Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAfílfí Fimmtudagur 6. nóv. 1952 i Síðara bindi skáldsögunnar ÞOK AN 0 A eftir Kristmann Guðmundsson Þokon rouðo er aílt í senn skemmtileg, list- ræn og áhrifarík skáldsaga — glæsiíegt listaverk og spegill ís- lenzkrar og evrópskrar menn- ingar í deiglu sögunnar. er fyrsti liókmeniitaviðbiirður haustsins B OJZ CMR BTGÆFMN er komið í bókaverzlanir Sagan um höfund Völuspár sameinar megineinkenni Helgafells, Gyðjunnar og uxans og Góugróðurs, sem gert hafa Kristmann Guðmundsson víðlesnasta núlifandi rit- höfund Islendinga. Lesandanum opnast undralönd forn- aldarinnar í sögunni um kappann og skáldið ísarr Dags- son, leitina að viskunni, fegurð ástarinnar, og stórfeng- leik örlaganna. Fyrirliggjandi: 2 gerðir, mjög henfugir fyrir verksmiðjur og vinnusali. i = HÉÐINN = Kr. 1775 Winchesíer haglabyssa (tví- hleypay raodel 24, cal. 12, til sölti. Byssan er sem ný væri, enda svo að segja ónotuð. Burðarband (þykkt canvas) ásamt hreinsitækjum og skot um fylgja. — Sími 1133. stærð 52, til sölu. Tækifæris vcrð. Cuðm. Benjamínsson Snorrabraut 42. * Get leigt viðlegupláss næstkomandi vetrarvertíð fyrir einn mótorbát. Get selt sama bát fyrsta flokks beitusíld. Upplýsingar hjá Lofti Loftssyni, sími 28, Keflavík, eða * Reykjavik, sími 2343. Stúlka óskar eftir ráðskonu- stöðu Uppi. frá kl. 2 í síma 80439. Auki.il syimuiff mi! anna er megin- FéBagið efnir fil 30 ára afmæBishófs á laugardaginn NÆSTKOMANDI laugardag cfn- ir Norræna félagið til afmælis- hófs í tilefni af því að 30 á? vöru liðin frá stofnun félagsins '29. sept. s. 1. Afmælishófið hefst með borð- haldi en meðal gesta liófsins verða forseti íslands Ásgeir Ás- geirsson og frú, forsætisraðherra Steingrímur Steinþórsson, borg- arstjóri Gunnar Thoroddsen, fyrrveranai formenn félagsins, Matthías Þórðarson fyrv. þjóð- minjavörður og Stefán Jóh. Stefánsson, sendiherrar Norður- landaríkjanna hér á landi að ó- gleymdum óperusöngvaranum Jussi Björling, sem hér dvelst á vegum xélagsins. Mun hann skemmta með söng í afmælis- hófinu. Stjórn Norræna félagsins skýrði blaðamönnum frá hófinu í gærdag og rakti þá um leið sögu félagsins í stórum dráttum. FÉLAGSSTOFNUNIN OG FYRSTU ÁRIN Norræna íélagið var stofnað 29. sept. 1922 fyrir forgöngu Sveins Björnssonar, þáverandi sendiherra, prófessors F. Paasche og Matthíasar Þórðarsonar þjóð- minjavarðar. Var Matthías kjör- inn ifyrsti formaður félagsins. Var starfið í upphafi ýmsum erfiðleikum bundið og 1926 má heita að það hafi lagst niður. Árið 1931 var aftur blásið lífi í félagsskapinn. Voru það þeir Guðlaugur Rosinkranz og Sig- urður Nordal prófessor er það gerðu en þeir voru þá nýkomnir að utan. Frá þeim tíma hefur starfsemi Norræna félagsins far- ið vaxandi með hverju árinu. Fyrst undir formannsstjórn Matthíasar Þórðarsonar og síðar Klemensar Jónssonar, landritara, Sigurðar Nordal prófessors, Stefáns Jóh. Stefánssonar og nú síðásx Guðlaugs Rosinkranz þjóð- leikhússtjóra. KYNNINGARSTARFSEMI Meginhugsjón félagsins og íil- gangur er að vinna að gagn- kvæmri þekkingu meðal Norður- landaþjóðanna og aukinni kynn- ingu þeirra á milli. í þeim til- gangi hefur verið stofnað til fjöl- margra kynningarmóta ýmissa stétta sem haldin hafa verið til skiptis á Norðurlöndunum fimm. Efnt hefur verið til svonefndra lista og bókmenntavikna, greitt hefur veri'ð fyrir skiptum á náms- fólki o. :cl. Svíþjóð hefur að vonum lagt drýgstan skerf til kynningar Svía og annarra Norðurlanda- þjóða. Hafa þeir veitt árlega 100 nemendum ókeypis skólavist í Svíþjóð. Finnar og Norðmenn hafa veitt skólavist 10—20 nem- endum árlega. Það eru þing land- anna sem veita fé til þessarar starfsemi og hefur íslandsdeild Norrænafélagsins ekki getað boð ið heim fólki frá frændþjóðun- um, en félagið nýtur hinsvegar 5000 króna styrks árlega frá ríki. ÍSLENDINGAR TIL NÁMS 4 NORDURLÖNDUM Frá íslandi hafa árlega frá 1945 farið nemendur til ókeypis skólavistar á hinum Norðurlönd- unum, 7—8 árlega, en á yfir- standandi ári 22. Námsdvöl þessa fólks kostar samtals hátt á 3. hundrað þúsund krónur, en er námsfólkinu kostnaðarlaus eins og áður segir. — Hafa þessar námsferðir reynzt mjög góður grundvöllur fyrir samvinnu og kynningu milli Norðurlandaþjóð- anna. íslandsdeild Norræna félagsins hefur hins vegar beitt s.ér fyrir norrænunámskeiðum fyrir stúd- enta frá hinum Norðurlöndun- um, en nú hefur Háskólinn tekið þessi námskeið á sína arma. Norrænafélagið hér á landi hefur og gengist fyrir mótum norrænna kennara * og norræns verkalýðs. Sænsk vika var hald- in hér 1936, þar sem sænskir vísinda- og listamenn voru kynntir. Var vika þessi í fram- haldi af íslenzkri viku i Stokk- hólmi 1932, en þá fóru héðan 40 rnanns til að kynna íslenzkt menningarlíf. . Hingað hafa og komið á vegum íslandsdeildar Norrænafélagsins ýmsir kunnir norrænir menn m. a. Arnulf Överland og á s. I. vori lásu H. Gabrielsen leikstjóri og norska leikkonan Tore Seg- elcke upp á kynningarkvöldum Norrænafélagsins. Er þá aðeins fátt eitt talið af starfsemi Norrænafélagsins til að efla nörræna kynningu. Á stríðs- árunum var starfsemi félagsins mjög mikil og þá meðal annars unnið að söfnun til aðstoðar Finnum, Noregssöfnun og Dan- merkursöfnun. . .» A:i ENÐURSKOÐUN j KENNSLUBÓKA Fyrir tilstilli norrænu samtak- anna hafa kennslubækur í sögu og landafræði á öllum Norður- löndunum verið endurskoðaðar. Fulltrúi íslands í nefnd þeirri er endurskoðaði sögukennslu- bækur var Barði Guðmundsson, en Guðmundur Þorláksson magister sat í nefnd þeirri er endurskoðað hefur landafræði- kennslubækur. — Þá hafa nor- rænu samtökin gefið út bók um fj'árhags- og efnahagsmál Norð- urlandanna og var Viihjálmur Finsen fulltrúi íslands í útgáfu- nefnd þeirrar bókar. ...A 'I FJÖLMENNUR FÉLAGSSKAPUR Slæmur fjárhagur hefur mjög háð allri starfsemi íslandsdeild- ar norrænu samtakanna. Félag- arnir voru í upphafi fáir en nú teiur félagið um 1200 félaga. Ár- gjaldið er 30 krónur en félagið lætur félagsmönnum sínum í té ókeypis tímaritið „Norræn jóT* sem um næstu jól kemur út í 12 sinn. Þar verður rakin 30 ára saga félagsins. — Samtals eru í samnorrænu félagssamtökunum á Norðurlöndum um 100 þúsund manns. — Hefur þeim enn aukist gengi með því að Færeyjar hafa tekið þátt í starfinu. Ýmsar nýjungar til auginnar kynningar hafa verið á döfinni Framhald á bls 12 3«* 1 so jr Mappdrœita Méskáía Ésiands e*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.