Morgunblaðið - 05.08.1952, Side 14
MORGVNBLÍÐIÐ
Þriðjudagur 5. ágúst 1952
r 14
...............................
c
i EINU SINNI VAR |
Skáldsaga eftir I. A. R. V/ Y LIE
Framhcldssagan 14
„Ég þykist vera duglegur lækn-
ir. En ég hef ekki áhöld og er því
ekki til gagns nema að litlu leyti.
Fólk deyr í höndunum á mér. Ég
veit hvað á að gera fyrir það,
en ég get það ekki. Stundum
finnst mér ég vera að missa vitið
af tómum vandræðum. Ég þarf
að fá sjúkrahús og aðstoðarlið og
hjúkrunarkonur til að halda á-
fram þar sem ég hef byrjað“. —
Hann yppti öxlum og hló við. „Ég
vil fá tunglið“.
„Ég gæti hjálpað yður“.
Hann leit á hana.
„Jafnvel þér eigið ekki tungl-
ið“.
„En ég er mjög rík. Ég gæti
gert erfðaskrá, Dreek Radnor,
nýja erfðaskrá. Eftir samkomu-
lagi gæti ég látið eigurnar ganga
aftur til þeirra, sem þær eru
komnar frá. Fortune City ætti ef
til vill eftir að standa undir nafn-
inu“. Öún sló fingrunum á hand-
legg hans. Ljósið lék í marglit-
iim gimstéir.unum á hendi henn-
ar. „Þér gætuð fengið allt, sem
þér þurfið á að halda. Sjúkrahús,
aðstoðarlækna, hjúkrunarlið, á-
höld. Dalurinn, sem þér elskið,
mundi blómstra á nýjan ieik eins
og aldrei hefði Hythe-fólkið
komið hér....“
„Það væri fallega gert.... “
sagði hann stamandi.
„Nei. Það væri hægt að kalla
það friðþægingu sálarinnar. Á ég
að senda eftir lögfræðingi mín-
um, Dreek Radnor? Hann gæti
komið strax á morgun. Þér ákveð
ið sjálfur?"
Hann stóð á fætur. „Hvað kem-
ur þetta mér við? Hvað get ég
gert?“
„Ég þoli ekki að þjást og get
ekki sætt mig við það. Og ég vil
ekki sætta mig við það að verða
pínd og kvalin eins og rotta í
kattarklóm. Ég vil losna við það
állt og það sem fyrst. Þér eigið
að hjálpa mér“.
„Þér haldíð aðeihs að þér viljið
deyja. Ef ég útvegaði yður tækin
til þess, mynduð þér ekki not-
færa yður þau“.
,,Ef til vill ekki Ef til vill hef
ég ekki hugrekki." Hún brosti út
í annað munnvikið. „Ef til vill
er ég ekki nógu nálægt cldinum
til að þora að hætta á það....“
Dreek brosti til hennar. En það
var heldur enginn hlátur í aug-
um hans, frekar en hennar.
„Á að neyða mig til þess?“
„Bull og vitleysa. Þér tilheyrið
kynslóð, sem ekki setur fyrir sig
hjátrú. Þið eruð hættir að hugsa
um himin og helvíti. Þið eigið
þennan heim og það er ykkur
nóg“.
„Þessi kynslóð hefur líka sína
hjátrú og hindurvitni“.
„Þér óttist það ekki. Þér eruð
frjáis og hugrakkur, ungur mað-
ur. Þér stáluð einu sinni þegar
yður fannst þér hafa rétt til þess.
Þér hafið ekki áhvggjur af r.má-
munum. Þér notið hugvit yðar til
vega og meta, og takið yður ekki
nærri þótt þér styttið yður leið
yfir ófærur að markinu". Hún
virtist vera að leita annað hvort
að sterku hliðum hans eða þeim
veiku. Hann vissi ekki 'hvort
heldur var.
Eftir nokkra þögn sagði hún:
„Ég skal senda yður boð, Þau
munu hljóða svo: Frú Hythe lang
ar til að bjóða yður góða nótt
áður en hún sofnar. Ef ég vakna,
Radnor lækr.ir, þá mun ég eýði-
ja erfðaskrána ,aftur“.
O—
ífún hafði lokað augunum. —
Anírúmsloftið var þungt í her-
honum fannst myrkrið vera|
þrungið einhverju, sem átti í
rauninni aðeins heima í huga
hans. Syd var þarna úti .......
dauðvona og Tad litli, sem var
ef til vill þegar dáinn. Janey
gamla McCringle, sem átti allt
það bezta skilið af honum, var
þarna líka. Það var satt, sem
konan hafði sagt. Hann hafði allt
af orðið að vega og meta og velja.
Og hann hafði alltaf getað valið
án þess að hafa samvizkubit eftir
á. Hann hafði kunnað að velja
rétt.
„Ég býð mikið fyrir lítið,
Radnor læknir", sagði röddin úr
rúminu. Hann snéri sér við og sá
að augu hennar voru galopin.
.,Ég hef alltaf staðið við loforð
min“. Hvískrið var orðið hrjúft
af kvölum. „Auk þess ættuð þér
að sjá aumur á mér“.
—O—
Flar.ders læknir staulaðist ut-
an úr fremri stofunni. „Það er
Anne Martin. Komin til að
kveðja", sagði hann.
Dreek sat álútur og niðursokk-
inn í vinnu sína fyrir framan
sótthreinsunartækið. — Hann
fleygði frá sér áhöldunum i sjóð-
andi vatnið og þurrkaði sér um
hendurnar. Honum fannst ein-
hvern veginn að það væri ekki
eingöngu hann sjálfur, sem
stjórnaði gerðum handa sinna,
-^ins og þær hefðu öðlazt líf og
vilja fyrir sig. Honum hafði fund
ist þetta einu sinni áður, þegar
hann var í miðju kafi við hættu-
legan uppskurð. Hann hafði verið
of þreyttur til að hugsa. Hann
hafði trey-st höndunum. Hann
varð að treysta þeim líka núna.
Fíngert og fölt andlit Anne
margfaldaðist í speglunum. Hann
tók í útrétta hönd hennar.
„Pabbi ætlar að aka mér til
Greta Rock“, sagði hún. — Hún
reyndi að tala fullorðinslega og
láta eins og hún væri örugg um
sjálfa sig. En hann vissi að hún
var með'-grátstafinn í kverkun-
um .... að hann þurfti aðeins að
taka hana í fang sér og þá mundi
hún gráta hástöfum. „Eftir tvo
daga verð ég komin til New
York .... eftir eftir þrjú ár kem
ég aftur hingað útlærð“.
„Ekki fyrr en eftir þrjú ár. Það
er langur tími“.
„Mér finnst það vera eilifð“.
Hún brýndi raustina og reyndi
að tala með ákveðnum róm. „Við
Syd töluðum um þetta. Eins og
nú er komið, er þetta bezt fyrii
hann. Þetta gat ekki haldið á-
fram lengur svona“.
„Ég vona að þú hafir ekki sagt
honum .... það, sem þú sagðir
mér?“
„Nei, ég gat það ekki. Hann er
ennþá svo vongóður. Hann verð-
ur að venjast því að sakna mín“.
„Ef til vill tekst honum það og
ef til vill ekki“. Hann sleppti
hönd hennar.
Þau töluðu ekki meira um það.
en hugsuðu líkt. Ef Syd mundi
batna, þá mundi hann vera nógu
sterkur til að taka því, að hann
hafði misst hana. Ef honum
mundi ekki batna, þá mundi
hann aldrei vita að hann hafði
misst hana. „Þú elskar hann,
Anne“, sagði Dreek. „Þú mátt
ekki gefast upp þótt á móti blási
um stund“.
„Ég mun alltaf elska hann. En
það er til svo margskonar ást
Ég vissi það bara ekki fyrr en I
«<
,,Þú veizt það ekki heldur
núna“.
Hún snéri sér undan, .svo að
hann sá ekki framan í hana.
„Þú mátt ekki gleyma mér
alveg, Dreek“.
„Ég get ekki gleymt þér“.
• „Og þakka þér fyrir allt. Megi
þér ganga vel í starfi þínu....“
„Ég geri eins og ég get, en það
virðist ekki vera mikið“.
„Okkur þykir öllum vænt um
þig“, sagði hún . „Fyrir það sem
þú gerðir. ...“
Hún gekk hratt fram að dyr-
unum og var horfin á augabragði.
Hann heyrði þegar stóri, þungi
vörubíllinn rann af stað. Ryk-
mökurinn stóð aftur af honum og
þyrlaðist inn í húsið. — Dreek
heyrði að síminn hringdi í sömu
mund. Flanders læknir svaraði
.... og'svo varð þögn.
„Það er til þín, Dreek ....
Skilaboð frá Hythe-kvenmannin-
um. Hana langar til að bjóða þér
góða nótt.
bertúnu. Dreek fór út að glugg-
aniim og opnaði hann. Það
koísyart myrkur úti fyrar.
mHHIiHlHilliri
var
En
HandSausa stúðkami
eftir Grimmsbræður
2.
„Guð hjálpi okkur“, hrópaði þá konan. „Þetta hefir ekki
verið neinn annar en Kölski. Og hann hefir ekki átt við
eplatréð, heldur hana dóttur okkar, sem hefir verið að hreinsa
til í garðinum í dagi“ /
Malarinn og konan hans áttu aðeins eina dóttur barna,
sem var mjög guðhrædd og elskuleg. — Loksins rann sá dag-
ur upp, sem Kölski ætlaði að sa^kja stúlkuna. Þá þvoði hún
sé um andljtið og hendurnar. Siðan tók hún sér krít í hönd
og krítaði stóran boga á gólfið. Þessu næst sté hún inn í
hringinn.
Þegar Kölski kom, varð hann fokvondur, því að hann komst
ekki að stúlkunni, vegna þess hve hrein hún var. Þá skipaði
hann malaranum að hella öllu vatni niður, sem í húsinu væri,
svo að stúlkan gæti ekki þvegið sér. Malarinn var dauð-
hræddur við Kölska og þorði ekki annað en að hella öllu
vatni niður, sem í húsinu var.
Kölski kom svo aftur daginn eftir. Þá Tiafði stúlkan ekki
getað þvegið sér, en- aftur á móti höfðu tár hennar runnið
niður á hendurnar, svo að þær voru alveg hreinar.
Eins og fyrri daginn, gat Kölski ekki tekið st.úlkuna með
sér, og skipaði hann því malaranum að höggva hendurnar
af henni.
„Ég get ekki fengið mig til þess að hvöggva hendurnar af
barninu mínu“, sagði malarinn og reyndi allt til þess að fá
Kölska til að taka aftur skipun sína. En það var ekki við það í
komandi. Kölski sagði, að hann myndi taka hann sjálfan, ef j
hann gerði ekki eins og hann skipaði. Malarinn þorði þá ekki ;
ii&JjMiQ
annað, en að lofa að gera eins óg honum var sagí„
.......
tl!
I í 7 I f
Lökk — Giiimir — Spartsl
Bifreföavöruverzlun
K RIÐRBKS BERTELSEIM
Kafnarhvoli — Simi 2872
Nýkcmið
Glæsileg landkyiming
BdeaB Souvenirs of lcelaiiid
Verð kr. 14.50.
Gleðjið vini yðar erlendis
með þessum fallegu land-
lagsmyndabókum.
Verð kr. 50.00.
lilreið til sölca
Poníiac bifreið
er til sölu og sýnis á.verkstæðum vonim. Vél bifreiðar-
innar er nýfræst og gegnumfarin. — Body nýmálað og
nýklætt innan. — Bifreiðin selst með góðum kjörum.
Upplýsingar gefur Eiríkur Gröndal verkstæðisformað-
ur og Sigurður Egilsson. verzlunarstjórL
H.f. EgHl Vilhjálmsson.