Morgunblaðið - 31.07.1952, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. júlí 1952
MORGVNBLADIÐ
n i
WÍSiilCS
Hreint & Málað
1. fl. hreingerninga- og málara-
vinna. — Sími 5571.
Hjalti Einarsson, málarameistari.
Guðni Björnsson hreingerning'am.
Hreingerninga-
miðstcðin
Ávallt vanir menn. — Fyrsta
flokks vinna. — Sími 6203 ,
Kaup-Sala
45 tonna fiskibátur
ymíðaður í 1. fl. danskri skipa-
smíðastöð 1. júlí 1947, með öllum
útbúnaði og haffærisskírt. til Isl.
til sölu. Verð kr. 140 þús. danskar.
— Allar uppl. um bátinn gefur
eigandinn Jóbannes Sörensen,
Fiskeexport, Esbjerg, Danmark.
Lúður
Fjársterkt, danskt fyrirtæki
óskar eftir sambandi við ötulan
útflytjanda af nýrri lúðu. Svar
merkt: ,7475‘ sendist til Sylvester
Hvid, Frederiksberggade 21,
Köbenhavn K.
ÍVl i n n i n garspj öld
dvalarheimilis aldraðra sjómanna
fást á eftirtöldum stöðum í Rvík:
skrifstofu Sjómannadagsráðs,
Grófinni 1, sími 6710 gengið inn
frá Tryggvagötu); skrifstofu Sjó
mannafélags Reykjavíkur, Al-
þýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10;
Tóbaksverzluninni Boston, Lauga-
veg 8, bókaverzluninni Bróða,
Leifsgötu 4, verzluninni Laagateig
ur, Laugateigi 41, Nesbúðinni,
Nesveg 39 og Guðmundi Andrés-
syni, gullsmið, Laugaveg 50. — 1
Hafnarfirði hjá V. Long.
I. O. G. T.
“Félgar úr st. Dröfn no. 55
og Frón no. 227, er vilja taka þátt
í Þórsmerkurför um n.k. helgi,
gefi sig fram við Bjarna Guð-
tnundsson í síma 5120. — Þátt-
tökugjald er kr. 135,00.
Æt.
Stúkurnar í Keykjavík
efna til sameiginlegrar skemmti
ferðar austur í Þórsmörk um
næstu helgi (verzlunarmannahelg-
ina). I. flokks fjallabílar. öllum
heimil þátttaka. Farseðlar á kr.
135,00 í Bókabúð .Æskunnar, sími
4235.
Ferðafélag Templara.
Sanakomur
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 8.30 Fagnaðarsam-
koma fyfir Kaptein Oscar Jónsson
og frú. Brigader og frú Bárnes
stjórna. Major Holmöy, kaptein
Andersen ásamt fleirum taka þátt
í samkomunni. Allir velkomnir.
Filadelfia
Almenn vitnisburðarsamkoma í
kvöld kl. 8,30, Allir velkomnir.
Félagslíf
Handknattleiksdeild KR
Æfingar á KR-svæðinu í kvöld:
Kl. 7.00 III. fl. karla. Kl. 8.00 M,-
fl. og II. fl. karla. Kl. 9.00 Kvenna
flokkar. — M.-fl. og II. fl. menn
frá s.l. vetri eru beðnir að mæta
allir.
Þjálfarinn.
Handknaltleiksstúlkur Vals
Ath. Æfing í kvöld kl. 8. Mæt-
um allar. Nefndin.
Knattspyrnufél. Valur. 3. fl.
Áríðandi æfing í kvöld kl. 8,30.
Mætið stundvíslega.
Þjálfarinn.
Handknattleiksstúlkur Armanns
Æfing verður í kvöld kl. 8 á
Ármannssvæðinu við Miðtún. —
Mætið vel og stundvíslega.
Nefvdin.
FERÐAFELAG ISLANDS
Félagið ráðgerir að fara 4 ferð
ir um helgina.
Ferð til Hvítárvatns, Kerlinga-
f jalla, Hveravalla og' í Þjórsár- (
dal. Af Kerlingarfjöllum er einna
fegursta útsýni á landi hé'r, og
náttúrufegurðin við Hvítá'rvatn1
og náttúruundrin á Hveravöllum
verður flestum ógleymanleg, sem
þau sjá.
Ferð í Landmannalaugar. Ekið
upp Landssveit og Fjallabaksveg
að Landmannalaugum. En þaðan
má fara gönguferðir um hin afar
fögru líparitfjöll, sem að litauði
eiga tæplega sinn líka. í Land-
mannalaugum er sundlaug gerð
af náttúrunnar hendi og ættu
þátttakendur að hafa sundföt
með sér. Á heimleið verður kom-
ið við í Landmannahelli og geng-
ið á Loðmund.
Ferð er til Stykkishólms og út í (
Breiðafjarðareyjar. Á laugardags
eftirmiðdag ekið til Stykkis-1
hólms, á leiðinni staðnæmst í
Kerlingarskarði, en þaðan er fag-j
urt útsýni um Breiðafjörð og
flesta sögustaði Eyrbyggju, og
margir vilja halda því fram að]
hvergi sé jafnfagurt sólarlag og
þar. Á sunnudagsmorgun verður
farið á góðum mótorbát um
Breiðafjörð og komið við i
Hrappsey, Klakkseyjum og Brok-]
ey, um kvöldið verður gengið á
Helgafell, Á mánudag ekið um
Hraunfjörð, Kolgrafarfjörð og út
í Grundarfjörð og til Reykjavík-
ur um kvöldið.
Þessar þrjár ferðir eru 2V2
dags ferðir.
A sunnudagsmorgun verður
farin gönguför á Esju.
ORLOF
Orlof og Guðmundur Jónasson
efna til þriggja ferða um verzl-
unarmannahelgina. Hver ferð
stendur í þrjá daga, og verður
lagt af stað í allar ferðirnar kl.
14,00 á laugardag.
Snæfellsnes. Ekið að Búðum á
laugardag og tjaldað. Dansað í
hótelinu um kvöldið. Fyrri hluta
sunnudags verður farið út að
Arnarstapa, en síðari hluta dags
skemmt sér að Búðum. Á mánu-
dag verður haldið heimleiðis, ef
til vill um Stykkishólm.
Húsafellsskógur. Á laugardag-
inn verður ekið að Hreðavatni
og tjaldað eða gist í Hreðavatns-
skála og skemmt sér þar um
kvöldið við dans og gönguferðir.
Á sunnudag verður ekið upp í
Húsafellsskóg og tjaldað. Ef tími
leyfir, verður farið í Surtshélli.
Á mánudaginn verður ekið' suðirf
Uxahryggi og til Þingvalla og
stanzað þar fram eftir kvöldi. —.
Síðan haldið heim til Reykjavík-
ur.
Þórsmörk. Þá verður einnig,
farið í Þórsmörk á laugardag og
dvalið þar til mánudagskvölds..
Gefinn verður kostur á viku-
dvöl eins og að undanförnu.
FERÐASKRIFSTOFAN
Ferðaskrifstofan efnir til fjöl-
margra orlofs- og skemmtiferða
um næstu helgi.
Farið verður í fjórar 2 Vi dags
ferðir á laugardag og komið aftur
á mánudag.
Snæfellsnes. Lagt verður af
stað kl. 14,00 á laugardag og ekið
verður að Búðum og gist þar báð-
ar næturnar. Komið verður til
Arnarstapa og Hellna. Ekið verð-
ur um Kaldadal og komið til
Reykjavíkur á mánudagskvöld.
Fólk þarf að hafa með sér svefn-
poka.
Borgarf jörður. Farið verður kl.
14,00 á laugardag og ekið um
Kaldadal að Húsafellsskógi og
Hjartanlegar þakkir sendi ég vinum mínum, nær og 9
’-i an
. fjan-.. þtym ©r-sýndu mér sæmd og vináttu á níræðis- S
'afmæli tnínú.
gist þar- í tjöldum, Daginn eftir
verður ekið að Surtsheili og það-
an að Réykholti og gist að Hreða-
vatni í tjöldum. Á mánudaginn
verður svo ekið um Borgarfjörð
og yfir Dragháls og komið um
kvöldið til Reykjavíkur. Þátttak-
endur þurfa að hafa með sér við-
leguútbúnað.
Kirkjubæjarklaustur. — Lagt
verður af stað á laugardag kl.
14,00 og ekið til Víkur og stanzað
víða á leiðinni. Á sunnudag er
ekið austur að Klaustri og þaðan
austur í Fljótshverfi. Gist verður
að Klaustri um nóttina. Á mánu-
dagihn verður ekið að Dyrhóla-
ey og yf-ir Markarfijótsaura að
Múiakoti og þaðan til Reykja-
vikur um kvöldið. Fólk þarf að
hafa með sér svefnpoka, eða að
öðrum kosti panta sérstaklega
gistingu með goðum fyrirvara.
Þórsmörk. Farið verður ein§
og að undanförnu til Þórsmerkun
kl. 13,30 á laugardag og dvalizt
þar yfir helgina i tjöldum. Þátt-
takendur þurfa að nesta sig og
hafa með sér sveínpoka.
Sunnudagsferðir. Farið verður
í 5 ferðir á sunnudag.
Gullfoss — Geysir. Lagt verður
af stað kl. 9,00 og verður stuðlað
að gosi eftir hadegið.
Þingvellir. Lagt verður af stað
kl. 13,30 og ekið um Þingvöll,
Hveragerði, Selvog, Strandar-
kirkju og Krísuvík.
Þjórsárdalur. Farið kl. 9,00 og
ekið austur að Ásólfsstöðum. —
Skoðað verður m.a. Stöng, Gjá
og Hjálparfoss.
Þingvellir — Borgarf jörður. —
Farið verður kl. 9,00 í hringferð
um Borgarfjörð, ekið um Þing-
völl, Kaldadal og að Húsafelli.
Þaðan er haldið að Reykholti og
til Hvanneyrar, ef tími vinnst til.
Reykjanes. Lagt verður af
stað kl. 13,30 og ekið til Grinda-
vikur og út á Reykjanes. Þaðan
verður svo haldið til Keflavíkur-
flugvallar og til Reykjavíkur um
kvöldið.
Orlofsferdir með skipum. —
Tveir hópar leggja upp á næst-
unm i langar orlofsferðir með
skipum; fer annar með m.s. Esju
til Austurlands og tekur þar bíla
og ferðast um Austur- og Norð-
urland um vikutíma. Hinn hóp-
urtnn fer 2. ágúst með Gullfossi
til Leith og ferðast í vikutíma
um Skotland. Ferðin tekur alls
13 daga. Heita má fullskipað í
báðar þessar ferðir, þó mun vera
rúrrf fyrir 1 til 2 í viðbót í hvorri.
Handfæraveiðar. Róið verður
að venju á laugardag kl. 13,00.
FARFUGLAR
Farfuglar efna til þriggja ferða
Um. verzlunarmannahelgina.
: Fyista ferðin er gönguferð um
Brúarárskörð. Ekið er að Úthlíð
4:-v Biskupstungum, gengið á
Sirokk á laugardag og gist þar
upp.undir skörðunum. Næsta dag
er sgehgið um Rótasand á Hörðu-
vellL Þar verður farangurinn
skilijJörBttir meðan gengið er á
Hlöðufell (1188 m). Siðan verð-
ur gengiSt.-vestur að rótum Skjald
breiðar«og gist þar. Síðasta dag-
inn verður gengið yfir hátind
SkjaldbreiÖar (1060 m), um Ey-
firðingaveg og Goðaskarð á Hof-
mannafiötj-
Önnur ferðin verður hringferð
um Þingvallaveg á reiðhjólum.
Þriðja ferðin er í Húsafells-
skóg. Farið vérður á laugardag
og ekið um Kaldadal að Húsa-
íelíí og gist þar í tjöldum. — Á
sunnudag geta þeir sem vilja
gengið í Surtshelli og Stefáns-
helli. Um kvöidið verður farið
að Reykholti eða Hreðavatni. —
Komið verður í bæinn á mánu-
dag um Uxahryggi,
Vilborg Einarsdóttir.
3
• •í
Um léið og ég' kveð gamla landið sendi ég hjartans jjj
þakkir og' kveðjur til allra, sem gerðu mér dvölina hér •
ógleymanlega. ■
Jón Hafliðason. i
•t
•1
Ferðameirmi
Dveljið í sumarleyfunum í Stykkishólmi. Fagurt um-
3
•;
■<
S'
I
hverfi. Ferðir út í allar eyjar. Nýslátrað dilkakjöt.
Borðið og búið á ■!
IIÓTEL HELGAFELL íj
Ráðskonustaða
Matráðskona óskast að Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. ■
Æskilegt að hún gæti tekið til starfa 20, ágúst n. k. —
Laun samkvæmt launalögum. — Umsóknir sendist til ;
sýsluskrifstofunnar eða til héraðslæknisins á Patreksfirði.
Frá Drengjafatastofunni
Opnum í dag sölubúð og saumastofu okkar á
ÓÐINSGÖTU 14.
Seljum tilbúinn fatnað á drengi og unglinga. Saumum
einnig úr tillögðum efnum. Getum afgreitt með stuttum
fyrirvara.
DRENGJAFATASTOFAN S. F., sími 6238
!>•<
LOKAÐ I DAG
vegna jarðarfarar
MÁLNING OG JÁRNVÖRUR, Laugav. 23.
KAKTUSBÚÐIN, Laugav. 23.
Ioka5 í dag vegna jarðarfarar
j/ól'l' j/óll
anneósoni
&Co.
CARL KR. Á. JENSEN
andaðist á heimili sínu, Laugaveg 27B, miðvikud. 30. júlí.
, l '.A <, Kristín Eiríksdóttir og börn.
Móðir mín
JARÞRÚÐÚR JÓNSDÓTTIR
andaðist að morgni 30. þ. m.
Ingibjörg Benediktsdóftir.
Útför konu minnar
JÓNU ÞORSTEINSBÓTTUK
fer fram laugard. 2. ágúst kl. 1 e. h. — Jarðsett verður
í heimagrafreit.
Kristinn Jónsson, Möðrufelli.