Morgunblaðið - 08.08.1952, Blaðsíða 1
| 39. árgangur.
177. íbl.
Föstudagur 8. ágúst 1952
Frentsmlðja M«rgunblaösins<
O
, *****
, doEIara tii vopaksupa ekki gs*eiddtar
-?
AÞENA, 7. ágúst. — Fregnir
hafa boi'izt um mikinn liðssam-
drátt búlgarska hersins, við
grísku landamærin í dag. Mikill
grískur herafli var þegar sendur
á vettvang. Og standa nú herirnir
gráir fyrir járnum, andspænis
hver öðrum, og er ástandið all-
ískyggilegt.
Gríski herinn mun hafa í hyggju
að beita valdi til þess að hrekja
búlgarskar hersveitir burt af eyj-
unni Gamm^, sem liggur í landa-
mæraánni Evross, og eru þá líkur
til, að í hart muni slá.
I*etta er Syngman Rhee, forseti Suður-Kóreu, sem nú hefir verið
endurkjörinn. Hann svipti þing landsins réttinum til að kjósa
forseta og lét fara fram þjóðarkjör. Tókst honum þannig að halda
forsetatigninni áfram, hvað ella hefði ekki orðið, þar sem meiri
liluti þingmanna var honum andvígur.
Mikil ólga í Belgíu vegna
lengingar herskyldunnar
jalnaðarmenn boða til alisherjarverkfalls.
I
ERÚSSEL — Til tíðinda virðist ætla að draga í Belgíu vegna
lengingar herskyldutímans úr 18 mánuðum í 2 ár, sem gekk í
gildi í janúarmánuði síðastliðnum. Ríkir mjkil ókyrrð víða í her- j
búðum og boðað hefur verið til verkfalla um land allt, einkum
meðal kolanámumanna. Verkalýðssamtök jafnaðarmanna hafa boð-
að til allsherjarverkfalls á laugardag og getur svo farið að allt
atvinnulíf lamist í Belgíu af völdum þess.
Kvikmyndari
!•
mim
S!Sgar endurvígbúnaðurinn íraska!
Einkaskeyti til Mbl. frá Rculer-1\TB
rARÍS, 7. ágúst. — Tilkynnt hefir verið hér í borg, að franski
ríkisstjórnin hafi föstudaginn hinn 1. ágúst samþykkt á fundi sín-
um að kæra til Atlantshafsráðsins yfir því, að Eandaríkin haii
ekki staðið við skuldbindingar sínar um doilaraframiag til hern-
aðarþarfa landsins og endurvígbúnaðar þess. Afleiðing þess, að
Bandaríkin hafi ekki staðið við gefin loforð, mun valua miklu at-
vinnuieysi í franska stáliðnaðinum og við hergagnasmíðar allar.
Mál þetta hefir vakið hina mestu athygli um heim allan, og' heíir
verið um fátt meira rætt síðustu daga.
í síðustu viku stofnuðu her-^
men víða til samblásturs og
höfðu þeir sig mest í frammi, sem
samkvæmt gömlu reglunum áttu
að fá heimfararleyfi um þessar
mundir, Kolanámumenn hafa þeg
ar gert samúðarverkfall og mátti
heita að í gær væru flestar námur
í Liege-héraðinu mannlausar.
PÓLITÍSKT vERKFALL
Verkalýðssamtök jafnaðar-,
manna, sem boðað hafa til alls
lierjarverkfalls næstkomandi
laugardag, teíja um hálfa
milljón meðlima. Bæði stjórn
sambandsins og forkólfar jafn-|
aðarmanna hafa viðurkennt
opinberlega, að hér sé um
pólitískt verkfall að ræða tilj
að knýja stjórnina til að
breyta ákvörðun sinni um Ieng
ingu herskyldutímans. Stjórn
Kristilega verkalýðssambands
ins sem er næstum eins fjöl-
mennt, hefur hins vegar hvatt
verkamenn til að taka ekki
þátt í verkfallinu.
ÆTLA AÐ STEYPA
STJÓRNINNI
Jean van Houtte forsætisráð-
he'rra og aðrir talsmenn stjórnar-
intiar hafa marglýst því yfir, að
2 ára herskyldutími mundi verða
fyrirskipaður í öllum aðildarríkj-
um Evrópu-hersins, en það hefur
enn ekki orðið. Meðal stjórnmála
manna^ í Brússel, er álitið, að
jafnaðarmenn hyggist nota mál
þetta tii þess að steypa stjórnmni.
Joy fær virð-
ingarsföðit
ANNAPÓLIS — C. Turner Joy,
fyrrum formaður samninganefnd
ar Sameinuðu þjóðanna í Pan-
munjom, tók í fyrradag við nýju
starfi við hátíðlega athöfn í
Annapólis, en hann hefur verið
skipaður skólastjóri sjóliðsfor-
ingjaskóla Bandaríkjanna. Joy
þóttu farast störf sín í Kóreu
einkar vel úr hendi og hlaut ó-
skorað traust Bandaríkjastjórnar,
sem nú hefur verðlaunað hann
fyrir frammistöðuna. Joy er 57
ára að aldri.________
KÓLÓMBÓ — Stjórnarskrár-
nefnd þingsins í Nýja-Sjálandi
leggur til í skýrslu sinni til þings
ins, að sett verði á fót öldunga-
deild í landinu.
NEW YORK, 7. ágúst. — Hinn
þekkti kvikmyndaframleiðandi
James Cassidy, sem lézt í New
York á sunnudaginn, var jarðsett-
ur í vikunni. Cassidy hafði §ert
samning við Tancred Ibsens, ætt-
ingja skáldjöfursins norska, um
að kvikmynda leikrit Ibsens. —
Hann hafði þá þegar látið hefja
framkvæmdir og tekið hluta úr
atriðunum úr „Brúðuheimilinu“
í Noregi. Sjálfur leikurinn átti
síðan að fara fram í Ameríku í
ár, en það bregzt nú sökum dauða
Cassidys.
Tore Segelcke, hin fræga
norska leikkona, átti að vera höf-
uðráðunautur við kvikmynd
þessa alla. — NTB-Reuter.
Dóver — Öll skip, sem leið áttu
um Ermarsund, voru nýlega vör-
uð við tundurdufli, sem sézt hafði
á floti á þessari fjölförnu sigl-
ingaleið.
KÆRAN SEND <
ADALRITARANUM
Blaðafulltrúi franska hermála-
ráðherrans, René Plevens, skýrir
svo frá, að kæran á hendur
Bandaríkjunum verði fengin að-
alritara Atlantshafsbandalagsins,
Ismay lávarði, í skýrsluformi inn
an skamms. Þetta mun verða
fyrsta stóra ágreiningsefnið, er
Ismay verður að leysa, síðan
hann tók við störfum aðalritar-
ans í marzmánuði í ár.
FÉNU SKYLDI VARIÐ
TÍL VOPNAKAUPA
Deila þessi er sprottin af þeim
sökum, að bandaríska ríkisstjórn
ir. hefir heykst á að undirrita
beiðnir um hergögn og herbún-
að frá frönskum vopnaverk-
smiðjum og greiða með 438
millj. dollurum á þremur ár-
um. Vopn þessi var ákveðið að
Gagnkvæma bandaríska öryggis-
stoínunin léti framleiða í Frakk-
landi til handa Atlantshafsríkj-
unum, á fundi þeirra í Lissabon
í vetur. Upphæð allrar pöntunar-
innar var 625 millj dollarar.
BANÐARÍKJASTJÓRN
AFSAKAR SIG
Bandaríkin hafa þannig ekki
viljað skuldbinda sig á þessu
fjárhagsári til að veita nema 187
millj. dollara til vopnakaupa
þessa, í stað 625 millj. dollara.
Og er það minna en einn þriðji
hluti þeirrar upphæðwr, sem
frönsku ríkisstjórninni hafði
staðfastlega verið lofuð.
í orðsendingu bandarísku rík-
isstjórnarinnar, er því borið við,
að þjóðþingið hafi skorið svo
Háðgáfia bandarísku
ilagslysanna ieyst
mjög niður fjárvcitinguna til
Gagnkvæmu öryggisstolnunar-
innar, enda megi Bandaríkin
samkvæmt lögum sínum ekki
binda sig til þriggja ára fjár-
skuldbindinga, sem þessarar.
UPPLAUSN í FRAKKLANDI
SÖKUM VANEFNDANNA
Franski sendiherrann í Was-
hington, Henri Bonnet, skýrði
svo frá, að ef hinar 625 milljónir
dollara yrðu ekki veittar frönsku
ríkisstjórninni, þá myndi að
minnsta kosti 26 þús. vélfræðing-
ar verða atvinnulausir, franska
stjórnin yrði að segja upp verk-
samningum á báða bóga í tuga
tali, stórkostlegur halli yrði á
fjárlögum, og öll franska stjórn-
in myndi riða og verða nær falli
komin. Áætlað er, að franska
stjórnin yrði að greiða um 200
millj. dollara í skaðabætur til
franskra verksmiðja, ef banda-
ríska framlagið fengist ekki.
FELLUR FRANSKA
STJÓRNIN?
Þessi alvarlega deila, sern
sprottin er upp milli landanna
tveggja, virðist muni valda al-
varlegri stjórnarkreppu í París.
Atburðul-inn kemur eins og reið-
arslag yfir René Pleven hermála-
ráðherrann, en hann gaf franska
þjóðþinginu það loforð fyrir að-
eins 6 vikum síðan, að Bandarík-
in myndu aðstoða Frakkland í
endurvígbúnaði sínum. í París er
■álitið að Pleven muni verða að
segja af sér sökum þessa, ef ekki
stjórnin öll.
Orðsending bandarísku ríkis-
stjórnarinnar til hinnar frönskti,
þar sem hún neitar að veita hina
625 mill. dala upphæð til endur-
vigbúnaðar landsins, var send
25. júlí s. 1.
WASHINGTON, 7. ágúst: —
Cpinber skýrsla hefir nú verið
gefin út um flugslysin þrjú,
er öll áttu sér stað með
skömmu millibili í Elizabeth-
bæ í Nevv Jersey og varð að
lolca vellinum sökum þeirra.
Fyrsta slysið vildi til í des -
embermánuði í vetur, þegar
farþegaflugvél frá Miami hrap
aði skyndilega niður úr lítilli
hæð. Hún missti ferðina sök-
um þess að skrúfa forskrúfað-
ist í tíunda bullustrokknum og
kom eldur að stjórnborðs-
hreyflinum svo flugvélin hrap
aði til jarðar í ljósum logum
við mikið manntjón.
Enn er ekki alveg ljóst hv*að
varð annarri flugvélinni að
grandi á sama stað í janiiar-
mánuði, en hún flaug inn í hús
rétt við völlinn og olli geysi-
skaða. Allt bendir þó til, að
ísing hafi setzt að vélinni og
skrokknum og knúið flugvél-
ina niður, segir í skýrslunni.
Þriðja vélin hrapaði og nið-
ur í íbúðarhverfi við flugvöll-
inn mánuði seinna, og var það
af því að ein skrúfan af f jórum
þeyttist af og mun áhöfnin
hafa getað bjargað vélinni
með snarræði, er þó skorti.
Þykir vænlegt fyrir vestan,
að slys þessi skuli hafa verið
skýrð á tæknilegan hátt, því
almenningur hugði jafnvel að
hér væri um álög að ræða á
flugvelli þessum, sem alræmd-
ur varð um allt landið.
— Reuter.
Hanidaríska
þingið kallað
saman ?
WASHINGTON, 7. ágúst: — Trú-
man forseti skýrði svo frá á hin-
um vikulega blaðamannafundi
sínum í dag, að hann haíi nú í
bígerð að kalla bandaríska þjóð-
þingið saman til sérstakra fundar
halda um dýrtiðina og verðfest-
inguna í landinu. Forsetinn
skýrði einnig frá því, að hann
mvndi aðeins kalla saman efri
deild þingsins, en ekki fulltrúa-
deildina. Efri deildin lauk fttnd-
um s.l. mánudag, og það er aígjör
undantekning frá reglunni, að
hún komi til funda að tilhlutun
forsetans, þegar svo skammt er
til kosninga í landinu.