Morgunblaðið - 29.10.1952, Page 14

Morgunblaðið - 29.10.1952, Page 14
14 nuKovnklaaib Miðvikudagur 29. okt. 1952 ADELAIDE Skáldsaga eítir MARGERY SHARP Framhaldssagan 47 skrifa utan á umslög. Ef ég vinn mér inn tíu shillinga á viku, þá kalla ég það gott“. „Þá getur þú borgað mér fimm. Það verður nóg fyrir matn- um“. „Eg get líka ef til vill orðið efnaðri. Sérstaklega, ef ég hætti að drekka“. Adelaide horfði á hann og sagði alvarleg á svip, en þó án allrar ásökunar: „Ég geri mér ekki vonir um Jþað. Ef þú drekkur mikið þá rek ég þig auðvitað burt. En ég fer ekki fram á að þú hættir því. Svo mikið hef ég þó lært af reynslunni“. „Þú ætlar þá ekki að reyna að betrumbæta mig?“ ^ „Sannarlega ekki. En ég held, eins og þú, að okkur geti komið vel saman og að við getum .... getum...." „Orðið hvort öðru einhvers virði“. „. . . . orðið hvort öðru einhvers virði. En ég býst ekki við neinum kraf ta verkum“. Adelaide stóð á fætur og fór að taka fram af borðinu. Lauderdale virti hana fyrir sér hugsandi á svip og sagði svo: „Og þó er þetta ekki alsendis ólíkt kraftaverki. Ef mér hefði ekki veriðdleygt út úr kránni. ... “ Adelaide sneri sér að honum og sagði: „Já, og ef Alice hefði ekki fengið kvef. Ég hata þetta orð „ef““. Hann skildi hvorki upp né nið- ur. En hann var of hugulsamur til að spurja um það nánar. Hann stóð upp og sagðist ætla að fara út og mundi koma aftur um sex leytið til að borða, ef það passaði henni. Og svo fór hann út. Hann var svo niðursokkinn í hugsanir sínar að hann tók ekki eftir því þegar hann gekk fram hjá kránni, og áður en hann vissi af, var hann kominn fram hjá öllum fimm kránum í götunni. Þetta var því í fyrsta sinn á þrern mánuðum, sem hann kom ©lveg þurr á vinnustaðinn. býtt eftir þörf. Starfsmennirnir urðu sjálfir að sjá sér fyrir skrif- færum. i Þannig var í stuttu máli um- I horfs hjá Evans. Enda þótt ytri * aðstæður væru allar lélegar, þá ! var þarna alltaf nóg að gera. — I Aðalviðskiptavinirnir voru stórar verzlanir. Stundum komu inn langir listar með heimilisföngum | á. Þá var .bara að skrifa. En stundum voru bara nöfnin, og þá þurfti að leita uppi heimilisföng- I n. 1 Lauderdale hljóp við fót niður tröppurnar, kinkaði kolli til herra Evans og gekk inn. Mánudagur var alltaf lélegur dagur, illa sótt- ur af starfsliðinu, því það samdi I sig að háttum heldra fólks og fékk sér þriggja daga frí um ! helgar. Nú voru líka bara tveir viðstaddir. Herra Bly og herra Samson. Lauderdale kinkaði kolli til þeirra og settist sjálfur niður við borðið, þar sem á var blek- klessa eins og fljúgandi svín. — Hann virti hana fyrir sér góða stund, þangað til herra Bly rétti honum rifrildi af heimilisfanga- skrá. Lauderdale sótti sér um- slög, stakk pennanum í stöngina og hóf skriftir. Venjulega var hann fljótur og skrifaði rétt. En það var ekki svo í dag. Hann skrifaði utan á fjögur umslög, setti klessu á það fimmta, lagði frá sér pennann, tók hann upp aftur og bætti við einum hlykk á rófuna á svíninu. Hann gat ekki samlagast andrúmsloftinu í kjall- aranum í dag. Þetta var merki- legt, sem hafði komið fýrir hann. Hann hafði kynnst Adelaide Lambert og það var nóg til að trufla sálarró hans. Og þótt und- arlegt mætti virðast, fannst hon- um ekki athyglisverðust sú stað- reynd, að hún hafði óbeinlínis verið völd að dauða eiginmanns síns, heldur það, að hún gæti talað um það með slíkum bitur- leika, að einhver honum óþekkt- ur kvenmaður að nafni Alice hefði fengið kvef. ... Það var ein höfuðregla herra Lauderdale að harma aldrei orð- , inn hlut. Kvenfólki,hætti til þess og það mislíkaði honum alltaf. Honum hafði fundizt í fyrstu Adelaide vera undantekning frá þeirri reglu, og hún tæki ekki nærri sér þótt hún missti eitt- hvað af þessa heims gæðum. En .... hver í fjáranum var þessi Alice? Sennilega hafði hún átt heima í fyrra þætti lífs hennar og þessi biturleiki stafaði af því að hún þráði að komast aftur til fjölskyldu sinnar. Nei, þetta var ekki gott. Sennilega mundi sam- band þeirra, hans og hennar, ekki verða langlift. ' i Herra Lauderdale var í mikl- um vafa um hvort hann ættí að fara aftur til Britannia Mews. Honum datt líka í hug að færi hann þangað gæti eins verið að hann kæmi að tómum kofunum. Það gat verið að endurminning- in um þessa Alice hefði vakið upp endurminningar um fleira, sem hún saknaði. Og tilhugsunin um sjálfstæði sitt, niðurlæging- una og félagsskap hans, hefði lot- ið í lægra haldi. Ef til vill var hún þegar farin að tína saman pjönkur sínar. Ef til vill var hún þegar farin. „Og samt er ég viss um að hún hefði gifzt mér“, hugs aði herra Lauderdale. „Eins og ég hefði gifzt henni Við fundum bæði að það voru örlögin, sem réðu þessu. En hún getur náttúr- lega verið háð einhverjum örðum örlögum líka .... og hvar stend cg þá?“ I Þegar svo var komið hugsun- um hans, fann herra Bly að sessu- nautur hans var ekki eins og hann átti að sér. Hann sneri sér því að honum og horfði rannsak- j andi á hann. Herra Bly var um fimmtugt, en svo horaður og ves- allegur, að hann virtist enn þá eldri. Hann var varla nema skipn og bein og lítlir hártoppar, sem stóðu út í loftið fyrir ofan eyr- un. Það var hægur vandi fyrir hvern sem var, að gera skop- mynd að herra Bly. „Hvert er þitt álit á kven- fólki?“ spurði Lauderdale. „Uss“, sagði herra Bly. Þetta var þó ekki yfirvegað svar. Hann ýtti stólnum frá borð- inu, lagði annan fótinn yfir hinn og hugsaði sig um. Herra Sam- 3. Vinnustaður herra Lauderdale var í rúmgóðu kjallaraherbergi, þar sem eitt hornið hafði verið hólfað af fyrir eiganda fyrir- tækisins. Hann var gamall karl frá Welsh, sem hafði átt betri daga. Það átti hann sameiginlegt við starfsmenp sína, því að allir höfðu þeir vitað sinn fugl feg- urri. Veggirnir voru rakir og veggfcðrið hékk í flygsum, en á þeim stóð, að nenn væru vin- samlegast beðnir að neyta ekki tóbaks. Menn voru líka vinsam- lega beðnir að spýta ekki á gólfið eða hafa með sér áfengi. Enginn fór eftir þessum beiðnum, en ef eitthvert spjaldanna datt niður, þá hengdi herra Evans það vand- lega upp aftur. Það var alltaf kalt í kjallaranum. Líka á sumr- in. Gasljósin loguðu allan dag- inn, og gáfu herberginu öllu sér- kennilegan blæ. Hver starfs- mannanna þekkti sitt borð á blek klessunum og þeim hafði verið breytt í allskonar skemmtilegar kvenmanns- og dýramyndir. — Yfir öllu var þykkt lag af ryki og skít. í einu horninu var opinn skápur og í honum voru staflar af örkum og umslögum, og gríð- arstór flaska með bleki .... ef blek skyldi kalla. Það var eitt- hvert samsull, sem herra Evans bjó til á hverjum mánudegi úr svörtu dufti og vatni .... aðal- lega vatni. Orð^bækur og heim- ilisfangabækur voru á skrifstof- unni hjá Evans. og þeim var :út: Hrói höfttur snýr afftur eftir John O. EricssoD 39. — Einn þeirra, sem varð eftir í Englandí og Ríkarður kon- ungur hatði veitt rétt til dýraveiða í Sherwood, var mat- reiðslumaðurinn, sem strauk frá Dalsklaustri. Sá, sem einu sinni missti Hróa hött í ána, þegar hann átti að bera hann yfir hana. Það var áður en hann gerðist einn af mönnum hans, vitaskuld. — Er það hann, sem þú hefur læst klónum í? spurði Guy ákaíur og hélt niðri í sér andanum. — Einmitt hann, herra. Sjálfur hinn feiti bróðir Tuck. Jafnskjótt og Stork hafði sagt þessi orð, spratt riddarinn upp eins og bitinn at höggormi. Hann þreif í hnakkadrambið á sögumanninum og sveitlaði honum í kringum sig. Spark- aði síðan í hann svo duglega, að hann rauk yfir hálft gólfið. Sláninn stakkst á hausinn ofan í hálminn, sem breiddur var ytir gólihellurnar. Og þegar hann brölti á fætur aftur, skirp- ar.di og hvæsandi öskraði Guy á móti honum í ofsabræði: — Og þetta gaztu ekki látið út úr þér undir eins. Farðu nú og komdu með hann hingað 1 snatri ef þér er nokkuð annt um líftóruna. Æðarnar risu bláar og ógnandi á enni hans — öruggt merki þess, að hinn skapmikli riddari var að því kominn að springa af bræði. Veslings Stork haltraðist út um dyrnar í flýti. Jafnskjótt og hann var kominn úr augsýn, kreppti hann hnefana og fór að skammast og rausa út aí hinni svivirðilegu meðfero, sem hann hafði orðið fyrir. — Bíddu aðeins við, góði minn herra Guy, tautaði hann. Einn góðan veðurdag kemst þú ef til vill sjálfur í klípu, og þá skal ég muna þér það, sem þú gerðir nú. ö E N D I X ÞVOTTAVÉLIN fyrirliggjandi HÚN ER ALGERLEGA SJÁLFVIEK Lepr?ur í blevti — Þvær Þrískolar og Vindur — allt án þess að dýfa hendi í vatn. Vorð með söluskatti kr. 6.502,50 EINS ÁRS ÁBYRGS HEKLM, m.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 — SÍMI 4748 STRAIiWÉEilEl fyrirliggjandi. Breidd á valsi 58 cm. Verð kr. 1990.00 Hagkvæmir grdðsinskilmálar HEKLA H.F. Skólavörðustíg 3 — Símj 4748. Til leigu 4ra herbergja íbúð í nýlegu húsi í Laugarneshverfi til leígu. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunbl., merkt: XXV. —39

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.