Morgunblaðið - 31.07.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1952, Blaðsíða 10
' MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. júlí 1952 + \ 10 EINU SINNI VAR | Skáldsaga eftir I.Æ.R. WYLIE } lltttllttlll8lttlIlltlIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimiIIII!HIIHII8Illltlí Höfum fyrirliggjandí: CimifimillllllllllllllllllllIHHHHIIIIIIHIHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllfll Pramhaldssagan 10 Já, sagði hann, hann haíði vitað þctta um Anne. Hún hafði leyst frá skjóðunni við hann og hann hafði lofað að hjálpa henni. og Syd. Vildi að hún færi burt, og aflaði sér þekkingar á einhverju sviði, svo að hún gæti séð fyrir sér sjálf. Gamli maðurinn kveikti sér í vindli, en það var munaður, sern hann leyfði sér aðeins, þegar eitthvað bjátaði á, eða þegar hon um var sérlega mikið niðri fyrir. „Það er ekki til neinn máls- háttur, sem er'vitlausari en sá um það að ástíh sigri alla erfið- leika“, sagði hann. „Anne og Syd elskuðu hvort annað. Það vissi ég, en allt- hefuf snúist á móti þeim. Anne heyrir ekki ann að hjá sínu fólki, en að Syd sé bara ræfill, sem verði aldrei að manni. Móðir Syd þolir hana ekki fyrir augunum á sér .... af því að hún er hrædd og hálf- vitlaus af áhyggjum. Og svo mundu þau þurfa að hrúgast sam an í þessum litla kofa. Hún hefur gefist upp. Og’svo ofan á allt, þurftir þú að verða á leið henn- ar. Já, víst veit ég það, þótt hún hafi ekki sagt neitt um þ^ð., Hg er ennþá nógu urigur til að vita hvað hún sér f'þér. Þú opnaðir fyrir henni nýjá heima . . . . og allt getur verið. heiljandk. fyrir ungt fólk, sem aldrei hefur þekkt annað en eymd og volæði“. „Eg hef ekki opnað neina heima, hvorki fyrir hénni ne öðr- um“, sagði Dreek önugur. Símahringing rauf samtal þeirra. Flanders veifaði hendinni í áttina að símanum, sem stóð á borðinu. „Það er Hythe-kerling- in aftur“, sagði hann. „Hún hef- ur hringt á tíu mínútna fresti. Ég sagði henni að ég gæti ekki koíriið. Hún virðist hafa kastað einkalækninum sínum á dyr þarna í Chicago. Nú æpir hún á hjálp....“ Dreek fór fram í eldhúsið, þar serp allt var á rúfi og stúfi. Hann vaf ekki svangur, en honum leið illa. Hann tók eftir því að hann var skjálfhentur. Það var kannske vegná þess að hann hafði ekekrt borðað allán daginn. Ég. er laglegur læknir, eða::-Jjitt þó heldur. Ég veit ekki einu sinni hvað gengur að sjálfum mér. — Hann settist á stól og var hálf- sofnaður, þegar hann heyrði að útidyrnar voru opnaðarj Hann fór fram me.ð bráuðsneiðina í hendinni. Hann hafði grunað hver þetta var, Hún var ekki vön því að beiðni frá henni væri neitað. — Hythe-fólkið, hvort sem það var á hinni grænu grein ættarinnar eða ekki, gaf fyrirskipanir og ætlaðist til þess að sér yrði hlýtt. Ef ekki, þurfti að rannsaka mál- íð nánar, En í daufu ljósinu af einu perunni í.loftinu, virtist hún heldur ' aum ásýndum .... ung og hræd.d og óreynd. „Ég hef hringt hingað hvað eftir annað. Hvers vegna var ekki svarað?“ ',,Ég hef ekki verið hér. Og'eins og þér sjáið, þá þurfa læknar jafnvel líka að borða“. „Þér verðið að gera það fyrir mig að koma. Hún hefur fengið kast og kvelst mikið. Ég .... ég þoli ekki að hlusta á það... „Þér þurfið það heldur ekki“. Hann fleygði þvi, sem eftir var af brauðsneiðinni í bréfakörfuna handa músunum. ,,Jæja“, sagði hftnn. „Við skulum þá koma. Úr þVí þér biðjið svona kurteislega, þá hlýtur að vera alvara á ferð- um“. —O— Hann bað hana að aka hægt svo að hann gæti fylgt henni eftir. Ilann var svo þreyttur, að hann átti fullt í fangi með að halda sér vakandi við stýrið. — Ilann einblínd.i á rauða aftur- ljósið á bíl hennar og áður en varði heyrði hann að þau óku yfir trébrúna og hann sá móta fyrir líkneskjunum sitt hvoru megin við hliðið. Hann stöðvaðí bílinn á flötinni fyrir framan hús ið. Ilún fylgdi honurn þegandi inn. Hann hafði aldrei komið inn í þetta hús fyrr, en þó fannst honum hann þekkja það. Móðir hans hlaut að hafa lýst því fyrir honum þegar hann var barn. í anddyrinu héngu stór málverk í gylltum römmum og á gólfinu voru þykkar ábreiður. En þrátt fyrir allan íburðinn var eitthvað, sem gerði andrúmsloftið ömur- legt. Ef til vill voru það hljóðin, sem heyrðust að ofan. Dreek gekk á eftir Chrissy upp breiðar tröppurnar. Hún opnaði dyr og bað hann að ganga mn. Hljóðin voru orðin enn heiftar- legri. Hann varð að bíta á jaxl- inn. Hann hafði aldrei getað van- ist á að taka slíkum hljóðum með jafnaðargeði. Það logaði að- -eins á einu litlu ljósi á borðinu við hliðina á stóra rúminu, og í rúminu lá gamla konan. Það var eins og tendraðist strax vonar- neisti í hrukkóttu og skorpnu andliti bennar, sem var afmynd- að af þjáningum, þegar hún kom auga á hann. Hann þurfti ekki að spyrja hana neinna spurninga. Það var óþarfi þegar slíkur sársauki og slíkar þjáningar voru annars vegar. Hér þui'fti aðeins athafna- svið. Hann vissi að Chrissy Hythe hafði sezt við fótagaflinn og að hún horfði á hann. Hann stakk nálinni i gúlt'holdið. „Þetta lag- ast eftir augnablik, frú Hythe“, sagði hann. Hún þagnaði strax. Það var eins og návist hans hefði veitt henni einhverja bót. Höfuðið lá kyrrt á koddanum og Dreek gat fylgst með hvernig ró færðist yfir andlitið.". Hárið var þunnt og sennilega' í eðli sínu grátt. Hún hafði látið lita það gult. Stórir gimsteinar prýddu horaða úln- liðina og kræklótta fingurna. — Honum sýndist augu hennar 1 vera lokuð, en þó fannst honum hún horfa rannsakandi á sig. „Ilverjir eruð þér....?“ Röddin var hrjúf og það var eíns og hún kæmi úr órafjar- lægð. „Frederic Radnor .... læknir'“. ,,Ég sendi eftir Robevt .Flánd- ers". JA.vL-V „Hann fer ekki út. Hann er farlama. Hann tekur aðeins við sjúklingum, sem koma ó lækna- stofuna. Ég er aðstoðarlæk’nir hans“. Einhverjir drættir fóru um - munninn, sem ef til vill áttu að - vera bros. „Robert Flanders .... líka orð- inn gamall“. Þau hölðu þá þekkst. Flanders sagði ekki frá sínum einkamál-, um. „Þér áttuð að koma fyrr“, sagði hún. „Ég kom strax og ég frétti íi „Jæja, þér eruð hér og hér verðið þér kyrr. .. .“ Hann andmælti henni ekki. -— Hún var að sofna. Hann fann að i æðaslátturinn var orðinn rólegri J og andadrátturinn varð regluleg- ur. Dreek lagði hönd hennar var- lega frá sér á ábreiðuna. „Ég sá það strax að hún hefur tekið einhver ósköp af svefnmeð- ulum“, sagði hann. „En þau verka sennilega ekki á hana. Hún fékk stóran skammt hjá mér. Nú verð- ur hún róleg í r.okkra klukku- tíma. Þér ættuð að fá hjúkrunar- konu“. ,,Ég er hjúkrunarkonan“, sagði Chrissy Hythe þar sem hún sat í skugganum af rúminu. Hann leit á hana og hnyklaði brúnir. „Ég get tæpast hugsað mér ólíklegri hjúkrunarkonu“. „En ég hef iært það, Lucy frænka vill ekki láta neinn ann- an hjúkra sér. Hún veit hvað mér iellur illa að umgongast sjúkl- inga“. „Og hún....“, byrjaði hann, en þagnaði. —O— Hún svaraði ekki en gaf hon- um bendingu um að fylgja sér eftir. Þau voru komin inn-í hlið- arherbergi. Hún lokaði dyrunum og kveikti ljós.,Honum hryllti við þegar hann sá hve tekin hún var í andlitið. eftir Grimmsbræður 5. Þá svaraði pilturinn: • „Ég er sonur þinn, sem sagt var, að villidýrin hefðu étið. En það yar ekki rétt. Ég er í fullu fjöri, og ég skal bjarga þér rétt bráðuiti.“ Þessu næst fór hann niður stigann og lét boð ganga til kóngsins um að hann óskaði að hafa tal af honum. Hann sagðist vera erlendur veiðimaður og óska eftir' því að ganga í þjónustu hans. — Kóngurinn lét segja honum, að hann skyldi ráða hann til sín ef hann reyndist góður veiðimaður — ef hann gæti aflað nógu mikið af villibráð. Þannig stóð -á ,um þéssar mundir, að rnjög lítið var um veiðiföng. Pilturinn lofaði kóngi að sjá honum fyrir nægu dýrakjöti. Hann var svo ráðinn og gerðist foringi veiðimannanna. Þessu næst íór hann út í skóg með veiðimenn Éonungs og lét þá raða sér þar í stórah hring. Svo fór hannlnn í miðjan hring- inn og byrjaði að óska sér. Brátt komu mörg hundruð dýr hlaupandi inn í hringinn, og þá skutU veiðimennirnh' þau hvert af öðru. Síðan var dýrunum hlaðið á 6 stóra vagna og þeim ekið að því búnu heim í konungsgarð.- Kóngur varð mjög glaður yfir að fá svo mikið dýrakjöf — það hafði ekki verið á borð- um hans í langan tíma. Kóngur hélt.hú vejzki-.mikla og bauð þangað öllu hirð- fólki sínu. Þegar ailír gestirnir voru mættir og setjast átti til borðs, bað kópgunnn fofingja veiðimannanna að setjast við hægri hönd sér. _____ ___ __________ ý_________________ ~S>ainlancl lói óamvcnnu laa \ f^ásnskelð í svltfflygl j m Svifflugfélag íslands heldur námskeið fyrir byrjendur ; og lengra komna, í svifflugi á Sandskeiði, sem stendur : ■ yfir frá 10.—24. ágúst. — Einnig verður kennsla í flug- • togi. — Nokkrir nemendur geta enn komist að. — Þátt- ; tökugjald ca. 600 kr. — Uppl. í síma 2719 eftir kl. 18 : daglega. — Umsóknir sendist Svifílugfélagi íslands, sem « fyrst í pósthólf 822, Reykjavík. ; STJÓRNIN ; Skrifstofuvinna I' I. % w itó' t Dugleg, ábyggileg og hraust stúlka með Verzlunar- skóla- eða hliðstæða menntun, getur fengið atvinnu við skrifstofustörf hjá þekktu fyrirt.æki. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofuvinna — '833“. Bezt að auglýsa í Morgunblaöinu m/s „ARNARFELL“ verður í Napoli, Savona og Barcelona í fyrstu viku septembermánaðar. — Skipið tekur vörur til íslands. —’ Flutningur tilkynnist til skrifstofu vorrar í Rej'kjavík eða umboðsmönnum vorum, BALLESTRERO, TUENA & CANEPA VIA FIESCHI, 4—5. GENOVA. ^ "f. 'HtVm jööhm&' , tfesg*** MINITERI & CO. VIA AGOSTINO DE PRETIS 104, NAPOLI. MAC ANDREWS & CO., LTD. PASEO DE COLON 24. BARCELONA. Samband ísl. Samvinnufélaga SKIPADEILD mmM SEGJA BEZTU VORNINA 6EGN TANN Notið COLGATE tannkrem, er gefui’ ferskt bragð í munninn, hreinar tennur og varnar tannskemmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.