Morgunblaðið - 02.08.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1952, Blaðsíða 1
39. árgangur. 173. tbl. — Laugardagur 2. ágúst 1932 PrentsmiSja Mcrgunblaðsint. brezka jtipgsins fuÍSgilti BoRii-sáltniuiafin í Innar forsati hins íslenzku Hvorugur sfóru flokkanna . hélf fylgi sínu við j atkvaeða§reiðsiur l Esnkaskeyti til Mbl. frá Reutsr—NTB. LUNDÚNUM 1. ágúst. — Neðri deild brezka þingsins fullgiiti á fundi sínum í dag Bonn-sáttmálann og ábyrgðar yfirlýsingu Breta í sambandi við samninginn um Evrópu- her með 293 atkvæðum gegn 253 eða 40 atkvæða meirihluta Áðui- höfðu breytingatillögur Verkamannaflokksins um að fresta ákvörðun í málunu ver- ið felldar með 294 atkvæðum gegn 260. Bandaríkjaþing hafði áður fullgilt samning- ana. Talið er að enginn af þingmönnum Verkamanna- flokksins hafi greiít fullgild- ingunni atkvæði en hins veg- ar munu um 18 þingmenn hans hafa scíið hjá við at- kvæðagreiðsluna. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn breytingalillögunum var fyrrverandi hermálaráðherra úr stjórn Attlees, Fred Beli-j inger. 3 þingmenn íhalds- ( manna tóku afstöðu gcgn stjórninni. HARDAE UMRÆÖUB Umræður um mál þetta urðu óvenju harðar í brezka þinginu og það svo mjög að báðir stóru flokkarnir riðluðust. Síðastur tal aði Hugh Dalton af hálfu stjórn- arandstöðunnar og taldi hann að þýzka þjóðin ætti sjálf að taka ákvörðun um endurvígbúnað Þýzkalands í frjálsum kosning- um. Hann benti á það í ræðu sinni, að Þjóðverjar gerðu enn landakröfur og því bæri ekki að fá þeim vopn í hendur eins og sakir stæðu. Allir þýzkir stjórn- málaflokkar að kommúnistum undanskildum, krefðust sömu landamæra og voru 1937. TORVELDAR EKKI SAMKOMULAG Eden utanríkisráðherra svaraði fyrir hönd stjórnarinnar og sagði að fullgildingin torveldaði ekki heldur yki möguleikana til sam- komulags milli fjórveldanna. Áð- ur hafði Anthony Nutting aðstoð arutanríkisráðherra kveðið svo að orði, að frumvarp jafnaðarmanna um að fresta fullgildingu mundi stórlega veikja aðstöðu Vestur- veldanna gagnvart Sovétríkjun- um og leppríkjum þeirra. BEVAN SVARADI Bevan leiðtogi vinstra arms Verkamannaflókksins vísaði í dag alveg á bug ásökunum Attlees, sem hann hafði uppi í umræð- unum um landvarnamálin á mið- vikudag, að Bevan hefði rofið I hefðbundna þagnarskyldu með því að vitna til ummæla sem ' viðhöfð voru á stjórnarfundi í stjórnartíð Verkamannaflokksins. Kvaðst Bevan ekki hafa gerzt brotlegur við neinar slíkar regl ur. Forsefinn undirrifar eiðsfafinn VI Virðuleg athöfn í Dóm- kirkju og Alþingishúsi KLUKKAN 4,15 í gærdag undirritaði Ásgeir Ásgeirsson í sal neðri deiidar Alþingis. eiðstaf sinn sem annar forseti hins íslenzka lýð- >/eldis. — Hin hátíðlega embættistaka hófst í Dómkirkjunni kl. 3,30 með því að biskup landsins, dr. Sigurgeir Sigurðsson, flutti guðs- þjónustu. — Foisetinn gekk til kirkjunnar í fylgd með forseta Hæstaréttar, Jóui Ásbjörnssyni, en á eftir gengu biskupinn og for- setafrúin, Dóra Þórhallsdóttir, en þá forsætisráðherra og forseti samemaðs Alþingis. Mynd þessi er tekin, er forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, undirritar eiðstafinn í Neðrideildarsal Alþingis. — Til vinstri stendur forseta- í'rúin, Dóra Þórhallsdóttir, en til hægri Ilál.on Guðmun£sson, hæsta- réttarritari. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. r • atdistar andvigir vama viö VestHrveidin Vilja þjéðarafkvæði m framti Súdans Einkaskeyti lil Mbl. frá Reuter-ISTB KAÍRÓ, 1. ágúst — Hæstiréttur Egyptalands hefur afhent Aií Ma- J.er, forsætisráðherra, álit sitt varðandi skipun ríkisráðs í landinu, sem fara á með völd í fjarveru kóngsir.s unga. Talsmaður stjórnar- innar sagði í'dag að um helgina yrði að líkindum greitt úr þessu vandamáli Wafd-flokkurinn hefur birt stefnuskrá sína í tilefni af stjórnarbyltingunni í Egyptalandi. StjórnmálaKiimband N*JU DELHÍ — 'lndlandsst.jórn hefur ákveðið flð taka upp stjórn- málasarnband við hið nýstofnaðíi konungsríki Líbíu. Fróðir menn telja, að það verði ríkisstjórnin eða hæstiréttur sem skipar menn í ríkisráðið en ekki þingið, eftir að stjórnmálaflokk- arnir urðu sammála um að kalla það ekki saman til funda að sinni. STEFNUSKRÁ WAFDISTA í opinberri stefnuyfirlýsingu Wafd-flokksins segir, að flokkur- inn sé því andvígur að hafnar verði samningaumleitanir við Breta fyrr en allt brezkt herlið hafi verið flutt á brott af egypzku yfirráðasvaeði. Þá segir, að sam- eining Nilar-dalsins skuli fram fara á grundvelii þjóðaratkvæðis í Súdan. Engin samvinna verði höfð við Vesturveldin um varn- arbandaiag fiyrir botni Miðjarð- arhafs, en hins vegar sé stofnað til nánara samstarfs Arababanda- lagsins og Asíuríkjanna um þau mál. Loks er krafizt breytinga á stjórnarskrá landsins þar sem takmörkuð verði völd konungs og stjórnin aðeins gerð ábyrg igagnvart löggjafarþingi þjóðar- NJOSNARAR FARUKS Daglegt l:f í Kaíró er nú með eðlilegum hætti, vélaherdeildir hafa verið fjarlægðar úr borg- inni og aðeins fámennir hópar hermanna halda vör.ð um ein- staka byggingar. Naguib rnar- skálkur sagði í dag, að njýsnarar Farúks vtE.ru emi á sveimi ;í land- inu og yrði að gjalda varhug við þeim. Hann h.vatti til hreirisunar í stjórnmálaflokíkunum. I DOMKIRKJUNNI < Biskup landsins flutti að lokn- um sálmasöng Dómkirkjukórs- ins, í itningalestur og ávarpsorð, þar sem hann minntist hins fyrsta forseta lýðveldisir.s og þess að blað væri brotið í sögu þjáðar- innar, er hinn nýi forsæti tæki við embætti. ' Meðal boðsgesta i kirkjunni voru frú Georgía Björnsson, ei var í fylgd með Hendrik syni sínum, sendiráðunaut í París, ráð- herrar, sendimenn erlendra ríkja, þingmenn, embættismenn o. fl. Athöfninni í Dómkirkjunni lauk með bví að biskup landsins flutti drottinlega blessun. I NEDRIDEÍLDARSAL ALÞINGIS Gekk nú forsetinn til Alþingis- hússins. í Neðrideildarsal tóku sér sæti, til hægri handar við forseta, ráðherrar, dómendur í Hæstarétti og frú Georsía Biörns son, er sátu í fyrstu bekkjaröð; en að baki þeirra voru ýmsir embættismenn. Til vinstri hand- ar forseta voru sendiherrar er- lendra ríkja hér á landi og al- þingismenn. Hinni nýju forseta- frú var búið sæti til hægri hand- ar manni sínum. Salur neðri deildar var fagur- lega skreyttur í hinum íslenzku fánalitum og með blómum. Bland "ð"" kór, undir stjórn dr. Páls ísólfssonar, söng, en Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari var einsöngvari. kórsins. EIDSTAFURINN Forseti Hæstaréttar, Jón Ás- björnsson, las því næst upp kjör- bréf forsetans, en kjörtímabil hans hefst 1. ágúst 1952 og lýkur 31. iúlí 1956. Þá las forseti Hæsta- réttar uop eiðstaf forsetans svo- .hljóðandi: \ „Ég undirritaður, sem kosinn er forseti íslands um kjörtímabil það, er hefst 1. ágúst 1952 og lýkur 31. júlí 1956, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá lýð- veldisins íslands". Ritari Hæstaréttar, Hákon Guð mundsson. afhenti forseta eið- stafinn til undirritunar og for- seti Hæstaréttar árnaði :"orseta heilla í starfi. FORSETAHJÓNUNUM FAGNAD Gekk nú hinn nýkjörn forseti, Ásgeir Ásgeirsson, út á svalir Al- þingishússins, þar sem hann bað mannfjöldann, er safnast hafði saman við Austurvöll, að minn- ast fósturjarðarinnar með fer- íöldu húrrahrópi. Forsetafrúin, Dóra Þórhallsdóttrr, kom og út á svalirnar til manns síns, þar sem þeim var fagnað. Þessu næst flutti hinn nýkjörni forseti ávarp sitt til þjóðarinnar og er það birt á öðrum stað i blaðinu. Að athöfninni lokinni árnuðu gestir forsetahjónunum heilla, oá þáðu síðan velgjörðir í anddyii Alþingishússins. Suður á Bessastöðum er nú unnið að málun húsakynna for- setasetursins og munu forseta- hjónin flytjast þangað einhvern næstu daga. Þurrkar vaSda sfórf jóni í Baroda ríkjiunum NEW YORK, 1. ágúst — í Banda- ríkjunum hafa verið þvílíkir hit- ar og þurrkar í júlí-mánuði að búizt er við alvarlegum uppskeru bresti í ýmsum landbúnaðarríkj- um. Afleiðingarnar verða stór- hækkað verð á ýmsum vörum, , einkum baðmull, soja-baunum, i korni, kakó og sykri. í nokkrum | ríkjum eru uppskeruhorfurnar þó taldar óvenjugóðar svo sem Illinois, Iowa, Indíana og Ohio en mun þó ekki vega upp á móti gífurlegu uppskerutjóni á hinum víðlendu ekrum í Wiskonsin, Nebraska, Missouri, Tennessee og Arkansas. Frá suðurríkjunum berast þær fregnir, að vá r.é :"yr- ir dyrum ef ekki bregður til vot- viðra á næstunni. —Reuter-NTB. Of alþýðlegir konungar LUNDÚNUM — í umræðum í neðri deild brezka þingsins fyr- ir skömmu lýsti einn af þing- mönnum Verkamannaflokksins vanþóknun sinni á þeirri hátt- semi konungborins fólks á Norð- urlöndum að ferðast á reiðhjól- um götur borga og bæja. Kvað hann Breta ekki mundu geta sætc sig við svo alþýðlega breytm konungsfjölskyldunpar. Fæddur ríkisarfi í Síam BAN.GKOK. — Sirikit Síams- drottning hefir alið Phumiphon konungi son. Fyrir 15 mánuðum eignuðust þau hjónin dóttur, en konungdómur erfist aðeins í karl- legg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.