Morgunblaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. júní 1952.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði, innanland*.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Boðið upp í
ALÞÝÐUFLOKKURINN, sem
notið hefur þverrandi trausts og
fylgis meðal íslenzku þjóðarinn-
ar, stígur nú mjög annarlegan
slæðudans frammi fyrir kjósend-
um. Þessi slæðudans er fólginn
í ákafri viðleitni til þess að sanna
íslendingum, að AB-menn hati
ekkert meira en áhrifavald stjórn
málaflokka og leiðtoga þeirra.
Jafnframt reynir AB-liðið að
færa rök fyrir því, að maður,
sem verið hefur þingmaður í nær
þrjá áratugi sé „ópólitískari" en
maður, sem aldrei hefur tekið
þátt í stjórnmálabaráttu en stund
að störf sín í þágu kirkju-, menn-
ingar- og mannúðarmála.
Þetta er það sem Alþýðublað-
ið hefur tekið að sér að sanna.
Það er sannarlega ekkert að
furða, þótt rökfærslan verði
ruglingsleg þegar að málstaður-
inn er slíkur.
Hvað finnst nú venjulegu fólki
um þessar staðhæfingar AB-
manna?
Er nokkur heil brú í þeim?
Sannarlega ekki.
Samt sem áður leggja flokks-
bræður Ásgeirs Ásgeirssonar
höfuðáherzlu á þessi falsrök.
Engum getur dulizt, að það lof-
ar ekki góðu um hæfileika fram-
bjóðanda til forsetaembættis,
þegar stuðningsmenn hans telja
brýna nauðsyn bera til þess að
villa gjörsamlega heimildir á
honum og sér sjálfum.
Ef Ásgeir Ásgeirsson vildi
segja sannleikann við þjóðina,
’ ætti hann að segja eitthvað á
þessa leið:
Hér stend ég, sem hefi ver-
ið þingmaður í tæp 30 ár.
Að framboði mínu stendur
fyrst og fremst sá stjórn-
málaflokkur, sem ég hefi bar-
izt fyrir s. I. 18 ár, Alþýðu-
flokkurinn. En auk þess fvlgja
mér nokkrir vinir mínir og
venzlamenn, sem vilja gjarn-
an stuðla að búsetu minni á
Bessastöðum. Ég hefi þá tæpa
þrjá áratugi, sem ég hefi átt
sæti á Alþingi tekið mjög
mikinn þátt í hverskonar
samningum og makki milli
stjórnmálaflokka. Þessvegna
tel ég mig sérstaklega færan
til þess að verða forseta hins
íslenzka lýðveldis. Mér er
Ijóst, að um framboð mitt gat
ekki skapast þjóðareining. En
ég vil þrátt fyrir það flytja
á Bessastaði. Ég veit, að ég
get ekki náð kosningu á at-
kvæðum flokks míns. Til
þess verður mér að takast að
kljúfa nægilega mikið utan úr
öðrum flokkum. Á því, að
það takist veltur fyrirtæki
mitt og framboð.
Þetta ætti frambjóðandi Al-
þýðuflokksins og blað hans að
segja, ef hann vildi vera hrein-'
skilinn og koma til dyranna eins
og hann er klæddur. En það
hefur hann forðast eins og heit-
ann eldinn. í stað þess hefur
hann látið blöð Alþýðuflokksins
halda því fram af hinni mestu
áfergju, að framboð hans væri
„ópólitískt“ og hann sjálfur allra
manna ,,ópólitískastur“..
Alþýðuflokkurinn og frambjóð
andi hans við forsetakjörið hefur
þannig fært upp, ef svo mættí
að orði komast, stærsta slæðu-
dansleik, sem efnt hefur verið til
hér á landí. í honum taká fyrst
og fremst þátt flokksmenn hans.
En þar getur einníg að líta
hokkra verziamenn hans og
fólk, sem ekki hefur séð í gegn-
um slæðurnar.
slæðudans
Þessu fólki fækkar að vísu
með hverjum degi, sem líður og
sjálfar kosningarnar færast nær.
Meirihluta íslendinga er orðið
það ljóst, að forsetarframboð Ás-
geirs Ásgeirssonar er pólitísk
veiðibrella. Allt tal um að það
sé „ópólitískt" er í gersamlegri
andstöðu við raunveruleikann.
Það er mjög illa farið að
ííokkur íslenzkur stjórnmála-
maður skyldi verða til þess
að efna til slíks málflutnings
í sambandi við forsetakjörið-
En bað er komið, sem komið
er. Hvorki Alþýðuflokkurinn
né frambjóðandi hans geta
snúið við á þeirri braut, sem
þeir hafa lagt út á. Teningn-
um hefur verið kastað. En
þegar saga þessara forseta-
kosninga verður rituð er hætt
við að hlutur þeirra, sem
færðu upp slæðudansleikinn,
verði lítill og démur þjóðar-
innar um þá í lélegra lagi.
En þessi ráðabreytni Ai-
þýðuflokksins mun verða til
þess að allt það fólk í land-
inu, sem metur meira hrein-
lyndi og drengskap en undir-
hyggju og laumuspil, mun
sameinast um þann frambjóð-
anda við forsetakjörið, sem
víðtækust eining er um og lík-
legastur er til þess að geta
sameinað þessa fámennu og
sundurleitu þjóð.
Ótvarpið og
forsefakjörið
EINS OG ÁÐUR hefur verið
skýrt frá hér í blaðinu hefur
útvarpsráð ákveðið að útvarpað
skuli ávörpum frambjóðenda við
forsetakjör. Mun það útvarp fara
fram n„ k. fimmtudagskvöld.
í öðru lagi hefur verið ákveð-
ið að gefa stjórnmáiaflokkunum
tækifæri til þess að gera grein
fyrir afstöðu sinni til forseta-
kjörsins í útvarpi. Verður þeim
greinargerðum útvarpað n. k.
föstudagskvöld.
Með þessum hætti gefst fram-
bjóðendum fyllilega tækifæri til
þess að skýra framboð sín fyrir
þjóðinni. Þeim hafa því verið
tryggðir möguleikar til þess að
gæta hagsmuna sinna og gera
kjósendum grein fyrir þeim atrið
um, sem þeir telja mestu máli
skipta.
Það verður einnig að teljast
eðlilegt að stjórnmálafiokkunum
skuli veittur kostur á að gera
grein fyrir afstöðu sinni til for-
setakjörsins í útvarpi. Þessar
kosningar eru hápóiitískar og
snerta stjórnmálaflokkana því að
mörgu leyti. Niðurstaðan varð
líka sú í útvarpsráði að fulltrú-
ar allra flokka nema Alþýðu-
flokksins töldu sjálfsagt að flokk-
arnir fengju að gera þar grein
fyrir afstöðu sinni.
Fulltrúi Alþýðuflokksins barð-
ist hinsvegar hatramlega gegn
því. Hann vildi láta Ríkisútvarp-
ið aðstoða sig við þá höfuðblekk-
ingu að framboð Ásgeirs Ásgeirs-
sonar sé „ópólitískt“ og Alþýðu-
flokknum óviðkomandi.
Útvarpsráð hefur haft fylli-
lega lýðræðislegan hátt á í
þessu efni Það hefur geíið
báðum aðiljum, frambjóðend-
um til forsetakjörs og stjórn-
málaflokkunum tækifæri til
þess að skýra afstöðu sína
frammi fyrir þjóðinni.
Einstæðisa< ssthurður:
Greinin, sem
neitaði sð
„Sýnum hlendingum sanngírni
cg góðvild”.
EFTÍRFARANÐI grein hefur Morgónblaðinu borizt frá
Englandi nú nýverið. Höfundur hennar er enskur maður,
James Mason frá Edgware í Middlesex og ritaði hann
greinina sem svar og skýringu við oréftmætum ásökunum
verkamannaflokksfclaðsins „Daily Mirror" í garð íslend-
inga sökum landhelgis- og fiskveiðimálanna. Ritstjóri
blaðsins neitaðj að birta greinina og fer hún hér á eftir.
Hún er þess Ijós vottur að þrátt fyrir ósanngirni og ágang
brezkra yfirvalda í garð íslendinga, þá finnast þó þeir
menn meðal fjöldans í Bretlandi, er skilja og meta til-
raunir íslendinga til þess að vernda fiskistofninn við
strendur landsins. James Mason er einn slíkur góðviljaður
íslandsvinur.
EINSTÆÐUR ATBURÐUR
Eins og er um margar orr-
ustur, þá er baváttan fyrir
lækkuðu fiskverði á brezkum
markaði, háð á röngum víg-
stöðvum, sem sé gegn útvíkk-
un íslenzkru landhelginnar,
í hundruð mílna veg frá bar-
daganum. —
Island byggir nær því alla
velferð sína og afkomu á fiski-
veiðum sínum og fiskiðnaði og
íslendingar hafa löngum ver-
ið þrautseigir við að sækja
torfengna björg í greipar Æg-
is á hinum örsmáu bátum sín-
um við erfiðustu aðstæður.
ÍSLENZKI FISKURINN
ÓDÝR
Forsíðugrein í „Daily Mirr-
or“ segir frá því, að einn
fimmti hluti alls þess fisk-
magns, sem Bretar neyttu á
s. 1. ári hafi komið frá Islands-
miðum og sú væri orsökin fyr-
ir því, hve verð fisksins hefði
verið lágt. En hvað er þá að
segja um hinn hlutann, fjóra
fimmtu hluta hins árlega fisk-
magns, sem að mestu leyti er
veitt á miðunum við Eng-
land?
Stærsti þluti þess er seldur
á mun hærra verði en fiskur-
inn, sem við fáum frá íslenzk-
um fiskimiðum.
Blað yðar ræðir um hve
míög það sé útgjaldasamt að
gera út togara á þorskveiðar.
En það er ekkert minnzt á
það, hver kostnaðurinn er við
veiðar á Bretlandsmiðum. Þér
haldið þó ekki, að Islendingar
láti sér til hugar koma að
styrkja ensku þjóðina með
ódýrum fiski, á sama tíma og
fiskur, sem við sjálfir veið-
um er seldur á miklu hærra
verði?
Þér skuluð fremur taka yð-
ur ferð á hendur og halda til
næstu fiskbúðar og kynna yð-
ur verðið þar á lýsingi, lúðu,
makríl og síld, sem er veidd
hér við ströndina. Það eru
kaupmenn okkar eigin þjóðar,
sem krefja húsmóðurina svo
mikiis verðs fyrir fiskinn, sem
hún kaupir í matinn. Og ef
að sumir menn telja sig þá
ekki geta greitt þetta verð,
því þá að ívilna þeim um ódýr
an fisk á kostnað Islending-
anna?
SNÚUM GEIRI VORUM
VESTUR
Og þá komum við að enn
öðru. Ef að land, sem liggur
í sex hundruð mílna fjariægð
frá Bretlandsströndum hefur
bakað sér sekt með því að
víkka út landhelgi sína, svo
hún verður fjórar mílur, því
biðjum við ekki Ameríku að
smækka sína landhelgi? Hún
er mörgum sinnum stærri og
Bandaríkin liggja að stærstu
hjálendu vorri, Kanada.
Við skulum gera út um
fiskverðið í eitt skipti fyrir
ir þjóðina, þá má vera að hag-
fræðisnillingum okkar verði
ljóst, að þar sem krónan hef-
ur verið felld úm allt að 50%
af stríðsgengi hennar, þá gæti
Stóra Bretland hjáipað Is-
landi með því að láta það um
að flytja fisk inn til Englands
á togurum sínum frá sínum
eigin miðum, sem enginn ann-
ar á tilkall til.
Afleiðing slíkrar sátta- og
vináttustefnu myndi vera
margfalt fengsælari góðri
samvinnu þjóðanna, heldur en
núverandi stefna, sem öll mið-
ar að því einu að eyða og upp-
ræta þá einu eign, er hið litla,
stolta land hefur yfir að
ráða.
öll með viðeigandi löggjöf í;
þeim efnum, — löggjöf, sem|
útilokar auðhringana og |
minnkar þann ofsagróða, sem
sumir fisksalar landsins hafa
hlotið í aðra hönd.
SÝNUM VINÁTTU OG
SKILNING
Ef þetta verður framkvæmt
og í ijós skyldi koma að okk-
ur skortir fisk til fæðu fyr-
daga hlé
TÓKÍÓ, 21. júní. — í dag komu
samninganefndirnar saman í
Panmunjom eftir þriggja daga
fundarhlé. Elcki er kunnugt um
árangur. Hafa samningamenn
S. þ. lýst yfir, að ekki sé um
frekari tilslakanir að ræða frá
þeirra hendi og vísað til sátta-
boðsins frá 28. apríl, enda sé þar
'gengið eins langt til móts við
kommúnista og unnt sé.
Velvokondi skriíar:
ÚX8 DAGLEGA LXFKMlf
Afmælisdagur
Jóns skírara
IDAG er Jónsmessan, sem
Iöngum hefur verið merkis-
dagur hjá okkur, var meira að
segja haidin hátíðleg fram ffl
1770, enda er hún kennd við
ekki ómerkari mann en Jóhann-
es (Jón) skírara, sem átti að
hafa fæðzt misseri síðar en
Kristur.
‘ Það var þó einkum Jónsmessu-
nóttin, sem mikil trú var bundin
við.
Undranótt
A flutu uppi allir náttúru-
steinar og hulinshjálms-
steinar, óskasteinar, lausnar-
steinar og lífsteinar, því að oft
voru þeir fólgnir í tjörnum og
brunnum á fjölium uppi. Þá var
um að gera að höndla steinana,
jen ekki var það vandalaust. En
þessi nótt þótti Iíka bezt til þess
fallin að fá sér ýmis kraftagrös,
sem margvíslegt töfraeðli fylgdi.
Höndla þeir óskasteininn?
Líka er alkunna, að þessa einu
nótt er döggin svo heilnæm, að
sjúkir verða heilir heilsu, ef
þeir velta sér naktir upp úr
döggvotu grasinu. Eru til marg-
ar sögur um þennan lækninga-
nátt daggarinnar og su>' ar
þeirra nýlegar.
Og margt fleira dásamlegt
gerðist á Jónsmessunótt.
Votviðrasöm .Tónsmessa
— Votviðrasamur
sláttur
OLL er nú þessi hjátrú undir
Iok liðin. Ennþá eru þó
sumir þeirrar skoðunar, að eins
viðri um sláttinn og á Jónsmessu:
Á Jónsmessu ef viðrar vott,
við því flestir kvíða
þá mun verða þeypi gott
að þurrka heyin víða
segir í gamalli vísu.
Sjaldséður resíur
ÞESSA dagana gistir ísiand
tiginn cestur, svo að enginn
hefur komið hingað shkur, síð-
an 1929, er Kristskirkja í Landa-
koti var vígð.
Það er hinn kanadiski kardin-
áli, sem hér er á ferð vegna 400
ára dánarafmælis Jóns biskups
1 Arasonar.
| Kardinálarnir eru æðstu menn
kaþólsku kirkjunnar, ganga
næstir páfa. (Nafnið er dregið af
cardo, hurðarlöm, það sem allt
snvst um). Þe°ar á 6. öld er far-
ið að tala um kardináia, en lenai
vel var það nokkuð á reikí,
hveriir hefðu rétt til að bera
kardínálanafnið.
Kardjnálarnir geta
v»rið 70
AOFANVERÐRI 16. öld úr-
skurðaði náfinn, að þeir
skvldu vera 70 talsins. og svo
hefur haldizt síðan, þó að sú
tala sé aldrei fullskinuð. Marpjr
kardínálarnir eru í Páfaparði,
en aðrir eru víðs vegar í heim-
inum.
Kardínálarnir eru æðstu ráð-
gjafar páfans, og er eitt veica-
mesta hlutverk þeirra að kjósa
nvian Dáfa úr sínum hópi. en
páfi skipar svo aftur kardínál-
ana, þó að ríkisstiórnir stórveld-
anna reyni oft að hafa þar hönd
í bagga, með.
Kardínálarnir bera sérstakan
embættisskrúða, sem er.hárauð
sMkkja og silkihattur i sama lit.
Tignarheiti þeirra er eminence,
hans vegsemd kardinálinn, 4
jSama hátt op talað er um hans
Jheilagleika páfann.