Morgunblaðið - 12.07.1952, Side 11
Laugardagur 12. júlí 1952
MORGVNBLABIÐ
11 ’
Kanp>Sala
Minningarspjöld
dvalar'heimilis aldraðra sjómanna
fást á eftirtöldum stöðum í Rvik:
skrifstofu Sjómannadagsráðs, Gróf-
inni 1, sími 6710 gengið inn frá
Tryggvagötu); skrifstoíu Sjómanna-
félags Reykjavikur, Alþýðuhúsinu,
Hverfisgötu 8—10; Tóbaksverzlun-
inni Boston, Laugaveg 8; bókavcrzl-
uninni Fróða, Leifsgötu 4; verzlun-
inni Laugateigur, Laugateigi 41 og
Nesbúðiru|i, Nesveg 39. 1 Hafnar-
firði hjá V. Long.
Vinna
TAKIÐ EFTIR
Eldhússtúlka, helzt vön, óskast á
hótel úti á landi. Upplýsingar í
sima 6731 frá kl. 1.
Hreingerninga-
miðstöðin
Sími 6813. Ávallt vanir menn.
Fyrsta floklcs vinna.
Mafithías Þórðarson
ritsfiióri áttræður
I
a p a ð
BILTJAKKUR
tapaðist sunnudagskvöld á leið-
inni Reykjavík—Hveragerði, lík-
lega við Kolviðarhól, finnandi vin-
samlega beðinn að skila honum,
gegn fundarlaunum, til Jacobsen,
Grettisgötu 71.
SamftcoBKBur
Klrkja Krists
Guðsþjónusta verður haldin kl.
1.30 e.h. í kapellu Keflavíkurflug-
vallar af kirkju Krists. ■—• ATlir
velkomnir. — Séra Gene Wannan,
sími 4746. —
Tilkynning
Ferðir að Jaðri í sumar
Alla rúmhelga daga frá B. S. R.
kl. 1.40 og 6.15. — Frá Jaðri kl.
2.10 og 7.00. — Sunnudaga frá
B.S.R. kl. 2.00 og 6.15. — Frá
Jaðri kl. 2.30 og 7.00.
1. O. O. T.
Stúkan Framtíðin nr. 173
Stutt skemmtiferð á morgun kl
3 frá Lækjartorgi.
éiagslíl
Tilkynning frá FRÍ
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að aldursákvæði drengja
eru nú þannig:
Unglingar (19—20 ára)
Þyngd kaatáhalda sú sama og
hjá fullorðnum, að sleggja undan
skilinni, er skal vega 6 kg. — Hæð
grinda í 110 m. grindahlaupi sé
1.06 m.
Drengir (17—18 ára)
Þyngd kastáhalda sú sama og
verið hefur hjá drengjum, kúla
5.5 kg., kringla 1.5 kg., spjót 600
gr. og sleggja (ef notuð er) 6 kg.
Ilæð grinda í 110 m. grindahlaupi
91.4 cm.
Sveinar (14—16 ára)
Þyngd kastáhalda sú sama og
hjá konum: kúla 4 lcg., kringta
1 kg. Hæð grinda í 80 m. grinda
hlaupi 76.2 cm.
Aldurstakmörkin eru miðuð við
áramót, þannig að unglingar niega
keppa það ár, sem þeir verða 20
ára o. s .frv. — Heimilt er að
keppa í aldursflokki fyrir ofan
með sérstöku leyfi hlutaðcigandi
aérráðs eða FRl.
Drengjumeistaramót það, sem
auglýst hefur verið 15., 16. og 17
júlí n.k., á því að bera nafnið
Unglingameistaramót, 19--20 ára
en síðar í sumar (byrjun sépt.)
fer svo fram sérstakt meistaramót
fyrir drengi 17—18 ára, þar sem
kcppt verður með drengjaahöldum
'i ; Stjórn FRl
MATTHÍAS ÞÓRÐARSON *rit-
stjóri og skipstjóri er fæddur 1.
júli 1872 að Móum á Kjalarnesi,
og því nýlega áttræður. I-Iann á
að baki langt og dáðríkt starf,
og svo fjölbreytilegt, að það mun
aðeins kunnugt þeim, sem bezt
þekkja Matthías. Hér heima var
hann um langa hríð í hópi braut-
ryðjendanna og oft.í fararbroddi,
og hafði járn í mörgum eldum
samtímis. — Matthías var fyrst
skipstjóri 1892—1900. Leiðsögu-
maður við sjómælingar og fisk-
veiðigæzlu með dönsku varð-
skipunum við ísland 1900—1907.
Stofnaði ásamt fleiri félag til út-
gerðar togara 1907. Stofnaði fyrir
Conrad Lauritzen í Esbjerg út-
gerðarstöð í Sandgerði 1909. —
Varð síðar eigandi hennar og rak
hana nokkur ár.
Ferðaðist 1904—05 til Noregs '
til að kynnast fiskveiðum þar og j
félagsmálum fiskimanna. Þegar j
Matthías kom heim úr þeirri förj
stofnaði hann tímaritið Ægir, og
gaf það út á eigin kostnað til 1912,1
ð Fiskifélag íslands keypti ritið j
og tók að sér útgáfu þess. 1909
fór Matthías til Spánar og Ítalíu
til þess að kynna sér fisksölu.
Jafnframt vann Matthías ótrauð-
lega að félagsmálum hér heima
og tók þátt í stofnun Heilsuhæl-1
isins að Vífilsstöðum og mörgum
fleiri þjóðþrifamálum. Hann á-tti
og mestan þátt í stofnun Fiski-
félags Islands, og var fyrsti for-
seti þess, og síðan ráðunautur
erlendis. Matthías vann og ötul-
lega að stofnun Eimskipafélags
íslands, og var heilshugar um
það, að íslendingar ættu að
standa á eigin fótum og eignast
sín eigin skip.
Árið 1920 íerðaðist Matthías
um Mið- og Suður-Evrópu til að
kynnast síldarverzlun o. fl., og
1931 fór hann í sömu erindum til
Niðurlanda og Frakklands. Rit-
aði hann skýrslur um þessar
ferðir sínar og benti á margt
nýtt.
Síðan 1914 hefur Matthias ver-
ið búsettur erlendis, en jafnan
fylgzt prýðilegg með öllum ís-
lenzkum málum, einkum þeim,
er varða sjávarútveg og verzlun.
Þar hefur hann verið hinn ó-
þreytandi vökumaður. Þannig
var hann einn þeirra, er opna
vildi augu íslendinga og Dana
fyrir fiskauðlegðinni við strendur
Grænlands, og átti mikinn þátt
í stofnun félagsins Det nye Grön-
land og sat í stjórn þess frá 1928
til 1938. Sumarið 1937 fór Matt-
hías með fiskileiðangri í Davis-
sund, og skrifaði skýrslu um þá
íör fyrir stórblaðið Times, og
ýms önnur stórblöð í Evrópu og
Ameríku. Vakti skýrsla Matthí-
asar mikla eftirtekt, þótt minna
yrði úr framkvæmdum.
Tímaritið „Nordisk Havfiskeri
Tidsskrift“ gaf Matthías út 1926
til 1932, og bókina Havets Rig-
domme 1937, og Aarbog for Fisk-
eri heiur hann gefið út frá 1935.
Þá samdi Matthías og Síldarsögu
íslands, er kom út 1930. Mörg
fleiri rit hefur M. Þ. samið og
fjölda ritgerða í blöð og tímarit,
hérlendis og erlendis. Og enn sit-
ur hann hvern dag við skriftir
til þess að skrifa um gömul og
ný áhugamál, og gamlar minn-
ingar. Er Matthías í hópi okkar
beztu rithöfunda, því hann er
sannsýnn, góðgjarn og greindur
í bezta lagi. Verður hinu merka
og langa starfi hans ekki gerð
skil nema í langri tímaritsgrein.
Matthías var kvæntur Sigríði
Guðmundsdóttur frá Lambhúsum
á Akranesi, hinn ágætustu konu.
Eörn þeirra eru þessi: Ástþór,
verksmiðj.ueigandi í Vestmanna-
eyjum, kvæntur Sissi G. Johnsen;
Karitas, ókvænt; Friðrik fram-
kvæmdastjóri í Vestmannaeyjum,
kvæntur Margretu de Fontany;
Sverrir, framkvæmdastjóri á
Bíldudal, kvæntur Fjólu Snæ-
fcjörnsdóttur; Jarþrúður, kvænt
Lorenz stórkaupmanni í Khöfn,
og Guðríðut, kvænt Börge
ChrLstensen verkfræðingi við
danska flugliðið.
Matthías Þórðarson hefur ver-
ið mikill hamingjumaður í einka-
lífi sínu. Barnalán hans má telj-
ast frábært. Hann hefur líka
verið í hópi þeirra göfugmenna
sem hafa fórnað sér fyrir mál-
efni til almennings heilla og vel-
ferðar, án alls tillits til launa eða
heiðurs. — Góðvild og göfug-
mennska eru kynfylgjur Matt
híasar Þórðarsonar, og þann arf
hefur hann ávaxtað með þeirri
sæmd og prýði, að íáir munu
betur gera. Hann vill í hvívetna
láta gott af sér leiða, og er því
virtur af öllum sem þekkja hann,
og þeir eru margir, innlendir og
útlendir.
íslenzkir sjómenn og útvegs
menn standa þó í mestri þakkar-
kuld við Matthías Þórðarson.
Fyrir þá hefur hann unnið mikið
og langt vökumannsstarf. Nú
síðast með greinum sínurn um
'andhelgismálið. Fyrir þetta vilja
þeir þakka og senda hinum unga
áttræða og lífsreynda manni
hamingju- og blessunaróskir. —
Megi starf hans bera sem ríku-
legastan ávöxt fyrir alda og
óborna; og aðrir taka upp merk-
ið, er hans missir við. Það yrði
mesta gleði afmælisbarnsins átt-
ræða, því hann hefur lifað og
starfað með þeirri reglu, að al-
heimta ei daglaun að kveldi og
jafnan látið drjúgan skerf í fram-
tíðarsjóð.
Arngr. Fr. Bjarnason.
4ra manna
A
í góðu lagi til sölu. — Til
sýnis í Sörlaskjóli 32 eftir
hádegi í dag. Sími 81063.
* 1
BEZT ÁÐ ÁVGLÝSÁ
MORGVNBLÁÐINU
Flatningsmenn
óskast á togaranir KARLSEFNI.
Upplýsingar í síma 1686 eða 6333.
STATI
JEEP
T I L SÖLU
og sýnis á Grettisgötuj 3, frá.kl. 1—4 í dag.
Sími 80360.
‘T
Ég undirrituð sendi ykkur öllum innilegustu hjartans
þakkir fyrir það mikla vinarþel, er þið sýnduð mér með
heillaóskum, heimsóknum og gjöfum, í tilefni af 60 ára
afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll í nútíð og framtíð.
Guðný S. Guðmundsdóttir,
Bjargi, Bíldudal.
Ég þakka öllum þeim, er sýndu mér vinsemd og virð-
ingu á 60 ára afmælisdegi mínum og sérstaklega starfs-
fólki Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Þórarinn Árnason,
fiskimatsmaður.
Hæstiréttur Islanás
getar
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 36 frá 1945 um fram-
boð og kjör Forseta íslands, er svo ákveðið, að
kærur vegna kjörs Forseta Islands, sem fram fór
29. júní s.l., skuli fram bornar fyrir Hæstarétt
fyrir kl. 17, föstudaginn 18. júlí n.k.
Reykjavík, 11. júlí 1952.
Jón Ásbjörnsson.
Ilákon Guðmundsson.
Rafmagnstakmörkun
Álagstakmörkun dagana 12. júlí -
kl. 10,45 — 12,15.
18. jiilí frá
■ygsjjf
■ m *
Laugardag 12. júlí 1. hluti.
Sunnudag 13. júlí 2. hluti.
Mánudag 14. júlí 3. hluti.
Þriðjudag 15. júlí 4. hluti.
Miðvikudag 16. júlí 5. hluti.
Fimmtudag 17. júlí 1. hluti
Föstudag 18. júlí 2. hluti
Straumurinn verður rofinn skv. þessu, þegar og að
svo miklu leyti, sem þörf krefur.
SOGSVIRKJUNIN
Stúlka
óskast mánaðartíma.
GÍGJA BJÖRNSSON,
Sjafnargötu 4. — Sími 6142.
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, frá Fossi,
andaðist 10. júlí að heimili sínu, Bergþórugötu 29.
Jón Marteinssson,
börn og tengdabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
jálðarför
KONSTANTINS ERIKSSONAR.
Hállgríma Gísladóttir,
Hanna og Jón S. Helgason.