Morgunblaðið - 19.07.1952, Blaðsíða 10
10
MORGUflBLAÐtm ^
Laugardagur 19. júlí 1952
(
Smósaga dagsins:
IVAN Vassiljevitsj og Anna
Aleksandrovna höfðu orðið ást-
fangin.
Hvorugt þeirra vissi hvernig
það hafði gerst. Þau voru bæðí
ungkommúnistar, gengu á sama
kvöldskólar.n, lásu rit eftir Karl
Marx og unnu í sömu verk-
smiðjunni. Þegar þau hittust á
göngunum eða á leiðinni frá
vinnu roðnuðu þau bæði og litu
niður fyrir sig.
-— Undarlegt! hugsaði Ivan
Vassiijevitsi. Af hverju er þetta
svona? Karl Marx hefur þó
kennt oklcur að allar slíkar til-
finningar séu af efnislegum rót-
um runr.ar. Hvernig stendur á
því, að ég verð glaður og hress í
hvert skipti sem ég hitti Önnu
Aleksandrovnu? Ég er ekki að
hugsa um neitt efniskennt, þeg-
ar ég sé hana. Ég á ekkert, og hún
á heldur ekkert, og ég hugsa
aldrei um peninga. Mér þykir
bara svona vænt um hana siálfa.
— Undarlegt! hugsaði Anna
Aleksandrovna. Enginn hjá okk-
ur klappar ákafar en ég, þegar
áróðursmennirnir eru að rífa nið-
ur borgaralegan hugsunarhátt
viðvíkjandi sambandi manns og
konu. En eftir að ég kynntist
Ivan Vassiljevitsj huesa ég að-
eins um hjónaband. Ég þrái og
dreymi um heimili, og þó að ég
viti að hann hatar eignaréttinn,
er ég samt farin að sauma í búið.
En bvltingin og allt sem hsnni
fylgdi. hefur hert fólk, bað talar
*»kki um tilfinningar sínar. Það
lá við að Ivan skammaðist sín,
begar hann fann að hann elskaði
Önnu. í huga hans var hún fögur
og saklaus og hann þorði varla
að nálgast hana. Hann hafði séð
aðra verkamenn ganga beint íil
þeirra stúlkna, sem þeir höfðu
hug á. og spyrja þær blátt áfram
að því, hvort þau ættu ekki að
flytia saman; eða fara á hióna-
bandsskrifstofuna næsta frídag.
SHkt gæti hann aldrei sagt við
Önnu Aleksandrovnu.
Þau hittust oft og heilsuðu
hvort öðru eiy.s og áður: „Gott
kvöld, félagi!“ eða: „Hvernig
líður þér, félagi?“ En annars töl-
uðu þau lítið saman.
Kvöld eitt áttu að vera sér-
stæðar umræður í félaginu. Fé-
lagarnir skyldu draga númer og
þeir tveir, er hlutu sama númer,
áttu að sitja saman og skiptast á
skoðunum um eitthvért ákveðið
efni.
Ivan og Anna urðu saman eitt
kvöldið. Þau settust við borð'úti
við dyrnar. Bæði voru feimin.
„Hvað eigum við að tala um,
félagi Aleksandrovna?“ spurði
Ivan.
„Um alla heima og geima, fé-
lagi Vassiljevitsj“, svaraði Anna.
„Á ég að lesa eitthvað eftir
Karl Marx eða Lenin, sem við
getum svo rætt um á eftir?“
Ivan tók fram hina stóru ævi-
sögu Karl Marx eftir Þjóðverj-
ann Frantz Mehring, og hvort
sem það var nú íilviljun eða
ekki, þá varð fyrst fyrir honum
frásögnin um æskuást Marx.
Hann las hana til enda. Anna
þorði varla að draga andann;-
hún hallaði sér fram á borðið og
hlustaði á lesturinn. Hann var
um ást Karl Marx til hinnar ríkuj
aðalungfrúar, Jenny von Wesi-
falen, hvernig þau leyndu ást-
um sínum, og hvernig Jenny var
honum trú á meðan hann var að
ljúka doktorsprófinu og sagði j
ættingjum sínum, að hún værþ
trúlofuð hinum fátæka doktor.
Svo kom frásögnin um óham-
ingju hinna ungu elskenda.
Þegar Ivan hafði lokið lestr-
inum sátu þau þögul nokkra
stund.
„Getur þetta verið satt?“ Þetta
kom cir.s og stuna. „Lestu aftur
siðustu línurnar, félagi Vassilje-
vitsj“.
Ivan las það orðrétt: „Sjaldan
er getið um fegurri og hreinni
ást en ást þeirra Jer.ny von
Westfalen og doktor Karl Marx“.
„En hvernig getur kommúnisti
skrifað svona?“ spurði Anna.
„Eða er þá — er þá ekki ástin —
borgaraleg f jarstæða?“
„Það hélt ég“, sagði Ivan, „en
kannske er því ekki þannig far-
ið“.
„Nei, kannske er því ekki
þannig farið“, tók Anna upp eft-
ir honum og rödd hennar skalf af
gleði. Hún leit á Ivan, horfði á
hann nokkur augnablik, en hann
skildi hana. Hann þrýsti hönd
hennar undir borðinu, svo að hin
ir félagarnir sæju bað ekki.
Þrátt fyrir kenningu þeirra
Marx og Lenins vaknaði Ivan
jnorgunin eftir ákaflega ham-
ingjusamur. Og .Anna lá hálfsof-
andi alla nóttina og brosti við
draumum sínum og breiddi út
faðminn, eins og hún ætlaði að
j faðma einhvern að,sér.
I Ivan var 21 árs gamall og vann
á verkstæði. Anna var smátelpa
þegar byltingin brauzt út, og nú
vann hún við vefstól á annarri
hæð verksmiðjuhússins.
Stundum fékk hann tækifæri
til að ganga Upp í salinn, þar sem
vefstólarnir voru, Við dyrnar
var dimmur krókur. Þar stóð
hann oft og horfði á Önnu, með-
an hún var að vinna. Sólargeisl-
arnir flæddu eins og bráðið gull
inn um óhreinar gluggaráðurnar
og ljómuðu andlit héhnar. —
Hvað skyldi hún nú vera að
hugsa um? hugsaði hann með sér,
þegar hann stóð þarna. Hann sá
andlit hennar fyrir sér það sem
eftir var dagsins, þar sem bað
var uppljómað af sólargeislun-
um. '
Anna sá Iván á’ 'hverjum
morgni þegar hann var á leið í
vinnuna, -og hún var nð hugsa
um hann allan daginn. — Fötin
hans voru orðin slitin, hugsaði
hún og háu stígvélin hans eru
ekki mátuleg handa honum. Og
meðan hún var að laga til í vef-
stóinum gat hún ekki annað on
verið að hugsa um fötin hans og
þessi allt of stóru stígvél.
Þegar bau gengu samhliða í
stóru . kröfugöngunni á hátíðis-
dögum, fannst þeim að hljóm-
sveitin væri eingöngu að spila
fyrir þau ein. Nöfn þeirra voru
nefnd í ræðunum og vindurinn,
§
sem þandi hina rauðu íána, var
að segja þeim frá hinni ungu ást
þeirra. Einn dag, þegar allir áttu
frí, fóru þau langt út í sveiíina
fyrir austan Moskvu. Unga fólkið
sveimáði um hina miklu skóga
og baðaði sig í ánum, sem runnu
Ivgnar og djúpar milli trjánna.
Þau gengu á sundfötum í hitan-
um og þegar komið var út í skóg-
inn, voru þau frjáls eins og
íuglarnir.
Þannig gerðist það eitt sinn er
Ivan kom út úr skóginum og
ætlaði að taka sér bað í ánni, að
hann sé livar Anna- sat alein í
mjúkum sandinúm á fljótsbakk-
anum. Hún sneri baki við hon-
um, hárið var bundið uþp í
hnakkanum, hálsinn og hand-
leggirnir voru naktir og hún var
að leika sér að því að iáta hvítan
sandinn renna gegnum greipar
sér. Hann roðnaði, en gekk strax
til hennar og settist hjá henni.
..Þii hræddir mig, félagi Vass-
iljevitsj“, sagði hún. Hún sneri
sér að honum og brosti.
„Ég er farinn að linast í trúnni
á bvltinguna“, sagði Ivan.
„Hvað? Trúirðu ekki lengur á
byltinguna?“ spurði Anna og rak
upp stór augu.
„Nei, og það er þér að kenna“.
sagði Ivan. „Áður hélt ég að ást-
in væri ekkert annað en borgara-
leg leif, sem væri ■ ekki sæmandi
sönnum öreigum, en nú verð ég
alveg frá mér af ást í hvert skipti,
sem ég sé þig. Áður hæddist ég
að hjónabandinu og trúði á
frjálsar ástir, og nú óska ég
einskis heitara en að giftast þér.
Eg er ekki lengur sammála Marx
og Lenin í þessu efni, og það-ein-
lcennilegasta er, að það vekur
hjá mér innilega gléði".
..Svona er það líka með mig,
félagi Vassiljevitsj", sagði Anna.
„Ef til vill hefur þessum miklu
mönnum skjátlast á þessu sviði“,
bætti hún við.
„Ég hallast helzt að því“, svar-
sé ekki þannig varið. get ég ekk-
aði hann. „Og jafnvel þótt því
ert að því gert að mér þykir
vænt um þig“.
Þau sátu á árbakaknum þang-
að til seint um kvöldið, og hvorki
Marx né Lenin voru lengur
nefndir á nafn. Og þegar varir
þeirra mættust, voru þau að
hugsa um allt annað en stjórn-
málastefnur.
Er þau gengu heim til borgar-
innar, hlógu þau af gleði og ham-
ingju og fannst húsaraðirnar
brosa við sér. Þau voru strax
farin að hugsa um litla, fátæk-
lega heimilið, sem þau ætluðu að
stofna í þessari borg.......
eftir Grimmsbræður
. 10.
Ánægði Jón reikaði nú víða um og gaf gullið á báðar hend-
ur, alveg eins og hann hafðt gert í fyrra skiptið. Og svo kom
að því, að hann átti ekki eftir nema íáa skildinga. Þá kom
hann að gistihúsi nokkru.
„Það er langbezt, að ég kaupi mér eitthvað fyrir þá’1,
hugsaði hann með sér. Svo pantaði hann sér vín fyrir þrjá
skildinga og brauð fyrir einn. En þegar hann var að gæða
só.r á þessu, barst að vitum hans ilmandi steikaralykt. Hann
læddist nú að' ofninum og leit inn í hann. Var þá verið að
steikja tvær vænar gæsir. — Mundi hann þá allt í einu eftir
því, sem félagi hans hafði sagt honum, að hann gæti óskað
sér hvað sem væri í skjóðuna. „Það er þá bezt að ég reyni
að fá gæsirnar í skjóðuna. Hann stóð svo upp og gekk út á
hlað. Svo sagði hann við sjálfan sig:
verður cngin vinna framkvænid hjá mcr
dagana 19. júlí—2. ágúst.
Runólfur Jónsson, vatnsvirki,
Bollagötu 2.
LÉTTIÐ YÐUR BAKSTURINN -
OG NOTIÐ ROYAL LYFTIDUFT
SUKKULAÐI BOLLUR
Uppskrift:
100 gr. hveiti.
20 gr. kakó.
2 tsk. Royal lyftiduft.
Örlítið salt.
70 gr. smjör.
70 gr. sykur
2 egg.
6 tesk. heit mjplk.
Nokkrir dropar vanilla.
ROYAL
Smyrjið 12 lítil kökumót. Sáldrið
saman hveiti, kakói, lyftidufti og
salti. Hrærið saman smjör og
sykur, eggjunum bætt þar út í.
‘Þurefnunum hrært þar í ásamt
mjólkinni og síðast dropunúm.
Bakið í litlum mótum í 15—20
mín. Þegar kökurnar eru kaldar,
er skorið ofan af þeim og sulta
og 'jórai látinn á
þær. Það sem
skorið er ofan af
■ er skorið í tvent
, og því stungið of
an í rjómann,
.þannig að hlið-
arnar snúi upp.
tryggir yður öruggan balcstur
— Morgunblaðið með morgunkaffinu