Morgunblaðið - 31.07.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1952, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimrntudagur 31. júlí 1952 ] Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson. iUtatjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrfdinnj Lesbók: Arnl óla, sími 8041. Auglýsingar: Arni GarCar Kriittoaso*. Ritstjórn, auglýsingar og afgrel6ala: Auaturstræti 8. — Sími 1600. JUkriftargjald kr. 20.00 á mánuSi, innanland*. f lauaaaölu 1 krónu eintaki*. Háttsettur hershofðín Koma verður í veg fyrir atvinnuleysi ÞÝÐINGARMESTA efnahags- vandamál sérhverrar þjóðar er að sjá þegnum sínum fyrir arðvæn- legri atvinnu. Er það hvort tveggja í senn hagur heildarinn- ar og einstaklinga, sem krefst þess að einskis sé látið ófreistað til að forðast atvinnuleysi. Þess vegna er sérstök ástæða til að fagna því, að sett skuli hafa ver- ið á laggirnar nefnd, er gera skuli tillögur um það á hvern hátt ciraga megi úr eða koma í veg fyrir árstíðaatvinnuleysi, sem ætíð hefur nokkuð gert vart við sig hérlendis. Árstíðaatvinnuleysi sprettur af því, að margvísleg verk er ódýr- ara og hagkvæmara að vinna á einni árstíð en annarri, og kepp- ast menn þá við að ljúka verk- unum, áður en veður taka að breytast, stundum svo að veru- legur skortur hefur verið á verk- færum mönnum. Á öðrum árstím- um er óhagkvæmt að vinna verk- in, og kippa þá allir að sér hendi og bíða batnandi veðráttu. Á þeim tímum getur orðið tilfinn- anlegt atvinnuleysi. Ef nú lögmál verðmyndunar á frjálsum markaði væri gildandi á vinnumarkaðinum, myndi eft- irspurnin eftir vinnuafli leiða íil mismunandi hárra launagreiðslna á mismunandi árstímum, þar sem framboðið, verkfærir menn, er nokkurn veginn ákveðin stærð. Þannig mundu laun hækka, þeg- ar mikil eftirspurn væri eftir vinnuafli, en lækka aftur, þegar drægi úr eftirspurninni. Ekki skal hér lagt til, að horf- ið verði að því ráði að afnema samningsgerðir stéttafélaga, enda nauðsyn þeirra löngu viðurkennd. Slík ráðstöfun væri vissulega spor aftur á við, sem öllum yrði til tjóns. Hins vegar er ekki úr vegi að hugleiða, hvort ekki megi við samningsgerðir milli laun- þega og atvinnuveitenda ráða nokkra bót á árstíðaatvinnu- Ieysi einmitt með misháum launagreiðslum, hannig að bærri laun væru greidd þann tíma ársins, sem mestrar at- vinnu má vænta. Slík ráðstöfun mundi t. d. leiða til þess, að maður, sem þyrfti að láta vinna ákveðið verk, sem heppilegra væri að vinna á þeim tíma, þegar atvinna er mest, mundi íhuga, hvort ekki gæti verið eins hagkvæmt að geyma framkvæmd þess, þar til launa- greiðslur lækkuðu, en öllu frem- ur mundi hagkvæmnin þó lýsa sér í því, að þeir, sem hefðu með höndum starfsemi, sem sama væri, hvenær væri framkvæmd, mundu leggja megináherzluna á framkvæmdir þann tíma, er laun- in væru lægri. Enginn má skilja þessar hug- renningar svo, að með þeim sé lagt til, að laun verði lækkuð, ef atvinnuleysis tekur að gæta þar til næg eftirspurn verður eftir öllu vinnuafli. Með þeim er ekki einu sinni lagt til, að þau verði lægri en þau nú eru á þeim tím- úm, er þau væru lægst. Enginn Slíkur dómur felst í þessum orð- íim, enda er það samninganefnda að kveða hann upp. Hér er því aðeins um að ■ ræða ábendingu íil þeirra, er nú fjalla um þessi vandamál og vel virðist þess virði, að henni sé gáumur gefinn, því að framkvæmd hennar gæti leitt til fyllri nýtingar vinnu- aflsins alþjóð íil heilla. I Þau úrræði, sem hingað til hafa verið nefnd, eru og góðra j gjalda verð, en þau eru fyrst og fremst fólgin í því, að bæjar- j félög og ríki fresti framkvæmd- I um, þegar næg atvinna er, en auki þær á atvinnuleysitímum. Að svo miklu leyti, sem slíkar ráðstafanir geta nægt, ber að gera þær, en hætt er við, að þær verði aldrei nægilega áhrifarík- j ar í landi þar sem veður eru jafn válynd og hér. En sá hátt-1 ur, sem hér hefur verið bent á, j mundi samfara slíkum opinber- ( um ráðstöfunum geta leyst þenn- an mikla vanda. Nú kann að vera, að einhverj- ir svartsýnismenn haldi því fram, að árstíðaatvinnuleysið sé ekki meginvandamálið, heldur I megi búast við takmarkaðri at-1 ! vinnu allan ársins hring. Þessi j skoðun mundi byggjast á því, að atvinnuleysi var óvenjulega mik- | ið s. 1. vetur, og erfiðlega hefur gengið að sjá öllum fyrir hæfi- legri vinnu allt fram á þennan dag. Vissulega er því full ástæða til að gera sér grein fyrir því, hvort óttast þurfi varanlegt at- vinnuleysi og orsökum þeirrar atvinnutregðu, sem undanfarið hefur gætt. | íslendingar hafa um tvo ára- tugi búið við haftabúskap. í skjóli haftanna hafa risið upp nýjar atvinnugreinar, sumar að vísu nýtar, en aðrar miður. Þeg- ar því linað var á verzlunarfjötr- unum, hlaut af því að leiða sam- drátt í þeim iðnaði, sem ekki I varð samkeppnisfær með þeirri vernd einni, sem tollar og báta- gjaldeyrir veittu. Vegna nægilegs framboðs af ýmsum efnivörum, hlaut og að reka að því, að ýms- ir tækju að framleiða sjálfir I hluti til eigin nota, sem áður' voru framleiddir á verkstæðum og verksmiðjum. Þannig kaupir! t. d. efnalítil húsmóðir efni í | eigin fatnað og barna sinna og framleiðir hann sjálf í stað þess að kaupa hann tilbúinn á þre- földu verði. I í þessu tilfelli verður þjóð- arauðurinn hinn sami, en vinnuaflið flytzt frá þeim, er atvinnu höfðu af fatnaðar- framleiðslu inn á heimiiin. Mergurinn málsins er sá, að mikið vöruframboð og sam- keppni er fyrst og fremst neyt endum í hag, þótt svo ein- kennilega bregði við, að þeir, sem þykjast fyrst og fremst málsvarar neytenda, berjast gegn írjálsum verzlunarhátt- um. Hitt er svo augljóst, að af inn- flutningsaukningunni hlaut að leiða tilfærsla vinnuaílsins úr þeim atvinnugreinum, sem enga samkeppni gátu þolað og til þeirra, sem arðvænlegri voru. ‘ Slik tilfærsla tekur alltaf nokk- urn tíma, en hún á að verða öll- j um í hag, er frá líður, þótt hún kunni að vera þungbær nokkurt skeið, og þegar hún er um garð ( gengin þarf ekki að efa, að nægir atvinnumöguleikar eru fyrir alla verkfæra menn. VIÐ hátíð Frunze-herskólans í Moskva í sumar hélt rússneski herráðsforinginn Shtemenko langa ræðp, sem meðal annars fjallaði um stofnun Evrópuhers- ins og Atlantshaísbandalagið. Venjulega hefur öllu varðandi Frunze herskólann verið haldið stranglega leýndu, en svo und- arlega bregður við, að rússneska upplýsingaþjónustan hefur birt þessa ræðu og jafnvel sent hana til annarra landa. Slíkt virðisí frekar benda til þess að ræðan sé á hemaðarvísu ekki sérlega þýðingarmikil, en hitt er víst að þar má sjá nokkuð hvaða skoðan- ir einn æðsti herforingi Rússa lætur í ljósi á vamarsamtökum vestrænna þjóða. Allir þekkja afstöðu kommún- ista í vestrænum ríkjum til þess- ara samtaka. Þeir kalla þau árás- arbandalög, stefnt gegn Rússum. Ófarfi sé fyrir vestrænar þjóðir að auka vígbúnað sinn, vegna þess að Rússar hafi sem engan her og hyggi ekki á stríð, þá þurfi ekki að óttast. Er fróðlegt að athuga, hvort herráðsforingi Rússaveldis er á sömu skoðun. HRÆÐAST EKKI VARNAR- BANDALÖG Shtemenko byrjaði ræðu sína með að skýra svo frá, að varn- arbandalög vestrænna þjóða væru líkust fuglahræðum. Þau samanstæðu nefnilega af nöfn- um margra frægra hershöfðingja, en herinn væri ósamstæður og sama og enginn. Þegar meta ætti styrkleika hers, þá yrði einkum að taka til greina þrjá þætti. í fyrsta lagi baráttuhugann, í öðru lagi efnis- legan herstyrk og í þriðja lagi hráefni, framleiðslu og flutnings- hæfni á skotfærum og eldsneyti til vígstöðvanna. SAMEINAÐAR HERSVÉITIR Shtemenko sagði að myndaðir hefðu verið voldugir kommún- istískir herir með sameinuðum liðssveitum úr öllum Austur- Evrópulöndunum. En þegar væri talað um í Vestur-Evrópu, að stofna ætti sameiginlegan her t. d. Þjóðverja, Frakka og ítala, þá væri ekki hægt annað en að fara að hlæja. Æðri rússnesk- ir herforingjar gætú ekki lagt sig niður við að berjast við slík- an her. OVANIit GREINILEGUM SKÝRSLUM Um efnilegan herstyrk varn- arbandalags vestrænna þjóða átti Shtemenko engin orð nógu háðuleg, að því er hann sagði. Hið vestræna bandalag kvað hann vera fyrsta dæmi þess í veraldarsögunni, að her sem byggist til orustu reyndi ekki til að halda neinu leyndu um herstyrkleika sinn. Vegna þess að forráðamenn hernaðarbanda- lagsins í vestri birta nákvæmar skýrslur yfir herstyrk sinn, þá er nú bráðum svo komið, að við Rússar þurfum í rauninni ekki framar að hafa herráð til að skipuleggja herbrögð. Við þurf- um í rauninni aðeins herráðs- teljara þegar við hefjum her- förina í vestur. Hann þarf ekk- ert að gera annað en að líta í skýrslur sem andstæðingarnir gefa út. Þar getum við fengið allar upplýsingar um hvað marg- ir hermennirnir eru og hvað margir þeir verða, hvað mörg herfylkin verða, hvernig þau verða skipuð, hvernig þau verða vopnum búin, en við vitum meira, við vitum jafnvel, að þess- ir vesalingar geta ekki einu sinni aukið herinn að neinu ráði. Við vitum um allt varalið um allar meginbækistöðvar óvinar.na. r irlgibúnað líliii Og- kveðsi hvergi vera hræddur að hefja stréð Ganga Rússar með slórmennskuæði! ; Shemenko hershöfðingi. HER VESTURVELDANNA STENZT ENGAN SAMANBURD VIÐ HER RÚSSA Shtemenko hélt áfram að tala um herbúnað hinna vestrænu þjóða. Hann átti sömuleiðis að- eins háðuleg orð um hann. Allur herstyrkur og herbúnaður vest- urveldanna var í hans augum svo fádæma lélegur og stæðíst engan samanburð við herstyrk Rússa, að hann sagðist ekki sjá fram á annað en að rússnesku herráðsforingjarnir yrðu atvinnu lausir, því að hinn voldugi rúss- neski her myndi geysast vestur um Evrópu og engri eða sama sem engri mótspyrnu mæta. — Þeir ráða yfir sama sem engum flugvélum, sama sem engum byss um, næstum engri handsprengju, sagði hann. Þeir ná okkur ekki nema í hné!! Það fylgir með sögunni, að allir viðstaddir í hátíðasal Frunze háskólans hafi velzt um af hlátri og fjöldi háttsettra hershöfð- ingja m. a. sjálfur Koniev hafi tekið fram í með háðglósum um hin fyrirlitlegu varnarsamtök vestrænna þjóða. GAMLI IIUGSGNARHÁTTUR NAZISTANNA Þykir yður þetta ekki óhugn- anleg frásögn, lesandi góður. Kannizt þér ekki við þennan Framhald á bls. 8. Velvakandi skrifar: VS DAGLEGA LSFINU Prestakallaskipunin VELVAKANDI minn. Viltu nú ekki vera svo vænn að segja mér í fáum orðum, hvernig hátt- að er prestakallaskipun lands- ins? Ég hefi nefnilega rekið mig á það í sambandi við vígslu prest- anna á sunnudaginn og eins í um ræðum um prestkosningarnar, sem eiga að fara fram hér í haust, að þessi mál eru öll i graut í kollinum á mér. Eins veit ég að fleirum er farið. Kjósandi". Á öllu landinu eru 116 prestaköll AÐ vill nú svo til, að seinastaj alþingi samþykkti lagabálk mikinn um þessi mál. Eftir þeim lögum er prófastdæmi 21 á öllu landinu og fara þau eftir sýslum. I I hverju prófastdæmi eru nokkur prestaköll eða þetta frá þremur eins og í Austur-Skafta- fells- og Mýraprófastdæmi og upp í 8 eins og í Árnes- og Skaga- fjarðarprófastdæmi. Oftast nær eru fleiri en ein sókn í prestakalli. Eru jafnvel 5 sóknir í sumum prestaköllum eins og í Hólmavíkur- og Skál- holtsprestakalli. Níu sóknarprestar í Reykjavík IREYKJAVÍKURFRÓFAST- DÆMI verða 9 prestaköll, svo að þar verða fleiri sóknar- prestar þjóðkirkjunnar en í nokkru öðru prófastdæmi lands- ins að loknum kosningunum í haust. En Reykjavíkurprestaköll- in skiptast engin niður í sóknir nema Bústaðaprestakall í Bú- staða- og Kópavogssókn. Svona er þessum málum skip- að í fáum orðum, en engu ómerk- ara er að kunna skil á þeim en til að mynda kjördæmaskipan- ir.r.i. Misjöfn umgengni ÞAÐ er oft réttilega fundið að umgengni almennings bæði úti og inni og mönnum dylst þá ekki heldur, að í ýmsum fyrir- tækjum og á vinnustöðum mætti gæta betur hreinlætis og fara mýkri höndum um hlutina. Það er þeim mun ánægjulegra að reka sig á það, sem er til fyrir- myndar. Er gengið er urn vinnu- sali fiskverkunarstöðvar Bæjar- útgerðarinnar hlýtur gestsaugað fljótlega að taka eftir þrifnaðin- um þar. Verum samtaka . . . VÍÐA getur að líta tvenns kon- ar veggspjöld með áskorun til verkafólksins, sem þar vinn- ur, um að ganga vel um og sýna stakt hreinlæti. A öðru þessara spjalda stendur m.a.: „Athugið, að fiskur er mat- ur. Verum samtaka um að gera fiskinn hjá Bæjarútgerðinni að sem beztri vöru“. A hinu spjaldinu er verkafólk- ið hvatt til að ganga vel um hús- ið: „Húsakynnin hér eru eign Reykvíkinga. Þeir, sem ekki vinna hér — ætlast til þess, eins og við, sem vinnum hjá Bæjarút- gerðinni, að vel og þrifalega sé um allt gengið .... Verum sam- taka um að varðveita borðin, bekkina og veggina frá skemmd- um. Reynum öll að gera bæki- stöð þessa sem vistlegasta og kappkostum að auka þægindin og góða umgengni“. Ei«ra víðar heima EINHVERN veginn er það svo, að þessar orðsendingar virð- ast óvenju mennskar, en slíkar áskoranir ná venjulega ekki inn úr skrápnum á okkur (sbr. gang- ið ekki á grasinu!) En hvað sem áhrifum þessara spjalda líður, þá get ég vel látið mér detta í hug, að góðar orðsendingar af þessu tagi ættu víðar erindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.