Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. nóv. 1952 /M Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni GarCar Kristinason Ritstjórn, auglýsingar og aígreiSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriitargjald kr. 20.00 á 'mánuði, innanlandi. lausasöiu 1 krónu eintakið. Sigur Eisenhowers DWIGHT D. EISENHOWER hef- ur verið kjörinn forseti Banda- ríkjanna. Hann vann stórfelldan sigur yfir Adlai Stevenson fram- bjóðanda demókrataflokksins. — í>ar' með lauk 20 ára valdatíma- bili þess flokks. v Sigur Eisenhowers er miklu stærri en jafnvel hinir bjartsýn- ustu meðal fylgismanna hans höfðu gert sér í hugarlund. Skoð- a^akannanir blaða og fréttastofn ana höfðu að vísu talið fylgi hans meira en mótframbjóðanda hans. En þær höfðu engu að síð- ue. lýst þeirri skoðun að úrslitin væru mjög tvísýn. Víða roæíti alls ekki á milli sjá um fylgi fsgmbjóðendanna. Að öllum lík- indum hafa menn verið varfærn- ari í spádómum um þessar kosn- ingar vegna þeirra ófara, sem Gallup og fleiri hliðstæðar stofn- artir fóru við forsetakosningarn- ar árið 1948. En þá hafði Dewy, ríkisstjóra í New York hiklaust verið spáð kosningu. /'Segja má að fylgi Eisenhow- ers væri öflugt um öil Banda- ríkin. Hann vann stórborgir eins og New York og Chicago með yfirburðum. Bæði iðnaðgrríkin, sem verkalýðssamtökin eru hvað sterkust í, og landbúnaðarríkin, sem Truman vann með yfirburð- um í kosningunum 1948, kusu nú Ejsenhower. Öll ríkin, sem flesta kjörmenn kjósa, svo sem New Yörk, Californía, Pennsylvanía, Illinoia og Ohio fylgdu honum. Jáfnvel í Suðurríkjunum, sem í níarga áratugi hafa ævinlega vérið höfuðvígi demókrata, féllu nú nokkur ríki í hlut frambjóð- anda repúblikana. Var að vísu vitað fyrir, að sumir leiðtogar demókrata höfðu heitið Eisen- hower fylgi. Þrátt fyrir það var engan veginn gert ráð fyrir að hann fengi kjörmenn þeirra. ASalástæðan fyrir þessutn geysilega sigri frambjóðanda ” repúblikana er áreiðanlega sú, að bandaríska þjóðin hef- ur talið skynsamlegt að skipta ur tekið mestan þátt í að móta með Truman forséta og stjórn hars. Mikill meirihluti beggja hinna stóru flokka Bandaríkj- anna eru þeirri stefnu fylgj- andi og hafa raunar tekið sameiginlegan þátt í að móta hana þótt nokkurs ágreinings hafi gætt innan þeirra. Svo virðist sem þeir stjórn- málamenn Evrópu, sem orð hafa látið falla um kosningaúrslitin, hafi tekið þeim vel. Kemur víða fram rík trú á, að hinn líýkjörni forseti muni líklégur til þess áð beita sér framvegis sem hingað tíl fyrir náinni samvinnu milli þjóðar sinnar og hinna frjálsu lýðræðisþjóða hins gamla heims. Allt annað virðist líka óhugs- andi.. Dwight D. Eisenhower á manna mestan þáít í hinni heillaríku samvinnu lýðræðis- þjóðanna austan og vestan At- lantshafs. Hann hefur sjálfur veiúð nokkurs konar fram- kvæmdastjóri hinna sameigin- legu varnaraðgerða þeirra. Það hlýtur að vera honum kappsmál að þeirri stefnu, sem hann hefur unnið að framkvæmd á mörg undanfarin ár verði fylgt hik- laust fram á komandi árum und- ir stjórn hans sjálfs. AJIar líkur benda einnig til þess að demókratar og repú- blikanar muni Ieggja áherzlu á, að góð samyinna takist milli þeirra um utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Það er bandarísku þjóðinni raunar brýn nauðsyn. 1 því felst styrkur hennar og möguleik- ar til þess að geta haft for- ystu meðal frjálsra þjóða um varðveizlu friðar og öryggis í heiminum. •pP,’-A- !M GA 1 O 9 ® biheio 61 já vagr viðskipfaméiaráðherra eip ríkiiins FUNDUR var í sameinuðu þingi í gær og voru fyrst tvær fyrirspumir á dagskrá. Önnur þeirra f jallaði um irmflutn- J ing fólksbifreiða á þessu ári, hver værý tala hinna nýju inn-' fiuttu bifreiða og hverjir befða hlotið þær. Björn Ólafsson viðskiptamálaráðherra varð fyrir svörum og gaf giöggar og góðar upplýsingar í mátinu og hinar fyllstu i öílum atrið um. Fer megindráttur úr ræðu hans hér á eftir. útvegsins hefir verið flutt til landsins, aðallega á þessu -ári, talsvert af bifreiðum frá Tékkó- slóvakíu, en ráðið hefir hvorki- haft afskipti af innflutningi þeirra né úthlutun. Heildarverð- mæti þeirra var kr. 1 millj. -— miðað við inrikaupsverð. GJALDEYRISLEYFI FYRIR 31 BIFREIÐ Það sem af er þessu ári hafa verið fluttar til landsins 31 fólks- bifreið, 6—7 manna að stærð. — Fjárhagsráð hefur veitt gjald- eyris- og innflutningsleyfi fyrir öllum bifreiðum þessum. ‘ é ÞÆR HLUTU Þær skiptast þannig eftir því hv-erjir þær hlutu: 1. Til lækna ........ 2. — fatlaðra, manna 3. — opinberra aðila 4. — annarra ........ 10 12 6 3 SKODA-BIFREIDAR Samkvæmt samningi milli hins opinbera og forráðamanna báta- eígn rikisins í lok máls síns gát ráðherrann þess, sökum persónUlégra aðdrótt ana eins þingmanris kommúnista um bílaeign ráðherra,‘að ríkis- sjóður ætti bifreið þá, er hann ælci, svo sem bifreiðir hinna ráð- herranna. Sjálfur hefði hann ekkert innflutningsleyfi hlotið. Velvakandi skrifar ÚR DAGLEGA LÍFINU Samtals 31 Talaði á íslenzku! ,,ÞJÓÐVILJINN“ neyddist loks til þess í gær að birta ávarp nú um forystu eftir tveggja ( Brynjólfs Bjarnasonar á 19 þingi áratuga valdaferil demokrata. hins ,'vitra<‘ kommúnistaflokks t 1 öðru laffi mun Það bosninga- !Rúss]ands , Er það maí1trærðast fyrirheit Eisenhowers að fara við birtinguna að bIaði? ir að s^Uur t»l Koreu og freista \haún hafi flutt kveðj;u sina á hptic nA himía ckwitar pnrli í» ’ , , .... J íslenzjju !! , Eitthvað er 'málum blandað í þcssari frásþgn k.ommúnista- blaðsins. í Moskvaútyarpi-nu var sagt'frá því að allir hefðu staðið Upp og lófaklapp hefði verið langvarandi þegar „félaginn" frá íslandi hafði lojáð/máli' sínu.' Skyldu. rússrieskd „félagarnir" þá ekki íslenzka „£élagann“? Og Um hinn nýkjörna forseta er , hversvegna klöppuðu þeir þá fyr- j það að öðru leyti að segja, að ir honum? enginn hefur drégið í efa að hann Var e.'t. v. túlkur hafður við væri ágætur maður, vTðsýnn og hendina? Hvernig fór Moskvu- frjálslyndur. Það eru fyrst og ýtvarpið að því að birta útdrátt j fremst ýms öfl innan flokks hans, úr ræðunni ef hún var flutt á ! sem margir hafa verið tortryggn- jglenzku og enginn gat snarað ir gagnvart, sérstakiega vegna henni a rússnesku? Eða ætlar. einangrunarstefnu þein a. j Brynjólfur' yfirleitt að sverja | En eftir jaín glæsi egan sigur fyrir að slíkur útdráttur hafi ver. og raun ber vitm hlytur aðstaða ið birtur? Yfir hvað er maður. , inri að breiða? ! Um ræðuna eins og kommún- istablaðið birtir hana er annars þess að binda skjótan endi a styrjöldina þar hafa haft mik- il áhrif síðustu daga kosninga- baráttunnar. — í þriðja lagi kcma svo persónulegar vin- * sældir hins mikilhæfa hers- höfðingja. Án þeirra er mjög ' hæpið að frambjóðandi repú- blikanaflokksins hefði náð • kosningu. Áætlaður gjaldeyrir, sem til bifreiðakaupa þessara var veitt- ur nam samtals 883 þús. króna. AÐEINS INNFLUTNINGSLEYFI i Auk þessa hefur fjárhagsráð og það sem af er þessu ári veitt innflutningsleyfi, án gjaldeyris- leyfa fyrir 40 bifreiðum og er áætlað verðmæti þeirra 960 þús. [króna. I í sambandi við þessi gjaldeyr- islausu innflutningsleyfi tekur fjárhagsráð fram eftirfarandi á- stæður, er til leyfanna liggja: ÁSTÆÐURNAR 1. Búferlaflutningur manna, sem búið hafa. erlendis og átt bif- reið þar. 2. Ráðstöfun á gjaldeyri, sem menn hafa eignast á löglegan hátt, t.d. fyrir vinnu eða að erfðum. 3. Sala á bifreiðum erlendra sendiráða hér og starfsmanna þeirra, sem fer fram eftir með- mælum utanríkisráðuneytis- ins. 4. Tollafgreiðsla á ‘ bifreiðum, sem af ýmsum ástæðum hafa verið lengi í landinu með er- lendum númexum. 5. Framlenging eldri leyfa fyrir bifreiðum, sem biðu í erlend- um höfnum vegna ílutnings- banns, sem sett var á bifreiðar með tilkynningu 16. ágúst 1950. Þykir vænt um Þing- húsið MIKIÐ þykir kommunum allt- af vænt um Alþingishúsið. Þeir þurfa alltaf öðru hverju að sýna því einhverskonar tákn virðingar sinnar og umhyggju. Fyrir nokkrum nóttum laum- uðust þeir að aðaldyrum þess með hnífkuta í hendi og tóku að skera út í hana nokkur vel valin orð, sem kommúnistar um alla Evrópu hafa undanfarna mánuði krotað á hurðir og veggi. Þeir eru alltaf svo frumlegir, blessað- ir kútarnir. Það er ekki háttur þeirra að apa eftir öðrum, allra sízt útlendingum. , Nei, ekki alveg. Eisenhowers innan flokks síns að vera svo sterk, að annað er ó- hugsandi en að hann fylgi fyrst og fremst sinni eigin stefnu, sem , _ _ , , , hann hefur túlkað af festu og þaf, segja. ^ þar er dregið einurð, bæði í Bandaríkjunúm og n°kkuð ur þeirri hundflotu auð- utan þeirra. mýkt, sem einkenndi hana sam- kvæmt útdrætti, Moskvaútvarps- Til þess virðist því ekki ins, c-r Mbl. birti. ástæða að gera ráð fyrir mik- ilii stefnubreytingu í uíanrík- ismálum Bandaríkjanna, ailra sízt gagnvart Evrcpu. — Þá stefnu hefur Eisenhower sjálf En þess er vænst að Brynjólfur eða blað hans svari þeim spurningum, sem varpað er íram hér að ofan. Umsóknarfrestur um námssfyrki í Bamlaríkjmum framlengdur UMSÓKNARFRESTUR UM styrki til náms í Bandaríkjunum skólaárið 1953—54 hefir nú verið framlengdur til 15. þessa mánað- ar sarrikvæmt óskum. Er hér um að ræða bæði ríflegá styrki til framhaldsnáms fyrir fólk í ýms- um stéttum, sem lokið tefir há- skólaprófum og er tekið til starfa, en þeir styrkir nema öllum ferða- og dvalarkostnaði. Einnig eru háskólastyrkir, sem oftast nema skólagjöldum, húsnæði og fæði fyrir nemendur. ‘ Umsóknareyðublöð eru afrient í skrifstofu Íslenzk-ameríska fé- lagsins í Sambandshúsinu, bg er hún opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 3—5 síðdegis. i „Þjóðin“ frá Þórsgötu I við þinghúsdyrnar! En þeir kusu samt að nota náttmyrkrið til þess að skýla sér við þessa iðju síria við þinghús- dyrnar. Einhvern veginn kunna þeir betur við rökkrið, jafnvel þó þeir segist vera að vinna fyr- ir þjóðina sína. Allt fyrir íslenzku þjóðina. AUÐVITAÐ skáru kommarnir þessi orð á þinghúshurðma af emskærum áhuga fyrir að verða íslenzku þjóðinni að liði. Um það efast líklega enginn. Hinn 30. marz árið 1949 sýndu þeir líka greinilega, hversu mikla virðingu þeir bera fyrir þessu gamla húsi, sem löggjafar- samkoman hefur haft bæki- stöðvar sínar í! Þá létu þeir hana í Ijós með því að brjóta flestar rúður þess, kasta í það skít, eggj- um og jafnvel hraungrjóti úr blómabeðum Austurvallar og fótstalli Jóns Sigurðssonar. Að sjálfsögðu sýndu kommarn- ir hina einlægu hollustu sína við ísland og Islendinga með þess- um afrekum. Til þess að kóróna þessi stór- virki i þágu þjóðarinnar laum- aðist svo einn af þingmönnum kommanna inn i þinghúsið eft- ir að dimmt var orðið að kvöldi hins 30. marz og sneri brjóst- mynþ af Jóni Sigurðssyni til veggjar. Þar með var baráttu þeirra fýrir íslenzki^ þjóðerni ög Sjálfstæði lokið þann daginn. — Getur svo nokrum dulizt, hversu ótórkostlegir ættjarðarvinir kommárnir eru? Afreksmaðurinn boðinn til Rússlands? IGÆR barst sú saga út um bæ- inn að maðurinn með kut- ann, sem notaði náttmyrkrið til þess að krukka í þinghúshurðina muni verða boðinn til Rússlands á vegum MÍR. Talið er vist að honum verði boðið að hafa kut- ann með sér og jafnvel að hann verði settur þar á safn. Aðrir telja þó fullt eins lík- legt að kutinn muni geymdur hér heima sem helgur dómur, þar sem honum hefur hlotnazt sá heiður að vera tengdur einu mikilvægasta afreki, sem lyram- ar hafa um skeið unnið í þágu íslenzks öryggis og sjálfstæðis!!! „IIarkari“ hefur orðiff. MÉR HEFUR nýlega borizt langt bréf frá „harkara", sem. snýst hart gegn frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi um heimild til þess að takmarka f jölda leigu- bifreiða og ákveða að allar bif- reiðar til fólksflutninga skuli vera á bifreiðarstöð. Hér er ekki rúm fyrir nema lítinn hluta þess. En þar er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Nú skulum við snúa okkur að þeirri hlið málsins, sem áðalrök- færsla Hreyfilsmanna byggist á með útilokun harkaranna. Hún er sú, að þessir vinnufúsu hark- arar eigi ekki rétt á sér, þar sem þeir séu að taka vinnu frá þeim mönnum, sem hafa akstur leigu- bifreiða að aðalatvinnu. Já, þar Iá hundurinn grafinn. En kryfj- um nú þessar rökfærslur. Hver er munurinn? HVER er munurinn á manni, sem hefur fasta atvinnu, sem kallað er, með um eitt hundrað krónur á dag eða um þrjú þúsund krónur á mánuði í laun fyrir átta stunda virinudag, og bætir síðan við sig í auka- vinnu tveim til fjórum stundum við akstur nokkur kvöld í viku, eða jafnvel einungis u.m helgar, og leigubifreiðastjóra, sem hef- ur akstur að aðalatvinu og ekur bifreið sinni tólf til fjórtán stundir á sólarhring flesta daga, og ekur fyrir um tvö til tvö hundruð og fimmtíu krónur að meðaltali. Þeir, sem telja sig dómbæra um framfærsluþörf hvers einstaklings, ættu að taka að sér að draga fólk í dilk eftir mati á þörfum þess til lífsins, og í fullu samræmi við þær lög- lcysur, sem þeir eru að innleiða. Mér er spurn: Eiga atvinnubif- reiðastjórar að hafa einkaleyfi á að vinna eins lengi á sólarhring hverjum og þeim þóknast, á með an öðrum eru takmörk sett um atvinnufrelsi? Væri þá ekki hugs anlegt í framhaldi af kröfum þessara manna að lögskipa átta stunda vinnudag fyrir alla leigu- bifreiðastjóra. Ég rétt skýt þessu svona inn til athugunar fyrir flutningsmenn viðkomandi frum- varps. ÍIarkari“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.