Morgunblaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1952, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sumradagur 25. maí 1952, "1| niiiiiiiiiiiiiiiiiMimiiiiinitiiiiiiiiimniiiiiiirani i i R A K E L Skáldsaga eítir Daphne de Maurier HraminmiraiiiiiinraraiiiiiirarairaiiiiiifiiiiiiirairararaiMraiiramimnrammmiiiiiiinraimiiiiiiiimivmi Framhaldssagan 25 frænka mín Rakel, ég undrast mest að kvenfólk virðist ekki geta hugsað um annað en gift- ingar og hjónabönd .. að minnsta kosti er það þannigvhér á Corn- wall og ef til vill er það þannig alls staðar.“ „Þær hafa ekki um annað að hugsa“, sagði hún. „Ég fer held- ur ekki varhluta af þessum bolla- leggingum þeirra. Það hafa ver- ið nefndir við mig margir ekkju- menn, sem komið gætu til greina. Einn virðist þó vera ákjósanleg- astur . . sérvitringur niðri á West Cornv/all .. fimmtugur eða þar um bil, auðugur og báðar dætur hans eru giftar“. „Ekki þó St. Ives gamli?“ „Jú, einmitt. Mig minnir að hann hafi heitið það“. Þær segja að hann sé mjög aðlaðandi." „Aðlaðandi? Ósköp eru að heyra þetta!“ sagði ég. „Hann drekkur sig fullan fyrir hádegi á hverjum degi og læðist eftir göngunum og eltir þjónustustúlk- urnar. Frænka Billy Rowe var þar einu sinni í þjónustu og hún varð að fara heim aftur, því hún var svo hrædd við hann“. „Hver fer nú með munnmæla- sögur? Vesalings St. Ives. Ef til vill mundi hann hætta að læðast eftir göngunum, ef hann eignaðist ikonu. Það mundi auðvitað vera undir konunni komið“. „Jæja, þú giftist honum að minnsta kosti ekki“, sagði ég ákveðinn. „Þú gætir boðið honum hingað til kvöldverðar", sagði hún. Hún setti upp sama svipinn sem ég vissi nú að geymdi glettni og gáska. „Við gætum haldið veizlu, Philip. Boðið fallegum ungum stúlkum fyrir þig og ákjósanleg- ti mekkjumönr.um fyrir mig. Ég held að ég hafi þó þeear ákveðið val mitt. Ég tek guðföður þinn, Nick Kendall". Hún sagði þetta ef til vill að- eins til að stríða mér, en ég beit á agnið. „Þér er þó ekki alvara" hrópaði ég. „Hann er næstum sextíu ára og hann er alltaf með kvef eða einhvern annan kvilla“. „Það bendir bara til þess að hann finnur ekki hlý.iu og ham- ingju í köldum steinveggjunum í húsi sínu eins og þú“. Þá vissi ég að hún var að gera að gamni sínu, svo að ég fór að hlæja. En seinna hugsaði ég um það sem hún hafði sagt og mér var um og ó. Næsta sunnudag sat guðfaðir minn við_hlið;na á henni undir horðum. Ég tók eftir því að hún sagði eitthvað og hann hallaði sér nær henni því hann hevrði il’a og rak svo unn skellihlátur. „Stór kostlegt. stórkostle«ú“, saeði hann á milli hláturshviðanna. Ég velti því fyrir mér hvað væri s'/nna hlægilegt. Þetta var kvenfólki líkt, hugsaði ég. Að seeia eitt- hvað broslegt, en láta þó brodd fylgia. Hún sat þarra á móti mér við borðendann, gáskafull og kát. Guðfaðir minn sat hægra megin við hana og presturinn vinstra megin. Hvoruguan virtist skorta umræðuefní. Af einhverium óskiljanlegum ástæðum varð ég fýldur og þurr á manninn alveg eins og Louise hafði verið fyrsta sunnudaginn. Loúise sat álút við diskinn sinn og ég við minn. Gáski frænku minnar Rakel óx um allan helming, þegar hún tók eftir því hve þögul við vorum. Sennilega til að láta minna á þvi hera. Hún og guðfaðir minn og presturinn voru farin og keppast um að fara með kvæði. En þegar gestirnir voru farnir, tók hún mig til bæna. „Þegar ég reyni að skemmta gestum þínum", sagði hún, „þá. ætlast ég til að fá að njóta &ð- stoðar þinnar. Hvað var að þér, Philip? Þú sazt þarna niðuriútur og yrtir á hvorugan sessunaut þinn“. „Það var svo mikið fjör við þinn borðsenda“, sagði ég, „að mér fannst ástæðulaust að bæta við það .... allt það rugl um „ég elska þig“, á grísku og prestur- inn þvaðrandi um hvað bað hljómi vel á hebresku að segja: „Ljós hjarta míns“. „Nú, það var líka satt“, sagði hún. „Og guðfaðir þinn ætlar að sýna mér Beacon Head í tungls- ljósi. Hann segir að þeirri sjón gleymi maður aldrei“. „Jæja, hann sýnir þér það ekki“, sagði ég. „Það get ég gert. Beacon Head er á minni landar- eign. Það eru einhverjar gamlar húsarústir á Pelyn-eiginni og hann getur sýnt þér þær. Þær eru alþaktar illgresi og brenninetlum en það gerir ekkert". Ég kastaði kolamola á eldinn í arninum og vonaði að henni gremdist skark- alinn sem varð af því. „Ég skil ekki hvað gengur að þér“, sagði hún. „Þú ert að glata kímnigáfunni". Hún klappaði lauslega á öxlina á mér og fór upp. Það var þetta sem var svo óþol- andi við kvenfólk. Alltaf þurfti það að eiga síðasta orðið. Hún gekk róleg og sigri hrósandi af | hólmi og ég sat eftir og barðist við gremju og skapillsku. Konan virtist aldrei hafa á röngu að standa. Eða ef hún hafði á rönpu að standa, þá snéri hún stað- reyndum þannig að það ranga varð rétt og öfugt. Hún talaði um það eins og sjálf sagðan hlut, að hún færi í göngu- ferðir með guðföður mínum í tunglslipósi eða í leiðangur á Lostwithiel-markaðinn .... og sourði mig hvort mér fyndist hún ætti a ðhafa nýja hattinn, sem hún hafði fengið frá London .. slæðan var þynnri os huldi ekki and’it hennar, og guðfaðir minn hafði sagt að hann færi henni vel. Og þegar ég varð þurr á mann- inn og sagði að mér stæði á sama hvort. hún væri með grímu fvrir andlitinu eða ekki, þá jókst kátína hennar um allan helming. En þegar við sátum ein í bóka- herberginu á eftir, bætti hún fyr- ir brot sitt. Hún var að vísu gáska full en orðum hennar fylgdi líka blíða og umhyggja. Hún bað mig að velja silkiþræðina í saumana fyrir hana, því hún ætlaði að sauma áklæðið á stólinn í skrif- stofunni. Og svo spurði hún mig hvernig dagurinn hefði liðið fyr- ir mér, hverja ég hefði hitt, og hvað ég hefði gert. Hvarf mér þá öll gremja og ég varð eins og nýr maður. Það var eins og henni þætti gaman að þessum skyndilegu skapbreytingum mínum, en ég vissi ekki hverning á því stóð. Ég vissi bara að mér sárnaði þegar hún stríddi mér. En þegar hún var blíðleg og full umhyggju, var ég glaður. í lok mánaðarins brást veðrið. Það rigndi í þrjá daga samfleytt og gerði ómögulegt að vinna í garðinum. Ekki varð heldur af neinum heimsóknum þá daga. Fólk sat heima fyrir eins og við. Það var Seecombe, sem færði það í tal, sem við höfðum bæði forðast að minnast á, nefnilega að nú væri gott tækifæri til að gan»a frá föggum Ambrose. Frænka mín, Rakel, og ég stóðum við gluggann í bókaherberginu og horfðum út í rigninguna. „f dag verð ég á skrifstofunni og þú sennilepa í dyngiunni", sagði ég. „Hvað líður oökkunum öllum sem þú fékkst frá London’ Voru það ekki kjólar og þesshátt- ar sem þú þarft að máta?“ „Ekki kjólarnei", sagði hún. „Efni í gluggatjöld. Mér finnst bláa svefnherbergið eigi að vera nafni sínu samkvæmt. Og það hef ur komizt mölur í rúmáþreiðurn- ar, en þú mátt ekki segja See- combe það. Ég hef valið ný gluggatjöld og ábreiður fyrir þig“- Einmitt þá kom Seecombe inn. „Þar sem veðrið er ekki ákjósan- legt til útivinnu", sagði hann, „datt mér í hug að láta piltana gera hreint inanhúss. En þeir geta ekki komist til þess á meðan dót herra Ambrose liggur í kössun- um um allt gólfið“. „Já“, sagði ég. „Við skulum kveikja upp í arninum og svo komum við upp, þegar orðið er nógu hlýtt“. Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER 1 Skák nr. 7. Tefld í Reykjavík 14. maí 1952 Hvítt: L. Prins. Svart: Baldur Möller. Hollenzk vörn. 1. c2—c4 f7—f5 2. e2—e4 Þessi peðfórn er allmikið tíðkuð eftir 1. d4, f5, og koma jafnan flóknar stöður upp. Skilyrði til fórnarinnar eru að nokkru leyti lakari eftir 1. c4, f5, en þó við- hlítandi. t 2. f5xe4 Þó leikur sá, sem hvítur velur nú, sé freistandi, er hann ekki góður, þar sem sv. þarf ekki að sinna honum. Betra væri senni- lega 3. Rc3, Rf6. 4. g4. 3. d2—d3 Rg8—f6 Hvítur mundi fá mjög sterka sókn ef sv. tæki peðið. Nú á hv. enn að leika g4. 4. d3xe4 e7—e5 5. Rbl—c3 Bf8—b4 6. Bcl—d2 Rb8—cö hvítur treystist ekki til að eyða tíma í að valda peðið með Bd3, en reynir mótsókn. 7. Rgl—f3 Bb4xRc3 8. Bd2xBc3 Rf6xe4 9. Rf3xe5 Dd8—h4! Mjög skemmtileg staða. Hv. á mjög óhægt um vik; ef hann leikur nú 10. g3 kemur svarið RxB! og sv. fær allavega yfir- burða stöðu 10. Ddl—c2 Re4xBc3 Svarið við þessu er þvingað! 11. Re5xRc8! O—O. Flókin staða, enda höfðu teflend- ur nú notað 3 af 5 klukkustund- um er þeir höfðu til umráða fyrir 40 leiki. ARNALESBQfí ! JXlcvatamaðsins 1 Alfur í Stóra-skógi Eftir J. B. MORTON 3. „Þú skalt fara að mínum ráðum,“ sagði álfurinn. „Hérna — taktu við þessu.“ Hann hélt á stórum leðurpoka, sem var fullur af gulli. „Þetta eru geysilega miklir peningar,“ sagði Mikki. „Ætli faðir minn verði ekki hissa, þegar ég kem með þá?“ „Ef hann verður undrandi, og spyr þig hvar þú hafir fengið þá, skaltu segja honum, að konungurinn í Berkshire hafi keypt svínið.“ Drengurinn 'seldi nú álfinum svínið og hélt þessu næst heim á leið. Móðir hans var yfir sig undrandi þegar hún sá drenginn, en gladdist mjög yfir öllum þessum peningum. Þegar faðir drengsins kom heim um kvöldið, en hann hafði verið allan daginn úti á ökrunum, taldi hann peningana, og óskaði síðan eftir því, að sonur sinn talaði við sig. „Mikki,“ sagði hann. „Það er eitthvað dularfullt við þetta. Hvar fékkstu alla þessa peninga?“ „Konungurinn í Berkshire keypti svínið,“ sagði Mikki. „Strax og yíirhirðsveinn hans kom auga á svínið, gekk hann til mín og sagði, að konungurinn myndi áreiðanlega vilja eignast svínið. Síðan spurði hann mig á hvað ég vildi selja það. Þá sagði ég honum, að við værum fátæk. Hann brosti aðeins og afhenti mér síðan þessa peninga. Þessu næst fór hann með svínið tii konungshallarinnar.“ „Hmmm!“ sagði faðir hans. Hv. sleppur með engu móti með öllu ómeiddur úr þessum átök- um. 12. b2xRc3 d7xRc6 13. Bfl—d3 Hf8—e8f 14. Kel—fl Bc8—e6 Hv. tapar nú peði og hefur að auki mun lakari stöðu. 15. h2—h3 Be6x«-4 16. g2—g3 Ha8—d8! Snotur leikvinningur! 17. Bd3xBc4f Dh4xBclý 18. Kfl—g2 He8—e2 19. Dc2—b3! Dc4—d5f! Vinningur verður auðveldur ef hvítur tekur drottningarkaupin. 20. Kg2—gí Hd8—f8 21. Hhl—h2 Dd5—f7? Nú gat sv. fengið örugga vinn ingsstöðu með Hf8—e8, annað- hvort kóngsókn eða drottninga- kaup með bættri peðastöðu. Eft ir þetta leikur sv. hverjum leilé á fætur öðrum veikum. 22. Db3xb7 He2xf2 23. Db7—b3! Hf2—f3? Miklu betra var HxH og ef 24. KxH þá Dd5! með góðum vinn-* ingslíkum (ef 24. DxDf, HxD 25. KxH, Hf2f 26. Kgl, Hf3 27. Kg2, Hxc3 og svartur hefur góði ar vinningshorfur. 24. Hh2—g2 c6—c5? Nú var Dd5! miklu betra. Sv. hefir þá enn miklar vinnings- líkur. Hv. má hvorki skifta drottningum né hreyfa hrókinm af al. 25. Db3xDf7ý Hf8xDf7 26. Hal—bl! h7—h6? Nokkur vinningsvon var ená með Hxc3, en nú verður jafn- tefli óumflýjanlegt. 27. Hbl—b3 c7—cS 28. Kgl—h2 Hf7—c7 29. Hg2—e2 a7—a5 30. Ii3—h4 Hf3—d3 31. He2—f2 Hc7—e7 32. c3—c4 He7—e3 33. Hb3xHd3 He3xHd3 34. Hf2—f5 Hd3—d2f 35. Kh2—h3 Hd2xa2 36. Hf5xc5 a5—a4 Jafntefli var samið eftir nokkra leiki. W ■n Ferming í Útskálakirkju Fermingarbörn í Útskálakirk.ju sunnudaginn 25. maí kl. 1 e.h, DRENGIR: Bjarni Hákon Kjartansson, Stóra hólmi Guðmundur Guðión Beck Kjart- ansson, Stórahólmi Birgir Sveinsson, Gerðum Guðmundur Gestsson, Gufuskál- um Helgi Gestsson, Gufuskálum Halldór Þorsteinn Þorsteinsson, Borg Haraldur Hafsteinn Júlíusson, Sóltúni Kristján Vilberg Vilhjálmsson, Brekku Ólafur Haraldsson, Jaðri Þorkell Hólm Gunnarsson, Þór- oddsstöðum. ■ STÚLKUR Agnes Unnur Ingvarsdóttir, ^ Bjargi Biörg Björnsdóttir, Gerðum Guðrún Ágústa Sigurðardótttr, Móakoti Helga Þórdís Tryggvadóttir, Bjarnastöðum Þórunn Torfadóttir, Miðhúsum. Trillubátutr til sölu. — Upplýsingar í síma 81390. Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 26. maí — 31. maí frá klukkan 10,45 — 12,15: Mánudag 26. maí 4. hluti. Þriðjudag 27. maí 5. hluti. Miðvikud. 28. maí 1. hluti. Fimmtud. 29. maí 2. hluti. Föstudag 30. maí 3. hluti. Straumurinn verður rofinn samkvæmt þcssu, þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.