Morgunblaðið - 10.09.1952, Page 16
YeðurúSii! í dag:
Sunnankaldi. — Rjgning.
205. tbl. — Miðvikudagur 10. september 1952
Seimsóte!
á ZZi: :ýnin£i:::n. — vjá
! Eldur í geymslu' og verk-
stæðisbragga á flugvellinum
^iokkyr! ijón hlaui! aí — Eldsi'pptök ókunn
KLUKKAN liðlega sex í gærdag kom upp eldur í geymslu- og
verkstæðisbragga er Flugskólinn Þytur á rétt við skýli nr. 2 á
Reykjavíkurflugvelli. —- Slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli tókst
á skömmum tíma að ráða niðurlögum eldsins, en nokkurt tjón
varð samt á verðmætum, sem í bragganum voru til varðveizlu.
Ókunnugt er um eldsupptök.
SKEMMDIR AF VATM
OG REYK
Meðal verðmæta sem í skálan-
um voru voru hlutar úr Piber
Cup flugvél sem skólinn hefur
nýlega fengið frá Englandi.
Skemmdust ýmsir hlutir úr henni
vegna hnjasks við björgun. í
skálanum var einnig allmikið af
ýmsum varahlutum í einkaflug-
vélar. Bragginn sjólfur skemmd-
ist ekki mikið af eldi en þil varð
að rífa við slökkvistarfið og
skemmdir surðu nokkrar af vatni
og reyk.
ÍKVEIKJA BARNA
HUGSANLEG
Eldurinn kom upp á tveim stöð
urn í bragganum allfjarri hvor
öðrum. Ókunnugt er með öllu um
eidsupptökin. Engin hafði svo
" vitað væri verið í bragganum frá
því um miðjan dag. — Ekki er
með öllu talið útiiokað að börn
eða unglingar, sem tíðum ieggja
leið sína þarna súður eftir, kunni
að hafa kveikt í. — Bragginn
og verðmæti sem i honum voru
voru lágt vátryggð. ___
llíiför GuÖjóns Þórð-
arsonar i qær
ÚTFÖR Guðjóns Þórðarsonar, skó
smíðamcistara, formanns Lúðra-
sveitar Reykjavíkur, fór fram í
gærdag. Hófst hún með húskveðju
að heimili hins látna. Er Kistan
var borin þar út, lék Lúðrasveit
Reykjavíkur lofsöng eftir Beet-
hoven, undir stjórn Poul Pampi-
chlers, en' félagar sveitarinnar
gengu síðan fyrir líkfylgdinni til
kirkju.
Á Austurvelli lék Lúðrasveitin
Svanur sorgarmars eftir stjórn-
andann, Karl Ó. Runólfsson, er 1
líkfylgdin fór þar framhjá og kist
an var borin í kirkju. |
í kirkjugarði lék Lúðrasveit
Reykjavíkur tvö lög og st.jornaði
dr. Páll ísólfsson því síðaia.
Séra Sigurbjörn Einarsson
.jarðsong, en séra Bjarni Jór.sson,
vígslubiskup flutti húskveðju. —
Athöfnin var mjög virðuleg. .
fiplkurafurðum
Verðhækkanir á mjólkurafurð-
um hafa orðið sem hér segir:
Nýmjólk:
I lausu máli nú 3.25 áður 2.90
Heilflöskur nú 3.40 áður 3.05
Hálfflöskur nú 1.75 áður L60
Pelaflöskur nú 0.95 áður 0.90
Rjómi:
1 lausu máli nú 24.15 áður 21.85
Heilflöskur nú 24.30 áður 22.00
Hálfflöslcur nú 12.25 áður 11.10
Pelaflöskur nú 6.20 áður 5.60
Skyr:
í heildeölu nú 5.17 áður 4.67
1 smásölu nú 5.70 áður 5.15
Bæiur úr Hlufalrygg-
ingasjóði, skýrslum
skilað fyrir fösfu-
dagskvöld
LANGT er komið að reikna út
bætur úr Klutatryggingasjóðnum
en allmargir útgerðarmenn hafa
ekki enn skilað tilskildum gögn-
um um útgerð sína og afla skip-
anna í sumar, svo að hægt sé að
reikna út, hverju bætur þær
nema, sem þeir eiga að fá. Til
þess að ekki verði óeðlilegur
dráttur á bótagreiðslunum hefir
stjórn Hlutatryggingasjóðsins sett
lokafrest 'til að skila skýrslum
þessum til næsta föstudagskvölds.
Þe.ir útgerðarmenn, sem ekki
hafa skilað þessum gögnum fyr-
ir tilsettan tíma, geta ekki kom-
ið til greina við úthlutun bót-
anna.
Búið er nú að ákveða, hvað
ógreitt var af greiðslum Hluta-
tryggingasjóðsins til Vestfirðinga
fyx’ír vertíð 1951, en ógreiddar
voru 40% af bótunum fyrir þorsk
veiðar á þeirri vertíð.
Æskan heimsækir Iðnsýninguna
Sóiskin og sumar-
hiíða á Seyðisfirði
SEYÐISFIRÐI, 9. sept. — Fá-
dæma góð tíð hefir verið hér um
nær hálfsmánaðar tíma, eftir
heldur hretviðrasamt sumar. Þcir.
sem búskap stuncia, hafa hirt inn
öll sín hey og nýting þeirra verð-
ur góð.
Hér er blíðalogn og sólskin og
hlýtt í veðri. Hitinn um miðjan
daginn í dag var t. d. 22 stig í
forsælu. —B.
503 iunnur síldar
lil Hornafjarðar
HÖFN í Honrafirði 9. sept. — I
gær bárust 500 tunnur síldar til
Hornafjarðar. Helgi fékk 200
tunnur, Hvanney 170 og Pálmar
130.
Bátarnir komust seint út í
gærkvöldi og fengu enga veiði í
dag.
Tíundi hluti síldarinnar gengur
úr til bræðslu. — G.
Æskan heimsækir Iðnsýningur.a og virðir fyrir sér það, sem þar er að sjá. Horfnar kynslóðir hafa
horft á fallvötn landsins fvrr á tímum án þess að gcra scr grein fyrir orkunni, sem þau hafa að
geyma. En.siðustu hálfa öld hefur féleysi og úrræðaleysi hamlað því, að vatnsorkan yrði nýtt. Um
það leyti, sem landsmenn gerðu scr grein fyrir, hvernig fossaflið yrði hagnýtt, kom til orða, að
þessi fagri foss, er hinir ungu Reykvíkingar virða fyrir sér á myndinni, kæmist í hendur erlendi v.
Komið var í veg fyrir það á sögulegan hátt eins og menn muna. Vonandi faer Gullfoss að vera
óhreyfður í framtíðinni mönnum til augnayndis. En mikilsvert vcrður það fyrir hina upprennandi
kynslóð í lar.dinu, að þjóðin geti bcizlað þá orku, sem í fallvötnum landsins felst.
— Ljósm. Mbl. Ól. K. M. tók myndirnar.
„Skýfaxi“ vígir nýjun
flugvöll ú Grænlnndi
KATALÍNUFLUGBÁTURINN ,,Skýfuxi1'‘ frá Flugfélagi íslancls
vígði í fyrradag nýjan flugvöll við'^'^.'js'taravík á austurströnd
Grænlands. Var farið frá Reykjavík kl. 9,30 á mánudagsmorgun,
og eftir fjögurra stunda flug var lent á Meistaravíkurflugvellinum.
Flogið var yfir völlinn um stund áður en lent var til að kanna
lendingarskilyrði, sem reyndust góð, enda tókst lendingin prýðilega.
FLUGVALLARGERÐIN
TÓK MÁNUD
• Framkvæmdir á hinu nýja
flugvallarstæði hófust fyrir rétt-
um mánuði síðan, og hefur þeim
miðað óvenjulega vel áfram. Stór
virkar vélar hafa verið notaðar
við flugvallargerðina, og unnið
hefur verið 22 tíma á sólarhring
í tvískiptum vöktum.
1800 VI FLUGBRAUT
Flugbraut’in sjálf er nú full-
gerð, en hún er 1800 metrar á
lengd og um 50 metrar á breidd.
Verið er að ganga frá öryggis-
brautum meðfram sjálfri flug-
brautinni, og verða þær 50 m
breiðar hvor um sig. í flugvöll-
inn hefur verið borin möl og sand
ur og ráðgert er að halda honum
rökum, þar til fer að frjósa, svo
brautin verði enn þéttari.
Er í ráði, að F.í. sendi í fram-
tíðinni Douglas Dakota flugvél-
ar til Meistaravíkur eftir því sem
aðstæður leyfa.
„Skýfaxi“ hafði viðkomu á
Ellaey á heimleið og tók þar 17
farþega, sem fluttir voru til
Reykjavíkur. Flugstjóri í þegsari
ferð var Jóhannes R. Snorrason,
I yfirflugmaður F. L. Örn Johnson
framkvæmdastjóri. Flugfélags ís-
lands var ennfremur með í för-
inni til Maistaravíkur.
Æ fleiri sjá
STÖÐUGUR straumur fólks
er á IðnsýrJnguna. — í gær
komu yfir 1000 sýningargest-
ir og hafa þá 6200 manns séð
hana. Að líkindum eru sýn-
ingargestirnir enn aðallega úr
Reykjavík og nágrenni, en á
næstunni er von til að hép-
ferðir komizt á frá öðrum
héruðum.
Forsetafundiir j
Evrópuráðsins
FORSETAFUNDUR í Evrópurá#
inu hefur verið ákveðinn 12. þ.m.,
og fór Jóhann Þ. Jósefsson, sem
er einn af forsstum þingsins, í
nótt flugleiðis tii útlanda at þessu
tilefni.
Sjálft Evrópuþingið á svo að
koma saman 15. þ.m.
s topr®sjóifiaiur snissti
fótinn og lézt af blóðmissi
SEYÐISFIRÐI, 9. sept. — Tog-
arinn John-Kiatte frá Bremer-
haven símaði úr hafi í morg-
un, að hann hefði um þorð
stórslasaðan mann, sem skip-
verjar óttuðust að blóðrynni.
Bað hann um læknishjálp taf-
arlaust.
Héraðslæknirinn fór þegar
á móti togaranum á vélbáti,
en maðurinn v?.r andaður, þeg
ar lækniiinn kom um borð.
Togarinn var staddur á Bcru
fjarðardjúpi, cr slysið vildi til.
Maðurinn lenti í vírinn og tók
fótinn af uppí á læri. Tókst
skipverjum ekki að stöðva
blóðrásina, cða draga það úr
henni að hann lifði það af,
enda var löng kcyrsla til lands.
Vélbáturinn, sem fór með
héraðslæknirinn, mætti togar-
anum langt fyrir utan fjörð.
Togarinn er nú kominn hingað
inn til Seyðisfjarðar. —B.
Vöruskipfajöfnuður-
inn sfóð í járnum
í ágúsf
INNr LUTNINGUR og útflutning
ur stóðst nær því á í ágústmán-
uði. Þá var fiutt inn fyrir 60,3
milljónir króna en út fyrir 60,1
millj., þannig .að vöruskiotajöfn-
uðurinn varð óhagstæður um 0,2
millj.
Það sem af er þessu ári er vöru
skiptajöfnuðurinn orðinn óhag-
stæður um 252 milljónir. Innflutn
ingurinn hefir' numið 600,9 millj.
króna, en útflutningurinn 348,9
millj. — Á sama tíma í fyrra var
jöfnuðurinn óhagstæður um 178,5
millj. Útflutr.ingurinn var þá
383,1 milljj, en innflutningurinn
561,6 millj.
1' ‘