Morgunblaðið - 15.08.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1952, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. ágúst 1952 MORGVNBLAÐIÐ 11 1 þjéðháfsðardagur indlands í dag Pakisfans í gær, KARAKI, 14. águst — í dag' er' mikið um dýrðir í Pakistan á þjóðhátíðardegi landsins. Það eru nú fimm ár síðan ríkið öðlaðist fullveldi. Meðal heillaskeyta, sem bárust, var skeyti frá Nehru, forsætis- ráðherra Indlands. Indland held- ur þjóðhátíð á morgun, föstudag, og ætlar forsetinn að flytja út- varpsræðu í kvöld af því tilefni. — Kaupmannahafnarbréf Bretiand og Framh. af bls. 6 unnar hvorki gæt né ætti að íel- ast meira en samstarf milli rík- isstjórnanna. RIÐÍÐ Á VAÐIÐ Til að halla ekki réttu máli, ber samt að viðurkenna, að bæði íhaldsmenn og jafnaðarmenn í Bretlandi komust svo að orði um þessi mál: „Ef þeir, sem á megin- landinu búa, vilja ganga lengra og vilja koma á einhvers konar yfirstjórn álfunnar, getum við ekki séð, að neitt tálmi því. Síður en svo. Haldið bara áfram. Við óskum hugmyndinni brautar- gengis“. Sumum þykja þetta góðar ósk- ir, öðrum þykir aftur, að í þeim gæti efagirni eða að minnsta kosti nokkurrar hæðni. Sumum þykja þetta góðar ósk- ir, öðrum þykir aftur, að í þeim gæti efagirni eða að minnsta kosti hæðni. En rás viðburðanna hraðar sér á meðan. Stríð skellur á í Kóreu, ógnun Rússa við vopnlausa Ev- rópu verður hættulegri. Svo skjóta Þýzkalandsmálin upp koll- inum með öllum sínum agnúum. Efnahagsþröngin vegna vígbún- aðarins tekur að sverfa að. Með aukinni hættu og vaxandi er£ið- leikum verður þörf djarfrar stefnu brýnni. Hópur manna, sem töldu ekki unninn bug á vandræðunum nema með sameining álfunnar, einréðu því — og var þeim það þó þvert um geð — að gera djarfa tilraun, án þess að bíða eftir Bretum, stofna lítið Evrópu- bandalag með um 150 milljónum manna. Verður okkur legið á hálsi fyrir tryggðarof við Breta vegna þeirra ráðstafana, sem þeir sjálfir bentu okkur á? Það er ekki gott að segja. Julian Ameri, vinur minn, seg- ir í grein, er hann hefur ritað i brezkt tímarit, að Bretar séu nú í þann veginn að taka foryst-1 una í Evrópuráðinu aftur. Sumt gæti bent í þá átt og ég fyrir mitt leyti kysi það um fram flesta hluti, en því miður er ég hrædd- ur um, að sú sé ekki raunin á í svip. Kaup>SaIa KAUPUM — SELJUM jN’oliið húsgögn, herrafatnað, — góllieppi, útvarpstæki, saumavélar o. m. fl. hCscacnaskAlimv Njálsgötu 112. — Sími 81570. Frh. af bls. 7. aði|t, ^ajpran fyrir utan Hotel á’ÁrÍgíeteite, þar sená hatín- bjó. Alls staðar var honum vel tekið, Ferðafélagið danska hafði mót- töku fyrir hann á Hótel d’Angle- terre og bauð þangað m. a. dönsk- um blaðamönnum og erlendum fréttariturum í Höfn. Mörgum var forvitni á að sjá Danny Kaye. Hann er tæpleg&’ fertugur, meðalhár og grannur. Hann er oft gamansamur, se(n vænta mátti, þegar hann talar við fólk, en mikill alvörumaður, þegar hann talar um eitthvað, sem er lionum áhugamál. Hann er yfirlætislaus og viðfeldinn í fram komu. Það eru engar ýkjur að segja, að ailir, sem kynntust hon- um, voru hrifnir af gáfum hans og persónuleika. Danny Kaye stóð á miðju gólfi, þegar gestirnir komu inn i salinn. Lichtenberg, forstjóri Ferðafé- lagsins, bauð hann velkominn, og hann þakkaði með nokkrum orð- um. ,NURNBEItG“-RÉTTARHÖLD Nú ætluðu gestirnir að ganga að borðum til að hressa sig á vín- um og öðru góðgæti, sem þarna var á boðstólum. En Danny Kaye vildi tala strax við blaðamenn. Hann snéri sér að þeim og sagði: „Hvar getum við talað saman?“ Svo gekk hann ásamt blaðamönn- um inn í herbergi við hliðina á móttökusalnum, settist þar við borð, byrjaði strax að tala og tal-; aði svo að segja látlaust í því nær þrjá stundarfjórðunga. Á meðart urðu hinir gestirnir að bíða í móttökusalnum. — Þetta minnir á réttarhöldin í Nurnberg, sagði Danny Kaye í byrjun viðtalsins. Eg kom til Ðanmerkur til að komast að raun um, hvort ég mundi verða myrt- ur.-Danir gagnrýndu Andersen- kvikmyndina áður en þeir vissu hvernig hún er. Þeir spurði hvernig Sam Goldwyn hefði get- að dottið í hug að láta’annan eins fábjána og mig leika hið heims- fræga æfintýraskáld. Ég hefi alltaf dáðst að H. C. Andersen og æfintýrum hans. Hann var tilfinningamaður, feim- inn og barnalegur. Þannig er hann líka í kvikmyndinni. Ég er viss um, að hún gerir hvorki hon- um né föðurlandi hans hneisu. Þvert á móti held ég,-að hún muni örva milljónir til að lesa æfin- týri hans. Danny Kaye gat sagt, að hann kom, sá og sigraði. En honum varð ein skyssa á, þegar farið var með hann til Odense, til að sýna honum H. C. Andersen-safnið. Hann lét taka mynd af sér liggj- andi í rúmi æfintýraskáldsins með regnhlífina hans yfir höfði sér. Sumir Danir hneyksluðust á þessu. En Danny Kaye afsakar sig með, að þetta hafi verið Ijósmynd urum dönsku blaðanna að kenna. Þeir hafi endilega viljað fá mynd- -ir af honum í þessari stellingu . Páll Jónsson. Leita arkarinnar hans Nóa ISTANBUL, 14. ágúst. — Fransk- ur leiðangur undir stjórn heim- skautafarans Jean de Riquer er nú að klífa Araratfjall í leit að örkinni hans Nóa. Araratfjall er i Tyrklandi, ekki fjarri landa- mærum Tyrklands og Rússlands, og er almennt álitið, að þar sé örkina að finna. 5 m:anna íord * 1 sóðu iagi og á góðum dekkjum, TIL SÖLU í kvöld W' milli klukkan 6 og 9._— Uppl. gefur . STEFÁN JÓHANNSSON, Sími 2640. Afgreiðslustúlkur vantar strax á símstöðina í Keflavík. Upplýsingar hjá símstjóranum í Keflavík. Félagsiíi Handknattlciksstúlkur Armanns Æfing í kvöld kl. 8.30 á Ár- mannssvæðinu við Miðtún. Mætið vel og stundvíslega. — Nefndin. FARFUGLAK Um næstu helgi ráðgera Far- fuglar gönguferðir um Dyrafjöll og Hengil. Á laugardag verður ekið austur i Grafning og gist þar í tjöldum. Á sunnudaginn verður gengið um Svínahlíð, Dyrafjöll og á Hengil að Kolviðarhóli. — Upplýsingar fást í skrifstofu Farfugla í Melaskólanum á föstu- rlag milli kl. 8.30 og 10 e. h. \ FYRIRLIGGJAIMDI: ■ I ÞILPLÖTUR (harðar), 4x9 fet. j BIRKIKROSSVIÐUR, 4 og 5 mm. ■ .-síf.5?. LIMBAKROSSVIÐUR. 4V2 mm., hurðarstærð. ■ ^;í MASSIVT LIMBA, 2, 2V2 og 3”. \ GABOONPLÖTUR, 19, 22 og 25 mm. ; íiÁ.. GIPSONIT ÞILPLÖTUR, 120x270 cm. ■ ■ ■ ¥/ PÁLL ÞORGEIRSSON í Laugaveg 22 — Sími 6412. Eigendur vindrafstöðva Flugráð óskar eftir að kaupa nokkra notaða vind- rafstöðvaturna af mjórri gerðinni. — Þeir, sem vilja selja slíka turna, eru .vinsamlega beðnir að J: láta skrifstofu flugráðs vita sem allra fyrst. j % • eirk Flugráð Mínar hjartans beztu þakkir færi ég ykkur ölium, sem heimsóttuð mig á 75 ára afmæli mínu 10. þ, mán., fyrir öll blómin og gjafirnar. — Sérstaklega vil ég þakka Þorláki, konu hans og dóttur fyrir allt, sem þau hafa gert til að gera mér gleðina sem mesta. Guð blessi ykkur öll. Vigfús Vigfússon, Njálsgötu 51. JARÐYTA 19 tonn, 110 hestöfl í prýðilegu standi, til sölu. €» 1« II €AÍ UUIW.U' ■JLMJLUMl Konan mín JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Rútsstöðum, Gaulverjabæjarhreppi, andaðist 12. þ. m. Júlíus Kr. Jónsson. ■i iiii uiiiMMi—i——m—TTi b i—i—n—n—i—i ' i ---- Konan mín og móðir okkar GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, andaðist þann 12. ágúst. Stefán Eyjólfsson og börn, Borgartúni, Akranesi. Sonur okkar og bróðir minn ÞORVALDUR FINNBOGASON lést af slysförum sunnudaginn 3. ágúst. — Útförin hefir farið fram. — Hjartans þakkir til allra þeirra, sem veittu aðstoð eftir andlát hans eða sýndu samúð á annan hátt. Sigríður Eiríksdóttir, Finnbogi R. Þorvaldsson, Vigdís Finnbogadóttir. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmMmmmmmmmmmmmm^mmmtmmmmmmBmmm Minningarathöfn um konu mína og móður okkar LÁRU LÁRUSDÓTTIR frá Sandi, sem lézt þ. 10. þ. m. fer fram frá Dómkirkjunni laugard. 16. þ. m. kl. 11 f. h. — Líkið verður flutt samdægurs vestur til greftrunar. — Blóm og kransar afbeðið, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu eru vinsamlega beðnir að láta andvirði þess renna til Kvenfélags Hell- issands. Jóhann Jónsson og börn. Móðir mín INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunnj.mánudaginn 18. ágúst klukkan 1,30 e. h. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir, sem á einlivern hátt vildu minnast hinnar látnu, eru vinsamlega beðnir að láta andvirðið renna til Slysavarna- eða Blindravina- félagsins. Gunnhildur Anna Valdemarsdóttir. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður MAGNÚSAR ÁRNASONAR Kristín Sigurðardóttir, börn og tcngdabörn. Innilegt hjartans þakklæti votta ég öllum fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför manns- ins míns GUÐMUNDÁR ÞÓRÐARSONAR. Fyrir mina hönd, barna og annarra vandamanna Arnheiður Elíasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.