Morgunblaðið - 19.07.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1952, Blaðsíða 12
Ve$ur&!iS í cfsg: Kægviðri, skýjað. Úi'komu- laust. Of^UPKI: Yoík liltf' máSið Sjá bls. 7. . i 161. tiil. — Laugardagur 19. júlí 1952. sMiHieiieiS: © ^ Vann Akranes í úrslilaleiknum 1:0 5400 ÁHORFENDUR sáu KR vinna Akranes í úrslitaleiknum í Islandsmeistaramótinu, sem fram fór á íþróttavellinum í gærkveldi með einu marki gegn engu. — Þetta voru óvænt úrslit, en þegar í upphafi var sýnt að KR-ingar voru mun betri en búist var við, og þeir voru vel að sigrinum komnir, þótt leikurinn væri mjög jafn og hamingjuhjólið hefði alveg eins getað snúizt Akurnesingum í vil. í fyrri nálfleik náði hvorugt liðið að skora, en Akurnesingar áttu þá fleiri markmöguleika. Eína markið í leiknum kom á 12. mínútu annars hálfleiks. Sig- urður Bergsson, vinstri útherji lagði knöttinn fyrir Hörð Óskars son, miðframherja, sem sendi hann í netið af stuttu færi, KR- ingarnir efldust fyrst við mark- ið, en síðar voru Akurnesingar í mun meiri sókn, þó KR-liðið gerði skörp upphlaup við og við. Vörn KR var mjög sterk í þess- um leik og var þeim mikil stoð að því að nú lék Bergur Bergsson með þeim í markinu, en hann er skipverji á Gullfossi og í knatt- spyrnuliði skipsins. ÍSLANDSMEISTARl I 14. SINN Að leiknum loknum afhenti Jón Sigurðsson, formaður KSÍ, sigurvegurunum Islandsbikarinn, en þetta er í 14. sinn, sem KR 'vinnur bikarinn. Fram hefir unn ið hann 13 sinnum, Valur 11 sinn- ! um og Víkingur og Akraness einu sinni hvort félag. | íslandsmeistarar KR eru: Berg ur Bergsson, Hreiðar Ársælsson, Guðbjörn Jónsson, Hörður Felix- son, Steinn Steinsson, Steinar Þorsteinsson, Ari Gíslason, Þor- björn Guðmundsson, Hörður Ósk arsson, Gunnar Guðmannsson og Sigurður Bergsson. Þcssa mynd íák Ragnar Vignir af ílaki Laxioss dag. Masirið var þaff eina sem af skipinu sást. a KiippsviA í gær- iifffiis af Laifossi fievf! SIGLUFIRCL 18. júlí. — Þennan sólarhring hefur lítil síldveiði verið, en þau skip, sem fengið hafa síld, en hún fer nú öll til söltunar, •vora' á Grímseyj arsundi. Þessi skip voru með 100 tunn- ur og þar yfii*: Fanney 175, Víðir 'SU 200, JSæfari KE 250, Atli; Marz, Dagur, Vöggur og Særún með 9O0 turur hvert. Þá var Gunnbjörn, Björgvin EA, Fagri- klettur og Runólíur með 100 tunnur bvert og Flosi var með 150 tunnur. I gær var búið að salta hér á Siglufiiði 5195 tunnur síldar. fréttlr í gærkveMi köstuðu nokkur skip á Grímseyjarsundi, en ’aust fvrir kl. 11, höfðu ekki borizt fregnir um hver árangurinn haíi orðið. — Veður var gott á mið- nnum. Solfkeppnin á Akureyri !í AKUREYRI, 18. júlí: — Meistara keppnin í golfi hófst á Akureyri í dag kl. 17. Leiknar voru 18 hol- ur. Beztum árangri náði Birgir Sigurðsson, Akureyri, 76 högg, Hörður Svanbergsson og Jón Egilsson, Akureyri, 83 högg, Sig- tryggur Júlíusson, Ak., 84 högg, Sveinn Ársælsson, Vestmanna- eyjum, 85 högg, Halldór Magnús son, Rvík og Jakob Gíslason, Ak.,! 86 högg, Hermann Ingimarssony Jóhann Þorkelsson, Ak., og Þor- vaidur Ásgeirsson, Rvík, 88 högg.' Þátttakendur eru 24. Á morg-j un verða leiknar 18 holur, en á | sunnudag 36 holur og lýkurj kepninni þá um kvöldið. s?- hóisvík í decj í DAG kl. 15 hefst innanfélags- mót Róðrarfélags Reykjavikur í Nauthóisvík og fer fyrst fram keppni um róðrarbikar Rf.R. og taka þátt i henni áhafnir frá róðrardeild Ármanns og Rf.R. Er þetta í annað sinn, sem keppt er um bikar þennan en handhafi hans er Rf.R. Siðan fara fram keppnir meðal félaga úr Rf.R. og má búast við 3 til 4 áhöfnum í þá keppni. Að lokum verður svo hinn nýi kappróðrarbátur Rf.R. skírður með viðhöfn og síðan mun 1. fl. úr Rf.R. fara í sýningarferð í bátnum, ef veður leyfir. Bátur þessi er af svokallaðri ytrigerð og er fyrir fjóra ræðara auk stýrimanns. Er þetta fyrsti bátur sinnar tegundar hér á iand;. Báturinn var í vor keyptur frá Þýzkalandi og hefur reynzt vel. Starfsemi Rf.R. hefur verjð mikil á árinu og hefur félagið m. a. æft innanhúss í vetur í róðrarvélum. Að róa í þeim e;: mjög líkt og róa í bát. Útiæfingar hófust svo strax í vor um leið og veður leyfði og starfsemin geng ið að óskum. Fólk ætti að leggja leið sína í Nauthólsvíkina í dag og fylgj- ast með spennandi keppni. ÞREM fimmtu hlutum af flaki Laxíoss heíur nú verið bjargað af strandstaðnum á Kjalarnestöngum og var í gær dregið inn á Kleppsvík. Næstu daga verður að því unnið að koma flakinu upp í fjöru. Menn eru vongóðir um að hir.um hluta flakksins verði auð- veit að bjarga. FLAUT UPP í FYRRINÓTT ^--------------------------------- Sem kunnugt er af fréttum, hefur vélsmiðjan Keilir unnið að björgun flaksins og keypti vél- smiðján í því skyni burðarmikla loftbelgi. Á þeim tókst í fyrri- nótt að lyfta flakinu upp. Vél- bátur dró það síðan áleiðis inn J að Geigjutanga við Kleppsvík, en þar er vélsmiðja Keilis. Wigr@iða íí Skélholtshátí V * EINS og undanfarin ár verður Þorláksmessa haldin hátíðleg í Skálholti að þessu sinni og fer hátíðin fram á sunnudaginn kem- ur, en að þessu sinni ber Þorláks- messu, 20. júlí, upp á sunnudag. Þessar Skálholts-hátíðir hafa ver ið mikilvægur þáítur í þeirri vakningu, sem hafin er um end- urreisn hins niðurnídda staðar. Fjölmenni hefur að jafnaði sótt staðinn heim þennan dag og hafa menn notið dagsins hið bezta í hinu fagra og minningaríka um- hverfi. En jafnframt hafa hátíð- argestirnir, eins og aðrir, sem koma i Skálholt, séð með eigin augum hina hörmulegu og smán- arlegu niðurlægingu þessa þjóð- arhelgidóms og fundið. hve nauð- synlegt er, að allir góðir menn taki höndum saman um að raða bót á því. HATIÐAHÖLDIN Hátíðin á sunnudaginn hefst kl. 1 e. h. með því að LúðrasVeit Keykjavikur leikur. Þá verður guðsþjónusta. Biskupinn þjonar fyrir altari en séra Hálfdán prófastur Helgason prédikar. Að messu lokinni verður hlé og gefst mönnum þá tækifæri íil þess að skoða sig um. Síðan verð- ur útisamkoma, lúðrasveitin leik- ur, Lúðvig Guðmundsson skóla- stjóri flytur ræðu og sýndur verð ur sjónleikaþáttur eftir séra Jakob Jónsson. Koma þar fram tveir hinna fornu Skálholts- biskupa og ræðast við og fleiri óvænta gesti og umræður mun bera þar fyrir augu og eyru. Leikinn annast leikendur úr Hveragerði undir umsjón frú Magneu .Tóhannesdóttur. AHs konar veitingar verða á staðnum. Ferðir úr Reykjavík verða frá Ferðaskrifstofunni. Þess er að geta, að nú er hafin fornleifarannsókn í kirkjugrunn inum forna. Rannsókninni er að vísu skammt komið enn, en marga mun fýsa að sjá það, sem hún hefur þegar leitt í ijós. — Sunnudagurinn kemur er dagur Skálholts. TOK NIÐRI Er komið ve- á ut='r're’-ða Kleppsvík, tók flakið niðri. Svo þungt var það í sjónum að stjórn pallurinn kom ekki upp úr, held- ur maraði í vatnsskorpunni. — Eina. sem gaf til kynna að skips- fiakið værí b»rna voru belgirnir og afturmastrið. 300 TONN Nokkru eftir að flakið kenndi grunns, var kafari sendur niður. Mun hann eiga að stytta í vír- unum úr flotbelgjunum í flakið. Belgirnir voru um 25 að tölu og var giskað á að þyngd flaksins væri um 300 tonn. Er vonast til að eítir fáeinr daga verði flakið komið upn 5 fíöru og byrjað að taka úr þv: vélina. VF^UR FÆGT 4*1 SFTJA ÞAD SAMAN Framhhiti skipsins, bað brotr.aði *'étt framan v;ð ’ostina. mun ekki verða nærri bví eins °rfit að fást við Ekki er ó<?«nni- 1o"t. talið, pð of björeun flaksíns tekst alveg, þá megi setja skipið saman. SA ATBURÐUR gerðist fimmtu- daginn 10. júlí s. 1. á Eddubæ jvið Elliðaár, að kötturinn á bæn- um réði niðurlögum minks, sem (var að laumast að andarungum þar í túnjaðrinum. Urðu hörð átök milli kisu og minksins, sem lauk með lífláti hins síðarnefnda. 12 ára gömul telpa, Edda Emilsdóttir, sem þarna á heima, kom og skýrði blaðinu frá þessu i gær. Horfði hún ásamt móður sinni á viðureign kisu og minks- ins. Edda segist oft hafa séð minnka þarna við Elliðaárnar og einu sinni hafi þeir komizt inn í hænsnahúsið heima hjá henni og drepið þar nokkrar hænur. Þýzkur iopri kemur iiiei iáfiiin skipverja PATREKSFIRÐI, 13. júlí — Um klukkan fjögur í dag, kom hing- að inn þýzki togarinn Eberling frá Bremerhaven, með fyrsta yélstjóra skipsins örendan. Vélstjórinn hafði verið við vinnu sína, er hann hné niður og var örendur er skipsmenn komu að honum. Hann lézt af hjarta- slagi. Þegar þetta gerðist var togar- inn að veiðum í Víkurál djúpt út af Patreksfirði. Lík vélstjórans var flutt í lík- hús sjúkrahússins en þar verður það geymt unz togarinn hefur lokið veiðiförinni og siglir heim til Þýzkalands, en þá mun hann koma hér við og taka líkið. —G. Brezkur iogari dreg- ur véfbát lil hafnar KLUKKAN 6 í fyrrakvöld kom brezki togarinn Redsword á ytri höfnina í Keflavík með vélbát- inn Svavar RE, 12 rúml., í eftir- dragi. Hafði togarinn komiS bátnum til hjálpar er vélbilun hafði orðið 35 sjóm. suður af Öndvei'ðarnesi. — Var togarinn á leið heim til Bretlands að lok- inni veiðiför. Þessi björgun báts- ins tafði togarann um nokkrar klukkustundir. Veður var hag- stætt. Er sklpstjórinn á Redsword var að því spurður hvort hann gerði. kröfu til björgunarlauna, sagðist hann ekki myndi gera þær og á ytri höfninni tók hafnarvörður- inn í Keflavík við bátnum og dró að bryggju. Þyriiffuga á íþróila- ISAFIRÐI, 18. júlí: — Laust eftir klukkan níu í morgun flaug hér yfir bæinn þyrilfluga og settist hún á íþróttavellinum. Margt maflna skoðaði fluguna meðan lrún hafði hér viðdvöl fram undir hádegi. Undanfarið hafa staðið yfir at- huganir á vegum ameríska varn- arliðsins, á því hvaða staðir séu vel til þess fallnir að koma upp ratsjám í sambandi við varnir landsins. Hafa þessar athuganir verið gerðar allvíða ög sérfræð- ingarnir nota þessa þyrilvængju, en hún hefur bækistöð á skipi úr flota Bandaríkjanna en það hef- ur undanfarið verið á ferð fyrir Norðurlandi og er nú komið hing að til Vestfjarða. Er þyrilflugan hóf sig til flugs af íþróttavellinum var mikill mannfjöldí sainan kominn til að sjá þetta undratæki. — j. . , Schachi fil fran TEHERAN 17. júlí: — Forsætis- ráðherrann,, dr. Mossadegh hefur boðið hinum heimskunna þýzk.r fjármálasnillingi dr. Hjalmar Schacht til Teheran og hinn gamli ráðunautur Hitlers hefur, lofað að líta þar við og aðstoða stjórnina við lausn þeirra miklu. efnahagsvandamála, er landið herja. Blöð í íran herma, að Mossa- degh hafi fengið samþykki þings ins til komu Schachts og muni hann væntanlegur til landsins innan skamms. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.