Morgunblaðið - 16.10.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1952, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. okt. 1952 ADELAIDE Skáldsaga eftir MARGERY SHARP iimiiiiimiiiiiiiimiiiinfMiainm m *iMiimmiianiiiiimiilii Framhalds£agan 36 Hann snéri sér að öðrum lög- regluþjóni og spurði hranalega: „Þessi kona segir að þér hafið verið sóttur. Hvsr gerði það?“ „Ungur piltur. Hann stökk burtu. En ég kom að manninum látnum“. „Eru nokkur fleiri vitni?“ „Maður að nafni Bert gamli sem býr líka í Britannia Mews, var líka viðstaddur". „Hann hlýtur að heita eitthvað meira en Bert gamli“, sagði dóm- arinn með óþolinmæði. „Er hann hér“. Adelaide kreisti vasaklútinn í lófa sér þegar Bert gamli reis á fætur. Hann kallaði skærum róm: „Albert Daneslaw. Albert Arthur Daneslaw“. „Upp í stúkuna“, sagði dóm- arinn. „Svínið“ labbaði niður og sett- ist. Adelaide sá að hún var ekki fyllilega ánægð með útkamuna. Hún settist í sæti Bert gamla og tautaði eitthvað fyrir munni sér. „Þér hafið eitthvað fram að færa?“ Bert gamli leit á Adelaide og hóf svo upp raust sína: „Já, ég hef þekkt frú Lambert síðan hún flutti til Britannia Mews .... og manninn hennar þekkti ég fyrir .... „Já“, sagði dómarinn. „Ef þér vitið ekkert beinlínis um þennan atburð, þá ....“. „Ef þér eigið við, hvort ég sá það, þá get ég sagt yður að það gerði ég ekki“, sagði Bert. „En það sem ég vildi sagt hafa er að hann fór alveg hræðilega illa með hana ....“. Einhver óróleiki fór um sal- inn. Einn blaðamannanna snéri sér við og fór að skyggnast um eftir Adelaide. Dómarinn hnykl- aði brúnir. „Það er óþarfi að tala um at- riði, sem koma ekki málinu bein- línis ....“. „Hann fór hræðilega illa með hana“, sagði Bert gamli aftur. „Hún var alltof góð fyrir hann. Það talar enginn um það núna en hann drakk eins og svín. Drottinn minn, ef þið vissum hvað hún hefur þurft að sætta sig við ....“. Dómarinn hoi'fði á hann. Þáð var ekki um það að efast að honum sárgramdist við karlinn, að hann skyldi tefja máhð. Hann dauðsá eftir að hafa hleypt hon-~ um í stúkuna. „Sáuð þér manninn detta nið- ur tröppurnar, eða sáuð þér hann ekki?“ spurði hann. „Nei“, sagði Bert gamli. „Ég get ekki sagt ....“. „Þér mégið þá fara“, sagði dómarinn. Kviðdómendurnir voru ekki lengi að taka ákvörðun sína. Ur- skurðurinn var sá að Henry Lambert hefði látist af slysför- um. 3. Ennþá varð hálítíma bið eftir dánarvottorðinu. Þegar Adelaide heyrði það, gaf hún frú Mounsey fimm shillinga og Bert gamla hálfan annan og sagði þeim að fara og fá sér hressingu. Henni datt ekki í hug að r.okkuð væri athugavert við að hún gæfi þeim þennan skilding, enda þótt það mætti ef til vill skilja það sem svo að hún væri að borga þeim fyrir að bera vitni fyrir sig. Frú Mounsey tók þegjandi við pen- ingunum. Bert gamli brosti og ‘sagði: „Ég tók þinn málstað. Er það ekki rétt. Var ég ekki sá eini sem tók þinn málstað?’1 „Jú“, sagði Adelaide. „Svínið“ horfði á þau bæði með fyrirlitningu. En þegar þau voru komin út fyrir, tók hún pening- ana af gamla manninum. Adelaide settist á bekk í bið- stofunni. Hún strauk hárið frá I enninu og hneppti að sér krag- j anum. Hún var þreytt eins og eftir mikla líkamlega áreynslu. Þetta hafði þó allt gengið miklu betur en hún hafði búizt við. Hún hafði aðeins sagt sann- leikann .... en kannske ekki alveg allan sannleikann. Auðvit- að þagði hún yfir öllum göllum j Her.rys, því að henni hafði verið ' kennt það í æsku að tala aldrei I j illa um látið fólk. Hún hafði líka sleppt svolitlu, sem. hún hafði j gert. En hún gat svo vel hugsað ' sér atburðinn allan án þess að hún ætti mjög auðvelt með að gleyma því algerlega. Henry j hefði getað dottið hvort sem var. Hann hafði sennilega dottið hvort sem var. Það gat vel verið að það hafi aðeins verið í hennar eigin ímyndun að hún ýtti við honum Adelaide beindi brátt huganum að heimkomunni til Platts End. Hún varð að losa sig við ýmsar j er.durminningar og sjálfsásakanir . áður en hún færi þangað. Hún | reyndi að koma skipulagi á hugs- ( anir sínar og um leið datt henni , í hug góð skýring: „Ef ég hefði j ýtt við Henry", hugsaði hún, „því sá frú Mounsey það þá ekki. Hún sá það ekki, svo ég ýtti honum ekki“. Þetta var í fyrsta sinn sem Adelaide datt í hug að frú Moun- sey hefði sagt satt. Dyrnar opnuðust og maður kom inn. Það var prestur, á- hyggjufullur á svipinn. „Frú Lambert", sagði hann. „Mér fannst ég ætti að færa yður þetta sjálfur. Nafn mitt er séra James“. Hún tók við bréfinu og las það. Það var dánarvottorðið. „Þakka yður fyrir“, sagði Ade- laide. Séra James horfði rannsakandi á hana, næstum forvitnislega. „Ef ég gæti gert nokkuð fyrir yður .... gert ættingjum við- vart .... eða.. „Eiginmaður minn átti enga ættingja". „En þér eigið sjálfsagt ætt- ingja, frú Lambert. Ættingjar yðar vilja ekki láta yður bera þessa byrði eina“. Hann kom nær henni. Auðsjáanlega var honum ekki um rósemi hennar. „Afsak- ið, ég vil ekki hnýsast í það, sem mér kemur ekki við, en það er svp oft að óviðkomandi menn eins og í þessu tilfelli geta orðið til hjálpar". Adelaide rétti úr sér. Henni var léttir að því að tala við mann úr sinni stétt, sem talaði hennar eigið mál. „Eg er yður mjög þakklát". Ilún hikaði snöggvast en bætti svo við: „Ég vil helzt vera hrein- skilin. Foreldrar mínir voru and- vígir giftingu minni. Ég hef orðið viðskila við þau síðan. En nú hverf ég auðvitað til þeii-ra aft- ur“. „Ég samgleðst yður því“. „Þakka yður fyrir. En ég vil komast hjá því að valda þeim ó- þægindum. Þau vita ekki um I dauða eiginmanns míns og ég vona að þau fái aldrei að vita .... hvernig hann bar að hönd- um. Faðir minn er veikur. Haldið þér að það verði sagt frá þessu í blöðunum?“ „Eg efast um það. Næsta mál var nefnilega. . . .“ „.... morðmál. Ég veit það. Fólkið mitt býr heldur ekki í London. Það kaupir „Times““. | „Það er mjög ólíklegt að nokk- uð verði sagt um þetta í „Times“. Ég held að þér getið verið ró- legar um það“. j „Þá mun ég segja að eiginmað- ur minn hafi dáið skyndilega úr inflúenzu. Hún er alltaf að ganga. Ég þarf að hugsa um svo margt að þér verðið að fyrirgefa þó ég virðist köld og tilfinningarlaus. Jarðarförin og allur undirbúning „Ég get tekið allan undirbúning á mínar herðar". Ilréi höttur snýr aftur eftir John O. Ericsson 23. Ég gerði eins og konungurinn hafði beðið mig um, og ívlgdi Gourdon út úr tjaldbúðunum. Það fór eins og mig haíöi grunað — Merchandee var hvergi sjáanlegur. Þegar ég kom aitur að tjaldbúðunum, gekk ég heim að tjaldinu hans. Þar hitti ég að máli hermann, sem sagði mér, að Merchandee heíði riðið þaðan í brott ásamt 20 mönnum, cg heíðu þeir steint í sömu átt og hinn frelsaði fangi. — Ég þóttist nú vita, að það liði ekki á löngu þar til þeir næðu honum. Næstu nött var kóngurinn með mikinn sótthita. Iiann var með mikið óráð, og við áttum fullt í fangi með að koma í veg fyrir, að hann risi upp úr rúminu. Þegar hann loksins sofnaði var næstum því kominn morgun. Ég fór ekki út úr ijaldinu frá honum fyrr en sól var komin hátt á loft. Fyrsti maður, sem ég kom auga á, var Merchandee, en hann var um það bil að stíga aí hesti sínum. Hann gekk í áttina til rnín og var mjög brosleitur. — Það er gott veður í dag, sagði hann og teigði úr sér af öllum kröftum. Hvernig hefur kóngurinn það? — Ég sagði honum, að hann ætti ekki langt eftir ólifað. — Það verða þá íleiri en hann, sem falla, sagði hann, og gætti mikillar ánægju í röddinni. — Merchandee! kallaði ég, og varð á svipstundu yfir mig ieiður. Hefur þú óhlýðnazt skipun þíns deyjandi konungs? — Ríkarður konungur skal ekki deyja, án þess að heint -'é fyrir hann, sagði Merchandee og hatrið blikaði í augum hans. Hann hefur verið mér góður herra. Ég skal draga tcnnurnar út úr þessum þrjóti. Ég skal flá hann lifandi! — Haltu kjaíti, ílæmska bikkjan þín! næstum því öskraði ég af reiði. FSsssT — T&fwVi Uxahala- Sveppa- Tomat- Nauta- Kálfa- ’Tómat- Kjötkraftur í glösum og pökkum K N O R R-vörurnar hafa áunnið sér verðskuldaðar vinsældir hér sem annars staSar. — Fást í næstu búð. — HeiJdsölubirgðir: Magnús Kjaran Umboðs- og heiidverzlun. NYKOMNAR: WíLKA: Innihurðaskrár WILKA: Útihurðaskrár WILKA: Smekklásskrór WILKA: Smekklásar WILKA: Skothurðaskrár Ensk stormjárn REX: Hurðaskrár REX: Ilandföng STANLEY: Messinglamir STANL3Y: Innilamir STANLEY: Altanlamir TIK: Skothurðajárn Sænskar gluggakrækjur læst er vel læst LLDVIG STORR & CO. RAKARI óskast á KEFLAVIKURFLUGVÖLL frá I. nóv. — Laun samkv. launalögum. Umsókn sendist MbL fyrir 19. þ. m. merkt: „Rakari — 885“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.