Morgunblaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 24. júní 1952. Helgi Skúlason augnlæknir varð sextugur s.l. sunnudag Akureyringar fagna mjög „Brúí tíheisiiifi ‘ Ibsens HELGI augnlæknir hefur í ald- arfjórðung verið borgari þessa bæjar. Ég þekki hann ekkert sem lækni, því að mér er mjög ósýnt um ailt, er lýtur að lækn- isfræði, og ef hann gæti ekki talað um neitt annað en þá fræði grein, hefði ég vísast aldrei kynnst honum. En Helgi er mað- ur fjölfróður, og meðal annars er 'hann mjög vel að sér í ýms- um þeim fræðum, sem eru í tals- verðri fjarlægð við læknisfræð- ina, og ég er hneigður fyrir. Á þeim vegum kynntumst við, og síðan hefur mér verið ánægja að hitta hann að máli, og er ég honum þakklátur fyrir margar góðar samverustundir. Hann er allra manna minnugastur, kann kvnstrin öll utanbókar. nu finn- ur manna bezt, hvað „feitt er á stykkinu". Það þótti nú einu sinnf »vki ónýtt að vera alinn upp og fædd- ur í Odda á Rangárvöllum. Oddi þarf heldur ekki að skammast sín fyrir Helga, því að hann er klassiskt menntaður maður. bó að hann sé útskrifaður úr skóla eftir 1909.Hann ltunni líka vel við Kvenfélag Laugarnessóknar fer í skemmtiferð á Suður- nes, miðvikudaginn 25. júní kl. 1. Nánari upplýsingar í sfma 4296 og 4498. Nefndin. Ilafnarfjörður 4ra herbergja steinsteypt einbýlishús til sölu. Útborg- un kr. 50 þús og eftirstöðv- arnar með mjög hagkvsém- um greiðslukjörum. Guðjón Síeingrímsson lögfræðingur. Strandgötu 31. Hafnarfirði. Sími 9960. Eldri maður óskar eftir konu á aldrinum 40—50 ára til að stofna með sér arð- j bæran atvinnurekstur. Þarf j að hafa nokkurt handbært j fé. Tilb. með uppl. leggist . inn á afgr. Mbl. fyrir 28. þ. m. merkt: „Félagsskapur — 425“. — — 16 ha. Gray- Bátamöfor | með öllu tilheyrandi til sölu. Selst fyrir hálf virði, ef samið er strax. Til sýnis Karfavog 34 (Hraunborg). ! Hafnfirðingar Húsnæði, vantar 1—3 her- bergi og eldhús nú þegar eða í haust. Upplýsingar í síma 9559. sig í Stúdentafélaginu okkar hérna á Akureyri, meðan hann sótti þar fundi. Einkum eru ?nér ógleymanlegar íundargerðir fé- lagsins, meðan hann var ritari þess. Það vrar mikið fjör, óvið- jafnanlegt hugarflug, fyndni og gaman, græskulaust þó, í þessum fundaplöggum. Upp úr þessu urðum við Helgi reyndar mestu nótar, þó að skiptar kunni að vera skoðanir okkar á ýmsum málum. Ég fordæmdi skoðanir hans sumar hverjar og hann mín- ar, en við getum samt talast við, ekki af umburðarlyndi, því það er okkur báðum í vissum skiln- ingi móti skapi, heldur áf ein- hvers konar löngun til andlegra skvlminga. Nóg með það, því að Pétur og Pál varðar bókstaflega ekkert um það, hvernig á kunn- ingsskap okkar Helga Skúlasonar stendur. Trölltryggur er sá góði maður. Ég þekki það. — Hann á ekki marga vini, en leggur rækt við þá, sem hann á annað borð vill vera með. Lýsir það mannin- um vel. Okkur góðvinum hans þykir miður, að hann skuli ekki geta verið heima á sextugsafmælinu, en um það tjáir ekki að sakast. Hann er í fjarlægu landi að leita konu sinni lækninga. Guð gefi hans góðu konu bata! — Helgi Skúlason er vel kvæntur og á efnileg börn. Konan er Kara Sig- urðardóttir Briem. — Ég bið henni allrar blessunar og þeim hjónum báðum á þessum tíma- mótum í ævi Helga og á þessum reynslustundum þeirra beggja. í þessari afmælisgrein er öll mærð útilokuð og smjaðurkennt hól. Það á aldrei við og allra sízt við afmælisbarn það, er ég nú minnist. | Helgi Skúlason er Aristókrat. ^ Það á svona og svona við tíð- arandann núna, en Helgi lagar sig ekkert eftir honum. Hann er í samræmi við sitt upphaf og kemur til dyranna, eins og hann er klæddur. Hann er ekki einn þeirra, sem leikum Demókrat í kjallaraíbúðinni og Aristókrat á fyrstu hæ<5 hússins. Helgi er ekkert hneigður fyrir að láta bera á sér. Hann er svo laus við það sem mest getur verið að vera Parvenu. Þar kemur fram hin andlega fyrirmennska hans. Hann er sterkur á svellinu að þessu leyti. Fyrir þetta er hann virð- ingarverður af öllum menntuðum , mönnum. — Hann er líka fæddur og uppalinn og fræddur í hinum „hæsta höfuðstað", sem einu sinni var kallaður svo, þ. e. í Odda. B. T. Akureyri. | AKUREYRI, 23. júní: — Eins og ákveðið hafði verið fór fram frumsýning á Brúðuheimilinu hér á Akureyri s.l. laugardagskvöld í leikhúsi bæjarins. Var húsið þétt- skipað áhorfendum, svo sem vænta mátti. Tókst sýningin fralriúrskarandi vel og hef ég sjaldan vitað leik- húsgesti fylgjast af jafn miklum áhuga með því, sem er að gerast á leiksviðinu, sem að þessu sinni. Ekki virðist ástæða til þcss að .birta nöfn leikendanna þvi að þau munu öllum þorra manna kunn. Fulikomin listtúlkun Aðalleikandans, frú Tore Seg- elcke, sem er gestur Þjóðleikhúss ins, vil ég þó sérstaklega geta að nokkru. Svo fáguð og í aila staði fullkomin listtúlkun á leiksvið' hefur ekki sézt hér áður, sem me<. ferð hennar á hlutverki Nóru jafn stórbrotið og vandasamt ser. það þó er. Er það vissulega ó- gleymanlegur viðburður að hafa átt þess kost að sjá og heyre þessa frábæru leikkonu ,á leik sviði Akureyrar. í leikslok voru leikendur hyllti hvað eftir annað með dynjand' lófataki og svo aðalleikkonan frú Tore ein sér. Bárust ieikendurr: blóm. Þjóðleikhúsinu þalekað Þá ávarpaði formaður Leikfé- lags Akureyrar, Guðmundur Gunn rrsson, leikarana með nokkrum trðum. Kvað hann þessa fyrstu leimsókn frá Þjóðleikhúsinu liafa <akið hina mestu eftirtekt í bæiT- im og myndi hennar lengi minnzt sem eins hins mesta leiklistavið- burðar hér. Fór hann lofsamleg- um orðum um sýninguna í þeild, einkum leik frú Tore Segelcke, sem túlkaði hlutverk Noru af frá- bærri snilld. Að lokum afhenti bann þjóðleikhússtjóra fagran blómvönd og flutti kv%ðjur frá Leikfélagi Akureyrar. LeikferSir út á land Þá kvaddi þjóðleikhússtjóri sér bljóðs. Sagði hann m.a.: að það væri svo til ætlast, að Þjóðleikhús, ið sendi öðru hvoru leikflokka útj um landið í framtíðinni,-en slíkarj leikfarir væru oft ýmsum vand- kvæðum bundnar, þar sem leik-j svið úti á landi eru alls staðar lítil og þess vegna erfitt í möig- um tilfellum að koma þar fyrir sýningum þjóðleikhússins. — Nú hefði samt svo ráðist að tekið hefði verið til meðferðar leikrit,; sem þægilegt væri í meðförum, i fáir leikendur og lítill sviðsútbún- aður. Þegar rætt hefði verið um hvert fara skyldi, hefði Akureyri orðið fyrir valinu. Hér væri menningar- setur Norðurlands. Hér hefðu höf- uðleikrita- og ljóðskáld þjóðarinn- ar dvalið. Það hefði því pótt sjálf- sagt að Akureyri yrði sa bær, sem fyrstur yrði fyrir valinu til heimsóknar af Þjóðleikhússins hál|u. — Að lokum þakkaði þjóðleikhús- stjóri ágætar viðtökur loikhúss-. gesta. Enn fremur þakkaði hann' formanni Leikfélags Akureyrar fyrir ómetanlega aðstoð, er hann á ýmsan hátt veitti við undirbún- ing leiksýningarinnar. Var ræðumaður að síðustu hylltur, með lófataki. i Önnur sýning „Brúðuheimilis- ins“ var í gærkveldi fyrir fullu húsi áhorfenda og sú .-dðasta í kvöld, og er einnig uppselt á hana. — FI. Yald. Tore Segelcke og Arndís Björndóttir í „Brúðuheimili“ Ibsens. AKUREYRI, 23. júní: — Bæjar- stjórn Akureyrar hafði hádegis- verðarboð inni að Hótel KEA í dag fyrir þjóðleikhússtjóra, leik- 'rra Þjóðleikhússins og aðra starfs menn þess, sem eru mcð i leikför- inni, stjórn Leikfélags Akureyrar og nokkra aðra. Bæjarstjóri, Steinn Steinssen, bauð gesti velkomna, en til máls tóku auk hans, Þorsteinn M. Jóns son, forseti bæjarstjórnr.r, Guð- laugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri og leikararnir: Valur Gfsla- son, Haraldur Bjömsson og frú Tore Segelcke. — Var' alllengi setið að borðum, og fór samsæti þetta hið bezta fram. — II. Vald. 155 kirkjukórar á landinu a snnu. AÐALFUNDUR Kirkjukórasam- bands íslands var haldinn laug- ardaginn 21. júrií á heimili söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar, Sig- urðar Birkis, Barmahlíð 45. Mættir voru eftirtaldir full- trúar frá kírkjukórasamböndum prófastsdæmanna: I Frá Kirkjukórasamb. Reykja- víkur: Baldur Pálmason, full- trúi. — Frá Kirkjukórasamandi Gullbringusýslu: Páll Kr. Páls- son, organleikari. Frá Kirkju- kórasamb. Borgarfjarðarprófasts dæmi: Friðrik Hjartar, skólastj. Frá Kirkjukórasambandi Mýra- prófastsdæmi: Páll Halldórsson, organleikari. Frá Kirkjukóra- samb. Snæfellsnessprófastsdæmi: Séra Þorgrímur Sigurðsson. Frá Kirkjukórasamb. Dala-prófasts- dæmi: Séra Pétur T. Oddsson, prófastur. Frá Kirkjukórasamb. Húnavatnsprófastdæmi: Jón Is- leifsson, organleikari. Frá Kirkju kórasambandi Skagafjarðarpró- fastsdæmi: Séra Gunnar Gísla- son. Frá Kirkjukórasambandi Eyjafjarðarprófastsdæmi: Séra Sigurður Stefánsson. Frá Kirkju-' kórasamb. S.-Þingeyjarprófasts- dæmi: Páll Halldórsson, organ- leikari. Frá Kirkjukórasamb. N,- Þingeyjarprófastsdæmi: Frú Hall dóra Gunnlaugsdóttir. Frá Sam- bandi austfirzkra kirkjukóra: Séra Jakob Einarsson, prófastur. Frá Kirkjukórasamb. A.-Skafta- fellsprófastsdæmi: Jón Isleifsson, organleikari. — Frá Kirkjukóra- sambandi V.-Skaftafellsprófasts- dæmi: Séra Jón Þorvarðsson, prófastur. Frá Kirkjukórasamb. Árnesprófastsdæmi: Frú Anna Eiríksdóttir. í upphafi fundarins ávarpaði söngmálastjóri fundarmenn og bauð þá velkomna. Fundarstjóri var kosinn séra Jón Þorvarðsson, prófastur, og fundarritárar, Frið- rik Hjartar, skólastjóri og Baldur Pálmason fulltrúi. Söngmálastjóri flutti ítarlegt erindi um söngmál íslendinga fvrr og nú. Síðan flutti hann starfsskýrslu Kirkjukórasamb. Islands á s.l. ári og gat þess að 19 kirkjukórar hefðu notið kennslu, samtals 15% mánuð, og að 5 kirkjukórasambönd hefðu haldið söngmót, svo að nú væri búið að haldá 25 kirkjukörasöng- mót á s.l. 11 árum. — 155 kirkju- kórar væru nú starfandi á land- inu. Kórarnir hefðu, auk þess að annast söng. við kirkjulegar at- hafnir, sungið opinberlega 73 sinnum á árinu, og s.l. 11 ár alls 853 sinnum, samkv. skýrslum. Þá voru lagðir fram endurskoð- aðir reikningar Kirkjukórasam- bands Islands og gerði gjaldker- inn Páll Kr. Pálsson skýra grein fyrir þeim. Svo flutti söngmálásíjóri drög að fjárhagsáætlun Kirkjukóra- sambands íslands fyrir næsta ár. Umsóknir höfðu borizt frá 35 kirkjukórum, og var það tillaga söngmálastjóra að allir þeir kór- ar fengju sem svaraði 8—9 mán- aða kennslu fyrir næstu áramót. Hefðu þá 54 kórar fengið nokkra kennslu á reikningsárinu, sam- tals í 14 mánuði. Tóku flestir fulltrúarnir til máls, um söngkennslu, sem vaf aðalmál fundarins, og lýstu ánægju sinni yfir- fengnum op- inberum styrk til þeirra mála, og þökkuðu formanni og stjórn- Frh. á bls. 12. Fóikið kýs forsetann — séra Bfarna Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.