Morgunblaðið - 08.08.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.08.1952, Blaðsíða 10
r iö MORGUNBLAÐIÐ 1 Föstudagur 8. ágúst 1952 nnm»mnw»MWWimiiinnc»mn»w»niw»iiii«iitiummnim»ni«iiinmmii»miimnimimnnrninmtimmniHniiiiiiim<«imimnÉi»ii»uni«iimmnnnniinn»mni»É»drt*ii« Illllllll | EINU SINNI VAR | Skáldsaga eítir I.A.R. WYLIE 5 5 | t Framhaldssagan 16 að koma fyrir mig, þá verður þú að halda áfram að kenna honum. Þú veizt hvernig þú átt að fara að því“. „En þú ert ekki að fara héð- an?“ „Helzt ekki“. Hann kinkaði kolli til bæjarstjórans og steig upp í sinn bíl. Hann ók á eftir bæjarstjóran- um og hugsaði með sjálfum sér að vafalaust horfði hann jafn mikið í spegilinn eins og fram á veginn. Sennilega hugsaði hann eitthvað á þessa leið: „Hvernig stendur á þessu? Hann virtist ekki þannig náungi. — Hann bjargar fólki og læknaði það. — 'Það var hans starf, en ekki það gagnstæða". Fianders læknir hleypti Dreek inn og læsti svo dyrunum til að útiloka mannfjöldann, sem stóð fyrir utan. Dyrunum hafði ekki verið læst í fleiri ár og það ætl- aði varla að takast í þetta.sinn. „Þetta eru bara utanbæjar- snápar“, sagði hann og iabéaði inn í innra herbergið. „Allur bær inn hefur verið að leita að þér“, sagði hann án þess aþ líta á Dreek. v „Mér þykir það leitt. Ég var í nótt hjá Fosters-hjónunum. Tad hafði hita og vildi að ég væri hjá sér....“ „Það verður oft spurt eftir þér héðan í frá, hugsa ég. Og þú veizt sennilega hvers vegna?“ Dreek rann kalt vatn miili skinns og hörunds. Nú ygr augna blikið komið, sem mundi eyði- leggja orðstí hans. Þótt undar- legt mætti virðast; datt honum í hug Anne og augu hennar,full trausts. Hún mundi líka missa traust sitt á honum. Hún mundi losna við það. Hún mundi geta komið heim. „Eg bíð eftir því aA. mér séu sagðar fréttirnar“, sagði hann. Flanders læknir varð ennþá píreygðari en venjulega og þykk- ar augabrúnirnar náðu alveg saman yfir nefinu. ;,Erfðaskrá Hythe-kerlingarinnar var lesin í gærkvöldi. Þér kemur ef til vill ekkert á óvart það sem í .henni stóð“. „Ekki ef Lucretia hélt loforð sitt“. Hann kaus að vera hreinskil- inn. Hann var líka alltof þreytt- ur til að halda uppi vÖrnum fyrir sjálfan sig. Gamli maðurinn hafði látið fallast á stól við borð sitt. Það var eins og fæturnir hefði ekki getað borið hann. „Eg skrifaði undir dánarvott- orðið, Dreek Radnor. Ég á það að minnsta kosti skilið að þú seg- ir mér sannleikann“. „Já, víst áttu það skilið“. Dreek var líka seztur. Hann kreisti aftur augun og reyndi að gleyma síðustu atburðunum í stóra svefnherberginu. Flanders íæknir í jakkafötum, sem hann hafði fengið lánuð, standandi við rúmgaflinn og tárin streymdu niður kinnar hans og niður í skeggið. Hann hafði lyft öðru augnalokinu og snöggvast hafði Dreek verið gripinn þeirri ó- þægilegu tilfinningu að auga væri lifandi og hefði brosað til þeirra. „Nú, já“, sagði Flanders lækn- ir. „Þú hlýtur að hafa fyllt hana af deyfilyfjum“. Og nú spurði hann: „Styttir þú henni líf?“ ' „Já. Hún var sofandi“. „Drottinn minn. Þú fórnar heiðri þinum og læknarétti .... fyrir hvað? Ef það hefði verið af samúð. .. . “ „Ég kenndi líka í brjósti um hana. En það var meira, sem lá á bak við. Það var samkomulag <í „Áttu við að hún hafi vitað hvernig komið var?“ „Já. Það var líka að samkomu- lagi okkar...." „Hvaða samkomulagi?" „Hún átti aðeins nokkfár "vik= ur eftir ólifaðar. Þær hefðu orðið illbærilegar. Hún var vön að geta hagað lífi sínu eins og henni þóknaðist. Hún vildi deyja, e.ins og hún hafði.lifað. Ilún lofaðí að arfleiða bæirin að nógu fé tif aþ hægt væri að byggja sjúkrahús .... og rækta upp aftur nokkuð. af landinu. Hún kallaði það að hún vildi kaupa sér friðþægingu sálárhöiar* Ég varð að vega og meta hvað á móti öðru .... sjálf- an mig á móti gamalli konu, sem lifði aðeins til að þjást ofurkvöl- um, orðstí sjálfs min á móti' Vfel- gengni bæjarfélagsins. Mér finnst ég hafa gert rétt. Það er sama hvað skeður, mér- mun alltaf finnast ég hafa gert rétt“, „Ég get sagt þér eitt, sem hef- ur þegar komið fyrif, *' Dréhk Radnor; Þú ertorðinn ríkur m.að- ur“. Dreck hló við. „Og hver hefur gert mig ríkan?“ „Lucretia Hythe, fvrrverandi sjúklingur þinn, sem þú myrtir“. Það varð löng þögn áður en Dreek svaraði. „Hvaða vitleysa. Ég trúi því ekki. Það hlýtu#, að vera misskilningur. . . .‘5 „Já, misskilningur, sem ekki verður hægt að leiðrétta" Reið- in hvárf úr augum gamla manns- ins. „Hún virðist hafa leikið á þig, Dreek“. Hann tók sjúkdómslýsinguna frá lækninu-m í New York, sem lá á borðinu. ,, Þar stóð allt svart á hvítu. Það mundi standast hverja réttarann- sókn. Lucretia Hythe hafði verið dæmd kona. Hvenær og hvernig hún mundi deyja, var undir henni sjálfri komið .... eða undir ein- hverjum lækni. Flanders læknir stundi við. „Mér þótti vænt um þig“, sagði hann. „En ég skil ekki þína kyn- slóð. Hún minnir mig á gott skip undir fullum seglum, en vantar átfavita og stýri. Farðu þínáTléið ir og láttu mig í friði. Þú hefur tekið þér á herðar þessa býrði. Þú verður að bera hana einn“, —O— Það ríkti dauðakyrrð í Hythe- ; húsinu eins og svo oft áður. — Hann hljóp við fót upp tröpp- urnar, Hann gat ekki snúið„,yið. .. varð að halda áfram. Harin mátt-i ekki hika framar. Christine Hythe sat í glugga- kistúnni og glugginn var opinn. Hún horfði út í kvöldsólina. í fangj hennar lá lítill hundur — Hann gelti og hún leit við. „Þér hafið ekki séð Snooky fyrr“, sagði hún. „Við eigum hvor aðra, og við eigum líka enga aðra að. Hún er eins og ,ég....... • smeygði sér yfir á aðra grein ..“ Allt í einu var eins og hún gæti ekki lengur gert sér upp kæruleysið. Rödd hennar var bit- ur þegar hún hélt áfram. „Ég hef beðið eftir yður. Ég hélt að þér munduð koma strax. Mig lang- aði að fá frest í einn eða tvo daga til að taka saman föggur mínar. Svo fer ég .... þangað sem sið- prúðar stúlkur með demants- hringa og fimm þúsund. daJi. fara“. „Ég kom strax og ég fékk boð- in“. „Já, auðvitað“. Hún setti hund- inn varlega á gólfið, en hanr; s.tóð, kyrr við fætur hennar og horfði rannsakandi augum á ókunna manninn. „Yður verður fljótt að verki, Dreek Radnor“, sagði' húri. „Ég bjóst ekki við þessu“, sagði hann, „Ég trúi þessu ekki einu sinni ennþá. Hún hefur aðeins viljað gera mér eitthvað illt .... eða ég veit ekki hverju ég á að trúa. En þér verðið að jrúa mér“ << „Því skyldi ég gera þðð?“ „Vegna þess að ég segi það“. Hún hló. „Fólk segir svo margt“. —O— Reiðin var að ná stjórnar á hon um. Hann varð einhvern veginn að fá hana til að trúa sér, en hann vissi ekki hvernig hann átti að fara að því. Hann .geklc til henn- lar, tók um báða haridleggi hennar i : Vænlanlegt írá Spáni: nur in Melónur r! m feS' 1.2 LLJ Handiausa stúlkan eftir Grimmsbræður Stúlkan kraup nú á kné og bað Guð um:að hjálpa sér. í sama mund sá hún engil, sem rétti hendina yfir síkið. Þá skiptist vatnið, og myndaðist stígur, sem var alveg þurr. Stúlkan gekk nú stíginn og inn í garðinn, en engillinn fór á undan. — í garðinum var perutré með,ijölda þroskaðra pera. Garðseigandinn hélt nákvæma tölu'yfir perur þær, sem í garðinum voru. Stúlkan hafði auðvita&'ekki hugmynd um það, og tók eina peru. Garðvörðurinn fylgdist með öllu, sem fram fór. Og af því að hann 'stóð í þeírri'meiningu, að stúlkan væri andi, þorði hann ekki að gera vart við sig. — Þegar stúlkan hafði borðað peruna, lagði hún sig til svefns í einum runnanum. Þegar kóngurinn, sem átti garðínn, kom morguninn eftir, taldi hann að venju perurnar. Það kom fljótlega í ljós, að þhð vantaði eina peru: 'Hann leitaði umhverfis allt tréð, en gat hvergi íundið hana. Svo spurði hann garðyrkjumanninn hvar peran væri. „í nótt kom hingað handalaus andi," svaraði garðyrkju- maðurinn. „Og hann borðaði péruna af trénu.“ „En hvernig komst andinn yfir síkið?“ spurði þá kóngurinn. „Og hvarf andinn þegar hann var búinn að borða peruna?“ Þá svaraði garðrykjumaðurinn: „Vegna þess, að þessi yera var engill, þorði ég ekki að láta hana verða vara við..mig/ Qg þegar veran, sem var í hvítum klæðum, hafði borðað peruna, fór hún á burt.“ — „Nú ætla ég að vaka hér í nótt og vita hvort þú segir satt frá,“ sagði kóngurinn. Þegar komið var kvöld, fór kóngurinn út í aldingarðinn og hafði prest með sér, og átti hann að tala við engilinn. O. J/olinóon C9~' 0\aaL Herbergi óskast til leigu í mánaðartíma, sem næst Skólavörðuholtinu. — Þarf að vera með einhverjum húsgögnum. Uppl. í síma 81810. VI NBER ym- r 4- I september fáum við frá Spáni: Vínher Sítrónur «g Gjörið svo vel og sendið pantanir. Si^. jP. Shjaldlerý L.j Yerður settur 1. október 1952. Þeir sem ætla að stunda nám við skólann, sendi skriflega umsókn, ekki síðar en 10. september þ. á. Um inntökuskilyrði, sjá „Lög um kennslu í vélfræði, nr. 71, 23. júní 1936, og Reglugerð fyrir Vélskólann í Reykjavík nr. 103, 29. september 1936. Þeir utanbæjarnemendur, sem ætla að sækja um heima- vist, sendi umsókn til húsvarðar Sjóman aaskólans fyrir 10. september. Þ. á. nemendur sem búsettir eru í Reykja- vík og Hafnarfirði koma ekki til greina. Eins og undanfarin ár verður fyrsti bekkur fyrir raí- virkja rekinn sem kvölddeild, ef nægileg þátttaka fæst. - Skólastjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.