Morgunblaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1952, Blaðsíða 1
Sl. árgangut 139. tbl. — Þriðjudagur 24. júní 1952. Prentsmiðja Mergunblaðsin*. oiitiskt ALÞÝSUFLOKKSMENN segja að framboð Ásgeirs Ásgeirs- sonar til forsetaembættis sé „ópólitískt“ og hann sjálfur „ópólitískur“!!! Af mörgum staðhæfingum AB-manna í þessari kosninga- baráttu er þessi einna ósvífn- ust og fjarlægust raunveru- leikanum. Þessi frambjóðandi hefur verið þingmaður í 29 ár, s. 1. 18 ár iyrir Alþýðu- flokkinn. Hann er enn þann dag í dag þingmaður hans. ííonurn dettur ekki í hug að segja af sér þingmennsku þótt hann hafi fcoðið sig fram til forsetastöð'u. Þrátt fyrir allt þetta iætur hann málgögn Alþýðufiokks- ins þrástagast á þeirri firru að framboð hans é gjörsam- lega „ópólitískt“ og sízt af öllu i nokkru sambandi við flokk þann, sem hann ennþá er þingmaður fyrifc! Á þessu er hamrað enda þótt vitað sé, að miðstjórn Alþýðuflokksins samþykkti framboð Ásgeirs Ásgeirssonar meðan ennþá stóðu yfir tilraunir til allsherj- arsamkomuíags um forseta- framboð. SLlK ÓHEILINÐI í málafylgju af hálfu frambjóðanda til æðsta embættis þjóðarinnar stýra engri gæfu. Þau eru eins greinileg vísbending um það og frekast verður á kos- ið, að um slíkan mann gæti aldrei skapast þjóðareining. Hann gæti aldrei laðað and- stæð öfl til samstarfs. í kring um hann gæti aldrei ríkt frið- ur. Xortryggni og ófriður hlyti að skapast um sæti hans. Það má aldrei henda að til slíkrar ógæfu dragi. Um for- setaembættið eiga ekki að leika ófriðareldar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur !agt liöfuð áherzlu á, að halda þessu eina sameiningartákni íslenzku þjóðarinnar utan og ofan við flokkadeilur og dæg- urþras. Þessvegna tók hann höndum saman við Framsókn- arflokkinn um framboð manns, sem öll þjóðin þekkir að hæfileikum til þess að vera mannasættir. Fylgi hans á djúpar rætur í öllum stéttum og stjórnmálaflokkum. Hann þarf hvergi að villa á sér heimildir. Honum er auðvelt að koma til dyranna eins og hann er klæddur, hreinn og beinrs, án tilrauna til póli- tískra sjónhverfinga. ÍSLENDINGAR HAFA NU að- eins 5 daga umhugsunarfrest þar til þeir ganga að kjörborði Og velja sér þjóðhöfðingja í almennum kosningum. Þetta er í fyrsta skipti, sem siík kosning fer fram. Á miklu vellur, hvernig þar tekst til. Þar eru þrír frambjóðendur í kjöri. Einn (þeirra, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup hefur gefið kost á sér vegna þess að víðtæk samtök þjóðar •hans kvöddu hann til þess, í því skyni að leysa mikinn vanda. Ilinir tveir eru fyrst og fremst í kjöri fyrir sjálfa sig. Á eðli þessara framboða er því mikill munur. Þessvegna mun þjóðin fylkja sér um framboð séra Bjarna Jónsson- ar. — Svikalæknir uppgötvaður í aeðveikrahæli í Danmörku \ Éinkaskeyti lil Mhl. frá Keuter-I\T!i KAUPMANNAHÖFN, 23. júní. — Uppvíst er nú orðið í Danmörku læknahneyksli eitt, sem geysimikla athygli og umtal hefur hvar- vetna vakið og menn eru alláhyggjufullir yfir að geti endurtekið sig, án þess að auðvelt sé að koma lögum yfir afbrotamanninn. EIMSKU ISIJOSIMAR4RETT■ ARHÖLDIIM HEFJAST AÐ UNGUR MAÐUR SKEMMXA SÉR Á geðveikrahæli Middelfart- bæjar höfðu læknarnir fyrir skömmu hendur í hári ungs manns, sem hafði sagzt v.era læknastúdent og unnið hafði á sjúkrahúsinu í þrjár vikur. Það var skrifstofa læknasambands- ins danska, sem hafði látið blekkjast og mælt með hinum unga manni til starfsins og hefur því mál þetta vakið svo mikla athygli, sem raun ber vitni, að sú mikilsvirta stofnun _skyldi óbeint auðvelda svikin. HLUPU í SKARÐIÐ Byrir nokkrum vikum lentu þrír læknar sjúkrahússins í bíl- slysi. YfirJæknirinn snéri sér þá til læknasambandsskrifstoíunnar og bað um læknishjálp á meðan þeir væru ófærir til vinnu. Tveir læknanemar voru þá sendir á vettvang og hófu þeir lækning- ar og sjúkrarannsóknir árla1 næsta morgun. | En svo bar við þremur vikum síðar, að E. Viþek Jensen, yfir- læknir geðveikrahælisins, fékk boð frá Kaupmannahöfn um að óþekktur maður hefði hringt til læknaskrifstofunnar og tilkynnt, að annar stúdentinn hefði aldrei næbri læknisfræði né sjúklingum komið. BARA XÓNLISXARMAÐUR! | Rannsókn leiddi í ljós, að sagt var rétt frá og stúdentinn hafði heldur ekki meðmæli frá lækna- félagi borgarinnar né Háskólan- um, sem hann hafði sagt. Hann hafði aldrei lesið læknisfræði, en verið við nám í París, ekki læknisfræðinám — heldur hljómlistarnám! ! Nú þegar allt er komið upp, virðist að svikin hafi verið augljós. „ÉG VISSI ÞAÐ ALLXAF!“ Yfirhjúkrunarkonan segir: „Ég vissi alltaf, að hann var ekki læknir. Hann var svo voðalega heimskur." Yfirlæknirinn hefur einnig skýrt svo frá, að skýrslur þær, sem „læknirinn“ hafi skrif- að, hafi verið mjög heimskuleg- ar og ekki borið vott um mikla þekkingu á greininni. En hvað um það, ef málið hefði ekki endað á þann hátt, að ókunnur maður kom öllu saman upp. Þá væri ungi stúdentinn vafalaust ennþá gð lækna geð- veika, — þrátt fyrir allan mennt- unarskort sinn. «>- Schlusnus látinn Berlín 23. iúní. — Hinn !ieimsfrægi þýzki óperu- söngvari Hein- rich ocnlusnus er látinn, <A ára að aldri. Um 30 ára skeið var hann einn heizti nöngvari Híkis óperunnar : Berlín, en þar lét hann af störf- um árið 1945. Síðan hefur hann aðallega ferðazt um landið og haldið hIjcþnleika. Schlusnus var velþekktur víðs vegar um heim, frá hljómleikaferðum sínum, en ennþá betur þó af söng sínum á plötur, er mjög eru leiknar. Hann hafði ljóðræna barytón- rödd og naut sín einkum við að syngja lög eftir Schubert, Brahms og Loewe. Þó að óperan væri heimkynni Schlusnus, var hann þó einn mesti ljóösöngvari (Lieden) Þjóð verja og það var hann, sem fyrst gerði mörg lög þeirra Schu- manns og Hugó Wolfs fræg. •—Reuter. liinknskeyti til Mhl. frá Router-ISTR LUNDÍINUM, 23. júní. — Rannsókn hefur nú aS nokkru farið fram í máli hins 24 ára gamla loftskeytamanns í brezka utanríkis- láðuneytinu, Martins Marshalls að nafni. Réttarhöldin hófust í l.ondon á laugardag. Hann var ákærður fyrir njósnir, har.dtekinn i skemmtigarði einum í Lundúnum, þar sem liann var að afhenda ritara rússneska sendiherrans, Pavel Kuznetzov, leyndarskjöl hin mestu. - Gg sprengjumar falla TÓKÍÓ, 23. júní: — Mesta Íofí árás, seni fram heínr farið í Kóreustríöinu var í aótl. 500 flugvélar S.þ. gerðu loftárás á orkuverin við Jalúána, en þau veita allri Norður-Kóreu raf- inagn og miklum hlut.i þunga- iðnaoart'miðianna í Mansjúríu að auki. Arásin stóð yfir í einn og hálfan ííma 'm afláts. Fimm stærstu stúðvarnar voru hæfðar og ein þeiira júfn uð að fullu við jörðu. Engin sprengjuflugvélin laskaðist, þrátt fyrir að 200 ruísneskra orrustuvéla stóðu á ilugvöllum í grennd, tilbúnar til flugs. Fimrnta flugsveitin ameríska tilkynnir, að Suridoorkuverið, sem veitir vopnasmiðjanum í Mukden orku, hafi vcrið eyði- lagt, svo og einnig fjórar minni aflsiöðvar í Norður-Kóieu. Júðum bætlur JERÚSALEM, 23. júní: — Utan- í-íkismálanefnd ísraelsþings hefur gert skaðabótakröfu a hendur þýzka lýðveldinu á grundvelli þýzkra tillagna. Á 12 arum skal Þýzkaland scnda ísra nsruönnum vörur fyrir 5 miijarða kióna. — Vörurnar eru bætur fyrir með- höndlun Hitlers á Júðunum og mönnum júðskrar ættar. — Öfga- í'lokkar til liægri og vinstri í Isrá- elsþingi eru þó á annarri skoðun pg vilja ekki semja á þessum grundvelli. — Reuter. Undirbmiingsnefndir Siálf <u stæðismanna í forseta- kosningunum um land allt Veifa hvers konar upplýsingar eg fyrirgreiðslu SJÁLFSXÆÐISMENN hafa nú kosninganefndir í hverju héraði landsins, sem hafa forgöngu um undirbúning forsetakjörsins. Þessar nefndir annast fyrirgreiðslu og undirbúning í hverju liéraði og er m. a. ætlað að hafa samband við trúnaðarmenn og nefndir í hverjum hreppi, sem beita sér fyrir kosningunum á kjördegi og hafa á hverjum stað samvinnu við aðrar héraðsnefndir og trúnaðarmenn, sem vinna að kosningu séra Bjarna Jónssonar. Kosninganefndir og forstöðumenn Sjálfstæðisflokksins í hverju liéraði eru eftirtaldir aðilar: REYKJAVÍK: « Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna.' HAFNARFJÖRÐUR: Bjarni Snæbjörnsson Jóhann Petersen Karl Auðunsson Frú Ragnheiður Magnúsdóttir Frú Soffía Sigurðardóttir. GULIiBRINGUSÝSLA: Guðm. Guðmundsson, Keflavík Alfreð Gíslason, Keflavík Karvel Ögmundsson, Njarðvíkum KJÓSARSÝSLA: Ólafur-Bjarnason, Brautarholti Jónas Magnússon, Stardal Gísli Andrésson, Hálsi Ásbjörn Sigurjónsson, Álafossi. Frh. á bls. 2. I Norðmenn á Græn- AALESUND, 23. júní: — Sunn- mærispósturinn skýrir svo frá að góður þorskafli hafi fangizt við Vestur-Grænland undam’ai ið.---- Eftir þeim upplýsingum, sem út- gerðarfyrirtækin hér haf i fengið af Grænlandsmiðum, þá er áætlað að hver bátur hafi aflað r.m 60— 70 lestir af saltfisk. Margir bát- arnir munu landa fyrsta aflanum í Færeyingahöfn í þessa.i viku. Norskt flutningaskip er á leið til Grænlands til þess að taka fisk og’ færa bátunum olíu og -alt. — NTB. ÞJÓNN RÚSSA Saksóknari ríkisins hélt fyrst- ur ræðu sína og ásakaði Marshall um njósnir í þágu Rússa. — Viðstaddir yfir heyrsluna' í dómsalnum var hinn aldraði faðir Marshalls sem er strætis- vagnstjóri að atvinnu, móðir hans og ung stúlka sem sagt er, að loft- skeytamaður- inn sé heitbundinn. Ákæran segir, að sannanir séu til fyrir því að hann hafi haft samband við Kuzenetzow þann 25. apríl í Kingston og 19. maí í Wimbeldon, og auk þess síðast 13. júní. í öll þrjú skiptin afhenti hann Rússanum mikilsverðar upplýs- ingar, sem mikill fengur var fyrir þá að hljóta. ÞEIM FJÖLGANDI FER Martin Marshall er fjórði sov- étnjósnarinn í Bretlandi, sem upp hefur komizt um. Hinir þrír voru atomnjósnarinn dr. Fuchs, Donn- ald MacLean og Guy Burgess, starfsmenn utanríkisráðuneylfis- ins og loks atomfræðingurinn dr. Bruno Walther, sem hvarf með undarlegum hætti inn fyrir járn- tjaldið hér á dögunum. Dómarinn þaulspurði Marshall um það, hve há laun hann hefði hlotið í utanríkisráðuneytinu og kom þá í ljós, að ríkið hafði greitt honurtt um 1500 krónur á mánuði og í banka átti hann 15 pund, hvað ekki er mikið fyrir mann á biðilsbuxunum. Gæti því fjár- þröng hafa rekið Marshall út í njósnir. BÁGAR HEIMILISÁSTÆÐUR Lögfræðingur Marshalls sagði að faðir hans væri sjúkur, for- eldrar hans væru fátækir og hann sjálfur miður sín af áhyggjum. Bað hann um að loftskeytamað- urinn fengi að ganga laus þar til dómur félli, en ekki var það veitt. Yfirvöldin safna nú í gríð og erg sönnunum gegn Marshall, en hann heldur því statt og stöðugt fram að hann sé sárasaklaus og neitar að viðurkenna eitt eða neitt. Baðstaður í ógöngum HÖFN — Heldur er dauft útlit- ið fyrir baðrekstur eigenda Bell- evue baðstaðarins í Kaupmanna- höfn. Þangað eru vanir að koma 1500 gestir daglega, en í mánuð hafa komið þangað 1500 gestir, aðeins. Danir tóku eina ráðið í sjónmáli og lokuðu staðnum til þess að forða gjaldþroti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.