Morgunblaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐtB Þriðjudagur 24. júní 1952. I R AKE L Skaldsaga eítir Daphne de Mauriei P A Framhaldssagan 47 Ég stóð úti. á túninu þegar sól- in kom upp. Þjónustufólkið var komið á fætur. Hlerarnir höfðu verið teknir frá gluggunum og dagsljósinu hleypt inn. Ég velti því fyrir mér hvort nokkur mað- ur hefði verið tekinn inn í hjóna band á svona einfaldan hátt. Það mundi spara mörgum langt og þreytandi tilhugalíf ef svo væri almennt. Ég hafði aldrei hugsað verulega um ástina og allar henn ar krókaleiðir. Fólk gat haft það eins og það vildi fyrir mér. Ég hafði verið blindur og heyrnar- laus og sofandi. Nú var ég það ekki lengur. Það sem skeði þessa fyrstu stundir á afmælisdegi mínum mun ég varðveita í huga mér ævinlega. Astríðunni ef hún var til hef ég gleymt, en ljúfleikinn er enn innra með mér. Og ég furða mig á því ennþá, að kona sem meðtekur ást, er ævinlega varn- arlaus. Ef til vill er það leynd- ardómurinn, sem þær geyma til að binda okkur þeim. Ég veit, það ekki, þar sem ég hef ekkert til samanburðar. Hún var sú fyrsta. Ég horfði á það hvernig sólir. varpaði fyrstu geislum sínum á húsið þar sem hún gægðist upp yfir trén. Grasði var döggvött eins og það væri hélað. Gullni veðurhaninn á turnspír unni lýsti í sólskininu, snerist í norð-austur og staðnæmdist þannig. — Gráir steinveggirnir fengu á sig hlýlegri blæ. Ég fór inn og upp til herbergis míns. Ég dró stól fram að opn- um glugganum, settist niður og horfði út á sjóinn. Það var eins og hugur minn hefði stöðvazt, og kyrrð og ró gagntók mig. Hvergi eygði ég erfiðleika. Mér fannst öll vanda mál lífsins hefðu leystst og veg- urinn inn í frsmtíðina lægi beinn framundan. Framtíðina áttum við. Rachel og ég, maðurinn og konan hans, sem lifðu og hrærð- ust hvort með öðru í húsi sínu. Umheimurinn snerti okkur ekki. Dag eftir dag, og r.ótt eftir nótt. Svo lengi sem við bæði lifðum. Svo mikið mundi ég úr sálma- bókinni. Ég lokaði augunum. Mér fannst hún vera ennþá hjá mér. Ég hlýt að hafa soínað, því þegar ég opnaði augun aftur skein sólin inn um opinn gluggann. John hafði komið inn og laet fram fötin mín og fært mér heitt vatn. * j —o— Ég rakaði mig og klæddist og fór svo niður til morgunverðar. Þegar ég hafði sr.ætt, b’ístraði ég í hundana og fór út í garð- inn. Þar tvndi ég öll útsprungnu kamelíublómin, sem ég kom auga á, í körfuna, þá sömu sem ég hafði geymt skartgripina í. Svo bar ég hana inn og beint upp til hennar. Hún sat uppi í rúminu og var að borða morpunverðinn. Aður en henni hafði unnizt tími tll að mótmæla, hvolfdi ég b’óm- unum úr körfunni yfir hana. „Góðan daginn aftur,“ sagði ég. „Ég leyfi mér að minna big á að það er ennþá afmælisd.ag- ur'inn minn.“ ,.Þ»ð er siður ?ð berja að dyr- um áður en maður gengur inn, hvort sem það er afmælisdagur eða ekki,“ sagði hún. „Farðu út.“ Það var erfitt að setja upp vandlætingarsvip þegar hún sat þarna með bárið fuUt af kame- líublómum. Kamelíublóm lágu líka á öxlunum á henni og eitt í tebollanum, en mér tókst að bæla hláturinn og gekk út að glugganum. „Fyrirgefðu," sagði ég. „En eftir að ég hef vanizt að koma inn um glugga, skipta dyr « H tí tft!! fl f ffl t| f H. | p í mig ekki máli. Satt að segja held ég að ég hafi gleymt öllurh mannasiðum." „Þú ættir að koma þér út áður en Seecombe kemur til að taka bakkann,“ sagði hún. „Ég .held, að honum brigði við ef hann sæi þig hér, jafnvel þótt það sé af- mælisdagurinn þinn.“ Rödd hennar var kuldaleg og mér hvarf allur gázki. Það varj sennilega rétt sem hún sagði. Ég átti ekki að ryðjast þannig inn til hennar á meðan hún var rð borða morgunverð, jafnvel þótt hún ætti eftir að verða konan J mín. Seecombe vissi heldur ekk- ert um það enn. „És skal fara,“ sagði ég. „Fyr- irgefðu. Mig langar bara til að seeía þér að ég elska þig.“ Ég sneri mér til dyranna og fór út. Ég man að ég tók um leið eftir því að hún hafði ekki perlufestina um háisinn. .. . Hún hlaut að hafa tekið hana af sér þegar ég fór frá henni snemma um morguninn. Og skartgrjpirnir lá°u ekki á gólfiou. AHt hafði verið tínt upp. En á bakkanum fyrir framan hana já skialið, sem ég hafði skrifað undir daginn áður. Seecombe beið mín niðri með pakka sem hann rétti mér. — „Herra Philip,“ sagði hann. „Það er merkisdagur í dag. Ég leyfi mér að óska yður innilega til haming.iu.“ „Ég þakka, Seecombe." „Þetta á að vera smá-giöf. F<- vona að þér gerið mér þá ánægju að taka við henni.“ Ég tók bréfið utan af pakk- anum, og i liós kom mynd af Seecombe sjálfum. „Þetta er mjög góð mynd,“ sagði ég alvarlegur í bragði. „Svo góð, að ég verð að -velja henni samboðin stað hérna í anddyrinu. En nú vantar mig hamar og nagla.“ Hann dró í bjöllustrenginn með hátíðasvip. John kom og sótti fyrir okkur hamar og nagla Svo hengdum við myndina á vegginn við borðstofudyrnar. „Finnst yður myndin vera lík mér?“ spurði Seecombe, „Eða.; hefur hann gert mig hörkulegri á svipinn en ég er. Ég er ekki j fyllilega .ánægður með hana.“ I „Það er ómögulegt að ná svipnum alveg á roálverki, See- combe," sagði ég. „En þéssi mvnd er eins góð og hún getur orðið. Sjálfum þykir mér hún ágæt.“ , „Það er aðalatriðið." Mig langaði til að segja hon- um að við Rachel hefðum ákveðr ið að giftast. Mér fannst ég varla geta rúmað alla þessa hamingju einn, en ég sagði þó ekkert. — Þetta var of hátíð'egt og við- kvæmt til þess að hæst væn nð segja honum þsð undirbúnings- laust. Ef til vill var líka bp-‘ að við segðum honum það bæði. Ep fór inn á skrifsthfuna o" þóttist vinna, en ég sat bara við borðið og starði í gaupnir mé Ég sá hana fvrir mér, þar sem hún sat unpi í rúminu með morgunmatinn á bakkanum og krmelíublómin allt í kringum hana. Klukkan sló tíu og ée heyrði umferð í húsavarðinum fvrir ut- an skrifstofugluggana. Ég tók fram reikninga, sem voru óaf- greiddir, blaðaði í gegnum þá og lagði þá svo aftur til hliðar. Svo settist ég ’úð bréfaskriftir, en gafst upp. Ég gat ekki ein- u & „ : Nýkomið: | Fræsijárn 1/2” — 1 1/2“ ■ Kíljárn margar teg. • Tappajárn ; IZ-járn 8—10 :mm • Skájárn 35—40mm ■ Nótjárn 4—10 mm ; Kúttera-hausar ■ : Kútteraboltar • Hjólsagarblöð 6”—30” ■ Smergilskífur 4”—14” : Hefiljárn 30—-60 cm. Heiðarlegi Jón Eftir GRIMMSBRÆÐUR 11. Þá fór steinninn að tala og sagði: „Etþú vilt fórna því, sém þér er kærast' hér í heimi, mundi ég fá líf aftur.“ „Ekk- ert er það til, sem ég vildi ekki tórna þín vegna,“ sagði kóngurinn. I „Ef þú vilt með eigin hendi særa syni þína banvænum sárum og dieifa heitu blóði þeirra yfir mig,“ sagði stein- gervingurinn, „þá mun ég fá lííið aftur.“ | Kóngurinn varð vissulega mjög óttasleginn þegar Jón haíði þetta mælt, en hann minntist þó þess, að Jón haíði iátið lífið til þess að frelsa hann sjálfan. i Hann tók nú sverðið sitt og særði drengina stórum sárum. Og um leið og hann fór að bera blóðið á steininn, lifnaði Jón við. „Ég skal launa þér trúfestu .þína,“ sagði Jón Þessu næst snerti hann lítillega á drengjunum, og urn leið gréru sár þeirra, og þeir tóku að leika sér að nýju, eins og ekkert hefði komið fyrir. I Kóngurinn varð nú frá sér numinn af gleði. Og þegar hann sá drottninguna koma álengdar, faldi hann heiðarlega Jón og drengina í stórum skáp. I „Hefirðu verið að biðjast fyrir í kirkjunni?“ spurði hann drottninguna. i „Já“, svaraði hún. „En ég hefi alltaf verið að hugsa um hann Jón okkar og hversu illa fór fyrir honum.“ j „Elskan mín,“ sagði þá kóngurinn-. „Það er okkur í sjálfs vald sett hvort hann liínar aítur við, en til þess að svo megi verða, verðum við að fórna báðum drengjunum okkai.“ l Drottningin varð mjög döpur og fylltist djúpri hryggð, en sagði þó: „Að vísu á hann það skilið af okkur fyrir trú- iesti og heiðarleik sinn.“ i Kóngurinn varð yíir sig gíiíiux við þessi orð drottningar — að hún skyldi hugsa alveg eins og hann. Því næst sótti hann heiðarlega Jón og drengina og sagði síðan drottningunni hvað gerzt hefði. Það varð nú mikil gleði yfir þessum atburði. Og þau liíðu öll haming.iusömu lífi til dauðadags. SÖGULOK Tff Hí M H If'I fí ii í tít% H j ólsagaróxlar Spennihringir m/ legum Gratpinolar i Runn-kutterar Grattappar Fræsipinólar Slingsagarblöð Vélborar 6—20 mm Bandsagarblöð 1/4”—2 Smergilafréttarar : ‘í Li-LjjJiíÍ LUÐVIG STORR & CO- Laugavegi 15 — Sími 3333. Hótel Garður býðúr yður vistleg herbergi. kynnhog ágætar veitingar. Hringið í síma 5918. HÓTEL GARÐUR Skemznlileg salar- Piltur 16 — 16 ára, óskast til verzlunarstarfa. Laun samkv. launa- samningi Verzlunarmannafél. Reykjavíkur. Umsóknir ásamt meðmælum sendist blaðinu merkt- ar: „Áreiðanlegur” —426. ; HOFUM FYRIRLIGGJANDI rfl|olbar í efiirtöldum stæiðum: 60« x 16 650 x 16 670 x 15 760 x 15 Stefnir h.f. LAUGAVEG 170. : ■ ■ ■ ■ . ......... Síldarstúlkur \ m m Nokkrar vanar síldarstúlkur vantar við síldar- S m söltun um borð í togara. < ■ Upplýsingar gefur ■ Ingibjartur Jónsson í síma 6965. S Sníð, jþræði, máta kvenkjóla ANNA SÆBJÖRNSDÓTTIR tizkuteiknari. Simí 6264. •■■■■■■■■■•■■•■■■■■«■••■■■■■■■«■■■■•■■»■»■■■•■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.