Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.1952, Blaðsíða 11
MORCU'SBLAÐIÐ f Fimmtudagur 6. nóv. 1952 II. Kristján Þorvarðsson, taiigaiæknirs EÐLI -1 VÍNANDI (alkohol) heyrir þeim flokki efna til, sera nefnast svefnlyf (narcotica) og er sam- eiginlegt með þeim, að þau verka lamandi á heila og taugakerfi. Vínanda hefur um aldaraðír ver- ið neytt sem nautnalyfs. í dýra- ríkinu finnst vínandi í mjög litl- um mæli. í blóði ódrukkinna manna er 2/100000 hlutar vín- anda. ÁFENGISEITRUN Ég mun nú með fáeinum orð- um lýsa víneitrun. Þessari eitrun skipti ég í 4 stig: 1. stig: í litlum skömmtum or- sakar vínandi hjá flestum likam- lega og andlega vellíðan, menn verða glaðir og ánægðir með sig, ,,góðglaðir“, eins og sagt er. 2. stig: Sé skammturinn aukinn ber á sálrænni veiklun, menn verða óeðlilega fjörugir og við- bragðsfljótir, örari og miklir á lofti, skrafhreifnir og óþvingað- ir, jafnvel þótt þeir séu að eðl- isfari feimnir og hlédrægír. Menn gorta af afrekum, þótt engin séu, eru ánægðir með orð sín og hlæja að ímyndaðri fyndni sinni, gorta af kröftum sínum og hreýsti. Þeim mönnum sem vinna líkamlega vinnu og vanir eru að neyfa afls, er oft laus hendin. Þeim, sem vinna andleg störf, er ekki eins mikið áhugamál að sýna kraftana, en eru aítur á móti sjálfhælnir og gorta af and- legu atgjörfi, „eru færir í flestan sjó“, eins og þar stendur. Þetta ástand hænír flesta að flöskunni. Á þessu stigi ölvunar eru menn að ytra útliti heitir á höfði, rjóðir í kinnum, æðaslátt má sjá í gagnaugnaæðum, slagæðin slær venjulega hratt. 3. stig ölvunar: Sé nú haldið lengra og meira drukltið, fer mik- ilmennskan að minnka og gam- anið að grána. Alkoholvímah. fer nú að svífa á og nefnist þetta ástanda bráða- (skyndi-) vín- eitrun. Sálarjafnvægið fer nú alveg forgörðum, allskonar til- gangslausar athafnir eru gerðar, gangurinn verður reikull, tung- an drafar í munninum, svefn- höfgi sækir á, fjörið og þróttur- inn þverr, þreyta og magnleysi kemur í staðinn. Oft fylgír þessu velgja og uppsala. Ásjónan verð- ur föl og augun starandi. Ef mjög stórra áfengisskammta hefir ver- ið neytt, hefst. 4. stigið: Þá er ástandið likast chloroform- eða æthersvefni, það er fullkomið meðvitunarleysi, sársauka- og tilfinningaleysi, vöðVar verða slappir, slagæðin er lin, líkamshitinn lækkar, andar- drátturinn verður korrandi (byrj andi mænukylfulömun), andlitið verður blátt og þrútið, varir blá- leitár og svo loks dauði, sem or- sakast af andardráttarlömun (lömun á andardráttar stöðinni í mænukyifu). En oftar gengur lömunin ekki yfir í andardrátt- arlömun, heldur liggja sjúkling- arnir í djúpum svefni margar klukkustundir, Og rakna þá loks við, með venjulegum eftirköst- um, svo sem andlegri og líkam- legri þreytu, eru niðurbeygðir, með samvizkubit (moralska timb urmenn), höfuðverk, ógleði eða uppsölu. Lýsing þessi sýnir að vínandi verkar eins og svefnlyfin, chloro- form og æther á heila og tauga- kerfi, fyrst á heilann, þá rnæn- una, og loks á mænukylfuna (þar sem andardráttar- og hjarta stöðvar eru). Sumir vísindamenn hafa hald- ið því fram, að á fyrsta stigi ölvunar verki vínandi ert- andi á taugakerfið, en síðar lam- andi. En nýrri skoðanir og kenn- íngar eru, að vínandi verki frá byrjun lamandi Og að ertingar- einkennin, fjörið, málæðið og skapgerðarbreytingin, sem ger- ast á fyrstu stigum ölvunar, séu Æskulýðurinn er í alvariegri hætiu Erind iílytf á bindindismálafundinum í Keflavík vegna þess, að fyrst lamist þau svið heilans, sem stjórna fram- komu og skapgerð mar.na, og valda því, að menn segja ekki allan hug sinn, hverjum sem þeir mæta. Lömunareinkennin verða því þau, að menn verða mjög opinskáir og segja jafnvel frá viðkvæmum einkamálum, og það bláókunnugum mönnum. Dóm- greind, sjálfsmat og sjálfs- virðing lamast. VÍSINDALEGAR RANN- SÓKNIR Á ÁHRIFUM ÁFENGIS Á HEILASTARFID Aukna þekking hafa menn öðl- azt á áhrifum vínanda á sálar- lífið af rannsóknum, sem þýzkur læknir og vísindamaður (Krápe- lin), hefir gert á fjölda manna. Hann hefur rannsakað hverskon- ar áhrif vínandi hefir á ýmiss(’ konar heilastarfsemi, svo sem samlagningu (í reikningi), utan að lærdóm, skilning (hæfileik- ann til að skilja), tíma- og rúm- skynjun o. íl. Hver einstaklingur hefur verið látinn gera prófraunina án áfeng- is og undir áhrifum víns. Mis- munandi áfengisskammtar hafa verið notaðir við prófið. Útkom- an varð sú, að í flest skifti verk- aði áfengið lamandi (lakari úr- lausnir) og því meir, því vanda- amari, sem úrlausnarefnin voru. Þau úrlausnarefnin, sem kröfð- ust mests skilnings, voru verst af hendi leyst, og þurfti minnst- an vínandaskammtinn til þess, að úrlausnir yrðu lakari. Við próf á hreyfiskyni (vöðv- um), þurfti stóra skammta, til þess að valda lömun. Ef litlir skammtar voru gefnir, virtist vínandi verka ertandi og örv- andi. Prófgarparnir voru t. d. látnir gefa ákveðin merki, eftir skipun. Þeir, sem fengu litla skammta (7,5—10 grm), voru fljótari að bregða við, en gerðu fleiri skyssur. Ályh.tanir af þessum rannsókn- um voru því þær: I. Að vínandi verkaði í litl- um skömmtum, fljótt lamandi á allt vitsmunalíf og æðra heila- starf, en því frumstæðara sem starfið var (t. d. hreyfingar vöðva), því minni áhrif og því stærri skammta vínanda þurfti til þess að valda lömun, einnig virtist vínandi verka öi'fandi í litlum skömmum. II. Viðbragðstíminn styttist, en áberandi var hjá öllum próf- mönnum, að þeir þóttust sjálfir hafa gert úrlausnunum fljótar og' betur skil undir áhrifum víns. Sýr.ir .þetta Ijóslega, að dóm- greind og sjálfsmat hafa lamazt við vínanda. ÁIIRIF VÍNANDA Á VÖDVASTARF Þetta próf er gert með því, að láta þann, sem próíaður er, lyfta ákveðnum þunga, eftir ákveðnu hljóðfalli. Þá kom í ljós, með því að nota stóra skammta t. d.. 80 gr. vínanda, að fyrst ukust vöðva- kraftarnir, en brátt (eftir 4—10 mín.) þreyttust vöðvarnir, þann- ig að heilastarf vöðvanna var minnkað undir áhrifum víns. Þeir, sem gengu undir prófið, gengu með þá grillu, að þeir hefðu afkastað meiru undir á- hrifum vínsins. Þetta stafar efa- laust af því, að þreytutilfinn- LÆKISIAVÍSIIMDIIM HAFA AÐ ÁFEIMGI ER EITUR iAIMIMAÐ siglir fitan, sem hleðst upp í Sjúklingurinn .verður venjulega ekki drukkinn, þótt hann drekki mikið af víni. Afleiðing þessara geðveikis- kasta verður stundum iangvinn hjartavöðvann og veiklar hann áfengisneyzla svo að hjartað gefst upp við j Á suma menn hefir áíéhgi af- skyndilega áreynslu. Þessi hjarta brigði]egar verkanir, framkailar skemmd er tíðust dauðaorsök hjá þeim glæpahneigð, þeir er drykkjumanna. Lifrin stækkar af langvinnri á- :apa minni og muna lífíð sem ekkcrt f því, sem ber við, eða þeir fengiseitrun, blóðstraumurinn fer aghafast> undir áhrifum a«engis hægar gegnum hana, og starf Á börn og unglinga hefur hennar lamast, ýmis efm, sem'áfengi mjóg skaðleg ahrif og skaðleg eru líkamanum safnast fyrir í blóðinu. Stöðug og lang- vinn áfengisney’zla hefur, eins og áður var drepið á, mjög skaðleg áhrif á heila- og taugakerfi. Al- varlegar skapgerðar- og geðslags breytingar verða. Drykkjumenn- irnir verða órólegir, geðstirðir, svefnlitlir og sljóir, óþrifnir og hirðulausir, missa alla sómatil- finningu gagnvart sjálfum sér, atvinnu og ■ heimili. Svo langt getur þetta gengið, að drykkju- maðurinn selur oft garmana utan af sér fyrir Vin, en’ lætur alveg aískiptlaust, þótt kona og börn hans veslist upp úr fátækt og eymd. — Margir drykkjumenn kippir úr þeim bæoi andle^ og líkamlegum þroska. ORSAKIR ÁFENGISNAUTNAK Orsakir áfengisnautnar . eru ytri og innri, og oftast er sám- band þeirra á milli. Sem ytri orsakir mætti t. d. nefna van- rækt eða gallað yppeltíi, cheppi- legt umhverfi, vonöan félags- skap, drykkjusiði, siðvenjur og skilningsleysi margra á skaðsemi áfengis. Innri orsakir eru skap- gerðarveilur, geðveiki og gáfna- brestur. Úr flokki hihna geðveilu (skapgerðarveilu), ber mest á þeim vanstilltu mörmum rne3 verða loks að ræflum, sem ganga htia eða sjuka siðíerðiskennd, Kristján Þorvarðsson ingin hefir verið minni undir áhrifum vínsins. ÁHRIF VÍNANDA Á HJARTA OG ÆDAR Háræðar víkka, og það eftir litla skammta, sést þetta einkum á andliti. Á heilbrigt hjarta virðist vín- andi, í mjög litlum skömmtum, hafa litil áhrif, en í stórum skömmtum verkar vínandi lam- andi. Á líkamshitann verkar vínandi þegar, í litlum skömmtum, lcæl- andi, og er þar af leiðandi hættu- legt að neyta áfengis í kulda, einkum úti, undir beru lofti, af því hafa líka margir menn beðið bana, hér á landi og í öðrum norðlægari löndum. LANGVINN VÍNEITRUN Neyzla áfengis um lengri tíma veldur varanlegri eitrun og við það skemmast nærri öll líffæri, og þar af leiðandi truflast störf þeirra. Þær truflanir, sem urðu á starfi heilans við skyndi vín- eitrunina, verða við stöðuga áfengisneyzlu áframhaldandi, menn verða sljóir, heimskir, tapa minni, sálarþrekið lamast, vilj- inn sljófgast, öll æðri áhugamál gleymast og hugurinn snýst ekki um annað en „flöskuna".. Langvinnri víneitrun fylgir oft taugabólga í útlimataugum; þeir sem hafa hana, eru valtir og óstöðugir á fótum, slcttast til og titra allir, einnig eru krampa- flog eigi sjaldséð hjá drykkju- mönnum. Slímhúðarbólga í koki og maga er algeng við langvinna víneitrun. Bólga þessi orsakar næringartruflanir, og því alvar- legri, því sterkara sem vínið er. Er þetta í samræmi við það, að j „brennivins berserkir" eru oft magrir. Alvarlegustu og lífshættulcg- ustu skemmdir af völdum áfeng- is, eru þær, sem verða á æðum, hjarta og nýrum. Hin langvinna bólga í heilaæðum, sem orsakast af ófengiseitrun er talin ííðust orsök heilablóðfalls drykkju- manna. Nýrun skorpna við eitrun þessa; þau skilja ver út þvag- efni og önnur úrgangsefni lík- amans, og getur slíkt haft alvar- legar afleiðingar. Hjartað líður ýmist vegna skemmda vínsins á æðar og nýru, eða beinlínis vegna skemmda á hjartavöðvanum, sem stafa af vín eitruninni. í kjölfar skemmdanna um og snýkja og betla fyrir víni, leggjast fyrir yfir blánóttina ein- hversstaðar, þar sem eitthvert af- drep er að íinna. Svo andlega sljóir geta þessir vesalingar orðið, að þeir verða jafnvel ánægðir með sig cg hlut- skipti sitt. ÁFENGISGEDSJÚKDÓMAR Áfengiseitrun getur valdið brjálsemi. Velþekkt ' ét drykkju- æðið, delerium tremens, sem or- sakast af langvinnri áfengiseitr- un. Sjúklingarnir veröa, óöir, ruglaðir, sjá sýnir, oft eru það smákvikindi, flugur,, fiðrildi, rottur eða mýs; þeir verða gripnir ofsahræðslu,- meðvitundin -sljófg- ast, svo að. þeir geta hæglega farið sér að voða. Þeir verða með öllu svefnlausir, Ástandið er lífs- hættulegt, og áður fyrr dóu marg- ir þessara sjúklinga,-en á seir.ni árum hefur þó oft tekist að bjarga lífi þeirra. ' , Aðra geðsjúkdóma, af völdum áfengis mætti nefna, svo ?em Korsakows-geðveiki. Sjúkling- arnir verða . ruglaðir, oft um lengri tíma, minnið v^rður mjög ótryggt, og hættir sjúklingnum við að skólda inn í minniseyð- urnar, jafnvel heilar sögur og kynlegustu ■ æfintýi'ij yn> atþurpi- og ferðalög,..sem engin^i fótur er staíaði alvarleg; hætta.af. fyrir. Sjúkdómurinn er oftast Iangvinnur, stendur mánuoi og jafnvel ár, og flestum sjúkhng- um batna'r 'ékki að fyllu. Önnur tegund geðveiki, sem drykkjumenn eru stundum haldnir nefnist á iarfmarnáli alkohol hallucinosis. Sjúkling- arnir þjást af ofskynjunurn, heyra raddir og eru oft hræddir. Sjúk- dómur þessi er stundum lang- vinnur, en stundum batnar sjúk- lingunum fljótt. Þá mætti nefna áfengisbrjál- semina og eru aðaleinkennin af- brýðisemin (paranoiá zelotyp- ica), ber oft á dómvillum og hugarfirrum. Drykkjumaðurinn verður mjög afbrýðisamur, og tortrygginn gagnvart konu sinni og ræðst þá stundum á ímynd- aðan meðbiðil og sýnir honum banatilræði. Sjúkdómur þessi er langvinnur og batnar oftast ekki að fullu. . Loks mætti nefna dipsomani-. una (túradrykkiríið). Sjúk- dómur þessi orsakast ekki af áfengiseitrun. Sjúkdómurinn er geðveiki, sem er tímabundin (periodisk.) og byrjar með svefn,- leysi, óróa, eirðarleysi og þo’rsta, sem veldur því, að sjúklingurinn, sem að jafnaði hefir óbeit á víni, svalar þorstanum í vini. Kastið stendur venjulega í nokhrá ðagá. tilfinninga-sljóum, iðjuleysingj- um, bölsýnum og innibirgðnm mönnum, einnig mönnum, sera eru að eðlisfari hörundsárir og þykkjuþungir, ósiálistæðir, áhrifagjarnir, kærulausir og létí- úðugir. Þessir sjúk!eg?u eigir.leik- ar og skapgerð valda oft mikiu um, og eru oft orsakir þess, að menn gerast dr.ýkkjumenn. • ■> LOKAORD Að lokum þetta:- Lækijavísind- in hafa sannað, að ófengi e? eiíur," sem verkar skaðlega bæöi á lí-k- ama og sál. Sé þess neytt að stað- aldpi um lengri tíma, veldur þatt alvarlegum skemmdum. á flostum líffærum, mannlegs Ijkama, auk þess veldur það andlegri sljófgv- un, lamar allt a.ndlegt atgerfi og orsakar alvarlegar og skaðlegar skapgérðarbreytihgár. ‘ Ofdrykkjan er í mörgum löhd- um orðin þjóðarböl,. sem öllura ábyrgum. og liugsandi mönnura hrýs hugur við. í okt.-nóv. 1951, var, haldin alþjóðaráðstefna í Kaupmannahöfn um rtiálið, á vegum Alþjóða heiibrigðismála- stofnunarinnar (\Vorid J-Jealth' Organisation). Á ráðstefnu þess- ari var gerð sú álýktun, ao áfeng- neyzlan væri í mörgurn löndura alvarlegt mein, sem þjcðunura Við yitum öll'pg ættum að við- urkenna, að óst'andið hjá bkkur er ekki glæsilegt. Fl.eiri og fleiri æskumenh láhdsihs bsétSst í hóp þeirra, sem dreíyíca áiengi, ng oft má sjá dauðadrukkr.a unglinga á Veitingahúsum ög skemmti- stöðam. ' Allir menn og, konur, hvar í stétt, sem þér standið, veröio að taka höndum saman, til þess a:5 reisa rönd við drykkjubölimij og ómenningu __ þeirri, sem bví fylgir. Bæði líkamleg cg andleg heilbrigði þjóðarinnar er í hættu. ’ Öflug og víðtæk rcpplýsingastarf- semi er bráðnaúsynleg, einknm meðal æskulýðsins. En þeir, sem mesta . ábyrgð bera, eru vald- hafar þjóðarinnar, ríkisstjófn cg Alþingi, menntanfenn og em- bættismenn. Ef þessir aðilar sýna skiltiing, og ábyrgðíirtilfiíiningu, verður auðvelt að draga veru- lega úr drykkjuböli því, sem nú herjar þjóðina. .Þsssir aoilar. geta með gjörðum sínum og framkomu gjörbreytt almenningsálitinu. En það krefst . fórnar, sjálfsafneit- unar, og einlægrar viðleitni óhlutdrægrar gagnrým á ástand- inu í- heild.. ) I MORGUXBLAÐIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.