Morgunblaðið - 05.08.1952, Síða 8

Morgunblaðið - 05.08.1952, Síða 8
8 IUORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur' 5. ágúst 1952 , Útg.-: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Vuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í laúsasölu 1 krónu eintakið. Uppbypng stvinnuvepanna MEÐ-fáum þjóðum hafa fram- farir orðið jafn örar og stórstíg- ar og hérlendis. Á eínum aldar- helmingi hafa atvinnu- og lifn- aðarhaettir hafizt af frumstæðu stigi fram til móts við þáð, sem gerist með öðrum bjóðum. Stór- felldastar hafa framfarirnar þ'ó verið síðasta áratuginn, þegar allur fiskiflotinn hefur verið end- urbyggður, landbúnaður og iðn- aður búinn nýjum tækjum og f jöldi hinna beztu íbúðarhúsa ris- ið upp. Með tilliti til iiðínna áratuga, þegar hvert árið hefur fært lands lýðnum aukinn auð í mynd hinna varanlegu verðmæta, horfa Is- lendingar vonglaðir fram á veg- inn og búast til enn aukinna átaka. En þrátt fyrir unna sigra og bætt lífskjör, þýðir ekki að loka augunnm fyrir þeírri stað- reynd, að ísland er í raUninni erm fátækt land að varanlegum mannvirkjum, enda naumast að vænta, að ein kynslóð gæti skap- að þá auðlegð, er svaraði til ríki- dæmis nágrannaþjóðannar Þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar, hafa öldum saman unnið að uppbyggingu i löndum sínum. Hver kynslóð hefur tekið við svo og svo miklum verðmæt- um, sem urðu grundvöllurinn að framkvæmdum hennar, en hér- lendis var enginn slikur grunnur á að byggja i uphafi aldarinnar. Þjóðin hafði qldum saman búið við sárustu íatækt, og hver sá þóttist heppinn, sem séð gat sér og sínum farborða, þótt ekki réð- ist hann í mannvirkjagerð. Framfaralöngun landsmanna hefur þó aldrei skort, og ætíð hef- ur nægur fjöldi manna verið fús að ráðast í hver þau verkefni, er máttur hans framast leyfði. Þess vegna hafa framfarirnar orðið svo miklar sem raun ber vitni. En miklar framkvæmdir krefjast mikils fjármagns, og fjármagnið er ekki skapað með því einu að renna nægilegu pappírsmagni gegnum seðlaprentvélar, eins og sumir vilja vera láta. Fjármagnið er ekkert annað en þau gæði, sem áður hafa verið framleidd, og peningarnir eru aðeins ávísanir á þau gæði. Lánsfjárskorturinn hér sprettur því einfaldlega af því, að landið er enn ekki auðugt af varanlegum gæðum, borið sam- an við þau lönd, er byggja á göml um auði, en uppbyggingin hihs vegar geysiör. Með svo lítilli þjóð sem okkar, og þjóð, sem segja má, að skammt sé komin á braut efnahagsþróun- grinnar, getur eitt eða tvö stór mannvirki dregið til sín megin- þorra handbærs lánsfjár, og með öllu getur verið útilokað að ráð- ast í hinar stærstu framkvæmdir, nema þá ef til vill með því móti að stöðva aðrar um skeið. Þegar menn því réttilega krefjast stór- framkvæmda, verða þeir þó um leið að gera sér Ijóst, að þær draga enn úr veitingum Iána til annarrar starfsemi. En aðrar þjóðir hafa átt við sömu vandamál að stríða, og þær hafa leyst þann vanda á sama hátt og við nú gerum, með atorku og hagsýni, en þær hafa þó fiestar farið lengra en við inn á þá braut að beina erlendu f jármagni inn í Iandið. ðlargar þeirra hafa ekki eia- ungis heimilað flutuing arm- SkeSfls* PersaveSdis: arra þjóða fjármagns inn í landið, heldur beinlínis stuðl- að að honum. íslendingar hafa hins vegar alla tíð óttazt erlent fjármagn. Þeim þótti auðugir, erlendir kaupmenn, er hér settu sig niður, lítt bæta þeirra hag, enda væru þeir næsta réttlitlir í viðskiptum við þá. Þeir vildu heldur vera efnaminni, ef þeir þá yrðu efnalega sjálfstæðir, bæði sem þjóð og einstaklingar. Allt frá þeim tíma hafa menn óttast fjármagn útlendra manna og hlífzt við að veita þvi inn í Iandið, og vissulega er rétt og sjálfsagt að fara að öllu slíku með varúð. En er þar með sagt, að fyrirfram beri að fordæma allar slikar ráðstafanir? í viðskiptum siðmenntaðra þjóða hafa þróazt réttarreglur, sem viðurkenndar eru og hlítt. Hin voldugu réttarríki hafa sætt sig við lögmæta úrskurði, sem féllu þeim í óhag, og fyllsta ástæða er til að vænta þess, að svo verði einnig um alla frarntíð. Þá rís sú spurning, hvort ekki sé ástæðulaus hinn gamli ótti við að veita útlendu fjármagni inn í landið, því að vissulega mætti ganga svo frá samningum, að eng- in hætta gæti að steðjað, ef þeim væri hlítt. Hitt er augljóst, að stórvirk, arðsöm fyrirtæki gætu bætt hag landsmanna, enda þótt þau að einhverju leyti væru eign er- lendra manna á sama hátt og á sér stað í allflestum löndum öðr- um. Venjulega verður svo sá end- irinn á, að slík fyrirtæki falla að öllu til innlendra manna, og þannig mætti vissulega ganga frá hnútunum, ef til þess kæmi, að stóriðja risi hér upp að einhverju leyti á vegum útlendinga. Eitt geta aílir verið sammála um, að nauðsynlegt sé að halda áfram þeirri uppbyggingu at- vinnuveganna, sem nú á sér stað, að byggja fleiri og stærri orkuver og iðju og auka fjölbreytni fram- leiðslunnar. I þessu augnamiði verði hinir innlendu möguleikar notaðir til hins ítrasta. En á þá að stöðva, þar sem þá þrýtur? Sérhvert byggðarlag mundi fagna fjármagni, sem flyttist til þess frá öðrum landshlutum. Ef því fullkomin réttarvissa væri ríkjandi þjóða á milli, væri ástæða til að ætla, að öll ríki, er þörfnuðust aukins fjármagns, j fögnuðu því frá öðrum, og því ber ekki að neita að sú hefur reyndin einnig víðast orðið. j íslendingar hafa nú með hönd- um stórframkvæmdir, sem að verulegu leyti eru gerðar fyrir erlent lánsfé, og virðast allir sám- mála um, að rétt sé að farið. Hitt er augljóst, að takmörk eru fyrir því, til hversu mikilla erlendra skulda hægt og rétt er að stofna. Vel má þá einnig hafa það í huga að íslenzka þjóðin ber ábyrgð á greiðslum slíkra skulda, en í hinu tilfellinu eru eigendur fyrirtækj- anna einir ábyrgir, og eignir þeirra einar standa hér til fulln- ustu þeim, þar sem ríkið á aftur á móti hagnaðarvonina í sköttum og margvíslegum gjöldum. Þegar öll kurl koma til grafar, virðist bví óhyggilegt að útiloka með öilu möguleika á flutningi erlends fjármagns inn í landið, þótt rétt og sjálfsagt sé að fára að cllu með gát og hógværð. MOSSADEQ er voldugasti raaður Persíu í dag, — eðaj svo virðist það, að minnsta kosti. En sá, sem er raunveru- legi valdhafinn í landinu, mað urinn að baki Mossadeqs, er smávaxinn náungi með grá- sprengt spámannsskegg, gædd ur ofstæki, sem á sér engin tak mörk. Seyed Abul Ghassem Kashani heitir hann, en er venjulegast ncfndur heiðurs- titli sínuin „Aytollah" eða orð Allahs. fiann er blanda of- stækistrúarmanns og ofstæk- isstjórnmálamanns, scm aðeins geta vaxið og lifað í Austur- löndum hinum nálægari, og í persónu hans blandast saman þær erfðavenjur, sem eiga ræt ur sínar að rekja alla götu til morðingjaættarinnar „Assasin erne“, sem launmorð hafa síð- an verið heitin eftir á flestum tungum veraldar. STOFNAR MORÐSVEITIR Kashani er sagður 67 ára gam- all — ella gæti hann ekki setið M bahi morfa^m í Parsín Seyed Kashani. spámanninn af persneskri jörð í marz 1951 hafði Kashan vart drep ið fæti á líbaneska jörð, er lík ráðherrans lá sunduftætt af kúl- um á góifteppinu í glæsivillu hans og Jandvistarbannið var þeg ar numið úr gildi. Og einu má heldur ekki glevma. Forsætisráðherrann og yfirherforinginn, Razmara var myrtur af Fidayan-manni einum, Kicrawi, víðkunnur, frjálslyndur blaðamaður var einnig myrtur af Kashanimönnum og 7. marz 1951 var reynt að ráða Shainn sjálfan af dögum, en mistókst, kúlan geig aði. ðlOSSADEQ HÓTAÐ Eftir að Razmara hafði verið kálað, stóð hnífurinn einnig f 'æðslumálaráðherranum, Abdul Zanaganeh, er geispaði golunni í sama vettvangi. Nýlega hefur morðhreyfing þessi hafið harða baráttu fyrir því, að íyrrv. for- ingi þeirra, Navab Safavi verði látinn laus, en hann situr inni ■ fyrir morðið á Razmara. Ef hon- um verður ekki sleppt úr haldi innan skamms tíma mun dóms- málaráðherrann Amir Alai verða ráðinn af dögum og síðan forsætis ráðherrann sjálför, dr. Mossa- deq. Það var Gahvam-es-Sultanehs krafa og ætlun til þess að koma á röð og reglu í landinu, að fýlg- ismenn Kashani og hann sjálfur yrðu handteknir. Að þessu þorði þó hinn ungi Shah ekki að ganga. Vafalaust vill dr. Mossadeq gera hið sama, en hann skortir öll völd og styrk til þess að geta hneppt ofbeldismennina í fjötra réttlæt- isins. Trúarofstækismennirnir hafa gert bandalag við kommún- istaflokk landsins, Tudeh flokk- inn og allt virðist vera að kom- ast á ringulreið. EÐLI OG INNRÆTI HRELLIS PERSAVELDIS í hinu stóra einbýlishúsi sínu við rætur Alborzfjallsins í dýr- asta hverfi Teheran situr Kashin í makindum og leggur á ráðin um frekari ldækjabrögð og strand- högg. Dr. Mossadeq stendur ber- skjaldaður gegn honum. En Kashani er ekki af baki dottinn. Hann líkist engum fremur í út- liti en presti á ellilaunum. En hann er í innræti skelfing- in uppmáluð og hrellir alls Iancls- ins. Velvakandi skriíar: UB DAGLEGA LÍFINU Þetta er ljósprentun af cinni for- síðu Undirróðurs- og æsingablaðs Kashans í Teheran. Myndin skýr- ir sig sjálf. á þingi, en til þess var hann fyrst kjörinn fyrir tveimur árum síðan. ■ I reyndinni er hann þó kominn lángt yfir sjötugt. Meðan á ann- arri heimsstyrjöldinni stóð vann hann af kappi með öðrum mestu þorpara og dusilmenni Austur- landa, Stórmúftanum af Jerúsal- I em, sem títt var getið í fréttum á þeim tíma. Kashani var gerður landrækur og fluttist þá til Palestínu til sálufélaga síns, Múft ans. Eftir að stríðið var til lykta leitt snéri sá gamli aftur heim til Persíu og stofnsetti hersingu af stormsveitum, svokölluðum „Mudjahedin-i-Islera“ eða Sjálf- boðaliðum Islams, er stóðu fyrir ! kröfugöngum, sem oftast enduðu í blóðugum uppþotum og skær- um, er áttu ekki sinn líkan síðan í blóðböðum Miðaldanna. Og aðra sveit stofnsetti hann einnig, sem nefndist „Fidayan-i-lslam“ (Dauð vígðu Islamsmenn), sem bera ábyrgðina á mörgum þeim pól- tísku morðum, er framin hafa ver ið í nálægum löndum eftir styrj- öldina. I AÐ STJÓRNA MEÐ RJÚKANDI BYSSU | Mossadeq hefur notfært sér þann hugaræsing, er fylgjendur og trúarofstækismenn Kashins hafa galdrað upp í landinu, en hann óttast þó um leið manninn með skeggið gráa. Mossadeq fékk fyrstu aðvörunina um að í land- inu er einn maður honum valda- , meiri, á bak við tjöldin, þegar morðtilraunin var gerð gegn hon- um í maímánuði 1951. Önnur að- i vörunin kom í febrúar í ár, þegar íranski yfirmaður Anglo Iranian Oil í Abadan, var myrtur. Kashan er sannarlega verðugur félagi Mossadeqs í skjótum og róttæk- um ráðstöfunum, ef honum býð- ur svo við að horfa! Þegar hirðmálaráðherra Shains af Psrsíu hafði látið reka gamla Fleiri unglingar Ienda á refilstigam TVENNT er það, sem við rek- um fyrst í augun við lestur skýrslu barnaverndarnefndarinn- ar. Það er eftir henni ekki óal- gengt, að unglingarnir séu orðn- ir ölkærir um fermingu, en í kjölfar drykkjuskaparins siglir aukið lauslæti, þjófnaður og önn- ur viðlíka afbrot. Árið 1951 gerð- ust 53 unglingar brotlegir við lögin undir áfengisáhrifum. Þar er rösklega 7 sinnum lakari út- koma en tveimur árum áður. Starf nefndarinnar unnið fyrir gýg VIÐ þvílíkar upplýsingar verð- ur mönnum að spyrja, hvort ekki sé rokið upp til handa og fóta til að efla eftirlitið og ráða bót á ósvinnunni eftir því sem í mannlegu valdi stendur. | En þessu er allt annan veg far- j ið. Starfsskilyrði nefndarinnar, | eina opinbera aðilans, sem lætur i vandræði unglinganna til sín taka, 'eru svo gersamlega von- laus, að sjálf viðurkennir hún, að björgunarstarfið sé kák eitt og fálm, eiris og stendur. Með öðrum orðum er unnið að þessum vel- ferðarmálum aðeins í orði, ekki á borði. oc Það er nppeldishæli, sem vantar G enn bætist grátt ofan á svart. Löngum hefir verið gripið til þess fangaráðs, að senda vandræðabörnin í sveit, en það gefst sjaldan vel, enda fjölgar nú þeim heimilum, sem hásast á að taka við þessum ógæfusömu unglingum. Á þetta þá svo að dankast, að ungmennin fái óáreitt að velkj- ast í drafinu. Bamaverndarnefnd in bendir á, að tafarlaust verði að koma þeim úr umhverfi sínu og hefjast handa um að breyta viðhorfi þeirra til lífsins. Þær ráðstafanir geta aðeins verið á einn veg að dómi nefndarinnar, að stofnað sé uppeldisheimili fyr- ir þessi ungmenni. Fjárframlög eða spilltir þegnar ^JÓÐFÉLAGIÐ vill náttúrlega ekki skaðast á unglingunum með því að leggja þeim nauðsyn- legt fé til uppeldis. En úr því að gildi þeirra sýnist einna helzt • mælt í peningum, þá er rétt að benda á, að það er líka þjóðhags- legt tap að eiga óstarfhæfa og spillta þegna. *• I Seiður "raminn ÞESSI helgi hefir verið dýrleg frá hendi skaparans og vinnu veitendanna. Langt frí berst mönnum allt í einu upp í hend- urnar um hásumarið og heppnín er þá svo mikil, að það hittist einmitt á þá daga, sem forsjónin hefir úthlutað blíðviðri. Um enga sumarhelgi aðra hef- ir fólkið streymt eins út úr bæj- unum. Frjáls náttúran hefir framið þann seið, sem enginn hefir fengið staðizt. Og seiður sá var því magnaðri, þar sem við eie'um ekki góðu að venjast á sumrinu. IHjóðir og hógværir menn . . . /MSIR hafa þó ekki borið gæfu til að njóta helgarinnar eins og þeim stóð til boða. I stað þess að koma hressir og glaðir eru þeir beygðir og teknir eins og eftir andvöku heillar skammdegisnæt- ur. Það er nú einu sinni sVo, að löngu fríurfum fylgir allt af nokkur hætta, því að ekki kunna allir fótum sínum forráð, þegar frjálsræðið er annars vegar, frekar en kálfurinn, sem fer sér að voða í fyrsta skipti, sem hon- um er hleypt út í gróandina. Vertu sæll — ég sé þig IJ'LEIRI og fleiri kveðja nú orðið upp á útlenzku og segja: Sé þig seinna, eða bara: Ég sá þig. Þetta er bein öpun eftir erlend- um kveðjum, og er nýtt fýrir- bæri í íslenzku. „Vertu sæll“ er nú samt allra laglegasta kveðja eða þykir nokkrum í alvöru meira til hinn- ar aðfengnu koma?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.