur Friðriksson. Er ætlunin að framkvæmda- nefndin hafi með höndum umsjón söfnunarinnar og hefur henni til aðstoðar verið ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri Magnús Guð- jónsson stud. jur., og hefur hann fast aðsetur í herbergi Stúdenta- ráðs í Háskólanum og hefur þar fastan viðtalstíma milli kl. 5—7 alal virka daga nema laugardaga. Sími: 5959. Takmark nefndarinnar er, að safnað verði alls 1 millj. kr., og að söfnuninni verði lokið í haust. Ekki er enn fullráðið hvenær í haust söfnuninni muni ljúka, en sennilega mun það verða i októ- ber mánuði og líkur henni með almennum fjársöfnunardegi. Sér- stök nefnd mun hafa með höndum fjársöfnunina þennan dag og eiga sæti í henni Arngrímur Kristjáns- son, Jón Árnason og Stefán Ól- afur Jónsson. Nefndin hefúr komið sér sam- an um meðfylgjandi ávarp til Is- lendinga, þar sem skorað er á alla Jandsmenn að leggja sinn skerf til söfnunarinnar. Munu fulltrú- ar þeir, sem sæti eign í lands- nefndinni skrifa félögum þeim, sem innan vébanda félagssamtaka þeirra eru og óska cftir framlagi úr félagssjóðum þeirra, cjn frek- ari aðgerða af hálfu félaganna er ekki óskað að svo komnu máli. Síðari hluti ÍR-mótsins SÉÐARI hluti ÍR-mótsins fer fram á íþróttavellinum í dag og hefst kl. 2 e. h. Þá verður keppt í 200 m hlaupi, kringlukasti, hástökki, 1000 rrn boðhlaupi, 80 m hlaupi kvenna og 100 m hlaupi drengja. Ennfremur íer fram víðavangs hlaup meistaramótsins, sem byrj- ar og endar á íþróttavellinum. ú eru 13 fogarar á fjariægim míðum i UM þe9sar mundir eru 13 íslenzkir togarar á saltfiskveiðum á fjarlæg- um miði»m. Eru átta við Bjarnareyj ar, en fimm við Grænland. Það eru togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Jón Forseti sem eru norður x höfum. Afli hefur verið í tregara lagi, en í fyrrinótt hafði oflinn giæðzt. Við Grænlandsstrendur mun hafa verið allgóður afli, en þar eru syst- urskipin Marx og Neptúnus, Júni, Ólafur Jóhannesson og Keflvíkingur. Togararnir sem eru á veiðum hér við land eru ýmist á saltfiskveiðuirx eða á ísfiskveiðum fyrir frystihúsin. Engin er á veiðum fyrir erlendan markað. Vestur á Halamiðum hefur verið dógóður afli undanfarið. Fyrsfi skriðbíllinn ! á leiðinni 1 1 SAMBANDI við leitina að björgr unarflugvélómi á Eyjafjallajökli, kom visiisnjóbillmn mjög við sögu. Nú er fyrsti Vísilbíllinn sem Islend- ingar eignast sjálfir, á leið til lands- ins. Það er hill Jöklaraimsóknarfé- lagsins er það keypti í Svíþjóð, en bíllinn er amerisk framleiðsla. Brussel-myndir 1 í Listvinasalnum í LISTVINASALNITM vi® Freyjngötn hafa nú veriffi hengdar upp allmargar mynd- ir íslenzkra listamanna sem voru á Brusselsýningunni á dögunum. Verður sýning þessá opnuð almenningi ltlukkan 16 í dag og er aðgangur ókeypis. Allar myndirnar sem flestar eru eftir yngri listamenn okk- ar, eru til sölu. Sýnd verður m. a. járnmynd eftir Gerðá Helgadóttur myndhöggvara og ný höggmynd eftir Ásmund Sveinssou. Sýningin verðar opin frá kl. 2 til 7 alla næstia viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.