Morgunblaðið - 17.10.1952, Síða 11

Morgunblaðið - 17.10.1952, Síða 11
^ Föstudagur 17. okt. 1^52 MORGVNBLAÐIÐ II liiiikékiis sundr- it húsnæðisskorts KENNARASKÓLINN er einn af þeim skólum landsins, sem að nokkru Ieyti er húsnæðislaus. Enda er sá skóli 45 ára gamalt timburhús, byggt þegar kennara- skólinn var stofnaður og allt aðr- ar kröiur voi u gerðar til stofn- unarinnar en nú verður að gera. Þetta 45 ára gamla timburhús er ovðið svo gisið og lélegt, að naumast er hægt að halda þar uppi kennslu í miklum frostum. Er því viðbúið, að þegar mikil frost ganga, verði að fella niður starísemi skó’ans. Þeir, sem bera kennslumálin fyrir brjósti, hafa á undanförn- um árum gert ítrekaðar en árang urslausar tilraunir til að feng- ið verði fé til nýrrar skólabygg- ingar. Þær tilraunir hafa ekki enn borið árangur, nema að því leyti, að ákveðin hefur verið lóð til framtíðarbyggingar fyrir þessa mikilsverðu kennslustofn- un og byggingarnefnd hefur starfað að undirbúningi máls- ins. Fastir kennarar skólans hafa skrifað fjárveitinganefnd bréf um vandræði skólans, er stafa af ófullnægjandi húsnæði. Enda er högum stofnunarinnar svo háttað nú, að kennsla fer fram á fimm stöðum í bænum utan Kennaraskólans sjálfs. í Grænuborg, þar sem nú starfar smábarnaskóli ísaks Jónssonar, en hann er einn af æfingakennurum Kennaraskól- ans. Að Laugavegi 118, þar sem sérstök deild Kennaraskólans starfar fyrir þá nemendur, sem læra handavinnu til þess að geta orðið handavinnukennarar í skóltim landsins. I Miðbæjabarnaskólanum er ein æfingadeild Kennaraskól- ans. En leikfimi er kennd í íþrótta- skóla Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Og svo er sundið kennt í Sundhöllinni. Svo skólastjóri Kennaraskól- ans þarf að leggja land undir fót, ef hann á að fara jafnaðarlega á alla þessa staði til þess að fylgjast með starfsemi Kennara- skólans, sem þannig er dreifð víðs vegar um bæinn. TALAÐ VIÐ SKÓLASTJÓRANN Nýlega hitti ég Freystein Gunnarsson skólastjóra að máli og spurði hann um hagi og starfsskilyrði skólans eins og þeim nú er háttað. Nemendur Kennaraskólans eru nú um 100 í fjórurn deildum skólans, segir hann. Námið í skólanum er fjögra ára, sem kunnugt er. Auk þess er starf- andi í skólanum sérstök deild fyrir stúdenta, en stúdentar eiga þess kost að ljúka kennaraprófi á einu ári. Svo er ein æfingadeild innan veggja Kennaraskóláns. En alls eru þar fjórar kennslusíofur fyr- ir utan æfingadeildina. Þessar fimm námsdeildir hafa því að- eins til afnota fjórar kennslu- stofur og verða því að vera flökkudeildir á víxl i þessu t.ak- markaða húsrúmi. 1 tíeiar A ðag Kermslunni er þannig hagað, sagði Freysteinn ennfremur, að kennf'ust.undir eru ails 7 á hverj um virkum degi fyrir kennara- efnin. Sííellt ráp á milli fjar- lægra staða í bænum ódrýgir að sjálfsögðu tíma nemendanna. Þessar fjórar kenr.slustofur Kennaraskólans eru i sjálfu sér bjartar cg góðar nema hvað þær eru belzt til litlar. Siðan um- ferð jókst svo mjög uhi Laufás- veginn verða kennarar og nem- endur fyrir æði mikilli truflun af bílaumferðinni. EKKERT rúm fyrir KENNSLUÁHÖLD Ef nokkuð verulegt væri til Frésijp Frepleins Gisnnarssosiar skóíasíjóra af kennsluáhöldum, þá vantar algjörlega geymslurúm fyrir | þau. Því þó skólinn sé orðinn þetta gamall, eru kennsluáhöld ekki fyrir hendi að heitið geti, nema lítið eitt af landabréfum, sem geymd eru niðri í kjallara j við hliðina á bókageymslu. MIKIL VERDM/ET Í3ÓKAGJÖF I Á s. 1. sumri barst Kennara- I skólanum mjög mikil og verð- mæt gjöf frá ekkju Steingríms 1 Arasonar, Ilansínu Pálsdóttur. | Ilún gaf Kennaraskólanum allt bókasafn Steingríms heitins og vill að sjálfsögðu, að nemendum gefizt færi á að notfæra sér þenn an ágæta bókakost, sem fyrst. Svo bókasafnið verður nú á næstunni flutt í kjallara skól- ans, þar sem hingað til hefur i m. a. verið skíðageymsla nem- enda, og ýmislegt annað geymt, sem menn hafa þurft að leggja frá sér. Nokkuð á skólinn líka , af bókum, sem þar eru geymd- ar í lélegu og ófullnægjandi hús- næði. En það gerir bókasafn Steingríms heitins sérstaklega verðmætt fyrir nemendur Kenn- araskólans, að hann hafði í mörg I ár safnað að sér miklu af vönd- uðum bókum um kennaramennt- un og kennslumál. Fæ ég ekki nógsamlega þakkað frú Hansínu fyrir þessa rausnarlegu gjöf, ei á hinn skemmtilegasta hátt mun tengja nafn hins ágæta kennara, manns hennar, við starf Kenn- araskólans og hina upprennandi kennarastétt þjóðarinnar, sagði Freysteinn. HÚSAKYNNIN SKOÐUD Er við Freysteinn gengum um húsakynni skólans, fékk ég gleggri hugmynd um, hvt hörmulega ér að þessari kennslu stofnun búið. Þar er sem sagi lítið annað en kennslustofurnar. Þegar haldnar eru samkomur í skólanum, eru allar 3 kennsiu stofurnar á aðalhæð hússins gerðar að einum geim með því að skilrúmin á milli þeirra eru opnuð. Þá verður að bera öil skólaborðin út og koma þeim íyrir í skólaganginum. Gat ég ekki betur séð, en að þar sé plássið af svo skornum skemmti, að mikla nákvæmni þurfi til að ’ aða þeim í hlaða, er nær upp undir loft. , Kennarastofu skólans er kom- ið fyrir í endanum á skólagang- inum, og sagði Freysteinn mér, að oft þyrfti þar að vera 10—12 manns, þó gólfflöturinn sé ekki yfir 614 fermetri. j Æfingakennarar skólans eru fjórir, og af þeim kenna tveir í Grænuborg, Isak Jónsson og Helgi Tryggvason. En samband Kennaraskólans við Grænuborg- arskólann hefur verið skólanum hin mesta hjálparhella í húsnæð- isvandræðum. undanfarinna ára. Eg innti Freystein eftir því, hverjir væru í byggingarnefnd hins tilvonandi Kennaraskóla, og skýrði hann svo frá, að auk hans væru þar fræðslumálastjór- inn Helgi Eiíasson, húsameistari ríkisins Einar Erlendsson, Pálmi Jósefsson skólastjóri Miðbæjar- skólans, fulltrúi Kennarasam- bandsins í neíndinni, og Guðjón Jcnsson, kennari, fulltrúi nem- endasambands skólans í nefnd- inni. en í því sambandi eru fyrr- verandi nemendur skólans. Ég fékk hjá Freysteini bréf það, sem fastir kennarar skól- ans hafa sent fjárveitinganefnd. Það er dagsett 12. þ. m. og er svohljóðandi: BRÉF KENNARANNA VIÐ undirritaðir fastir starfs menn Kennaraskóla íslands leyf um okkur hér með að senda hátt virtri fjárveitinganefnd Alþingis eftirfarandi erindi: Svo sem kunnugt er, hafa bygg ingamál Kennaraskólans verið til athugunar undanfarin ár. Eru nú þegar 6—-7 ár síöan, að nefnd var sett til þess að undirbúa bygg- ingu æfingaskóla, og veitti Al- þingi nokkurt fé á tveim þingum til þeirra framkvæmda. Hefur það fé ekki verið notað enn. Vorið 1950 skipaði ráðuneytið bygginganefnd Kennaraskólans, sem unnið hefur að þeim málum síðan. Tók það mjög langan tima að fá hjá yfirvöldum bæjarins ákveðinn stað fyrir skólann, sem nefndin væri ár.ægð með. Sá stað ur er nú fenginn og undirbúningi af hálfu nefndarinnar svo langt komið, að hægt hefði verið að byrja að byggja á þessu ári, ef fjárveiting hefði verið fyrir hendi. Bygginganefndin gerði ítrek- aðar tiiraunir til þess í fyrra að fá f járveitingu inn á fjárlög þessa árs, en því var synjað. Nú síðastliðið vor sendi bygg- inganefndin hæstvirtu mennta- málaráðuneyti erindi þess efnis, að tekið væri á fjárlög, fyrir árið 1953 fjárveiting til kennaraskóla- byggingar, að upphæð ein milljón Icróna. Þrátt fyrir þessi tilmæli nefnd- n’innar og margendurteknar áskoranir frá ýmsum samtökum vennarastéttarinnar og margra ára kröfur frá starfsmönnum skól ans, hefur hæstvirt ríkisstjórn- rkki tekið upp neina slíka fjár- veitingu á frumvarp til fjárlaga ?vrir árið 1953. Þennan seinagang í höfuðvel- 'erðarmáii Kennaraskólans telj- um við starfsmenn hans alger- lega óverjandj á allan hátt, sér- staklega þegar þess er gætt, að bæstv. ríkisstjórn hefur áætiað í fjárlagafrumvarpi nokkrar veru- iegar upphæðir til byggingafram- lrvæmda samhærilegra stofnana t. d. Menntaskólans í Reykjavík. Nú er það víðs fjarri okkur að vilja á neinn hátt spilla málstað Menntaskó1ans eða amast við þvi, að hann fái réttmætum kröfum fullnægt. Við skiljum mætavel, að þar er um brýna nauðsyn að ræða. En þeirri röksemd, sem borizt hefur okkur til eyrna, að Mennta skólinn eigi að ganga fyrir Kenn- araskólímum, af því að þar sé þörfin brýnni — henni mótmæl- um við harðlega. Þau mótmæli viljum við rök- 'tvð.ia með því að benda á aðeins tvennt: 1) Kennaraskólinn er að þvi leyti verr r.ettur, að ntarfsemi hans fer fram víðsvegar um bæ- inn, eða auk Kennaraskóians sjálfs í Grænuborg, Miðbæjar- skólanum, I.augaveg 118, Sund- höilinni og Iþróttaskólanum við i Lindargötu. Þarf naumast á það að benda hvílík timaeyðsla, erfiði | og óþægindi af þessu leiðir bæði , fyrir nemendur og kennara. ' 2) Kennaraskólahúsið er að fleystu leyti óvandaðra hús og verr úr garði gert á allan hátt en Framhald á bls 13 ÍTÓNLEIÍÍAR SINE@NÍU« HLJÓMSVEITARINNAR FYRSTU tónleikar sinfóníu- hljómsveitarinnar á þessum vetri fóru fram í Þjóðleikhusinu síð- astl. þriðjudagskvöld undir stjórn Olav Kjellands. Ef dæma má eftir bj'rjuninni má vænta mik- ils af tónleikum hljómsveitar- innar í vetur. Tónleikarnir hcfust með for- leik Jóns Leifs, er hann kallar „Minni Islands" og sammn er um íslenzk þjóðlög og stemmur. -— Aðaluppistaðan er þó tvísöngs- lagið „ísland farsælda frón“. Hefur verk þetta verið flutt áð- ur undir stjórn höfundarins, en naut sín nú miklu betur, enda var það svo vel æft og flutt, að ég tel vafasamt að hægt sé að leika það betur. Verkið er at- hyglisverð tilraun til að skapa ’slenzka tónlist, — íslenzkan stíl. Með notkun hinna íslenzku stefja er hér óneitanlega um rammís- lenzkt verk að ræða. En um hitt gætu verið skiptar skoðanir hvernig tónskáldinu tekst að tengja stefin saman í sterka heild — í sinfónískt form. Fljótt á iitið virðist manni, sem forleik- urinn sé „potpourri“-legur, er. þegar betur er að gætt, er ekki svo. Hann er þrískiptur í formi ig ber nokkurn keim af sónötu- Cormi í sér. En eiginiega er héi um söguskáldskap að ræða, því fyrir höfundinum vakir víst betta: Fyrsti þáttur forleiksins lýsir gullaldartímabilinu, mið- raflinn niðurlægingu miðaldanna og endirinn endurreisn og sigri. Margt er hér nýstárlegt, og gæti vel orkað tvimælis hversu ís- lenzkt það er, en um það vcrður ekki villst, að margt er fagurt og djúpt hugsað eins og t. d. mið- kaflinn í öllum sínum trega. í lok forleiksins birtist iag Jóns við Fánasöng Einars Beneclikts- sonar. Það er óþjált til söngs en verkar sannfærandi í um- hverfi sínu í forleiknum og miss- ir ekki marks. Eins og fyrr seg- ir, var forleikurinn fluttur á glæsilegan hátt, og á Olav Kjel- land heiður og þakkir skyldar fyrir þá miklu alúð og nákvæmni sem hann hefur sýnt við' flutning þeirra íslenzku verka, er hann hefur leikið til þessa. Vonandi koma fleiri á eftir. Á eftir lék stroksveit hljóm- sveltarinnar tvö ljóðræn lög eftir Grieg: „Hjartasár“ og „Vorið“. Yndisleg lög og yndislega leikin. Að lokum lék hljómsveitin fyrstu sinfóníu Brahms. Þetta risa verk naut sín svo prýðilega í meðferð hljómsveitarinnar að undrum sætti. Kom hér vel í ljós hvers vor unga hljómsveit er megnug, þrátt fyrir smæð sína (of fá strokhljóðfæri), og hver afburða snillingur Kjelland er sem hljómsveitarþjálfari og stjórnandi. Var verkið byggt upp af magnaðri kyngi, svo að þess gætti vart hversu vöntun á nógu mörgum strokhljóðfærum er til- finnanlegur. En þess er þá einnig vert að geta, að hver hljómsveit og hver stjórnandi er öfundsverð af öðrum eins forfiðlara og Björn Olafsson er, sem hrífur hina með sér. Þetta voru í sannleika skínandi fagrir tónleikar. En svo kemur skuggahliðin: of margar bekkja- raðir göptu tómar í hir.u glæsi- lega Þjóðleikhúsi. Þetta er hneyksli, sem vonandi hendir ekki aftur, þegar sinfóníuhijóm- sveitin leikur. Olav Kjelland var hyllíur ákaft að tónleikunum loknum. Hann er jötunn í list sinni. Hann hef- ur sterkan hnefa og silkimjúka hönd". Og hljómsveitm, — sem einnig var hyllt að makleikum og á hinn mesta heiður skilið, var sveigð undir vilja íoringja síns í einu og öllu, en á þann hátt einan skapast sönn list í flutningi. P. í. - PreslÉoífiinp- lögisi Framhald af bls. 10 valdið til að reisa hús sitt á. — Hins vegar getur réttur þess, ef hann er notaður, orðið nokkur hemill á skefjalausan áróður. En þessi aðferð gengur vel x fólkið, því hún er „lýðræðis- I5g“. En hún er ekki að sama skapi réttlát. Og prestskosninga- lögin ætlast ekki til að henni sé fylgt. Annars hefði löggjafinn sparað sér allt ómak um hinar flóknu lögmætu kosningar, og látið lögin frá sér fara sem hver önnur almenn kosningalög. En af því er hér hefir sagt verið, má hver maður sjá, að fjarri fer, að á umsækjanda þurfi að vera réttur brotinn, þótt ann- ar með færri atkv. að baki sé fram yfir hann tekinn. Ef kosn- ing er ólögmæt hafa söfnuðirnir látið undir höfuð leggjast að tryggja rétt hans. Og ef svo fer, kemur til kosta veitingavaids- ins, og þá á hann ekki réttinn, nema hann eigi hann að áliti þess. Lárus Arnórsson. liöfum fengið amerískar Gaberdine-skyrtur Köflóttar sportskyrtur í|)róttaboli Sportboli Dömupeysur Barnagalla Ullarvettlinga Veski, o. m. fl. Munið MARGT A SAMA STAÐ Góður sendiferðabíil óskast til kaups nu þegar. Tilboð merkt ,,Sendiferðabíll“ —901, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld. APOTEIÍ vantar ábyggilega stúlku til afgreiðslustarfa. — Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu merkt: „Apótek — 897“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.