Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 1
39. árgangiu 254. tbl. — Fimmtudagur 6. nóvember 1952. PrentsmiSja Morgunblaðsins lé síSur » r Eisenhowers var glæsilegur Kosinn með iieiri ot- kyæðnm en nokkur ennor Sorssti Bondarikjanna Einkaskeyti til iVIbl. frá Keuter. I’AÐ cr nú ljóst orðið að úrslitin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eru glæsilegur sigur fyrir Eisenhower og republikanaflokkinn. Þó má segja að fyrst og fremst séu jiau persónulegur sigm- fyrir Eisenhower, því að meirihluti republikanaflokksins er namnur og óviss í kosningum þeim, sem samtímis fóru fram til fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hinn glæsilegi sigur Eisenhowers lýsir sér fyrst ög fremst í eftirtöldum atriðum: 1) Hann hefur fengið meira atkvæðamagn en nokkur annar frambjóðandi í forsetakosningum, eða meir en 30 milljón atkvæði. 2) Hann hefur unnið meirihlutá í fimm af suðurríkj- unum, sem jafnan eftir þrælastríðið haía verið traust- ustu virki demokrata. 3) Hann hefur unnið meirihluta í stórborgum landsins, þrátt fyrir það að þær hafi í undanförnum forseta- kosningxún verið sterkasti stuðningur demokrata og þrátt fyrir yfirlýsingar verkalýðsfélaganna um stuðn- ing við Stevenson. Það cr — verkalýðurinn studdi Eisenhower. 4) Hann hefur hlotið mjög traust fylgi bænda um gervöll Bandaríkin, en þeir hafa allt frá því Roosevelt sigraði með fylgi þeirra 1932 fylgt demokrötum að máli. Meirihluti republik- ubg<es á þingi niauiusiiir NEW YORK, 5. nóv. — í kosningunum til bandaríska þingsins, sem fram fóru samtímis forsetakosningunum, er meirihiuti repu- blikana miklu naumari en í forsetakosningunum. Talningu var ekki lokið til fulls siðast er til var vitað. Þá var þó ljóst, að repuþlikanar fengju meirihluta í fulítrúadeild þingsins og líkur til að svo færi einnig í öldungadeildinni. Síðustu tölur voru þessar: í FULLTRÚADEILDINNI Repuþlikanar .. 215 fulltr. . Demokratar . .. 201 — s Ótalið .......... 18 — Á 9. SÍÐU blaðsins í dag birt- ist fyrri hinti af ræðu hins liýkjörna forseta Bandaríkj- :mna, Eisenhowers hershöfð- ingja, er hann flutti 16. okt. og gaf þar stuttoröa lýsingu á, þar sem hann lýsir við- öorfinu í ^eimsmáiunum eftir hið mikla kommúnistaþing í Moskvu og hvað þar kom fram. í síðari hluta ræðunr.ar, er birtist í næsta blaði, lýsir liann hvernig frjálsar þjóðir eigi að bregðast við til að leysa vandamál sín. I OLDUNGADEILDINNI Republika'nar .. 48 þingm. Demokratar ... 47 — Ótalið .......... 1 — I síðasta kjördæminu, sem talningu er ekki lokið í hafði republikaninn forustuna. Er því iíklegt að republikanar fái 2 þingmanna meirihluta í öldunga- deildinni. Ef demokratar hlytu þingmanninn, þá væri.talan jöfn, en Nixon varaforseti tæki þá sæti í deildinni og yrði eins kon- ar oddamaður. Reknetjaveiði Korðmanna 201 þúsnnd tunBiur. BERGEN 5. nóv. — Nú er talið lokið reknetjaveiðunum á hafinu við Færeyjar. — Hafa verið þar miklir stormar að undanförnu og eru bátar að búast til heimferð- ar. Vitað er um 9 báta, sem nú eru komnir heim eða á leið til lands með samtals 5223 tunnur síldar. Tveir bátar eru enn eftir á miðunum. Reknetjaveiðar Norðmanna við ísland og Færeyjar í sumar og haust nema nú að aflamagni 201 þúsund tunnum síldar. Hver tekor sæfi Achesons! John Fosfer Dulles? Paul Hoffman? ingshæð eða Thomas Dewey? Bíiast um Þríhym- IViesta atkvæðamagn sem þekkzt hefur STRAX og fyrstu fréttir fóru að berast af tainingu atkvæða í fyrrinótt hafði Eisenhower for- ustuna og hélt henni æ síðan. Kl. 5,50 hélt Stevénson ræðu í sjónvarp og útvarp, þar sem hann viðurkenndi ósigur sinn. En allan daginn í gær hélt talning atkvæða áfram og er taln ingu atkvæða var langt komið seint í gærkvöldi hafði Eisen- hower hlotið 30,1 milljón atkv., en Stevenson 24,2 milljónir. Var þá • ljóst, að Eisenhower hefði meirihluta í 38 ríkjum með 429 kjörmenn, en Stevenson meiri- hluta í 9 ríkjum með 89 kjör- menn. Enn mátti ekki á njilli sjá, hver úrslit yrðu í ríkinu Miss- ouri, heimaríki Trumans, forseta, en því bera 13 kjörmenn. , * Eisenhower hafði miklu meira fylgi en menn bjuggust við í stór borgunum New York, Chicago, Philadelphia, Detroit og Los Angeles, í sumum þeirra jafnvel meirihluta. Þetta átti sinn þátt. í því að hann vann fjölmennustu ríkin, sem flesta kjörmenn gáf-u, s.,s; New York, Illinois, Pennsyl- vaniu, Michigan, Californiu og Ohio. Etsenhowed' sigraði i 5 Suðurríkjum ÞÁ HAFÐI það sína þýðingu, að, þau einsdæmi gerðust að Eisen- ] hower hlaut mikið fylgi í Suður- ríkjunum. Hlaut hann meirihlutaj í fimm þeirra: Florida, Tennessee, Texas, Oklahoma og Virginia. En Suðurríkin hafa jafnan síðan á dögum þrælastríðsins talizt svo traust virki demokrata, að það hefur þótt samnefni að vera suðurríkjamaður og að vera demokrati. , Glæsilegastur var sigur Eisen- howers samt í Miðvesturríkjun- um á Vesturströndinni og á Aust- urströndinni, en í öllum ríkjum i þessum hlutum Bandaríkjanna hafði hann sigur með yfirburð- um. Hvað bjó undir sigrinum ? FRÉTTARITARAR og stjórnmálamenn í Bandaríkjun- um voru í gær mjög önnum kafn- ir við að reyna að skýra og draga ályktanir af hinum óvæntu úr- siitum þessara kosninga. Þó marg ar ástæður séu fram dregnar, eru þeir þó yfirleitt sammála um að eftirtalin atriði hafi mestu valdið um sigur Eisenhowers: Loforð hans um að reyna að ljúka stríðinu í Kóreu. Áherzlan, sem Eisenhower j lagði á að hreinsa burt spillingu ;í stjórnmálum landsins. Fleiri neyttu kosningaréttar síns en nokkru sinni fyrr. | Ungt fólk virtist skipa sér mjög í lið með Eisenhower. > j Stjórn Trumans forseta var ^ orðin all óvinsæl, sérstaklega í Suðurríkjunum. * j Viðhorf Suðurríkjamanna^ til stjórnmálanna hefur breyzt mik- ið á síðustu árum, vegna aukins iðnaðar. Hver verður utanríkisráðherra? SIGUR Eisenhowers og republik- ana í forsetalsosnmgunum mun valda miklum umbyltingum í æðri og lægri stjórn opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Repu- blikanaflokkurinn tekur við völd um eftir 20 ára valdatímabil demokrata. Eftir bandarískum stjórnar- venjum táknar þetta mannaskipti, ekki aðeins í æðstu stjórn lands- ins, heldur niður eftir öllum rcð- um starfsmanna rikisins. Þegar Eisenhower tekur við völdum 20. janúar n.k., verða mannaskipti í ekki færri en 12 þúsund opinber- um stöðum, þar á meðal verður skipt um sendiherra víða um lönd. | Menn bíða þó með mestri eftir- j væntingu eftir því að sjá, hvernig ráðuneyti Eisenhowers verður skipað og aðrar þjóðir þá sérstak- lega eftir því hver verði nýr ut- anríkisráðherra. Þykja þrír meipi einkum koma til greina, sem í kosningabaráttunni voru ráðu- nautar Eisenhowers í utanríkis- málum. Það eru þeir John Foster Dulles, sem þekktastur er fyrir þátt sinn að friðarsamningunum við Japan s.l. ár, Paul Hoffmari, sem var fyrsti framkvæmdastjófi Marshall-hjálparinnar í Evróp.u, og Thomas Dewey, er var fram- bjóðandi republikana við forseta kosningarnar 1944 og 1948. .... n Samstarf mlSSi frjál&ra þjóða TÓKÍÓ, 5. nóv. — Stöðugir bar- dagar ggysa um hina þýðingar- miklu Þríhryningshæð á Kóreu- vígstöðvunum. Eftir að komm- únistar höfðu átokkt liðssveitum S. Þi af hæðinni, gerðu herflokk- ar Suðu-r-Kóreu-manna tilraun til að ná henni aftur á sitt vald. Þeii: mættu harðri mótspyrnu kommúnista og náðu ekki upp á topo hæðarinnar. — Reuter. STRAX og hin nýja stjórn Eisen- howers setzt að völdum mæ.ta henni ýmis vandamál, bæði á sviði utanríkis- og innanríkis- mála. Hinar frjálsu þjóðir um víða veröld eiga mikið undir því komið hvernig utanríkisstefna republikana-stjórnarinnar verð- ur. . . Stjórnmálafréttaritarar telja litlar líkur til að republikana- stjórn ur.dir forustu Eisenhow- ers muni hneigjast til einangrun- arstefnu. Eisenhower sé alþekkt- ur fyrir víðsýni og hann hafi þar að auki haft náin kynni og vin- áttu við Evrópuþjóðir. Með hliðsjón af fyrri afskipt- um Eisenhowers af Atlantshafg- bandalaginu telja fréttaritarar að hann muni hvetja til að hrað^ð verði vígbúnaði Evrópuþjóþ- anna.-Talið er, að samstarf vei;ði tekið upp að nýju milli Breta og Bandarikjamanna í atomorku- málum, að Eisenhower stingi upp á efnahagsbandalagi allra frjálsra þjóða og haldin verði alheimsráð j stefna Um-það. Að líkindum raun hann stöðva «fnahagsaðstoð i bún ingi gjafa, en lækka eða ryðja úr vegi innflutningstollum og öðr- um höftum í Bandaríkjunum. — |Talið er að hann styðji að efna- : hagsþróun í vanyrktu löndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.